Dagur - 25.06.1999, Qupperneq 11
X^MT
ERLENDAR FRÉTTIR
Rauði krossinn spáir
tímabili hamfara
Árið 1998 urðu fleiri
og manuskæðari ham-
farir á jörðinni en
nokkru sinni svo vit-
að sé.
Samkvæmt ársskýrslu alþjóða-
samtaka Rauða krossins og
Rauða hálfmánans um hamfarir
í heiminum, sem kom út í gær,
var síðasta ár það versta sem til
eru skrár um. Alls er í skýrslunni
greint frá 311 náttúruhamför-
um, sem urðu árið 1998, og
kostuðu þær um 60.000 manns
lífið. Að mati höfunda skýrsl-
unnar má enn búast við auknum
hamförum næstu ár og má telja
fullvíst að mannkynið eigi þar
nokkra sök á.
Fellibylurinn Mitch varð um
10.000 manns að bana f Mið-
Ameríku, en flóð, þurrkar og
eldsvoðar af völdum veðurfyrir-
brigðisins EI Nino urðu þess
valdandi að alls um 21.000
manns týndu lífi á síðasta ári.
Þurrkarnir í Indónesíu voru
þeir verstu í hálfa öld og gífurleg
flóð í Kína röskuðu högum um
180 milljóna manna. Meira en
25 milljónir manna þurftu að
flýja heimkynni sín vegna nátt-
úruhamfara á síðasta ári, og er
sá fjöldi mun meiri en þeir
flóttamenn sem hröktust að
heiman vegna stríðsreksturs á
árinu. „Umhverfisflóttamenn-
irnir“ eru um 58% allra flótta-
manna ársins.
Reiknað í fjármunum telst
Rauða krossinum til að náttúru-
legar hamfarir árið 1998 hafi
kostað mannkynið meira en 90
milljarða bandarískra dala.
í skýrslunni er reyndar varað
við því að svo virðist sem nýtt
tímabil stórra hamfara sé í upp-
siglingu hér á jörð, sem sagt er
stafa af því að saman fer hlýrra
veðurfar, umhverfisspjöll og
mannfjölgun. Maðurinn á því
sjálfur nokkra sök á aukningu
hamfara með róttækri röskun á
náttúrunni, eldd síst eyðingu
skóga.
Um 96% allra dauðsfalla af
völdum náttúruhamfara eiga sér
stað í þróunarlöndunum sunnan
til á jarðkringlunni, en um leið
og náttúruhamförum fjölgar er
verið að draga úr neyðaraðstoð
til fátækra landa.
Bent er á að um 1 milljarður
manna, eða um sjötti hluti allra
jarðarbúa, búi í fátækrahverfum
þar sem bráðabirgðahúsnæði
hefur verið hrófað upp og björg-
unaraðgerðir þar af leiðandi erf-
iðar ef náttúruhamfarir verða.
40 af þeim 50 borgum heims,
sem stækka hraðast, eru á jarð-
skjálftasvæðum.
Þá er bent á að um helmingur
jarðarbúa sé búsettur við sjávar-
síðuna og 10 milljónir búa við
stöðuga flóðahættu. — GB
HEIMURINN
S.Þ. hefja skipulegan heimflutnmg
fLóttamanua
KOSOVO - Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í
gær að brátt hefjist skipulagður heimflutningur flóttamanna til
Kosovo. Fyrst í stað verða flóttamenn fluttir frá búðum í Albaníu og
Makedóníu til borganna Pristina, Prizren og Urosevc í Kosovo-hér-
aði. Bæði Flóttamannastofnunin og friðargæslusveitir Nató hafa var-
að flóttamenn við því að snúa aftur á eigin spýtur vegna hættu af
völdum jarðsprengna og ósprunginna sprengjuhleðslna úr klasa-
sprengjum Nató. Engu að síður eru meira en 200 þúsund flóttamenn
farnir til baka og á hverjum degi streyma þúsundir manna yfir landa-
Þýskir hiskupar koma hálfa leið til
móts við páfa
ÞYSKALAND - Biskupasamkoma kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi
hefur ákveðið að kaþólskir prestar haldi áfram að veita þunguðum
konum ráðgjöf og gefa þeim vottorð um að hafa þegið slíka ráðgjöf,
þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi hafi sent þýsku biskupunum bréf og
beðið þá um að hætta slíkri ráðgjöf þar sem þessi vottorð hafi verið
notuð til þess að fá heimild hjá stjórnvöldum til fóstureyðingar. Bisk-
uparnir ákváðu hins vegar að á vottorðin skyldi bætt útskýringu þess
efnis, að vottorðin megi ekki notast sem réttlæting fyrir fóstureyðing-
um. Þýsk stjórnvöld eru nú að kanna hvort þessi viðbótarklausa hafi
eitthvert lagaleg gildi.
Rússar vilja refsiaðgerðum aflétt
RUSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, og Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, áttu í gær fund í Moskvu, og
sagði Jeltsín að Rússar myndu taka virkan þátt í friðargæslustarfinu
í Kosovo með um 3.600 hermenn. Talsmaður Jeltsín sagði að Rúss-
ar leggi nú mesta áherslu á að refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu verði
aflétt hið fyrsta.
FÖSTUDAGUR 2S. JÚNÍ 1999 - 11
VIÐGERÐIR OG VIÐHALD FASTEIGNA ER OKKAR FAG
LEITIÐ TIL VIÐURKENNDRA FAGMANNA!
SÍMATÍMIMILLIKL. 10.00-13.00
Sími 555 1947 • FAX 555 4277 • 894 0217
’-,é í
m
* JB9I
SUN DHÖLLIN
Góð fvrir stökkvara
- h\/í har or cf-hHzhrptFiÆ fia
Opið
Virka daga
Helgar
- því þar er stökkbrettið fjaðurmagnað
Vetur
Sumar
6:30-21:30*
8:00-19:00*
6:30-21:30*
8:00-19:00*
* Sölu hætt
r 1V
Upplýsingasími sundstaða í Reykjavík er 570-7711
í5tixSl!vYliGltsítoC'AÍTOfAN íHf.7 5ÍA.I