Dagur - 07.08.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 07.08.1999, Blaðsíða 11
MATARGATJÐ V&*-- LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 27 Smurt brauð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár f því ítalska og ameríska skyndibitaæði sem gengið hefur yfir. Mar- entza Poulsen, smur- brauðsjómfrú, segir þó þróunina vera að breyt- ast aftur, smurða brauð inu í hag og telur að þess tími sé kominn... Marentza Poulsen „girnilegt brauð er góður kostur á kvöidverðarborðið Utlitið lokkandi og bragðið gott „Smurt brauð á greinilega vax- andi vinsældum að fagna. Það sýnir aðsókn að smurbrauðsnám- skeiðum og eftirspurn eftir smurbrauðsjómfrúm á veitinga- stöðum. Fólk á aldrinum 20-25 ára sem ekki hefur kynnst þess- ari tegund smárétta fyrr er að átta sig á því að smurt brauð er eitthvað sem það borðar með hníf og gaffli og passar vel með glasi af öli eða bolla af tei. Smurða brauðið var komið í gríð- arlega lægð, ekki bara hér á Is- landi heldur líka í Danmörku, þar sem segja má að vagga þess sé. En nú er fólk að vakna til vit- undar um að það er ólíkt huggu- legra að sitja með fallega smurt brauð og öl heldur en borða pizzu, jafnvel upp úr pappakassa. Það er ofboðsleg stemmning í því að setjast niður með gimilegt smurt brauð og öl með.“ - Hver er galdurinn við smurt brauð? „Samsetningin fyrst og fremst. Að raða tegundum saman þannig að útlitið sé lokkandi og bragðið skili sér. Sjáirðu fallega brauðsneið þá langar þig í hana en sé bragðið ekki eins gott og þú hélst þá verður þú fyrir von- brigðum. Þetta verður því að fara saman. Smurt brauð verður að smyijast eftir hendinni því það má ekki verða gamalt. Það er líka atriði að hafa rétta brauðið undir álegginu. Maltbrauðið er ífábært undir flestar tegundir og ífansk- brauðið er gott undir lax og rækju." Smurt brauð í forrétt „Smurt brauð er hægt að út- færa á margvíslegan hátt. Is- lendingar mættu gera meira að því að nota smurt brauð í for- rétt. Þá eru settar þrjár litlar sneiðar með mismunandi áleggi á disk fyrir hvern og einn. Þetta er mjög smart. Margir eru með heitan mat á kvöldin og það er yndislegt. En af hverju ekki að smyrja eitt- hvert kvöldið þijár hálfar sneið- ar á mann og bera fram fallegt fat með smurðu brauði. Þetta er mjög girnilegt og góður kost- ur á kvöldverðarborðið sem lögð er alúð í og það kann fjöl- skyldan að meta.“ - En hvað um verðið? Er mað- ur ekki kominn upp i verð á stórsteik þegar búið er að kaupa allt sem þarf í fat af smurðu brauði? „Ekki vil ég meina það. Ein- falt smurt brauð er mjög aðlað- andi. Landinn hefur verið dálít- ið upptekinn af dýrum áleggs- tegundum eins og laxi, rækjum og roast beef en brauðsneiðar með lifrarkæfu, spægipylsu, kjöt- hlaupi og hráum lauk eru mjög bragðgóðar. Nú eða lifrarkæfu, beikoni og súrum gúrkum, jafnvel sveppum eða smá piparrót. Þessar tegundir fara mjög vel saman. Egg, síld og rauðlaukur er ein besta brauðsneið sem ég fæ og hef alltaf lyst á.“ Séríslenskt álegg Þótt vfð eigum tvímælalaust að taka það upp sem heillar okkur í matargerð annarra þjóða meg- um við heldur ekki gleyma upp- runanum. Við þurfum að vera óhrædd að nota okkar sérís- lenska hráefni og til dæmis búa til okkar eigið íslenska smurða brauð. Hangikjötið íslenska er ein- stakt, hæði hrátt og soðið. Nú er komið á markaðinn tvíreykt hangikjöt til að bera fram hrátt og það er mjög fínt bæði sem forréttur með ristuðu brauði og eggjahræru og líka sem álegg. Eg mæli hiklaust með því. Eins er hægt að nota sviðasultu sem álegg t.d. með piparrótarsalati. Kindakæfan er geysi góð með rauðrófum og þótt hún þyki feit má benda á að maður notar svo lítið ofan á hveija brauðsneið." Remúlaði og piparrótarsalat „Eg bý til remúlaði sjálf. Þá hræri ég saman ijómaost og súrsætt sinnep, pínulítið karrý og bæti síðan mixuðum súrsæt- um pikklesi útí. Ég mæli Iíka með piparrótar- salati sem Ida Davidsen, smur- brauðssérfræðingur, kenndi mér sem er mjög gott með skinku og reyktu kjöti. Það er úr majonesi sem búið er að bragðbæta með Worchester, HP og sinnepi og svo er út í því fínsaxað hvítkál, blað- Iaukur, rauðlaukur og fullt af piparrót. Þetta er mjög gott með skinku og reyktu kjöti. Majonessallöt voru mjög ráð- andi í smurða brauðinu hér á árum áður. En þetta hefur breyst og ef við tökum rækju- brauð sem dæmi þá er betra að sleppa því sem næst majones- inu og fá rækjubragðið ómeng- að. Þá setur maður salatblað ofan á brauðið, góða lúku af rækjum þar ofan á, kannski pínulitla doppu af majonesi og sítrónusneið