Dagur - 07.08.1999, Side 19
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 - 35
Ólafur farmst rænulítill í bílnum og andaðist 12 dögum sfðar. Fyrr um nóttina hafði hann verið barinn
illilega og skilinn drjúga stund eftir í fiskþvottakeri, ber að ofan í kalsaveðri og rigningu. Meðfylgjandi
mynd er sviðsett.
Líkið í bflnum
___________________________
Skömmu fyrir há-
degi fimmtudaginn
12. mars 1953 var
lögreglunni í
Keflavík gert að-
vart um að maður
nokkur virtist vera
ósjálfbjarga inni í
bifreið við Kirkju-
veg. Á vettvangi sá lögreglu-
maður að maður sat í stýris-
sæti og hálfhallaði útaf til
hægri. Var hann allur storkinn
blóði.
Maðurinn reyndist með örlítilli rænu og
gat nefnt nafn sitt; Olafur Ottesen. Ólaf-
ur var 61 árs utanbæjarmaður, átti heima
í Reykjavík en var matsveinn á mb. Heimi
frá Keflavík. Hann var fluttur á sjúkra-
hús, þar sem hann í fyrstu hresstist nokk-
uð, en var ruglaður og mundi ekkert hvað
hefði gerst. En hann andaðist á Landspít-
alanum 12 dögum eftir að hann fannst
svona illa á sig kominn; örmagna eftir
mikinn blóðmissi og kaldur, með sjö
sentimetra langan og djúpan skurð neðan
við vinstra kjálkabarð, sennilega eftir egg-
verkfæri. Hægri ökkli var stokkbólginn,
mikil eymsli undir hægra hné, marinn á
báðum upphandleggjum, á hægra auga
glóðarauga og stór kúla á háhnakka. Dán-
arorsökin var heilahristingur með blæð-
ingum inn á heila og lungnabólga.
Hér hafði því sýnilega eitthvert of-
beldi átt sér stað. Vettvangsrannsókn
beindi athygli Iögreglumanna að til-
teknu húsi við Kirkjuveg og er þangað
kom reyndist húsráðandinn, Jóhanna að
nafni, ofurölvi og ekki viðmælanleg.
Leigubílstjóri vitnaði að hann hefði
kvöldið áður ekið Bandaríkjamanni og
íslendingi frá þessu húsi og uppá Kefla-
víkurflugvöll og að í húsinu hefði orðið
eftir maður að nafni Ólafur. Bandaríkja-
maðurinn leigði í húsinu og í herbergi
hans fundust þrjú teppi með blóðslett-
um í. Þegar nokkuð hafði runnið af Jó-
hönnu gat hún upplýst að kvöldið áður
hefði Bandaríkjamaðurinn Bob verið á
staðnum ásamt Islendingi að nafni Arn-
ar. Leiddu þessar upplýsingar til hand-
töku þeirra og manns að nafni Einar.
„Að brúka kerlinguna“
Við yfirheyrslur kom atburðarrásin smám
saman í Ijós. Arnar, 17 ára og Einar, 20
ára, höfðu áður leigt í húsinu en Banda-
ríkjamaðurinn Robert síðan fengið her-
bergið. Kvöldið 11. mars hafði drykkja átt
sér stað í húsinu, fyrir utan að Einar var
edrú. Ólafur Ottesen bættist í hópinn um
kl. 9 að kveldi og var mjög drukkinn fyrir.
Skömmu síðar fóru Robert og Arnar með
Ieigubfl upp á Keflavíkurflugvöll, meðal
annars til að sækja sígarettur og áfengi.
Skömmu fyrir miðnætti var partíið komið
í fullan gang, en Ólafur brá sér frá í
heimsókn í hús skammt frá. Þaðan fór
Ólafur um nóttina, ákaflega drukkinn og
slagandi. Með öðrum orðum átti þegar
hér var komið hefðbundið íslenskt fillerý
sér stað.
A meðan hafði fólkið í Kirkjuvegshús-
inu drukkið í mesta bróðerni, utan í eitt
skipti að Arnar reiddist og dró hníf úr
slíðri, sem hann kastaði á oddinn í gólfið
við stól Einars. Síðar um nóttina var svo
barið eindregið á dyrnar og fóru allir hin-
ir ákærðu til dyra. Var Ólafur kominn og
vildi komast inn og tautaði eitthvað um
að þeir væru allir „að brúka kerlinguna".
