Dagur - 07.08.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 07.08.1999, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU 22 - LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 ,Ég hefalla tíð verið ípólitík til að hafa áhrif. Hefverið treysttii að vera í forystu, bæði í mírtum heimabæ Hafnarfirði ogsem varaformaður Alþýðuflokksins. Ég útiioka ekki að ég munigefa kostá mér. Við sjáum hvað setur." í viðtali raeð- ir Guðmund- ur Árni Stef- ánsson á hressilegan hátt um stöðu Sam- fylkingar og ríksstjórnar og afstöðuna til NATÓ og Evrópusambandsins. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til for- manns þegar Samfylk- ingin verður formlega gerð að stjórnmála- flokki. - Nú hefur þú löngum verið talin í hópi vinstri krnta, telurðu þig enn tilheyra þeim armi? „Ég tilheyri engum armi innan Samíylkingarinnar, enda engir slíkir til staðar. Hinsvegar vil ég sjá jöfnuð og réttlæti og er því vinstri maður. Ég hef alla tíð varað við því einkavæðingaræði og þeirri blindu trú á allshetjar- lausnir markaðarins sem menn hneigjast til að líta á sem allra meina bót. Ég útiloka ekki breytingar á þjónustuhlut- verki ríkisins en þær þarf að gera með tilliti til heildarhags- muna en ekki einungis í þeim tilgangi að bjarga íjárhags- vanda ríkissjóðs tímabundið eins og þessi ríkis- stjórn hefur haft sterka tilhneig- ingu til. Ríkis- stjórnin hefur falið rekstrarhalla ríkissjóðs með því að selja eignir ríkisins en það gerir hún ekki nema einu sinni. Ég vil, upp á gamlan og góðan klassískan kratisma, að markað- urinn fái að njóta sín þar sem það á við, einkum þar sem hægt er að koma við virkri samkeppni, en á öðrum sviðum ber að grípa til fé- lagslegra lausna." - Hvaða afstöðu hefurðu til að- ildarinar að NATÓ? „Eftir fall Berlínarmúrsins hef- ur hlutverk NATO gjörbreyst. NATO er að fínna sér framtíðar- farveg og hefur gengið misjafn- lega. Oryggis- og eftirlitshlutverk með þróun lýð- ræðis og mann- réttinda hefur aukist. Það eru engar forsendur til þess nú að Is- land fari að huga að breytingum að aðild sinni að NATÓ og væri í engu samræmi við þróun al- þjóðamála, þegar öll ríki álfunnar sækjast eftir inn- göngu. Ég á mér þann draum að með eflingu Sam- einuðu þjóðanna geti samtökin í auknum mæli tekið við velflest- um verkefnum NATÓ.“ - Viltu herinn úr landi? „Bandaríkjamenn vilja herinn úr landi. Þeir hafa sagt það bæði opinberlega og í einkaviðræðum. Þeir hafa verið að loka herstöðv- um víðsvegar í Evrópu og í sfnu heimalandi. Það er því óhjá- kvæmilegt að breytingar verði fljótlega á rekstri herstöðvarinnar og íslendingar hljóta að langstærstum hluta að taka við þeirri starfsemi sem nauðsynleg er. Við verðum að búa okkur und- ir það og heija undirbúning fyrr en síðar, meðal annars með tilliti til atvinnumála á Suðurnesjum." - Ertu fylgjandi inngöngu Is- lands í Evrópusamhandið? „Ég held að það sé óhjákvæmi- legt að við verðum aðilar að Evr- ópusambandinu og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði inn- an fímm ára. Ef við ætlum að vera virkir þátt- takendur í sam- félagi þjóðanna þá er ekki verj- andi að við tök- um ekki virkan þátt í samstarfi innan Evrópu- sambandsins, nánast öll Iönd Evrópu vilja þangað inn. I dag undirgöng- umst við velflest- ar skyldur ESB samkvæmt EES samningnum en við höfum engin áhrif á gang mála í Brussel. Virk pólitísk umræða um þessi efni þarf að fara af stað.“ Gult spjald á Samfylkingu - Telurðu að það hafi verið mistök hjá Álþýðuflokknum að fara í stjóm með Sjálfstæðisflokknum 1991? „Ég var andvígur þeirri stjórn þegar hún var mynduð. Mér fannst niðurstaða kosninganna engan veginn kalla á slíka ríkis- stjóm. Mistök eða ekki mistök, það er erfítt að kveða upp stóra dóma í því máli. Því er þó ekki að leyna að þessi stjórn varð til þess að þaulseta Dav- íðs Oddssonar hófst f stjómar- ráðinu og það sér ekki fyrir endann á henni ennþá.“ Hvemig fannst þér að vinna með Davíð Oddssyni? „Mér fannst það mjög gott. Ég hafði við hann talsverð samskipti þegar ég var bæjarstjóri og hann borgar- stjóri, þau voru hreinskiptin og góð. Það sama var uppi í ríkis- stjórninni. Hann er töffari og vill „Þannig að mér kæmi ekki á óvart að það yrði formannsskipti hjá Sjálfstæðisflokknum snemma árs 2001 og uppúr því held að ég að ríkisstjórnin flosni upp“ „Vinstri-grænir er öfgafullur flokkur þótt hann sé um leið að mörgu leyti íhaldssam- ur. Þetta er flokkur sem sér draug í hverju horni. Þetta er „fúll á móti“ flokkur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.