Dagur - 25.06.1999, Side 9

Dagur - 25.06.1999, Side 9
FÖSTUDAGUR 2S. JÚNÍ 1999 - 9 FRÉTTIR reppu i"" Æ 'í £já: t ** 1 £ i vfLfcj V' 1 WSÆ&' tW 1 hagsleg afkoma kirkjugarðanna, einkum þeirra stærstu, hríðversnandi. Kostnaðar- m er reiknað með stóraukinni dánartíðni íslendinga. mynd: brink Fleiri fara í brennsluofninn Við uppbyggingu kirkjugarða á komandi öld er ekki búist við eins mildu rými og áður þar sem bálför- um hefur fjölgað verulega í seinni tíð. Nú er svo komið að rúm 12% látinna Islendinga eru brennd og hlutfallið er 17% hér á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem eini brennslu- ofn landsins er til staðar í Foss- vogi. Ef fram heldur sem horfir >agði Þórsteinn Ragnarsson að jálfarir komi til með að hafa áhrif á fjárhag kirkjugarðanna á fyrstu áratugum 21. aldarinnar. Aðspurð- ur um kostnað sagði Þórsteinn að dýrara væri að koma upp duftgarði miðað við venjulegan ldrkjugarð en duftreitur tæki sjö sinnum fleiri í sama rými. Til lengri tíma litið væri duftreitur því hagkvæmari fyrir rekstur kirkjugarðanna. -o Kw I •IfiíetH ;!|; v~? y |íy |1 • rejax ■ lý>. “ Í k-m • • ■ • ri - -r - Mýrarhúsaskóii á Seltjarnarnesi. Sumum þykir sem traustsyfirlýsing bæjarstjórnar tii skólastjórans sé aðeins gálgafrestur á vanda sem þegar er til staðar í skólanum. Framhaldið óljóst í Mýrarhúsaskóla Guðrún Þórsdóttir hjá foreldrafélaginu segir þaö vera ljóst að vaud- inn í skólanum sé enn til staðar. Mismunandi skoðanir eru meðal foreldra og kennara á niðurstöðu bæjarstjórnar Seltjarnarness en á miðvikudaginn ákvað bæjar- stjórnin að treysta skólastjóra, að- stoðarskólastjóra og öðrum starfs- mönnum Mýrarhúsaskóla fyrir 12 mánaða uppbyggingarstarfí í skól- anum. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir að nú verði ráðist á þann vanda sem er innan skólans. Hvað varðar til- mæli sín til skóiastjórans og að- stoðarskólastjórans um að þeirra viðveru væri ekki krafíst £ skólan- um í þessar tvær vikur segist Sig- urgeir líta á það sem launað frí en alls ekki sem munnlega uppsögn. Fríða Regína Höskuldsdóttir skólastjóri segir að hennar næsta skref sé að ræða við sitt fólk og skoða ástandið. „Þetta er búið að vera mikið álag á okkur öll,“ seg- ir Fríða Regína og leggur áherslu á að nú sé staðan í skólanum óljós. Guðjón Ingi Eiríksson, trúnað- armaður kennara í Mýrarhúsa- skóla, tekur undir það að staðan sé óljós og bendir á það sé ekki einu sinni vitað hvort þetta fólk vilji koma aftur til starfa í skól- ann. Að öðru leyti vildi Guðjón ekki tjá sig um málið. Jónmundur Guðmarsson, for- maður skólanefndar, segir að nú verði aðilar máls að setjast niður og skoða málið í ró og næði. Skólanefnd stefnir á að hittast á næstu vikum til að ræða málið. Gálgafrestur? Menn hafa verið að benda á að þessi niðurstaða bæjarstjórnar sé einfaldlega gálgafrestur á vanda sem er nú þegar til staðar í skól- anum. „Ekkert hefur breyst," sagði einn viðmælanda Dags. Sigurgeir bæjarstjóri er ekki sammála þessu og segir að nú sé búið að afhjúpa vandamálið og því sé mun auðveldara að leysa það. Að sögn Sigurgeirs ætlar skólanefndin að hafa mjög gott eftirlit með þessu í vetur en tak- ist þetta ekhi þá sé það sem er búið að gera núna ekki nema hluti af því sem þarf að gera. Guðrún Þórsdóttir hjá For- eldrafélagi Mýrarhúsaskóla segir það vera ljóst að það sé enn vandi í skólanum sem þurfi að taka á. „Astæðan fyrir því að ráð- ist var í þessa skýrslu var hin gíf- urlega óánægja sem var til staðar innan skólans. Skýrslan bjó ekki til trúnaðarbrestinn heldur var hann til staðar fyrir skýrsluna. En nú ber að leggja áherslu á að gleyma fortíðinni og vera bjart- sýn á framtíðina," segir Guðrún. -ÁÁ Utvarpskarl i dæmd- ur jafnréttissigur Jafnréttislög voru ekki brotin þegar Pétur Halldórsson, dag- skrárgerðarmaður Ríkisútvarps- ins á Akureyri, var ráðinn árið 1998 að mati kærunefndar jafn- réttismála. I kjölfar ráðningar Péturs óskaði kona, sem sótt hafði um starfið ásamt honum, eftir því að kærunefndin skoðaði hvort jafn- réttislög hefðu verið brotin. I auglýsingu þegar Pétur var ráð- inn var m.a. óskað eftir fólki með háskólapróf eða reynslu í blaða- eða fréttamennsku, góðri rödd og starfskrafti sem ætti auðvelt með að vinna undir álagi. Arnar Páll Hauksson deildarstjóri mælti með Pétri til starfans í ljósi RÍKISÚTVARPIÐ Ráðning Péturs Halldórssonar til RUVAK var ekki brot á jafnréttis- lögum að mati kærunefndar jafn- réttismála. reynslu af störfum hans. Kær- andinn, sem er kona, hafði Iokið BA-prófi í íslensku með fjöl- miðlafræði sem aukagrein, frá HÍ, auk þess að hafa lokið hag- nýtri fjölmiðlun og var með kennsluréttindi. Hún hafði starf- að í eitt ár sem dagskrárgerðar- maður og sinnt kennslu en með- al vegsemda Péturs má nefna að hann hafði unnið sem prófarka- lesari á Tímanum og stundað magisternám í íslensku. Kærandi vísaði til þess að hún hefði meiri menntun og lengri starfsreynslu við fjölmiðlun. Þá gagnrýndi hún fleiri atriði, s.s. að hún hefði ekki verið kölluð í við- tal. Kærunefnd var ekki sammála varðandi starfsreynslumat og þótt kynjahlutall hjá Utvarpi Norðurlands sé konum óhag- stætt, telur nefndin eðlilegt að ráðningin standi. - BÞ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.