Dagur - 07.08.1999, Side 5
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 21
MENNINGARLÍFD
Barbara Cartland
afhjúpuð
Arna Björk Þorkelsdóttir, nýút-
skrifaður bókmenntafræðing-
ur, tók sig til og skrifaði loka-
ritgerð sína um ástarsögur
Barböru Cartland. Arna Björk
skoðaði kvenímyndir í ástar-
sögunum og gagnrýni fem-
inista á þessa tegund bók-
mennta, auk þess sem hún
komst að óvæntri niðurstöðu
um Cartland sjálfa í Ijósi lífs
hennar og bóka.
Arna Björk segir að boðskapurinn til
kvenna í bókum Barböru Cartland sé að
þær eigi að standa að baki eigimannin-
um. Þær eigi að sjá um heimilið, læra
af karlmanninum eins og nemandi af
kennara og vera óspjallaðar áður en þær
hitti hinn eina rétta. Þetta er kannski
ekki skrítið þegar tekið er tillit til þess
að allar bækur Cartland gerast ekki
seinna en 1930 og yfirleitt er sögusviðið
breskur herragarður. „Barbara sagði að
þriðji áratugurinn hefði verið lokaskeið
rómantíkur í Bretlandi, kannski vegna
þess að á þeim árum var hún sjálf ung
kona,“ segir Arna Björk. „Barbara hefur
líka sagt að ofurkona nútímans hafi gert
útaf við ofurkarlmanninn, þennan
sterka og tillitsama verndara.“
Ómerkileg
kvennamenning?
„Feminstar hafa gagnrýnt ástarsögur og
haldið því fram að aðeins kúgaðar kon-
ur læsu slíkar bækur, bækurnar væru
léleg undankomuleið í vonlausu hjóna-
bandi,“ segir Arna Björk. Hún segir að
lengi hafi verið litið niður á ástarsögur
og þá einnig Barböru Cartland. „Fem-
inistar og Bretar vilja varla kannast við
Barböru Cartland. Þeir eru ekki aðeins
búnir að jaðra (færa í jaðar) hana held-
ur hreinlega jarða hana. Þegar ég fór og
leitaði að bókum eftir hana í Bretlandi
brugðust Bretarnir við mjög vantrúaðir.
Þeir vilja ekki viðurkenna hana, kannski
vegna þessarar gamaldags sýnar á konur
og rómantik. Bækurnar hennar, eins og
aðrar ástarsögur, eru afgreiddar sem
einhver ómerkileg kvennamenning. Af-
hverju eru ástarsögur til dæmis nánast
faldar undir náttborðum kvenna á með-
an að Laxness og Shakespeare er stillt
Arna Björk Þorkelsdóttir. „Bækur Barböru Cartland, eins og aörar ástarsögur, hafa veríð afgreiddar sem einhver
ómerkileg kvennamenning"
„Feminstar hafa gagnrýnt ástarsögur og haldið því fram að aðeins kúgaðar
konur læsu slíkar bækur, bækurnar væru léleg undankomuleið í vonlausu
hjónabandi."
upp í hillunum, helst í augnhæð?"
Arna Björk segir athyglisvert að þrátt
fyrir að feministar fyrirlitu ástarsögur,
skrifaði Barbara Cartland langmest á
þeim árum sem rauðsokkur börðust
sem harðast - og
þá seldust bækur
hennar mest.
Arna Björk tekur
sem dæmi um
vinsældir ástar-
sagna á þessum
tíma að árið 1980
höfðu 39%
bandarískra
kvenna lesið bók
á tilteknu tímabili
og af þeim höfðu
tvær af hverjum
þremur lesið ást-
arsögu.
Kjarnorku-
kona
Bækur Cartland
enda oftast á því
að kvenhetjan
giftist. Saga
Cartland sjálfrar,
sem hófst árið 1901, nær á hinn bóginn
lengra. Hún skildi við eiginmann sinn
árið 1932 og byrjaði þá að skrifa ástar-
sögur til að framfleyta fjölskyld-
unni. Á endanum var hún orðin
miljónamæringur og útgáfa ást-
arsagna að sérstökum iðnaði.
„Með lífshlaupi sínu sýnir
Cartland það að hún er alger
andstæða þeirra kvenna sem
hún lýsir í bókunum," segir
Arna Björk. Hún telur að Bar-
bara Cartland sé í raun fem-
inisti og því skondið að bækurn-
ar hennar sýni konur algerlega
háðar karlmönnum. Cartland
styrkti bróður sinn á þing og
hafði hönd í bagga með öllum
hans stjórnamálaferli. „Cartland
er bara kjarnorkukona sem hef-
ur verið vanmetin vegna
bókanna sinna jafnvel þótt þær
„Með lífshlaupi sínu sýnir Cartland það
að hún er alger andstæða þeirra kvenna
sem hún lýsir I bókunum."
„Þú ert sá eini rétti ástin mín, “ gæti
stúlkan verið að hugsa eins og
sögupersóna í lokakafla góðrar
ástarsögu.
hafi einmitt verið það sem
markaðurinn sóttist eftir.
Hún hefur einnig verið álitin
hálfgerður vitleysingur útaf
sérstökum klæðnaði en auð-
vitað má lfta á hann sem
markaðsetningu. Konan er
bæði vörumerki og drottning
ástarsagnanna," segir Arna
Björk.
Uppreisn æru
Enda þótt lengi hafi verið lit-
ið á ástarsögur sem annars
flokks bókmenntir hafa þær
nýlega fengið uppreisn æru í
rannsóknum á menningu og
afþreyingu. „I þessum rann-
sóknum er litið á viðtökur
bókanna og hvað þær hafa
gefið fólki. Þó ástarsögur séu
margar lélegar, illa skrifaðar
og alltaf sami söguþráðurinn
þá hafa þær eitthvað sem
konur sækjast í og karlmenn
líka,“ segir Arna Björk.
„Margar eldri bækur Cartland
blása til dæmis lífi í mann-
kynssöguna því hún setti
gjarnan persónur og sögusvið
í sögulegt samhengi. Einnig
hefur fræðimaður einn látið
hafa það eftir sér, að auk þess
sem sögupersónur afmeyist í
____ lok ástarsagna þá gildi það
sama um lesandann, sérstak-
lega þegar fyrsta bókin er lesin,“ segir
Arna Björk Þorkelsdóttir.
- VEP