Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU L ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvaö ætlar þú aö gera? „Kaffihúsin og lista- söfnin, “ segir Þórunn Gestsdóttir. Á menningamótt „Eg ætla að fara til Reykjavíkur um helgina og njóta þess sem er boðið uppá á menning- arnótt,“ segir Þórunn Gestsdóttir, sveitar- stjóri í Borgarfjarðarsveit. „Eg hef talsverðar væntingar til þessarar uppákomu, hún hefur tekist vel undanfarin ár og því vænti ég þess að enn betur lukkist hún í ár. Nei, ég set ekki markið á að njóta einhvers sérstaks núna, annars en þess að skoða hvað lista- söfnin og kaffihúsin hafa uppá að bjóða. Annars hef ég verið allar helgar nú í sumar á heimaslóðum hér í Borgarfirði, þar sem veðursæld hefur verið einstök og jafnfram margir skemmtilegir menningarviðburðir í boði.“ „Á bókaðan dag í Sandá, “ segir Jóhann A. Jónsson. Kirkjuvígsla „Það verður talsvert um að vera hér eystra um helgina í tengslum við vígslu kirkju hér,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. „Hingað kem- ur biskup Islands á sunnudaginn og vígir kirkjuna, en síðan veit ég að hingað kemur líka talsverður hópur af fólki, meðal annars brottfluttir Þórshafnarbúar, sem ætla að gefa sér tilefni vegna vígslunnar og koma á heimaslóðir. Máske býð ég einhverjum af þessu fólki með mér á trillunni minni, Garðari ÞH, á skak eitthvað hér út á Þistil- fjörð. Sfðan stendur til að fara í laxveiði sfð- degis á sunnudaginn, en þá á ég bókaðan dag í Sandá í Þistilfirði." „Vinnuvélanámið er stíft, “ segir Vilborg Daníelsdóttir. Vinnuvélapróf „Eg er að fara í vinnuvélapróf," segir Vilborg Daníelsdóttir, vörubílstjóri á Akureyri. „Verð fyrir sunnan og er prófið haldið í Nýja öku- skólanum. Þetta hefur verið svolítið stíft nám, því ég er ekki mikið inni í þessum efn- um og hef því talsvert þurft að lesa mér til. Einnig verð ég eitthvað að aðstoða foreldra mína, sem eiga og reka Gallabuxnabúðina, en þar stendur nú mikill annatími fyrir dyr- um þegar krakkar eru að kaupa skólaföt fyr- ir veturinn." Edda Andrésdóttir er brosmildur fastagestur í stofum iandsmanna og nánast hluti af tilveru margra. Hún hefur í áraraðir starfað við fjölmiðla og þessi mynd var tekin afhenni fyrir um aldarfjórðungi, en þá var hún blaðakona á Vísi. Edda hefur breyst talsvert í gegnum árin, hvort sem gamla myndin er borin saman við litlu myndina hér að neðan eða þá þegar hún mætir í stofur landsmanna í kvöld. ■ LÍF 06 LIST Skyldulesning framsóknarmanns „Síðustu daga hef ég verið að lesa bókina „Júrí í neðra“ sem er ævisaga Júrí Resetov, hins eftirminnilega sendiherra Rússa hér á Iandi. Sagan, sem er skráð af Eyvindi Erlendssyni, er afar fróðleg. Eg átti þess kost að kynnast þess- um merka manni aðeins og ekki síður er saga hans í bókinni merkileg og gefur innsýn í margt," segir Jakob Bjömsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. „Eg hef gaman af hvers- konar spennusögum en einnig fróðleik ýmiskonar og ævisögum. Þar nefni ég til dæmis ævisögur stjómmálamanna og er húinn til dæmis að lesa sögur Jónasar frá Hriflu, Hermanns Jónassonar, Eysteins Jónssonar og nú síðast Steingrfms Her- mannssonar. Það er fróðlegt að lesa svona bækur, ekki síst þegar menn Iýsa hugsjónum sínum og markmiðum og segja hver þeirra hafi náðst í gegn^ Karlakórar og kántrý „Ég hef gaman af kórsöng og á hér heima til dæmis afar góðan geisladisk með Karlakór Akur- eyrar sem heitir „Vorkliður" og ég hlusta gjarnan á. Ég á ekki mikið af geisladiskum og hlusta því ekki mikið á tónlist alla jafna. Einna helst hlusta ég á útvarp þegar ég er á ferð í bílnum og þá er það allavega glamur sem heyrist, misáhugavert. Nema hvað að ég hef alltaf gaman af kántrýtónlist og hækka i' bíltækinu heyrist slík lög.