Dagur - 07.08.1999, Qupperneq 4

Dagur - 07.08.1999, Qupperneq 4
MENNINGARLÍFD Jg LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 Albee í storminum Ofsafengnar sveiflur hafa ein- kennt bæði einkalíf og ævi- starf bandaríska leikskáldsins Ed- ward Albee. Hann sló í gegn í heimalandi sínu fyrst með einþáttungnum „Zoo Story“ árið 1960 og tveim- ur árum síðar með „Who is Afraid of Virginia Woolf?“ en lenti nokkrum árum síðar í kröftugri niðursveiflu sem höfundur og í einkalífinu. En eft- ir langa og mikla lægð tókst hon- um að hefja sig upp á ný. Þessi stormasami ferill er ítar- lega rakinn í nýrri ævisögu sem séð hefur dagsins Ijós vestra - „Edward Albee: A Singular Jour- ney“ (Simon & Schuster). Höf- undurinn er kunnur gagnrýnandi og blaðamaður - Mel Gussow - en hann hefur líka samið bækur um Ieikskáldin Becket, Pinter og Stoppard. Hann hefur þekkt Al- bee persónulega áratugum sam- an og fylgst náið með ferli hans. Bókina byggir hann meðal ann- ars á einkaskjölum og bréfum sem Albee veitti honum aðgang að, og viðtölum við marga þá sem átt hafa mikil samskipti við leik- skáldið gegnum tíðina. Ósáttur í auðlegðinni Albee naut í æsku alls þess sem peningar geta keypt. Hann var tökubarn vellauðugra hjóna sem gáfu honum allt nema ástúð og umhyggju. Hann fannst að for- eldrarnir hefðu hafnað sér og varð því snemma upp á kant við fjölskylduna. Sterkustum hönd- um tilfinningalega náði hann við BÓKA- HILLAIM Elías Snæland Jónsson^ ritstjóri Edward Albee: stormasöm ævi. fóstru sína og svo ömmu sem einnig bjó á heimilinu. Konurnar í fjölskyldunni höfðu almennt séð mikil áhrif á hann og birtast margar hveijar með einum eða öðrum hætti í leikritunum sem hann skrifaði. Tvítugur að aldri var Albee bú- inn að fá nóg; hann fór að heim- an og reyndi að Iifa á eigin for- sendum. Hann fór að búa með bandarísku tónskáldi, William Flanagan, í New York. Gussow telur fund þeirra hafa verið afar mikilvægan fýrir feril Albee - „eins og fundur Rimbaud og Verlaine" segir hann í nýju bók- inni. Þeir kynntust ýmsum þekktum höfundum á þessum árum. Auden á að hafa Iagt til við Albee að hann færi að yrkja klámvísur, en Thorton Wilder beindi honum inn á svið Ieikrit- unar. „Zoo Story“ vakti fyrst á honum verulega athygli, en það var frumflutt í Þýskalandi árið 1959 en sett upp í New York ári síðar. Tveimur árum síðar varð hann heimsfrægur fyrir „Who’s Afraid of Virginia Woolf?“ - þótt ráðamenn Pulitzer-verðlaun- anna gætu ekki fengið sig til að veita honum verð- laun fyrir verk sem þeim þótti gróft og ruddalegt. Það heldur hins vegar enn nafni skáldsins á lofti. Albee skrifaði þetta frægasta verk sitt sem andsvar við kunnu leikriti eftir Eugene O’Neill: „The Iceman Cometh." Hann útskýrir and- stæðurnar í verkunum tveimur með einföldum hætti: „O’Neil heldur því fram að það sé í lagi að byggja á falshugmyndum. Virginia Woolf segir: losið ykkur við þær.