Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 3
FÖS TUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 19 Tkigtur- LÍFIÐ í LANDINU Kirkj an hefur verið menntandi stofnun Prófastdæmi og sveitarfélög um allt land efna til hátíðar- halda í tilefni þess að senn eru liðin eittþúsund árfrá þvíað „við trúnni vartekið aflýði“. Reykjavíkurprófast- dæmin hlása til leiks þann lS.þ.m. Sr.Guðmundur Þorsteinssonprófastur var spurður um gildi slíkra há- tíðahalda. „Eg tel kristnitökuna þann atburð í ís- lenskri þjóðarsögu sem hvað stærst áhrif til heilla hefur haft á þjóðlíf og menningu okkar og því sjálfsagt að minnast hans með viðeigandi hætti. A kristnitökuhátíðum í byggðarlögunum er boðið upp á ýmsa við- burði á sviði trúar, menningar og lista er minna á hin miklu tímamót er kristur varð Iíf og ljós þessarar þjóðar og hvemig hún hefur átt samleið með honum í sæld og þraut. Þær hátíðir eru undirbúningur undir stóru samkomuna á Þingvöllum 1. og 2. júlí árið 2000 þar sem hátíðahöldin ná há- marki.“ - Áhrif til heilla, segirðu. Viltu taka sér- stök dænti um þau áhrif? „Við erum auðvitað hluti að mildu stærra samhengi. Kirkjan er alþjóðleg og þegar kristni var lögtekin hér þá fylgdi henni evr- ópsk menning. Bókmenningin, ritlistin, leskunnáttan, þetta kom allt með kristn- inni og þannig hefur kirkjan verið mennt- andi stofnun alla tíð. Klaustrin á Islandi eiga til dæmis stóran þátt í ritun þeirra bóka sem við emm virt og metin af sem þjóð. I klaustmnum höfðu menn tíma til að skrifa ýmislegt niður sem annars hefði glatast. Nefna má konunga- sögumar sem Snorri Sturluson hafði til fyrirmyndar þegar hann skrifaði Heimskringlu og talið er víst að ein elsta Islendingasagan, Heiðavígasaga, hafi verið rituð í Þingeyrarklaustri. Strax og kristnin kemur þá er farið að rita lögin sem áður höfðu verið í munnlegri geymd og biblíuþýðingarnar urðu til þess að styrkja okkur í varðveislu móðurmálsins. Þannig hefur kirkjan haft ótrúleg áhrif menningarlega séð, fyrir utan trúarlegu áhrifin.“ Gegnsýrð af kristnum boðskap - Ertu únægður með trúarlíf þjóðarinnar? „Eg held að engin stofnun í þjóðfélaginu fái eins marga inn fyrir sínar dyr og kirkjan. Við vitum það sem störfum í kirkjunum að frá því vetrarstarfið byijar á haustin og ffam á vor eru kirkjumar meira og minna fullar af fólki." - Helgast það ekki af fermingarundirbún- ingnum? „Auðvitað er það Iiður í kirkjustarfínu að búa böm undir fermingu og þau koma vikulega allan veturinn. En svo er alls kyns önnur starfsemi bæði fyrir eldri og yngri, mömmumorgnar, sunnudagaskóli, æsku- lýðsstarf og stundir fyrir eldir borgara. Fólk er líka í vaxandi mæli að átta sig á gildi kyrrðar- og bænastunda. Kirkjan hefur að nokkru verið að breytast úr sveitakirkju í borgarkirkju og þar er talsverður munur á.“ - En að kirkjustarfinu slepptu. Finnst þér Isíendingar ganga á Guðs vegum dags dág- [ lega? „Stundum er sagt að ef fólkið komi ekki í kirkjuna þá verði hún að koma til þess. Það er að færast í aukana að prestar fari út í skólana, leikskólana og elliheimilin. Ekki má gleyma fjölskylduþjónustu kirkjunnar sem hjálpar fólki í sambúðarvandamálum og kirkjan býður upp á allskonar fræðslu- námskeið." - Ég meina, finnst þér þetta hafa skilað sér inn i okkar daglega líf? Tökum við þar tillit til hins kristna boðshapar? „Eg held að við séum gegnsýrð af kristn- um boðskap þótt alltaf beri meira á því sem miður fer. En það er margt gott gert og við erum afskaplega fljót til að hjálpa. Auðvitað mætti kirkjan sinna þeim betur sem minna mega sín og ef hún ætlar að vera meistara sínum trú þá má hún ekki Iíta fram- hjá því.“ - Ntí er trúfrelsi í land- inu og upp hafa sprottið aðrir söfnuðir en kristnir, múhameðstrúar, búdda- trúar og fleiri. Hvað finnst ykkur kirkjunnar mönn- um um það? „Eins og þú segir þá rík- ir trúfrelsi. Okkur klerk- um fínnst hinsvegar ekk- ert hafa komið ffam sem sýnir að ástæða sé til að leita út fyrir þann boð- skap sem Kristur flutti en hversu heilagar sem hugsjónir eru að þá markast þær alltaf af fingraförum mann- legs ófullkomleika. Að okkar dómi hefur enginn flutt háleitari kenningu en Kristur. En menn verða að stýra sínu lífi sjálfír og allir hafa valfrelsi. Við getum sagt já við Guð og við getum líka sagt nei. Þessi há- tíðahöld núna eiga að hjálpa fólki að segja já við Guð og tryggja kristna framtíð á Is- landi.