Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Litfí fp§r Tríó Asgeirs Asgeirssonar Sumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu heldur áfram laugardaginn 7. ágúst. Á tíundu tónleikum sumarsins leikur tríó gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar, en hann útskrifaðist frá jazzdeild Tónlistarskóla F.Í.H. í vor. Með Ásgeiri leika Snorri Sigurðarson trompetleikari og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari. Tónleikarnir fara fram milli kl. 16 og 18 ut- andyra ef veður leyfir, en annars ínni á veiting- staðnum. Aðgangur er ókeypis. Kertafleyting á Akureyri Rúm hálf öld er liðin frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hírósíma og Nakasaki með hörmulegum afleiðingum 6. og 9. ágúst 1945. Til að minnast árásanna verður kertum fleytt á tjörninni fyrir framan Minjasafnið á Akureyri 9. ágúst n.k. Uppá- koman á einnig að minna á að friður er ekki sjálfgefinn heldur þarf að stunda hann. Safnast verður saman kl. 22:30, ávarp flutt kl. 23:00 og kertunum fleytt. Flotkerti verða seld á staðnum. ■ HVAD ER Á SEYÐI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLEIKAR Auka Sálarhelgi Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns er nýkomin að norðan, eftir geysilega vel heppnaða ferð á Halló Akureyri. Sveit- in hefur í samvinnu við útvarpsstöðina Mónó og tímaritið Fókus ákveðið að framlengja gleðina og leika á tveimur dansæfingum um næstu helgi. A föstu- daginn verður leikið í Leikhúskjallar- anum og á laugardagskvöld í Inghóli á Selfossi. Þetta verða einu Sálarböllin syðra í surnar og því vert fyrir Sálar- þyrsta að vera snemma á ferðinni. Stuðmenn í Mosfellsbæ Stuðmenn munu n.k. laugardagskvöld magna upp stemmningu á stórdansleik í hinu fornfræga ballhúsi, Hlégarði í Mosfellsbæ. Gógómeyjarnar Abba og Dabba, rokkkóngurinn Arnþór Jónsson frá Möðrudal og fleiri skemmtikraftar munu verðá Stuðmönnum til halds og trausts sem íyrr. Sætaferðir frá BSI kl. 23.00. Græni herinn mun starfa í Mosfellsbæ frá hádegi á laugardaginn og er liðs- mönnum hans boðið á dansleikinn. Blues Express á Punktinum Blues Express spilar hlúsrokk á Punkt- inum, Laugavegi, (áður Blúsbarinn), helgina 6. og 7. ágúst. Flutt verða lög m.a. eftir Eric Clapton, Stevie Ray Vaughn, Albert Collins, John Lee Hooker, Gary Moore, ZZ Top og marga fleiri. Aðgangur er ókeypis. Blues Express eru: Matthías Stefáns- son, gítar; Ingvi Rafn Ingvason, DlltifiinumHlút andlitsvatn - andlitsmjólk - augnfarðahreinsir mauihlútar fyrir augn- og andlitsfarða spilai^^__ ■■■■■■ Þúfærð MITRE vörumar hjá okkur SP0RTVER trommur og söngur; Atli Freyr Ólafs- son, bassi og Gunnar Eiríksson, munnharpa og söngur. Gospeltónleikar í Laugardalshöll Stebbi Hilmars, Kangakvartettinn, Páll Rósinkrans og fleiri góðir verða á við- armiklum tónleikum sem haldnir verða í Laugardalshölinni sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 16.00. Þar koma fram ýmsir landsþekktir tónlist- armenn undir stjórn tónlistarmannsins knáa Jóns Ólafssonar. Kangakvartett- inn skipa þær systur Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur ásamt Öglu Mörtu og Helgu Vilborgu Sigurjóns- dætrum. Þær syngja jafnt sálma á ís- lensku, negrasálma og afrfsk lög. Einnig koma fram Sigríður Guðnadótt- ir, söngkona og Margrét Eir. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur stígur á stokk ásamt Gospelsystrum. Náttúrulegt Sótthreinsiafl Bólubaninn þurrkar ekki Útsölustaðir: sfrní; fmms ApóteHin Stórsveit Reykjavíkur á Ingólfstorgi í dag klukkan 17:00 hefjast tónleikar Stór- sveitar Reykjavíkur á Ingólfstorgi undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Efnisskráin sam- anstendur af léttum stórsveitarsmellum í anda Frank Sinatra, Nat King Cole og fleiri snill- inga og því við hæfi að hinn landsþekkti söngv- ari og gleðigjafi Ragnar Bjarnason sé fenginn til liðs við sveitina. Allt lítur út fyrir gott veður og því ættu gestir og gangandi ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Gospeltónleikarnir eru haldnir í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Ilsandi og eru liður í stórri opnunarhá- tíð sem haldin verður í Laugardalnum þann 15. ágúst. Allur ágóðinn af tón- leikunum rennur til styrktar málefna fatlaðra barna í samráði við Foreldrafé- Iag þeirra. Stærsti tónlistarviðburður sumarsins Lokaundurbúningur er að heíjast að einum stærsta tónlistarviðburði sum- arsins á Islandi. Mótettukór Hall- grímskirkju, einsöngvararnir Þóra Ein- arsdóttir, sópran, Monica Groop alt, Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Krist- inn Sigmundsson, bassi og Kammer- sveit Hallgrímskirkju flytja Messu í h- moll eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi er Hörður Askelsson. Mess- an, sem er eitt af stórbrotnustu tón- verkum í sögu kristinnar kirkju, verður flutt á tvennum tónleikum í næstu viku. Föstudaginn 13. ágúst hljómar hún í Skálholtsdómkirkju kl. 20 og sunnudaginn 15. ágúst í Hallgríms- kirkju í Reykjavík og þá kl. 20.30. Flutningurinn í Hallgrímskirkju er lið- ur í dagskrá Kirkjulistahátíðar 1999 og markar jafnframt upphaf hátíðahalda Reykjavíkurprófastsdæma í tilefni af 1000 ára kristni á Islandi. Miðasala á tónleikana fer fram í Hall- grímskirkju. Nánari upplýsingar veitir Erla Elín í símum 510-1000 eða 899-9130. Tónlist Hallgrímskirkju Laugardaginn 7. ágúst kl. 12-12.30: Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Szabolcs Szamosi, organisti frá Pécs í Ungverjalandi, leikur. Sunnudaginn 8. ágúst kl. 20.30: Org- eltónleikar í Hallgrímskirkju. Szabolcs Szamosi, organisti frá Pécs í Ungverja- landi, Ieikur verk eftir Koloss, Vivaldi/Bach, Liszt og Widor. Aðgangs- eyrir: 1.000 kr. Fimmtudaginn 12. ágúst kl. 12-12.30: Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Katalin Lörincz, organisti á Akranesi leikur. SÝNINGAR Ljóðleikhús í Norræna húsinu Mánudaginn 9. ágúst kl. 20.00 verður dagskrá í fundarsal Norræna hússins sem ber heitið „Hafið“. Þar er teflt saman ljóðum og sögum norrænna eyjaskálda. Skáldin eru frá Alandi, Is- landi, Færeyjum og Grænlandi. Dag- skráin er samvinnuverkefni norrænu stofnananna á Alandseyjum og Græn- Iandi og Norrænu húsanna í Færeyjum og á Islandi. Bókmenntafróðir menn frá hverju Iandi hafa valið textana en þeir sem flytja þá eru leikararnir Rune Sandlund frá Alandseyjum, Hans Tór- garð frá Færeyjum, Borgar Garðarsson frá Islandi, Varste M. Berndtsson frá Grænlandi. Leikstjórn annast Eyðun Johannessen frá Færeyjum, og Vla- dimir Shafranov píanóleikari sér um tónlistarflutning. Dagskráin er flutt á sænsku. Aðgangur 1.000 krónur. Myndlist Gallerí Geysi Þorbjörg Óskarsdóttir opnar einkasýn- ingu á olíumálverkum n.k. laugardag 7. ágúst kl. 15.00.-18.00. Þorbjörg hefur haldið nokkrar sýningar í Kefla- vík en þetta er fyrsta sýningin hennar í höfuðborginni. Sýningin verður opin frá 7. águst til 22. águst og verður opin á virkum dögum frá kl. 08.00.-18.00. Þrjár einkasýningar Nú standa yfir í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b, Reykjavík, þrjár einksýningar. Sýnendur eru Oliver Comerford í Gryfju og Forsal, Kristveig Halldórs- dóttir í Bjarta- og Svarta sal og Aslaug Thorlacius í Súm sal. Sýning Olivers heitir „TALK TO ME“. Hvati hennar eru áhrif sem hann varð fyrir í heimsókn til Islands 1998. Meg- in stef sýningarinnar er landslag. Sam- skipti eru mjög mikilvæg í málverkum Olivers, vegir, flugvellir, símalínur og hreyfanleg tæki, jafnvel jörðin sjálf eru virkir flytjendur þeirra skilaboða sem Oliver vill koma á framfæri. Kristveig Halldórsdóttir sýnir tví- og þrívíð verk sem unnin eru í pappír eða hörtrefjar samkvæmt fornum og upp- runalegum hefðum. Hún leggur áherslu á að eiginleikar efnisins komi fram án annarra utanaðkomandi efna. Sýning hennar ber yfirskriftina „eitt skref í viðbót... „ „Eg er listamaður ég vinn heima ég set mér hagfræðileg heimspekileg og fag- urfræðileg markmið og stefni að þeim af einurð og staðfestu ég er hamingju- söm hlutverkið frelsar mig.“ Þannig hljómar inngangurinn að sýningu As- laugar Thorlacius undir yfirskriftinni „úr vinnustofu listamanns“. Sýninguna má nefna innsetningu en uppistaðan eru teikningar unnar með blýanti á veggfóðurstriga. Sýningarnar eru opnar daglega nema mánudaga frá kl. 14-18. Þeim lýkur sunnudaginn 22. ágúst. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Myndlist í Hafnarborg I Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar stendur nú yfir sumarsýning á landslagsverkum í eigu sfansins. Þar má m.a. sjá verk eftir As- grím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Finn Jónsson, Guðmund Einarsson frá Mið- dal, Svein Þórarinsson og Gísla Jóns- son. I Apóteki eru tré- og dúkristur eftir Gunnar Agúst Hjalstason. Sýningin stendur til 23. ágúst. ÚTIVIST Hjartagangan Hjartagangan fer fram um allt land laugardaginn 7. ágúst. Reykvíkingar ganga um Elliðaárdalinn. Lagt verður af stað kl. 13.30 frá Mjóddinni, Breið- holti. Hjartasjúklingar úti á Iandi eru beðnir um að hafa samband við sitt félag til að fá upplýsingar um göngustað og göngutíma. Tökum öll þátt! OG SVO HITT... Kertafleyting á Tjörninni Islenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Rcykjavíkurtjörn mánudaginn 9. ágúst n.k. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjrnorku- árásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.