“ Drykkjusýki Albee tókst ekki að fylgja eftir sigrinum mikla árið 1962, þótt hann fengi fyrsta Pulitzerinn sinn fyrir „A Delicate Balance" árið 1967 og aftur fyrir „Se- ascape" árið 1975. Astarlífið var stormasamt og áfengið tók smám saman völdin; hann sökk djúpt í drykkjusýki en var jafnframt að skrifa Ieikrit sem fáir skildu eða höfðu áhuga á. Sum féllu gjörsam- lega. Brennivínið fór ekki aðeins illa með leikskáldið Albee, eink- um á áttunda og níunda ára- tugnum; hann varð líka afar ill- ur í umgengni. Sjálfur viður- kennir hann að þegar drykkjan var sem verst hafi hann hagað sér við aðra eins og „ófreskja." Ævisöguhöfundurinn rekur öll þessi vandræðaár í Iífi skáldsins sem tókst ekki að ná verulegum árangri á nýjan leik fyrr en með „Three Tall Women“ - en það fjallar öðrum fremur um ömmu hans sem þá var látin. Fyrir það leikrit fékk hann þriðja Pulitz- erinn árið 1994. Gagnrýnendur hafa hrósað nýju ævisögunni. Þótt höfund- urinn þekki Albee vel og velti sér þess vegna ekki upp úr nei- kvæðum þáttum í lífi hans, sé heldur ekki verið að fela það sem miður hafi farið. Bókin gefi því forvitnilega, heildstæða mynd af leikskáldinu og mann- inum. Ofyndinn gamanvestri Valdasjúki kripplingurinn (Kenneth Brannagh) reynir að kúga Grant forseta til að afsala sér Bandaríkjunum. * 1/2 The Wild, Wild West í BÍÓ- BORGINNI Leikstjóri: Barry Sonnen- feld (Men in Black) Aðalhlutverk: Will Smith, Kevin Kline, Kenneth Brannagh, Salma Hayek. Fyrir slysni varð mér á að skreppa í Bíóborgina um daginn að sjá antí-vestrann „The Wild, Wild West“, sem vildi svo gjarn- an vera svona öfugsnúinn nú- tímalegur gamanvestri, væntan- Iega í anda Blazing Saddles eða annarra nýrri stílparódía (s.s. Pulp Fiction) en er lengst af bara frekar hallærislegur og þá ekki síður Ieiðinlegur. Ekkert slæm hugmynd... Árið er 1869. Tveir kúrekar, þ.e. einn alvöru kúreki sem hefur gaman af byssum og hrossum (Will Smith) og annar sem er miklu meiri uppfinningamaður (Kevin Kline) og minnir um margt á hefðbundna óða hrokk- inhærða vísindamenn í bókum og bíómyndum, lenda saman í teymi þegar Bandaríkjaforsetann Ulysses S. Grant vantar fífldjarfa menn til að koma vitfirringi nokkrum fyrir kattarnef. Vitfirr- ingurinn (Kenneth Brannagh) vill hins vegar koma Grant for- seta fyrir kattarnef svo hann geti lagt undir sig Bandaríkin. Þetta er svo sem ekki slæm hugmynd að húmorískri ævin- týramynd staðsettri í vestraum- hverfi með Bond-ívafi en gallinn er bara sá að ævintýrið er lengst framan af hvorki spennandi né skemmtilegt, Will Smith er vondur leikari, handritið er ca. ___________________j 80% leiðinlegt og nálægðin við Ieikarana (ekki spyrja mig hvers vegna sumar bíómyndir virðast „nálægari“ en aðrar, það er hara þannig), sem virkar stundum vel þegar gerðar eru paródíur á kvik- myndategundir, gerir andlaus samtölin og snauðan textann enn berari en ella í The Wild, Wild West. Skröltandi köngurlóin Það verður þó að segjast að myndin skánar þegar líður á. Væntingunum sem vaktar eru í Bond-legri titlakynningunni er svalað þegar græjur og tækni- brellur verða allsráðandi. Upp- finningamaðurinn fær þá að njóta sín með svæfandi billjard- kúlum, hnífum sem spretta fram úr skósólum og alls kyns fiff í lestarvagninum sem þeir ferðast á í björgunarleiðangrinum. Há- marki nær myndin þegar köngur- lóin skröltir fram á sviðið með