“ Þúsund radda kór - Eigum við kannski að snúa okkur að þvi sem átti að verða aðalefni þessa viðtals, kristnitökuhátiðahöldunum hér i Reykjavík- urprófastsdæmum ? ,Já, þau hefjast þann 15. ágúst meðjúti- guðsþjónustu á Laugardalsvelli. Þar pré- dikar biskupinn, hr. Karl Sigurbjörnsson, Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, syngur, lúðrasveit leikur og 1000 manna blandaður kór syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar, kórstjóra. Þjóðkirkjan bauð öllum söffiuðum kristinna trúfélaga til þátttöku í þessari guðsþjónustu því kristnir menn lúta allir sama Herranum og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá að hittast til sam- eiginlegrar lofgjörðar. Þá verður fjölskylduhátíð í Laugardaln- um þennan dag og slegið upp tjöldum víðs vegar þar sem kristnir söfnuðir og trúfélög kynna starfsemi sína og veitingar verða seldar. Sfðdegis verða gosspeltónleikar í Laugardalshöllinni þar sem margir þekktir tónlist- armenn koma fram t.d. Margrét Eir, Páll Rósin- krans, Sigríður Guðna- dóttir og Stefán Hilmars- son, auk gosspelkóra og svo um kvöldið verða æskulýðsfélögin með dag- skrá í Skautahöllinni." - Laugardalurinn verður semsagt umgjörð þessarar opnunarhátíðar. „Já, að öðru leyti en því að þetta sama kvöld verða tónleikar í Hallgrímskirkju þar sem Módettukórinn undir stjóm Harðar As- kelssonar flytur H-moll messu Bachs. Þar koma líka fram þekktir einsöngvarar eins og Kristinn Sigmundsson, Þóra Einarsdóttir og Gunnar Guðbjartsson." Ekki vopnaðir til kirkju - Þetta er sem sé byrjunin, hvað tekur svo við? „Hátíðin stendur ffam í nóvember 2000 og í framhaldi af opnuninni taka við ýmsir viðburðir. Þar má nefna „guðsþjónustur liðinna alda“ þar sem reynt verður að end- urskapa andrúmsloft horfins tíma og flytja tónlist og talað mál sem var notað á ákveðnum tímaskeiðum þúsund ára kristni." - Þurfa menn að koma með sérstöku hug- arfari og sérsökum ha?tti tibslikra aihafna. Má t.d. koma í bilum upp að kirkjudyrum? „Eg vona nú að almenningur fari ekki að hverfa aftur til ársins 1000 þegar menn komu vopnaðir til kirkju, þótt reyndar legðu menn vopnin frá sér meðan guð- spjallið var lesið. Þarna verður lögð áhersla á mismunandi messuform, bæði orð og söng og Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, er okkur til ráðleggingar því hann er sérfróður um þessi efni.“ - Ef við förum fljótt yfir sögu, hvað er fleira á dagskrá hjákristnihátiðanefnd Reykjavíkurprófastsdæma ? „Helgigöngur milli kirkna er eitt atriðið. Þá er gengið frá einni kirkju til annarar og þar verða sýningar á kirkjulist og kirkju- munum. Ráðstefna verður um boðun krist- innar trúar, svonefndar ljósamessur, blys- farir til kirkna á þrettándanum. Efnt verður til samkeppni um nýja messusöngva. Kynning verður á andlegum ljóðum í eitt þúsund ár og starf kirkjunnar um víða ver- öld verður lcynnt, útbreiðsla biblíunnar, kristniboð og líknarstarf. Svo verður feikn- arlega fjölbreytt tónlistarlíf tengt þessari kristnitökuhátíð. Þar verða átthagakórar, bamakórar, samsöngur kirkjukóra, org- eltónleikar, flutningur stórverka tónlistar- sögunnar auk frumflutnings á nýjum ís- lenskum tónverkum. Svo má nefna að listavika verður í Seltjarnameskirkju, úti- guðsþjónusta í Kópavogi, kirkjuvígsla í Grafarvogi og hátíð í Viðey og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Þá stendur til að merkja forna kirkju- staði innan marka prófastdæmanna. Rotarýklúbbarnir hafa tekið að sér að gera minnismerki og sewtja þau upp.“ Engin minningarhátíð - Ein ansi veraldleg: Hvað kosta svona hátið- arhöld og á kirkjanfyrir þeim? „Sveitarfélögin og prófastdæmin standa straum af hátíðinni í sameiningu. Við reyn- um að forðast bruðl og í þessa 15 mánaða dagskrá hér í borginni fara svona 20 millj- ónir. Aðalatriðið er að starfíð skili árangri. Þar erum við ekki eingöngu að huga að kristnum arfí fortíðar heldur ekki síður að framtíðinni. Þetta er engin minningarhá- tíð. Hún á að skila okkur kristnari inn í nýja öld.“ GUN. Viðgetum sagtjá við Guð ogviðgetum líka sagtnei. Þessi hátíðar- höld núna eiga að hjálpafólki að segjajá við Guð og tryggja kristnaframtíð á ís- landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.