Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 8
8 -ÞRIÐJUDAGVR 10. ÁGÚST 1999 FRÉT T ASKÝRIN G Stj óniarlierrar ó SIGURDÓR SIGURDÓRS- SONOG BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON SKRIFA Forystuinenn stjómar- ilokkaima, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrlmsson, em á öndverðum meiði í umræðunnium dreifða eignaraðild að bönkunum. Sainlylk ingin boðar frumvarp á fyrsta degi haust- þings sem tryggja á að enginn eigi stærri hlut en 3-5%. Vegna þess uppnáms sem varð þegar fyrirtældð Orca SA, sem sagt er skráð í Lúxemborg, en ókunnir aðilar eiga, keypti 22,1% hlut Scandinavian Holdings í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, FBA, og átti þar með orðið 26,5% í bankanum, hefur forsæt- isráðherra, Davíð Oddsson, rætt um lagasetningu til að tryggja dreifða eignaraðild þegar ríkis- bankarnir verða seldir. Davíð hef- ur hins vegar fengið stuðning við sínar hugmyndir úr óvæntri átt því í þessari samantekt Dags á pólitísku hlið málsins lýsir Jó- hanna Sigurðardóttir því yfir að Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp á fyrsta degi haust- þings. Þar verði lagt til að eignar- aðild í bönkum megi ekki vera meiri en 3-5% á hvern fjárfesting- araðila. Margir efast hins vegar um að hægt sé að setja lög til að tryggja þetta, þar á meðal sjálfstæðis- þingmennirnir Pétur Blöndal og Vilhjálmur Egilsson. Og fleiri eru á þeirri skoðun. Svo virðist sem samstarfsflokkur Davfðs í rikis- stjórninni, Framsóknarflokkurinn sé með aðra stefnu ef marka má ummæli Halldórs Asgrímssonar og Finns Ingólfssonar hér í opn- unni. Finnur segir m.a. að laga- setning sé erfið og flókin og ill- framkvæmanleg. „Hægt að tryggja þetta með íögum“ Þegar þetta er borið undir Davíð Oddsson segir hann Finn hafa „betri púls“ á þessum málum tæknilega heldur en hann. Hann dragi það ekki í efa að viðskipta- ráðherra hafi séð á þessu vand- kvæði serri hann átti sig ekki á. „Ég vek athygli á að nú þegar eru ákvæði um það í Iögum um viðskiptabanka að ef einhver aðili fer upp fyrir 10% þá beri að láta viðskiptaráðherra vita og hann geti við vissar aðstæður gripið inn í það. I fyrri lögum töldu menn ekki gott að eignarhald vrði ekki svona mikið. Það eru vísbendingar um að hægt sé að tryggja þetta með lögum,“ segir Davíð í samtali við Dag og vísar til dreifðrar eignaraðildar innan Islandsbanka. „Sjálfsagt geta menn farið í kringum þetta, eins og gengur. Við höfum sett þess háttar laga- reglur um kvóta, að ekkert fyrir- tæki megi eiga meira en 10% af kvótanum. Því skyldi þetta ekki vera hægt með bankana líka?“ spyr Davíð. „Leita þarf aHra leiða“ Þegar Davíð er minntur á gagn- rýni m.a. Péturs Blöndal, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, á hugmyndir um dreifða eignarað- ild, bendir hann á „herferð" Pét- urs sem lítils hluthafa gagnvart hinum stóru í Islandsbanka á sínum tíma. „Ég held að hann hafi einmitt haft áhyggjur af því þá að hinir stóru væru að ráðskast með hluti hinna minni og ekki gætt hags- muna þeirra. Það er áhættan sem við þurfum að passa. Ef einhverj- ir aðilar verða of stórir í banka- kerfinu þá hætta þeir að hugsa um hag bankans eingöngu held- ur gætu þeir á ákveðnu augna- bliki tekið eigin hag fram yfir. Það er mjög varasamt að koma mönnum í þá stöðu. Því tel ég að menn ættu að Ieita allra Ieiða og leita fordæma erlendis frá,“ segir Davíð og tekur m.a. dæmi um Norðmenn. Þar sé samkvæmt hans bestu vitund reglugerð sem takmarki eignaraðild upp að ákveðnu marki. Hvort slík vinna sé farin í gang hjá stjórnvöldum, um að Ieita leiða til að ná þessu markmiði, segir Davíð svo ekki vera. A næst- unni muni formenn og varafor- menn stjómarflokkanna hittast til að ræða þessi mál. Hvort hann óttist átök innan stjórnarflokk- anna um málið segir Davíð Oddsson: „Ég óttast það ekki. Ef það kemur á daginn að þetta er ekki hægt þá gera menn þetta auðvit- að ekki. Sjálfsagt má skoða þá erfiðleika sem t.d. viðskiptaráð- herra sér og athuga hvort þeir eru ekki yfirstíganlegir." „Ekki hægt“ Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanrík- isráðherra, segist vera þeirrar skoðunar að æskilegt sé að eign- araðild að öllum meiriháttar rekstri í landinu sé sem dreifðust. „Hins vegar hef ég ekki séð möguleika á þvf að