Dagur - 10.08.1999, Side 3
ÞRIÐJVDAGUR 10. ÁGÚST 19 99 - 3
FRÉTTIR
L
Hjátní seinkar stofn-
fimdi nýs fyrirtækis
Stefnt er að því að stofna nýtt sjávarútvegsfyrirtæki í saltfiskverkun á
Þingeyri í Dýrafirði í lok vikunnar.
Saltfiskverkim íyrir
25-30 nianiis á Þing-
eyri. 700 milljóiiir til
ráðstöfunar. HLutafé
400 milljónir og 300
milljóiiir að láni.
Kvótakaup fyrir 600
milljóiiir. Óvíst með
húsnæði.
Stefnt er að því að stofna nýtt
sjávarútvegsfyrirtæki í saltfisk-
verkun á Þingeyri í Dýrafirði í lok
vikunnar, ef ekkert óvænt kemur
uppá að sögn Haraldar L. Har-
aldssonar, atvinnuráðgjafa Isa-
Qarðarbæjar. Upphaflega var
stefnt að því að stofnfundurinn
yrði haldinn föstudaginn 13.
ágúst, en sökum hjátrúar á þeim
degi sem óhappadegi sé líklegt að
fundinum verði seinkað um einn
dag og verði laugardaginn 14.
ágúst n.k.
Saltfiskverkim fyrir 25-30
maims
Haraldur L. Haraldsson segir að
nýja fyrirtækið muni geta veitt allt
að 25-30 manns atvinnu, eða að-
eins fyrir heimafólk. 1 því dæmi sé
ekki reiknað með því að það er-
lenda vinnuafl sem unnið hefur
hjá Rauða hernum á Þingeyti fái
vinnu hjá nýja fyrirtækinu. Þegar
mest var unnu eitthvað um 100
manns í fiskvinnslu Rauða hersins
á staðnum. Hann vill ekki gefa
upp að svo stöddu hverjir standi
að nýja fyrirtækinu að öðru leyti
en því að Vísismenn í Grindavík
séu heitir fyrir því. Hinsvegar hafa
fleiri sýnt áhuga á að vera með og
m.a. úr röðum heimamanna í ísa-
Ijarðarbæ. Aðspurður hvort þar
væru menn eins og Geiri á Gugg-
unni eða aðrir vel stæðir úr vest-
firskum sjávarútvegi vildi Harald-
ur ekkert tjá sig um né heldur
hvemig staðið verður að ijármögn-
un hins nýja fyrirtækis.
700 milljómr í byijim
Samkvæmt hans hugmyndum sé
stefnt að því að hlutafé f)TÍrtækis-
ins verði um 400 milljónir króna.
Það fái einnig til umráða þann
byggðakvóta sem Byggðastofun
hefur úthlutað Isafjarðarbæ og
taki 300 milljónir króna að láni.
Það þýðir að í upphafi hefur fyrir-
tækið um 700 milljónir króna til
ráðstöfunar og þar af um 600
milljónir króna til kvótakaupa.
Haraldur L. segir að með því eigi
fyrirtækið að ráða yfír að minnsta
kosti um eitt þúsund
þorskígildistonnum og geta unnið
a.m.k. úr 2000 tonna afla. Hins-
vegar sé óvíst hvenær vinna geti
hafist í nýja fyrirtækinu. Það helg-
ast m.a. af því hver niðurstaðan
verður í húsnæðismálum þess.
Haraldur L. segir að verið sé að
skoða þá möguleika að ýmist leig-
ja eða kaupa hraðfrystihúsið á
Þingeyri af Sparisjóði Bolungar-
víkur eða leita að öðru húsnæði á
staðnum.
Dýrfirðmgux að upplagi
Haraldur L. segir að stofnandi og
aðaleigandi að fjölskyldufyrirtæk-
inu Vísir í Grindavík, Páll Hreinn
Pálsson, sé fæddur og uppalinn á
Þinge\xi og sé því heimamaður að
upplagi. Fyrir utan fiskverkun og
útgerð í Grindavík á fyrirtækið
hlut í Búlandstindi á Djúpavogi.
