Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 1
fc í; Einar Rúnar Sigurðsson í íshelli. mynd: terry wall skíðasport. Ég hef verið svolítið í Ölpunum á Italiu og allsstaðar á góðum skíðaleiðum er maður í einhverri halarófu og mætandi heilu hópunum. Hér er sama hvert maður fer, á Heklu, Eyjafjallajökul, Öræfajökul eða eitthvað annað, maður hefur fjöllin útaf fyr- ir sig og það heyrir til undantekninga að sjá einhverjum bregða fyrir. Það er auðvitað mjög góð tilfinning að hafa þetta svona en þó vil ég hvetja fleiri til að stunda þetta. Ramvilltur í þoku Mér finnst alveg ótrúlegt hvað fáir eru í fjallaskíðamennsku hér á Iandi miðað við hvað landið býður upp á. Auðvitað er veður- farið dálítið sérstakt og menn verða að hafa góðan útbúnað. Sérstakur fatnaður, áttaviti og GPS tæki eru þar alger grundvallaratriði. Ég hef verið ramvilltur í þoku bara örfáa kílómetra að heiman. Þess- vegna fer ég aldrei frá bíl eða bæ öðru vísi en með stað- setningartæki. Það er sama hvað spáin er góð og hversu veðrið er fallegt þegar lagt er af stað á jökul. Það er engin trygging. A jökli snjóar á öll- um árstímum og oft kemur hrímþoka þannig að allt verður hvítt. Maður getur tapað áttum á ótrúlega stutt- um tíma. Ég hef oft lent í því að allar slóðir á jökli hverfi eins og hendi sé veifað og ekki sé nokkur leið að finna leiðina til baka án tækja, þó maður ákveði að snúa við.“ - Hefurðu aldrei lenl í vandræðum þegar þú ert með fólk á jöklinum? „Nei, ekki verulegum. I 25% tiífella hef ég þurft að nota GPS tækin en aldrei þurft að kalla á hjálp af Ör- æfajökli. Ég hef bara verið svo heppinn." - Þú hlýtur þá líka að vera varkár. En hvað gerir þú þeg- ar ekki viðrar til að fara á Hvannadalshnúk með fólk sem vill ganga ájökul? „Ég er hættur að einblína á Hnúkinn og býð upp á aðr- ar léttari dagsferðir á jökli, t.d. frá Brókar- jökli upp af Kálfafellsdal að Jöklaseli við Skálafellsjökul. Svo kemst ég alltaf upp á skriðjöklana hér í Öræfum, Svínafellsjökul eða Fjallsjökul. Þar er hægt að ganga um á broddum og fólk getur prófað ísklifur. Nýtt hraðamet - Hvert er hraðamet þitt t göngu á Hvanna- dalshnúk? „Ég bætti gamla heimsmetið mitt nýlega og náði að fara upp á Hnúk á tæpum tveim- ur tímum frá bílastæðinu mínu sem er skammt neðan við jökulbrúnina. Það er kannski ekki alveg marktækt því ég hef ekki haft neina keppinauta á minni leið. Ég veit að ólympíu-skíðakappi mundi taka mig í nefið en þar sem fáir hafa reynt þetta þá sit ég einn að þessu ennþá!" - gun. Eitthundraötutt- ugu og sjö sinnum hefur hann gengið á hæsta fjallíslands, Hvannadalshnúk. EinarRúnarSig- urðsson, fjallaleið- sögumaðurá Hofs- nesi í Öræfum, hef- uryndi offjöllum ogjöklum og hér lýsirhann hinum stórkostlegu mögu- leikumfjallaskíða- mannaáíslondi. Einar rekur fyrirtækið Ör- æfaferðir ásamt föður sínum, Sigurði Bjarnasyni. Þeir skipta með sér verkum, feðgarnir, Sig- urður fer með ferðamenn á drátt- arvél í Ingólfshöfða og Einar á jökul, meðal annars upp á Hvannadalshnúk. Ekki fer hann þó alltaf í atvinnuskyni þangað upp eða í aðrar göngur heldur not- ar hann frístundirnar til þess líka. Sl. vetur gekk hann t.d. á fjalla- skíðum þvert yfir ísland, úr As- byrgi niður á Breiðamerkursand og tók sú ferð 15 daga. En er hann ekki farinn að renna hýru auga til einhverra tinda erlendis? „Jú, það er gamall draumur að reyna við Mont Blanc. Annars þarf maður ekki að fara út fyrir land- steinana. Það eru óendanlegir möguleikar á Islandi fyrir íjalla- Á Telemarkskíðum niður Kristínariinda í Skaftafelli. mynd: florian piper TILBOÐSPAGAR 3.-13. ÁGÚST POTTAR OG PONNUR LEIRVÖRUR OG ELDFÖST MÓT: SJONVARP 28“ VSX407 HEIMABÍÓ MAGNARI SHARR /DlasCopcO HANDVERKFÆRI ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUDRISTAR, STRAUJÁRN, HRADSUDUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, MYNDBANDSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATOLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA AEG AtlasCopco OYAMAHA jsrna 0inoesiT i ONKYO 4- Nlkon imc»oa UKWE. rtMHSS> ^NIIIHHIVtP6* Aooawr SHARP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.