Dagur - 25.06.1999, Page 8

Dagur - 25.06.1999, Page 8
8- FÖSTUDAGUR 2S . JÚNÍ 1999 rD^ir /ííP’T*,.. FRÉTTASKÝRING i. j BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON SKRIFAR Bágborinn fjáxhagur Mrkjugarðamta er kominn á borð ríkis- stjómariunar. Komi ekki til viðbótarfram- lag inuiiu Kirkjugarð- ar Reykjavíkur tapa 350 milljónum á næstu 5 árum. Kirkju- garðar Akureyrar skulda 40 milljónir. Tveir af stærstu kirkjugörðum Iandsins, í Reykjavík og á Akur- eyri, eru í mikilli fjárþröng. A rfk- isstjórnarfundi var afkoma kirkju- garðanna nýlega til umíjöllunar. Þar var kynnt skýrsla sérstakrar eftirlitsnefndar sem skipuð var fyrir tveimur árum til að fylgjast með áhrifum hækkunar kirkju- garðsgjalda á rekstur kirkjugarð- anna. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti þessa niðurstöðu sem samkvæmt heimildum Dags er heldur svört. Þannig er skuldastaða Kirkju- garða Akureyrar mjög bágborin, eða upp á 40 milljónir, og rekstur Kirkjugarða Reykjavíkur verður neikvæður um 350 milljónir á næstu fimm árum, komi ekki til viðbótarframlög eða önnur úr- ræði. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis og formaður Kirkjugarða- sambands Islands, sagði í samtali við Dag að aðalfundur sambands- ins hefði nýlega lýst yfir miklum áhyggjum með fjárhagsstöðu kirkjugarðanna. Þar var niður- staða fyrrnefndrar eftirlitsnefnd- ar kynnt. Hann sagði að rót vanda kirkjugarðanna mætti rekja aftur til ársins 1989 þegar stjórnvöld byrjuðu að lækka kirkjugarðs- gjaldið, fyrst um 20% samkvæmt ákvörðun þáverandi íjármálaráð- herra og núverandi forseta, Olafs Ragnars Grímssonar. I kjölfarið var tekið af aðstöðugjald fyrir- tækja sem þau greiddu í Kirkju- garðasjóð og svokallað markaðs- gjald kom í staðinn. Markaðs- gjaldið var tekið af í áföngum á Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í kirkjumálaráðu- neytinu. árunum 1994-1996 og vó skerð- ingin 20% af tekjum kirkjugarð- anna. Heildarskerðing á tekjum á þessu árabili, þ.e. 1989-1996, nam því 40%. Þórsteinn sagði stjórnvöld hafa Iofað því á sínum tíma að bæta kirkjugörðum það sem nam markaðsgjaldinu en það hefði ekki enn verið gert. Nefndartillögur til umfjöll- imar Fyrir þremur árum skipaði þáver- andi dóms- og kirkjumálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, nefnd að frumkvæði Kirkjugarðasam- bandsins til að fjalla um fjármál kirkjugarðanna. Nefndin skilaði af sér dökkri skýrslu árið 1997 og í kjölfar hennar var gerð Iaga- breyting í desember 1997 og kirkjugarðsgjaldið var hækkað í 4,3%. Jafnframt fengu Kirkju- garðar Reykjavíkurprófasts- dæmanna, vegna bágrar íjárhags- stöðu, undanþágu frá greiðslu í Kirkjugarðasjóð árin 1997 og 1998 en árleg greiðsla nemur 8,3% af tekjum. Til að fylgjast með því hvort þessar ráðstafanir stjórnvalda dygðu var skipuð sér- stök eftirlitsnefnd. Hún skilaði nýlega af sér frumtillögum sem Sólveig Pétursdóttir hefur kynnt í ríkisstjórninni. Þar kemst nefnd- in m.a. að þeirri niðurstöðu að víðtækari ráðstafanir þurfi til að rétta af fjárhag kirkjugarðanna. Ekki náðist í Sólveigu vegna þessa máls en Hjalti Zóphónías- son, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sagði við Dag að meðal þeirra úrræða sem nefndin legði til væri hækkun kirkjugarðsgjalda á ný. Málið væri þó ekki útkljáð og yrði áfram til umfjöllunar í ríkisstjórninni og ráðuneytinu. Eitthvað yrði þó að gera til að mæta þeirri tekju- skerðingu sem kirkjugarðarnir hefðu orðið fyrir. Engar tekjur í stað aðgerða stjómvalda Eins og áður sagði er staða Kirkjugarða Akureyrar bágborin. Skuldir nema tvöföldum brúttó- tekjum garðsins, sem eru um 16- 17 milljónir á ári, sem verður að teljast mikil skuldsetning. Kirkju- garðar hafa jú lítið svigrúm til að auka tekjur sínar eða hafa áhrif á eftirspurnina. Aður en afnám að- stöðugjalda kom til höfðu Kirkju- garðar Akureyrar ráðist í bygg- ingu líkhúss og kapellu og skuld- irnar nema nú 40 milljónum króna. Gestur Jónsson, gjaldkeri kirkjugarðanna, sagði við Dag að ákvörðun um þessar framkvæmd- ir hefði