öllum sínum Girndar-Gerdum og Heidium eða hvað þær hétu allar þýsku barbarelluklæddu bomburnar er stjórnuðu járn- köngurlónni sem skrölti þung- lamalega eins og út úr aldargam- alli vísindaskáldsögu um eyði- mörkina. Eigandi köngurlóar- innar ógurlegu var að sjálfsögðu valdasjúki krypplingurinn sem vildi pína Grant forseta til að af- sala sér Bandaríkjunum. Hvernig baráttu þeirra lyktar verður ekki uppljóstrað hér. SUM SÉ: Eftir skemmtilega hallærislegar Bond-vísanir í titla- kynningunni tóku við u.þ.b. 40 mínútna ieiðindi. Eftir hlé voru nokkur góð tilvsör og Bondleg brellugleðin fékk að njóta sín. Járnköngurlóin og hennar áhöfn var bara ansi skemmtilegt innslag en dugði ekki til að myndin gæti kallast heppnaður gamanvestri í heild sinni. ------------------ ■búkalífid Fjórtán ára rithöfundur Amelia Atwater-Rhodes er að- eins 14 ára. Samt er fyrsta skáldsaga hennar komin út í Bandaríkjunum, og það á veg- um Random House. Þetta er vampírusaga sem nefnist „For- ests of the Night.“ Atwater-Rhodes, sem býr hjá foreldrum sín- um á austur- strönd Banda- ríkjanna, segist alltaf hafa ver- ið mikill lestr- arhestur. Hún varð afar hrif- in af vampíru- sögum, sem eru algengar vestra, og fór að búa sér til sínar eigin persónur og atburðarás. Talsmenn forlagsins segjast ekki aðeins hafa gefið söguna út vegna ungs aldurs höfund- arins - en í Bandaríkjunum er sífelld Ieit eftir yngri og yngri höfundum - heldur sé heimur sögunnar vel hannaður, ef svo má að orði komast. Ritstjórar forlagsins eru nú að fara yfir handrit að næstu vampfrusögu hins unga höfundar, en hún er væntanleg á markað að ári. Pitol fær bókmenntaverðlaun Mexikanski rithöfundurinn Sergio Pitol fær í ár ein eftir- sóttustu bókmenntaverðlaun í Suður-Ameríku. Þau eru kennd við Juan Rulfo og veitt fyrir suðuramerískar og karabískar bókmenntir. Pitol, sem hefur starfað sem menningarfulltrúi í ýms- um sendiráðum Mexikós, er höfundur skáldsagna, smá- sagna og ritgerða sem birst hafa í heimalandinu síðustu 35 árin, auk þess sem hann hefur þýtt verk eftir vestræna höfunda á borð við Jane Aust- en, Joseph Conrad og Henry James. Verðlaunin, sem verða afhent í nóvember, nema um sjö milljónum króna. Pitol fæddist árið 1933 og sendi fyrst frá sér smásagna- safn - „Infierno de Todos“ - árið 1964. Ein kunnasta skáldsaga hans - „La Vida Conyugal" - er gráglettin Iýs- ing á hjónalífi. Hún hefur verið kvikmynduð. Ike svarar Tinu Rokkstjarnan sívinsæla Tina Tumer hefur borið eiginmann sinn fyrrverandi, Ike Turner, hörðum ásökunum um ofbeldi og misnotkun f viðtölum og bókum - meðal annars í sjálfsævisögunni „What's Love Got to Do With It?“ sem hefur verið kvik- mynduð. Nú hefur Ike ákveðið að svara fyrir sig með bókinni „Talán' Back My Name' sem er vænt- anleg í sept- ember. Hann segist engan veginn ætla þar að neita öllum ásökunum sem á hann hafa verið bornar - hann hafi vissulega gengið langt í misnotkun fíkniefna og kvenna. Engu að síður sé tíma- bært að Ieyfa lesendum að kynnast samskiptum þeirra Tínu frá hans sjónarhóli. v________________________/ L. . ,.o\,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.