efst. Salat er samt nauðsynlegt t.d. baunasalat með' hangikjöti. Það er hinsvegar ekki nauðsynlegt að hafa mikið majones í því, sýrður ijómi og úthrærður ijómaostur getur alveg komið í staðinn." Ekki of miklar skreytingar - En eru skreytingar og annað dútl við smurt brauð ekki oftíma- frekt í hraða nútimans? „Ég hef lært í seinni tíð að skreyta ekki of mikið og búa ekki til of stór listaverk heldur hallast meira að einfaldleikanum þannig að það sjáist hvað á brauðinu er. Þó ávextir séu fallegir þá passa þeir ekki við smurt brauð nema í einstaka tilfelli. Ananasinn á reyndar vel við skinku og ferskjan líka. - Hvaðfinnst þér um brauðtert- ur? Þær eru fljótlegur og þægileg- ur kostur þegar bjóða skal upp á eitthvað bragðgott og skemmti- legt. Sem dæmi um innlegg má benda á lifrarkæfu sem þynnt er út með smá ijóma og kotasælu með niðursaxaðri skinku, paprik- um eða agúrkum út í. Svo má setja spægipylsu, beikon og grænmeti ofan á og smyija smá- vegis af sýrðum ijóma utan á, rífa niður salatblöð og skella þar á. Fólk verður auðvitað að þreifa sig áfram sjálft og þeim sem áhuga hafa á smurðu brauði má benda á að í haust er að koma út ný bók eftir Idu Davidsen. Hún kom út í fyrra í Danmörku og heitir „Um smurbrauð ég veit.“ Islenska þýðingin er staðfærð þannig að allt hráefni sem notað er í uppskriftirnar er fáanlegt hér á landi. Auðvitað er endalaust hægt að breyta til með smurt brauð og það þarf almenningur að nota sér.“ GUN. Við þurfum að vera óhrædd að nota okkar séríslenska hráefni og til dæmis búa til okkar eigið íslenska smurða brauð. Jurtalífið Marjoram -Origanum majorana Uppruni Maijoram er jurt sem aðeins vex í ræktuðu landi, villta tegundin þekkist undir heitinu origano. Til forna var maijoram ræktað víða Egyptálandi undir heitinu „Osiris", sem var einn af höfuðguðum fomegypskra trú- v yv arbragða, upphaflega fijósemis- guð en síðar drottnari undirheima og dómari hinna dauðu. Hinir fornu Rómveijar töldu maijoram vera heillavænlega jurt og notuðu hana til að krýna ungar brúðir. Hún var mikið ræktuð í Ewópu á miðöldum og sérstaklega notuð á tímabili til að krydda brauð. Lækn- ar við arabíska-skólann mæltu með maijoram til að stöðva hiksta, fjörfisk í andliti, migreni og timb- urmenn. Á sautjándu öld skrifaði de la Hay: „Safinn úr jurtinni fær mann til að hnerra og er tilvalin fyrir þá sem hafa misst Iyktarskyn- ið.“ Á átjándu öld benti dr. Lieutaud á að maijoram frískaði uppá minnið. Maijoram hreinsar allan meltingarveginn sagði Joseph Roques á nítjándu öld og Abbé Éo- umier bætti við „hún er góð til að stöðva kuldahroll, magakrampa og taugaveiklun.“ Lækningamáttur Notið toppana á jurtinni. Við kvíða, svefnleysi, hiksta, hóstaköstum, asma, barkabólgu og magakrampa: Sjóðið 1 matskeið af þurkuðum laufum í einum bolla af vatni, Iátið standa í 10 mfn. og síið. Drekkið einn bolla á eftir hverri máltíð þrisvar á dag í þijár vikur. Við íjörfisk, gigt, ennisbólgu, vöðvabólgu, migreni og timbur- mönnum: Bræðið 250 gr. af ósöltuðu smjöri í vatnsbaði, bætið 50 gr af þurrkuðum laufum útí og látið krauma í 1 klukkustund og síið. Berið á aumu blettina eða nuddið Iétt tvisvar til þrisvar á dag. Við bólgum er best að nudda vel þrisvar á dag. Til matar Maijoram er sérlega gott til að krydda fyllta tómata, spagettí, pits- ur, sósur, kjúklinga og svínasteik. Fylltir tómatar eru lostæti sem hægt er að borða eina og sér, heita eða kalda, bera fram sem meðlæti með kjöt- eða fiskréttum og það er sérlega auðvelt og fljótlegt að elda þá. Uppskrift Nokkra tómata eftir stærð og fjölda persóna Olivuolía Fersk steinselja 10 hvítlauksrif Þurrkaðir brauðteningar Þurrkað marjoram Skerið tómatana lárett í tvennt og takið kjamann út með skeið. Rað- ið þeim í djúpt fat og Iátið opið snúa upp. Hrærið saman í mortél (steitil) kramin hvítlauksrifin, steinseljuna og brauðteningana þar til það er orðið að þéttu mauki. Blandið maukinu saman við tómatkjarnann og kryddið með maijoram. Fyllið tómatana með maukinu og hellið olivuolíu dropatali yfir hvem tómat. Bakií' ofni við 180° í 10 til 15 mín., fer eftir stærð tómatanna. Að bakstri loknum er safanum sem mynda. hefur í fatinu við steikinguna helt í annað ílát og örlitlu w'nediki bætt útí. Safinn er síðan notaður sem kryddlögur út á tómatana. Fljótlegt og gott, heitt eða kalt, nóg til af tómötum í landinu þar sem tómatuppskeran er í há- marki. Og síðast en ekki síst þá gefur það bragðlaukunum góðan samhljóm að drekka kalt rósaw'n með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.