verið tekin á grundvelli Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavikurprófasts- dæmis. þeirra tekna sem kirkjugarðurinn hafði á þeim tíma, þ.e. árið 1993. Stuttu eftir undirritun byggingar- samninga hefðu stjórnvöld ákveð- ið að fella niður aðstöðugjaldið og markaðsgjaldið hefði farið á næstu fjórum árum á eftir. „Þess- ar aðgerðir hleyptu okkur í þenn- an vanda því við höfum ekki feng- ið neinar tekjur í staðinn. Að- stöðugjaldið nam t.d. 20% af okk- ar tekjum. Þessar aðgerðir komu algjöríega í bakið á okkur,“ sagði Gestur. Hann sagði brýna þörf vera á einhverjum aðgerðum, eigi kirkjugarðurinn á Akureyri að fá eðlilegt viðhald. Ef ekkert gerist neyðist garðurinn til að taka gjöld fyrir ýmsa þjónustu sem ekki hafa verið tekin áður. Reksturinn væri afar erfiður og þrátt fyrir strangt aðhald hefði t.d. verið 2 milljóna króna tap af rekstrinum í fyrra. Miklar framkvæmdir framimdan í Reykjavík Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum hjá Kirkjugörðum Reykja- víkur, sú stærsta er bygging þjón- ustumiðstöðvar í Gufuneskirkju- garði og gerð nýs kirkjugarðs í Leirdal í Kópavogi, sem taka á í notkun fljótlega eftir aldamótin. Þá er stefnt að gerð nýs 20 hekt- ara kirkjugarðs í Stekkjarbrekk- um við Vesturlandsveg eftir 5-6 ár. Þórsteinn sagði við Dag að þetta væru nauðsynlegar fram- kvæmdir en miðað við núverandi rekstrarskilyrði hefðu Kirkjugarð- ar Reykjavíkur ekki bolmagn til að íjármagna þær. Starfsemin í Gufunesi væri búin að hafa bráðabirgðahúsnæði í 18 ár og þörf væri á að byggja kapellu, lík- hús og aðstöðu fyrir starfsfólk. „Ef við miðum við þörfina og þá þjónustu sem hefur farið fram í Fossvogi, þá munu Kirkjugarðar Reykjavíkur sýna neikvæða niður- stöðu upp á 350 milljónir á næstu 5 árum, ef ekkert verður að gert,“ sagði Þórsteinn. Hann sagði ársreikning síðasta árs reyndar vera réttum megin við strikið en þá hefðu framkvæmdir heldur ekki verið miklar. „Stór- framkvæmdum hefur verið frestað frá ári til árs. Við höfum viljað hafa fast land undir fótum áður en við helltum okkur út í skuldir.“ Stóraukinn útfararkostuaður Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við útfarir. Arið 1993 tóku ný lög gildi þar sem kirkju- görðum var gert að aðskilja útfar- arþjónustu frá öðrum rekstri. Fram að þeim tíma höfðu útfarir verið niðurgreiddar að nokkru leyti. Á árunum 1994-1997 hækkaði útfararkostnaður um 40% umfram almennar verðlags- hækkanir og ekki hefur kostnað- urinn lækkað síðustu tvö árin. Nú er kostnaðurinn alfarið greiddur af aðstandendum utan þess að greiðsla til prestsins kemur úr Kirkjugarðasjóði. Meðalkostnað- ur við útför er í kringum 150-160 þúsund krónur og er þá ótalinn kostnaður við t.d. erfidrykkju, tónlistarflutning og þess háttar. Dæmi eru um útfararkostnað upp undir hálfa milljón króna. Aiikin dánartíðni langt um- fram mannfjölgun Dánartíðni hefur eðlilega áhrif á afkomu kirkjugarða og Þórsteinn sagði spár benda til þess að hún aukist jafnt og þétt í vestrænum ríkjum næstu áratugina. Það Eftir stórfellda skerðingu kirkjugarðsgjalda og niðurfellingu markaðsgjalds fór fjári samar framkvæmdir eru framundan í Reykjavík og á næstu áratugu breyttist ekki nema til komi bylt- ingar í læknavísindum í barátt- unni við vágesti á borð við krabbamein og eyðni sem myndu hækka meðalaldurinn enn meir. Ratinn sem náðst hefði frá Iokum seinni heimstyrjaldar væri kom- inn í hámark. Samkvæmt þessum spám er gert ráð fyrir því að fjöldi látinna á hverja 1000 íbúa hér á landi muni hækka úr 8-13 árið 1990 í 11-18 árið 2050. Sam- kvæmt lægri mörkum þessarar spár mun íjöldi látinna á íslandi fara úr 2.067 árið 2000 í 4.172 árið 2050. Þessi aukning er 101%. Á sama tíma mun íbúa- fjöldinn fara úr 279 þús. í 333 þús., þ.e.a.s. Qölgun um 19%. Fjöldi greftrana hjá Kirkjugörð- um Reykjavíkur árið 1996 var 970, eða 51% af tölu látinna, en verður 1181 árið 2005, sem er 22% aukning. Á sama tíma mun íbúum fjölga um aðeins 6,5% samkvæmt mannfjöldaspám.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.