Dagur - 07.08.1999, Síða 16

Dagur - 07.08.1999, Síða 16
32 - LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 Fluguveiðar að sumri (130) Perla Reykjavíkur 1 Kosturinn við að vera borgarstjóri er að fá að opna Elliðaárnar. Okost- urinn er að vera plantað fyrir framan heldrimenn og fjölmiðla við laxaholu undir þjóðvegi með maðkastöng í hönd og verða að veiða fisk fyrir forsíðu DV. Ekki beint sá Ijómi sem stafar af lax- veiðum í mínum huga. Betra að vera bara réttur og sléttur fluguveiðimaður. I vikunni varð ég þess heiðurs aðnjót- andi að fara í fyrsta skipti í Elliðaárnar. Eg hef aldrei verið verulega ákafur í árn- ar. I fyrsta lagi tók mig langan tíma að ganga í Stangveiðifélagið, sem hefur einkarétt á Ieyfum, í öðru lagi fékk ég ekki úthlutað fyrstu skiptin, því slík er goggunarröðin þar á bæ. Það var ekki fyrr en mjög dvínandi áhugi annarra opnaði mér möguleika; ástæðan er heldur nötur- leg: stofninn að hruni kominn. Það var ekki í kot vísað þennan dag: dýrlegur sumarljómi yfir borginni, hlýtt og notalegt að vera úti á skyrtu með upp- brettar ermar. Og farmurinn sem ég feijaði á veiðistaði var ekki ónýtur: hvorki meira né minna en öndvegisveiðimenn meðferðis sem ætluðu að vera á sama svæði og ég, Kolbeinn Grímsson og As- geir Ingólfsson. Dásemd Já, ég hef alltaf verið heldur fordómafull- ur í garð ánna. Að vísu fékk ég þar mína fyrstu eldskírn sem landari og rotari með Jakobi V. Hafstein sem þar lék í ljósi sólar og leyfði mér að vera með. Bernskuminn- ingarnar eru fínar. En ég hef alltaf haldið þetta fyrst og fremst maðkveiðiá. Og furðulega samsetta. Eg hef mest af minni laxveiðireynslu í norðlenskum ám og austfirskum, sem eru flestar stórar, ef ekki hreint tröllslegar. Eg veit nú að Elliðaárnar eru hreinasta gersemi. Þessir nettu staðir, þetta mikla návígi við Iaxinn. Það er fáránlegt að éta þetta upp eftir margfrægum og gamal- grónum góðborgurum sem þekkja árnar og unna þeim sem helstu perlu Reykavík- FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Ingibjörg Sólrún veit að árnar mega ekki deyja á hennar vakt. Veiði- menn og yfirvöid eiga að gera allt sem möguiega getur hjáipað ánum, og það strax. ur. En satt. Árnar eru ómetanlegur fjár- sjóður hverri menningarborg, árið 2000 og öll önnur ár. Fluguveiðar á dal Að vísu geri ég mína snyrtilegu fyrirvara við að sex stangir rúmist með góðu móti í ánum. I raun ætti að selja sérstaklega á efra svæði, sem yrði helgað fluguveiðum einvörðungu, og á neðra svæði sem maðkamenn fengju. Eins og málið horfir við mér eru neðri svæði ekki spennandi. Efsta svæðið er almenningur, sem er hið besta mál. En hvað gerist þegar allir sem mæta á vaktina eru fluguveiðimenn og lágmarki í ár. aka í loftköstum uppeftir til að komast á bestu staðina? Síðustu daga hef ég margsinnis séð að þétt er staðinn bakkinn þar efra. Þar sem áin rennur frá Elliðavatni með grösug- um bökkum milli hest- húsahverfisins og Breið- holtsins er hún verulega falleg og skemmtileg. Þrátt fyrir annálað afla- leysi voru Iaxar víða að sýna sig, og eltu stundum hjá mér, jafnvel glefsuðu í þegar best lét. Kolbeinn sýndi mér hvernig maður dregur fluguna hratt inn svo laxinn dembi sér á hana. Sums staðar eru litlir en stríðir strengir þar sem laxinn liggur á góðum degi, annars stað- ar lygnt vatn í beygjum eða undir bökkum og sagnir greina frá „bunk- um“ af fiski þar. Það segir hins vegar sína sögu um dapurt ástand að þann dag sem höfuðgúrúar eins og Kolbeinn Gríms- son, Asgeir Ingólfsson og KK voru þrír að veiðum ásamt oss minni spámön- um kom EINN Iax, 4.5 pund, á land. Arnar verða í sögulegu Gera „eitthvað". Eitthvað verður að gera. Þetta var um- ræðuefnið á bakkanum meðan