Þetta var þýtt fyrir Robert, sem reiddist
ummælunum og sló Ólaf högg á hökuna,
þannig að hann féll við. Robert og Arnar
fóru út og reistu Ólaf við, en hinir
ákærðu voru ekki sammála um hvað
gerðist næst. Arnar sagði að síðan hefði
Robert rotað Ólaf með höfuðhöggi. Þeir
fluttu síðan rotaðan manninn, settu í
gamalt fiskþvottaker og skildu hann eftir,
en fóru aftur inn í húsið.
Uti var kalsaveður (9 vindstig vestsuð-
vestan og þrjár gráður í plús) og rigning
og ákváðu partígestirnir að fara seinna að
hlúa að Ólafi. Ólafur lá í kerinu hrjót-
andi, ber niður að beltisstað. Þeir
breiddu yfir hann teppi og jakka, en
ákváðu síðan að flytja hann í áðurnefnd-
an bíl. Ólafur komst við það til nokkurrar
rænu og reyndi að streitast á móti og
virðist sem menn hafi sammælst um að
„svæfa manninn“ á ný. Fékk Ólafur þá
högg á vinstri kjálka og var Arnar æstur í
að koma á hann fleiri höggum og tókst
það. Svo virðist sem hann hafi verið með
hnífinn í það skiptið í höndunum og tóku
menn eftir því að Ólafi var farið að
blæða, en Arnar harðneitaði að hafa not-
að hnífinn og var það aldrei sannað.
Ófyrirleitni og skeytingarleysi
Ólafur var skilinn eftir í bflnum, en hin-
ir ákærðu fóru aftur inn í húsið, þrifu
sig og fóru að sofa um kl. 4.30. Einar
vaknaði kl. 7.30 og fór til vinnu. Hann
gekk framhjá bílnum en sá Ólaf ekki og
taldi að hann væri farinn. Robert fór að
heiman um 10.30 og spáði ekkert í
Ólaf. Arnar fór síðastur skömmu fyrir
hádegi, sá að Ólafur lá hreyfingarlaus í
bílnum, en skipti sér ekki meira af hon-
um.
I dómsmálinu þótti sannað að Robert
og Arnar hefðu orðið Ólafi að bana um
nóttina með höggunum, en það þótti
ekki sannað að um ásetning hafi verið
að ræða, frekar en sjálfsvörn. Um gá-
leysisverknað hafi þvf verið að ræða og
svo brot á lögum fyrir að hafa yfirgefið
Ólaf í bílnum bjargarlausan. Tekið var
tillit til ófyrirleitinnar framkomu Ro-
berts og Arnars gagnvart hinum aldurs-
hnigna Ólafi og skeytingarleysis þeirra
almennt og í héraði voru þeir báðir
dæmdir í þriggja ára fangelsi. Einar var
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að kanna ekki ástand Ólafs.
Hæstiréttur taldi sannað að Robert
hefði greitt Ólafi tvö högg og að við bif-
reiðina hefði Arnar veitt honum höfuð-
högg. „Lýsing á ákomum á Ólafi, eftir
að bann fannst, sýnir að hann hefur
hlotið fleiri áverka en raktir verða til
framangreindra höfuðhögga." Ekki var
þó talið að um ítrasta morð hefði verið
að ræða, heldur manndráp af gáleysi.
I Hæstarétti var dómur Roberts stað-
festur, en dómur Arnars færður niður í
tvö ár sökum ungs aldurs hans. Refsing
Einars var aftur á móti hækkuð upp í
þrjá mánuði, en einig skilorðsbundið.
Jóhanna húsráðandi kom ekki við sögu
sem ákærð, en hún dó úr krabbameini
meðan á rannsókn málsins stóð.
SÖI\II\I
DOMSMflL
Friðrik Þór
Guðmundsson
skrifar
Þrjú á palli. Sá vinsæli söngflokkur
þrjú á palli söng lög af ýmsum toga,
en einna hæst ber nafn hans fyrir söng
á lögunum úr leikritinu Þiö munið
hann Jörund eftir Jónas Árnason. Hver
skipuðu þennan söngflokk?