ríkisvaldið hafi nákvæmt eftirlit með því hvernig kaup og sala hlutabréfa á sér stað á hinum almenna mark- aði. Þar fyrir utan, þótt um ein- hverja hámarks aðild sé að ræða hjá einstökum félögum og ein- staklingum, þá vitum við að ein- staklingar og fjölskyldur geta tek- ið sig saman með ákveðnum hætti þannig að slík ákvæði eru almennt lítils virði. Ég veit ekki til þess að það hafi tekist í neinu ríki, þar sem frjáls markaðsbú- skapur er við lýði, að setja svona hömlur. Rfkisvaldið getur auðvit- að staðið þannig að sölu eigna að það stuðli að slíkri dreifingu sem hér er verið að tala um. Þegar svo fram líða stundir er erfitt, ef ekki útilokað, að hafa yfirlit yfir það hverjir kaupa hlutabréf," segir Halldór. Tryggja samkeppni Hann var spurður hvort hann væri með þessu að segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að fáir sterkustu fjármálaaðilar þjóðar- innar eignist bankana og önnur stór fyrirtæki sem rrkið hyggst selja? „Það er alveg ljóst að þeir sem kaupa eignir þurfa að hafa til þess bolmagn. Það sem skiptir mestu máli fyrir þjóðfélagið er að tryggð sé virk samkeppni, sem stuðlar að sem ódýrastri þjónustu fyrir neyt- endur. Það er hægt að tryggja með löggjöf að samkeppni sé virk og þjónustan þar af leiðandi sem ódýrust. Samkeppnisstofnun hef- ur haft veruleg afskipti af fyrir- tækjum og stofnunum undanfarin ár í því augnamiði. Það er hægt að setja nákvæmari og betri reglur á þeim vettvangi. Það sem skiptir okkur sem einstaklinga og fyrir- tækin í landinu mestu máli er að þeir fái góða og ódýra þjónustu," segir Halldór Asgrímsson. Finnur Ingólfsson, viðskipta- ráðherra segir það nauðsynlegt að reyna að tryggja dreifða eignarað- ild en efast um að hægt sé að tryg- gja hana með lagasetningu. Hann segir málið flókið og erfitt viður- eignar. Viljum dreifða eignaraðild „Innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnarflokkanna er fullt sam- komulag, og hefur alltaf verið, um að leitast við að tryggja dreifða eignaraðild þegar fjár- málastofnanir ríkisins verða seld- ar. Það hefur engin breyting orð- ið þar á. Það sem okkur hefur tekist á undanförnum mánuðum er að hámarka verðmæti ríkisins í þessum bönkum og öðrum fyrir- tækjum sem þjóðin á. Ég barðist hart fyrir því að FBA yrði til en ýmsir vildu setja sjóðina, sem hann mynda, beint inn í við- skiptabankana en því var ég andsnúinn. Ég vildi að FBA yrði sjálfstæð eining á þessum mark- aði, sem hefði því hlutverki að gegna að veita hinum bönkunum aðhald og samkeppni. Það hefur tekist. Verðmætin í FBA, sem voru 8 milljarðar króna í upphafi eru nú nær 20 milljarðar króna,“ segir Finnur. Hann segir að nú þegar menn fari að huga að næstu skrefum skipti það mestu máli hvernig til tekst við að auka verðmætin enn frekar en jafnframt að tryggja að þeim dreifða eignaraðild. Það mál segír hann að verði að skoða alveg sérstaklega. Lagasetning flokbi „Besta leiðin væri auðvitað að selja dreift og sjá til með hvaða hætti við getum tryggt áframhald- andi dreifða sölu. Hættan er hins vegar sú að ef sett verða lög um takmörkun að eignaraðildinni, sem giltu sérstaklega um fjár- málafyrirtæki, þá gæti það leitt til þess að verðmætin myndi eitt- hvað rýrna. Það gæti líka leitt til þess að það yrðu hömlur á við- skiptum með þessi bréf vegna þess að lagasetningin yrði að vera almenn. Ef viðmiðið yrði mjög lágt, segjum 5% eignarhlutur, gæti það leitt til þess að eigendur fjármálastofnana, sem starfandi eru nú þegar á markaðnum, þyrftu að fara að selja eitthvað af hlutum sínum og má í því sam- bandi nefna íslandsbanka. Um leið og slík lög yrðu sett þyrftu menn að gæta þess að þetta yrði ekki bara í orði kveðnu heldur verður að girða fyrir það að menn geti farið í kringum hlutina,“ seg- ir Finnur. Safnast á fárra hendur Finnur Ingólfsson viðurkennir að eignarhaldið í FBA sé farið að safnast á fárra hendur. Og í fram- haldi af því var hann spurður hvort hann ætti von á lagasetn- ingu á Alþingi í haust til að tryggja dreifða eignaraðild í þeim fyrir- tækjum sem ríkið ætlar að selja, bönkum og Landssímanum, svo dæmi sé tekið? „Ég segi ekkert annað um það en að málið verður skoðað í botn í tengslum við þá umræðu sem nú fer fram um með hvað hætti hægt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.