grilllyktin barst ofan úr Breiðholti, trimmarar fóru um stíga og hestamenn sinntu sínu. Þrátt fyrir grenndina við borgina er maður einn í sínum veiðiheimi þarna efra, gjörsam- lega heillaður. Hvað er þetta „eitthvað"? Við þekkjum umræðurnar um Arbæjar- stífluna sem menn vilja rífa, kenna henni um hverníg farið hefur. Jafn innilega og mér er sama um stífl- una og jafn lítill sem fórnarkostnaðurinn virðist, eru rökin ekki alveg skotheld. Fjandinn hafi það, stíflan er búin að vera þama síðan 1927! Er hún svona seig- drepandi? Hitt er mun verra sem heyrst hefur að óþrif í ósunum drepi niðurgönguseiði eða villi laxinum veg. Sé hægt að benda á þrálát dæmi þess að árnar séu mengaðar við ósa ber borginni skylda til að taka til strax. Skýrslur um ástand ánna eru fínar, en við megum ekki rannsaka þær í hel. Með því á ég við að flýta beri öllum að- gerðum sem leitt geti - þó ekki væri nema hugsanlega - til betra ástands. Engin ástæða er til að bíða eftir heildarniður- stöðu sem að líkindum fæst aldrei. Lang líklegast er að margvísleg ánauð sé að draga úr ánum þrótt. Margt, smátt og stórt, þarf að líkindum að koma til. Það kallar á ítrustu varfærni borgaryfir- vaida, og breytt viðhorf veiðimanna. Lík- ast til munu árnar aldrei aftur verða mokveiðiár. Við veiðimenn Þegar ég sannfærðist um það sjálfur af eig- in reynslu hvílík gersemi ámar eru varð ég að spyija sjálfan mig og aðra veiðimenn samviskuspurningar: hvað getum við gert strax? Mín tillaga hefur verið, og er, að ámar verði gerðar að fluguveiðiám einvörðungu. Hver veiðimaður megi aðeins hirða einn fisk á vakt. Oðru verði sleppt lifandi aftur. Við eigum að stefna að því að árnar verði sjálfbærar með náttúrulegri hrygningu úr eigin stofni. Seiðasleppingar í ámar hafa ekki bjargað þeim og munu ekki gera. Við veiðimenn höfum engan rétt á að heimta einhvern ótrúlegan íjölda fiska upp ámar, sem píndur er þangað með því að sleppa alifiskum; slíkar aðferðir rækta ekki upp sterka náttúrulega stofna. Það er ekkert vit við núverandi aðstæður að heimta 6-8 laxa í plast á hverri vakt. Yfirvofandi umhverfisslys í ánum kallar á skjótar aðgerðir, yfirvalda og veiðimanna. Menningarárið 2000 á að marka upphaf þess að ámar verði heilbrigðar, sjálfbærar og hóflega nýttar af veiðimönnum. Hvenær á að byrja? Svarið er núna, síðar er of seint. íf— [T^ dÖÐAR * Wirfö V 4 veistA HflLDL þVTuR 1| GbNOÍ LHiT l!ik V iriHAN L'ITIL VF.NDI tflBuk HAF riDUA iwyVxÝý 1 fipltf Rérr ■ KOMu- *A!í£L p ffiígýv.ýy. ‘toörrnR iilpi "MMx-f. wm. WM mmr mímt i HÉ V vmmi: 0 '" “ ö 1 23 í \pAhHlk 'IHÖA/xTl Gtoé/ fiKTA I TLAG& FUbT- ¥ ORlF gUð fiORfi- AH01 MÆliR M'AL smfi eSPAK i þMELL STEFHPi Mum- FJ rfD ÖJflRTI • 5m LASTA töBuR SílWl zmm- r/ððsr ~T HE. S ILNilR WEWIA ÚLPR Sr SM FÆ8A KuSK ÍO/Vufl i MuNOA g MI5K- uNN ÍKWá'- AQ V0R - KÉrttÍA PúBi ,WÆU KALOi LÍETTlR ORASL T MJÖG, W PtlGrL SfiF ToW MHAé % d AtPL v/e- kvæm 1 BÉKK- uR SKú&A EBU £l'A ■1 SKORr 0'S'R BlÆS 1 K'A SSu hj'alp FdASA HLAKi' ’QMM TÖLu w SV£FN VATN5- /ÞfOI I & &AuN VFU BF-iTA 1 k : HRb SPr “7 frlÍkl STARF' RÆKTI ÍÉSðL skel TRÉ RiMIAk HÉHf LAtiD í&luM FA UMA SP'lRA S«urta;| PCOKT ak'JF fHZ&l Komr GBLT! FR'A F u L ÉM HúCkjR kitw 8 j SÖNG,- (loo o STÖiPG STÍA STfftí SKOLI Krossgáta nr. 148 Lausn Nafn . Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 148 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 148), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 146 var „málverk". Vinningshafi er Hjördís Gunnþórsdóttir og fær bókina Ætternisstapi og átján vermenn eftir Þorstein frá Hamri. Skjaldborg gefur út. Verðlaun: Sjáv- arniður og sunnanrok eftir Jón Kr. Gunn- arsson. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.