- GRlt
Sólveig Pétursdóttir, dómsmála-
ráðherra, veitir fyrstu eintökunum
viðtöku úr hendi Guðbrands Boga-
sonar, formanns Ökukennarafélags
íslands.
Tvær nýjar
ökukeimslu-
bækur
Ökukennarafélag Islands hefur
gefíð út tvær nýjar kennslubæk-
ur í flokknum Akstur og umferð.
Um er að ræða bók til kennslu
fyrir almenn ökuréttindi,
svokölluð B-réttindi, og bók til
kennslu á bifhjól, A-réttindi.
Höfundur fyrri bókarinnar er
Arnaldur Arnason og hinn er
Njáll Gunnlaugsson. Báðir eru
þeir menntaðir ökukennarar.
Þetta eru tvær fyrstu bækurnar í
nýjum bókaflokki. Samkvæmt
tilkynningu frá Ökukennarafé-
laginu er vel við hæfi að fræða
ökunema í upphafi nýrrar aldar
með nýjum bókaflokki. Unnið er
að fleiri slfkum bókum, m.a. um
réttindi til aksturs með stóran
eftirvagn, svokölluð BE-réttindi.
Meöalverd útfluttra
hesta 88 þúsimd
Heildar útfhitnings-
verðmæti aUra út-
fluttra hrossa var um
184 miUjónir í fyrra.
Meðalverð á hross:
88.100 krónur.
Þótt milljarðar séu jafnan sagðir í
veði komi einhverjar hindranir á
hrossaútflutning, virðast af ein-
hverjum ástæðum aldrei nema
ríflega 200 milljóna króna út-
flutningsverðmæti rata alla leið í
útflutningsskýrslur Hagstofunn-
ar. Samkvæmt þeim voru rúm-
Iega 1.700 lifandi hross flutt úr
landi í fyrra - um 800 til 1.000
færri en næstu þijú árin á undan.
En þar á móti hækkaði meðal-
verðið um fjórðung. Meðalút-
flutningsverð á dýrustu hrossun-
um sem eru: „Hreinræktaðir
hestar til undaneldis" var um
132.000 kr., en fyrir reiðhesta
fengust um 88.000 krónur að
jafnaði. Heildarútflutningsverð-
mætti lifandi hrossa var aðeins
um 184 milljónir á síðasta ári
(um 320 kr. á hvert kíló á fæti).
Gæðingar á 70-80 þúsund
Arin 1995-97 voru kringum
2.500 til 2.700 hross flutt úr
landi íyrir samtals 210 til 250
milljónir króna á ári. Meðalverð
reiðhesta var öll þessi ár kringum
75 þúsund krónur og hefur því
hækkað kringum 17% á síðasta
ári. Jafnaðarverð kynbótahross-
anna var hæst um 110 þúsund
árið 1,996 en lækkaði í 96 þúsund
árið eftir. Þannig að 132 þús.kr.
meðalverð á síðasta ári hefur þýtt
38% hækkun milli ára.
Jafnaðarverð kynbótahrossanna var hæst um 110 þúsund árið 1996 en
lækkaði í 96 þúsund árið eftir.
