Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 7
FÖSTVDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 23 Norrænt landslag Norrænt landslag verður áberandi á myndlistarsýningu Argent- ínumanns, Norðmanns og Kana, sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga á morgun kl.14 á Selfossi. Eduardo Santiere hefur dvalið í Listamiðstöðinni l Straumi í sumar en hér sýnir hann verk unnin upp úr íslenskum landakortum. Elisabet Jarstö frá Stafangri sýnir afrakstur ferðar um ísland og Faith Copeland frá Bandaríkjunum sýnir verk sem hún málaði undir áhrifum af feg- urð náttúrunnar, m.a. færeyskri og íslenskri nátt- úru. Sýningin er opin frá 14-17 fimmtudaga til sunnudag til 22. ágúst. HVAB ER A SEYÐI? _________________ fjor Grasadagur í Árbæjarsafni Á sunnudag- inn stendur Árbæjarsafn fyrir dag- skránni „(s- lensk grös og lækninga- jurtir". Hægt verður að fræðast um notagildi ís- lenskra jurta og fylgjast með sérfræðingum vinna vörur úr ís- lenskum jurtum, til dæmis te, smyrsl, sápur og seyði. Auk þess verður teymt undir börnum við Árbæ kl. 15:00 og kýr mjólkaðar um kl. 17:00. Hægt verður að fylgjast með neti I riðingu, skoða spjaldvefnað og hlíða á harmonikkuleik. Norðlenskar tónlistarkonur Þær Gerður Bolladóttir, sópransöngkona (frá Laufási) og Júlíana Indriðadóttir píanó- leikari (Ólafsfirðingur), halda tónleika bæði fyrir norðan og sunnan heiða næstu daga. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt og með iéttu ívafi en þar má finna sönglög eftir m.a. Debussy, Schumann, Grieg, Pál ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Fyrri tónleikarnir verða annað kvöld í Tónlistarskólanum á Akureyri kl. 20.30 en á þriðjudags- kvöldið kl. 20.30 halda þær tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í Reykjavík. 1945, um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Safnast verður saman við suðvestur- bakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) kl. 22.30 og verður þar stutt dagskrá. Avarp flytur Stefán Pálsson, sagnfræð- ingur. Þetta er 15. árið sem kertum er fleytt á Tjörninni af þessu tilefni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum. ELDRI BORGARAR Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10.00-13.00. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í Iétta göngu frá Glæsibæ kl. 10.00 á laugardag. Borg- arfjarðarferð um Kaldadal í Reykholt 19. ágúst. Skaftafellssýslur, Kirkjubæj- arklaustur 24.-27. ágúst. Norðurferð, Sauðárkrókur I.-2. september. Skrá- setning og míðaafhending á skrifstofu félagsins. Upplýsingar í síma 588- 2111. Hlutavelta A laugardag og sunnudag þann 7.-8. ágúst, verður haldinn aldamótamark- aður við opinn eld, að Skógarhlíð 12 (f. neðan slökkvistöðina). Markaðurinn verður haldinn af nokkrum listamönn- um, er selja búslóðir, eigur og verk sfn, til ágóða heimsferðar sinnar í haust. Á meðan skoðað er í básana verða á boðstólnum ókeypis kaffiveitingar. Gjafahaugur verður einnig á staðnum. Sá sem fyrstur kemur, fyrstur fær! Opið verður frá kl. 13 - 18, báða dag- anna. Kransagerð Kransagerð úr náttúrulegum efnum, laugardaginn 7. ágúst kl.14-17. Kristín Bjarnadóttir í Grænu smiðjunni leið- beinir um kransagerð úr íslenskum jurtum. Jurtir verða tíndar í landi AI- viðru. Boðið er upp á jurtate, kakó og kleinur. Þátttökugjald og efniskostnað- ur er 1000 kr. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Allir velkomnir. Alviðra um- hverfisfræðslusetur. LANDIÐ TÓNLEIKAR Söngvaka Þriðjudagskvöldið 10 ágúst er söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Ak- ureyri. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu allt frá rím- um og tvíundarsöng til þjóðlaga okkar daga. Aðgangseyrir er kr. 700 og er innifal- inn. aðgangur að Minjasafninu sem er opið sama kvöld kl. 20-23. Allir vel- komnir, Minjasafnið á Akureyri. Tónleikar falla niður Af óviðráðanlegum orsökum falla næstu tónleikar í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju niður. Það eru tón- leikar Jóns Rúnars Arasonar, tenór- söngvara og Þórhildar Björnsdóttur, pí- anóleikara, sem vera áttu n.k. sunnu- dag 8. ágúst. Til stendur að þau Jón Rúnar og Þór- hildur haldi tónleika í Stykkishólmi með haustinu. SÝNINGAR Ytur í Iífí þjóðar Helgina 14.-15. ágúst nk. verður sýn- ingin „Ytur í lífi þjóðar“ haldin á Hvanneyri. Tilefni hennar er 90 ára saga beltavéla og jarðýtna á Islandi og hlutur þeirra í ræktun en einnig sam- göngubótum í dreifðum byggðum. Að sýningunni standa Búvélasafnið á Hvanneyri og verktaíyrirtækið Jörfi hf. með atbeina Vegminjasafns Vegagerð- arinnar í Borgarnesi, Heklu hf. og fleiri aðila. Sýndar verða beltavélar, ýtur og fylgitæki þeirra frá ýmsum tím- um, auk þess sem gömlum, fágætum myndum og söguþáttum verður brugð- ið upp í sérstakri sýningardeild. Laugardagskvöldið 14. ágúst verður Ytumannavaka í Sumarhótelinu á Hvanneyri. Þangað eru áhugamenn um ýtusögu og ýtusagnir velkomnir til þess að riQa upp þætti um ýtur í lífi þjóðar. A sýningunni verður brugðið á leik með ýtum og ýmislegt verður í boði. Veitingar eru fáanlegar í Sumarhótel- inu. I Ullarselinu geta gestir spreytt sig á flókavinnslu og Kertaljósið býður gesti velkomna til þess m.a. að steypa sín eigin kerti. Sýningin Ytir í lífi þjóðar stendur kl. 13-18 báða dagana. Ytur nýta ítar hér, ýtur flýta verki. Itar! Lítið ýtuher! Ytur nýtast hvar sem er. Listasafnið á Akureyri Framundan er síðasta sýningarhelgi Listasafnsins á Akureyri á málverkum Þorvaldar Skúlasonar og skúlptúrum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Lok sýninganna er sunnudaginn 8. ágúst þegar þær verða opnar frá kl. 14- 18. Allir velkomnir. ÚTIVIST Ferðafélag Akureyrar Næstu ferðir: Laugardagur 7. ágúst: Olafsfjörður - Héðinsfjörður - Siglufjörður. Nokkuð krefjandi ferð sem farin á einum degi. Brottför frá skrifstofu FA kl. 08.00 á laugardag, ekið að Kleifum í Olafsfirði, gengið þaðan um Rauðskörð, Héðins- fjörð og yfir Hestskarð í Skútudal í Siglufirði. Ekið verður heim um kvöld- ið með hópferðabíl. 13.-17. ágúst: Oskjuvegurinn, styttri útgáfa: A föstudagskvöldi er ekið í Dreka og gist. Næsta dag er Askja skoðuð og gist í Dreka. Þann 15. er gengið um Jónsskarð í Dyngjufell og gist. Síðan er gengið að Suðurárbotn- um og gist í Botna. Síðasta daginn er gengið í Svartárkot og ekið heim. Tvö sæti Iaus. Bfll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL 3d 1.3 GL4d 1,6 GLX 4d, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1,6 GLX WAGON, ABS 1,6 GLXWAGON 4x4, ABS Sjálfskipting kostar 100.000 KR. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.