“ Hið norræna efni „I sjónvarpi legg ég mig fram um að ná fréttum og fréttatengdu efni. Alltaf hef ég gaman af góð- um njósnamyndum hvaðan sem þær einu sinni koma og svo er ég líka afar hrifinn af bresku sjónvarpsefni, hvort sem það er gamanefni eða af þyngra taginu. Þá er ég alltaf spenntur fyrir sjónvarpsefni frá Norður- löndum sem sjálfsagt kemur tii vegna áralangrar búsetu minnar í Noregi. Hið norræna efríi finnst mér nær viðhorfum mínum en margt annað og síðan hef ég Iíka tungumálið ágætlega á valdi mínu. Beri ég hið norræna efni saman þá er Iétt- leikinn iíklega líka í efni frá Danmörku, en hvað varðar efni frá Noregi og Svíþjóð þá er bara svo vandræðalega lítið sýnt af því að iilmögulegt er um það að dæma. En almennt get ég þó sagt að það er ekki jafn leiðinlegt og margir halda og segja.“ -SBS. ■ fra degi Ekkert festir neitt jafn vel í minninu eins og viljinn til að gleyma því. Montaigne Þau fæddust 20. ágúst • 1875 fæddist Agúst H. Bjarnason, prófessor. • 1888 fæddist Helgi Hjörvar, útvarps- maður. • 1898 fæddist sænski rithöfundurinn Vilhelm Moberg. • 1901 fæddist ítalski rithöfundurinn Salvatore Quasimodo. • 1909 fæddist danski rithöfundurinn Martin Alfred Hansen. • 1944 fæddist Rajiv Gandhi, sonur Indiru og arftaki hennar sem forsæt- isráðherra Indlands. • 1948 fæddist breski rokksöngvarinn Robert Plant (Led Zeppelin). Þetta gerðist 20. ágúst • 1741 fann danski siglingamaðurinn TIL DAGS Vitus Bering Alaska. • 1898 var veitingahúsið ValhöII á ÞingvöIIum vígt. • 1915 Iýstu Italir yfir stríði á hendur Tyrklandi. • 1941 heimilaði Adolf Hitler smíði V-2 flugskeytisins. • 1942 tókst vísindamönnum í Chicago í Bandaríkjunum fyrstum manna að vigta Plútóníum, sem er fyrsta mann- gerða frumefnið. • 1944 tók Reykjavíkurborg við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur. • 1960 lýstí Senegal yfir sjálfstæði. • 1968 hófst innrás herja Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu. • 1991 lýsti Eistland yfir sjálfstæði. Vísa dagsins Lúgt ég mtna leiði sýn, liggur það í blóði, því að oftast víf og vín verður mér uð Ijóði. Hjálmar frá Hofsósí . . . fliu í.jofiifnuqa iAA > gnn i tiour ÁUE Afmælisbam dagsins Bandaríski ævintýrasagnahöfundur- inn Howard Phillips Lovecraft fædd- ist 20. ágúst 1890 í Prvidence á Rhode Island. Þegar hann var þriggja ára fékk faðir hans taugaáfall og lést þremur árum seinna. HP Lovecraft var undrabarn í æsku, tveggja ára fór hann með Ijóð og var orðinn Iæs þriggja ára. Hann Ias 1001 nótt. Lovecraft lést 15. mars 1937. Fá verk Lovecrafts voru gefín út meðan hann lifði, en eftir dauða hans grófu vinir hans upp kistu með handritum og hófu að gefa verkin út. '—rrr.Tnri-r rrmf Nýjar buxur! Ung kona kemur inn í galtómt spilavíti í Los Angeles, þar sem tveir starfsmenn standa hundleiðir og bíða eftir að ein- hver Iáti sjá sig til að freista gæfunnar. Hún spyr hvort hún megi veðja 20 þús- und dollurum á eitt teningskast. Þeir samþykkja það. Þá segir hún: „Mér finnst ég alltaf vera heppnari ef ég er buxnalaus, ég vona að ykkur sé sama?“ Samstundis berháttar hún sig að neð- an, tekur teninginn og kastar honum og hrópar um leið: „Nýjar buxur handa mömmu!" Um leið og teningurinn stöðvast fer hún að hoppa sem vitlaus væri, faðmar báða starfsmennina og hrópar í sífellu: „Ég vann! Ég vann!“ Síð- an tekur hún peningana og fötin sín og flýtir sér út. Starfsmennirnir standa sem steini Iostnir. „Hvað kom annars upp á ten- ingnum?" sagði loks annar þeirra. „Það veit ég ekld,“ svarar hinn, „ég hélt að þú værir að fylgjast með því.“ moA .íaöubaöíH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.