Staðarfell. ( Dölum er Staðarfell höf-
uðból bæði að fornu og nýju. Hvaða
starfsemi er þar nú í stórhýsi sem hýsti
hvaða starf áður?
í Vopnafirði. Austur i Vopnafirði er
einn reisulegasti torfbær landsins,
byggður á átjándu öld og búið í allt
fram til 1966. Þar er nú starfrækt
byggðasafn. Hver er staðurinn?
Virkjun vestra. Virkjunin sem hér sést
á mynd er vestur við Arnarfjörð og
framleiðir hún stærstan hluta þess raf-
magns sem Vestfirðingar nota. Hver er
virkjunin?
Forsætisráðherrann. Ólafs Thors
verður alla tíð minnst sem eins mesta
stjórnmálagarps aldarinnar. (hve
mörgum nkisstjórnum var hann for-
sætisráðherra?
LAND OG
ÞJCÐ
Sigurðir Bogi
Sævarsson
skrifar
1. Hverjar eru þær fjórar sýslur sem
liggja að Rangárvallasýslu.
2. Hver er kappi sá sem keypti á dögun-
um 28% hlut í Básafelli á ísafirði og
hyggst þar á landvinninga?
3. Hver eru þau tvö byggðarlög í Aust-
urlandskjördæmi sem í réttu lagi heita
Höfn?
4. Við hvaða fjörð er Súðavík?
5. Hvert er mjólkursamlagið á lands-
byggðinni sem Mjólkursamsalan í
Reykjavík keypti á dögunum?
6. Hvað heitir leiðin úr Svínahrauni og
niður í Ölfus, sem farin er þegar ekið er
til Þorlákshafnar?
7. Hvað heitir leiðin milli Sauðárkróks
og Skagastrandar, þar sem fram-
kvæmdir hefjast á næstunni við lagn-
ingu heilsársvegar?
8. í hvaða grein komst Gunnar Huseby í
fremstu röð, meðal annars sem Evrópu-
meistari?
9. Um hvaða bók var Kristján Alberts-
son að skrifa þegar hann hóf ritdóm
sinn á þessum frægu orðum: Loksins,
loksins?
10. í einni íslendingasagnanna er sagt
frá manni sem lét segja sér öll stórtíð-
indi þrisvar. Hver var hann?
!|0AnsjpcjBjag b ||b(n 'ot 'sauxBT J9P||bh jpp jilusbx bjj b|>hlu uubjbpa '6 '|djBAn|n>| | g '6sAS||B[jjgi8Acj Lun pnds J8 jpp 'L '!|s6u8Jc) '9 jsonpuoig b B6u|uiaAunH-Jnisnv s6b|
-?jn|ps BB|Luesjn>(|of|Al |jdAa>| uB|BSLuesjn>||of|Al 'S pjpíjBijiy v ujqh |UJBU njpo jptaij jbc| pidjocj us 'pjofjB^Bg jb68asu|L| 6o ipjijbujoh | ujoh ujn pnd’s jb68asjbuub jb jph 'E 'Miojeseg j jn|L| %et'9E nu e UJ9S ‘|S8US||9jæus b ijig p uossubí
-jsu» jnpunuipng js uin jjnds ja jpp uias jnpBUJ bs z 'Jn|SÁsjBpjBÍjB[Ag 6o -jbpjb[jb6b>is uepjou pB 6o UBjsnB ps B|sAs||9jBjjB>|s-JnjS8A 'ubjssa pB B|sAs9Ujy nj8 n|sAsB||BAJB6uBy ps b[66|| uiss jbjpb jn|sAs jæcj i, un[>jJ!Aje>||o[|A|, '||9JJejs
-ng , '92611!) uibjj 6o LZ61 PJf Jnj>|æjpBjs jba jecj ui8s ‘uinuB|p>|sejpæuisnL| b|uib6 j Bsng ||j J8 uias ‘yys pojsjBpjajpaui nu J9 jnajjepBJS y , 'uossjnpisg jupp 6o uasjusg s|80Ji 'JiJjppsuuBjpcj eppg necj njOA ;ned b nbp npndi>|s uias nec|,
:J0as