Þýskir og sænskir mcð 60%
Öll þessi ár fóru langflest hross
til Þýskalands og Svíþjóðar, eða
kringum 60% heildarútflutnings-
ins. Svíar hafa jafnan borgað
mun hærra, jafnvel allt að helm-
ingi hærra meðalverð en Þjóð-
verjar. Á síðasta ári borguðu
Þjóðvetjar að jafnaði 110 þúsund
krónur fyrir kynbótahross, sem
var töluverð hækkun miðað við
97 þúsund árið áður og aðeins
um 71 þúsund króna meðalverð
á árunum 1995-96. Fyrir reið-
hest borguðu Þjóðveijar rúmlega
83 þúsund að meðaltali í fyrra en
kringum 60 þúsund næstu þrjú
árin þar á undan. Fyrir 28 „aðra
hesta“ borguðu þýskir tæplega
760 þúsund krónur, eða um 27
þúsund króna meðalverð. Dön-
um virðist líka lagið að gera góð
hestakaup hér landi, jafnvel á
enn lægra verði en Þjóðveijar.
Kanar borga best
Bandaríkjamenn og Svisslend-
ingar sýnast hins vegar slakir í
hrossaprangi. Bandaríkjamenn
borguðu að jafnaði 233 þúsund
krónur fyrir hvert þeirra 60 kyn-
bótahrossa sem þeir keyptu héð-
an í fyrra og 137 þúsund að með-
altali fyrir 50 reiðhesta. Á banda-
rísku meðalverði hefði hrossaút-
flutningur síðasta árs skilað 313
milljóna útflutningstekjum, eða
70% hærri en raun varð.
Grænlendingar komust í fyrsta
sinn á blöð Hagstofunnar sem
hestakaupendur í fyrra. Þangað
fóru 9 reiðhestar fyrir tæplega
150 þúsund króna meðalverð og
eitt hross til undaneldis á rúm-
Iega 130 þúsund krónur. — HEl
i til'i «i'i :• B8fj ÚÍ5U :f;
INNLENT
Sumarferð VG að Eyjabökkum og
Dimmugljúfruin
Vinstrihreyfíngin - grænt framboð efnir til tveggja daga ferðar um há-
lendið norðan Vatnajökuls helgina 14.-15. ágúst. Lagt verður upp frá
Egilsstöðum að morgni laugardags, farið að Hafrahvömmum og Kára-
hnjúkum og þaðan í Snæfellsskála þar sem hópurinn gistir um nótt-
ina. Að morgni sunnudags verður farið í gönguferð um Eyjabakka-
svæðið. Nú þegar hafa hátt í sextíu manns skráð sig í ferðina og sam-
kvæmt tilkynningu VG er gistirými í skálanum þrotið. Þeir sem vilji
slást í hópinn þurfa því að taka með sér tjöld. Ferðin er samvinnu-
verkefni framkvæmdastjórnar flokksins og kjördæmisfélagsins á Aust-
urlandi. Þátttaka tilkynnist í síma 552 8872.
íslenski 2000-vefuriii mikils metiun
Upplýsingamiðstöð SÞ um 2000-vandann hefur skoðað og metið
hvernig þjóðir heims nota Internetið til að kynna umheiminum stöðu
mála. Vefur íslensku 2000-nefndarinnar (http://2000.stjr.is) er þar
settur í efsta flokk ásamt um 20 öðrum og fær umsögnina „highly
informative" eða mjög fróðlegur. Um þetta má lesa nánar á vefslóð-
inni wunv.iy2kcc.org/countryWeb.htm. Ritstjóri íslenska 2000-vefsins
er Jóhann Gunnarsson.
Óvissa með ráð-
herraheimsókn
Eftir að Jeltsín rak forsætisráð-
herrann Stephashin í gærmorg-
un ríkir um það óvissa hvort
eitthvað verði af fyrirhugaðri ís-
landsheimsókn rússneska sjáv-
arútvegsráðherrans Jermakovs í
næstu viku. „Við vitum ekki
hvort von er á honum eða
ekki,“ sagði Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra við blm.
Dags í gær.
„Við höfum verið í ágætu
sambandi við hann í sumar.
Það stóð reyndar til að hann
kæmi fyrr en erfiðlega hefur
gengið að finna rétta tímann.
Við erum tilbúin að taka á móti
honum eða hverjum sem kem-
ur,“ sagði Ámi. - BJB
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
ifiM