Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 - 25
Tkypr
LÍFIÐ í LANDINU
Bergþórsdóttir
skrifar
Einn afmestu
snillingum ísögu
Hollywooder
dansahöfundur-
inn, útsetjarinn og
leikstjórinn Busby
Berkeley. Hann varkallaður
milljón dollara dansleikstjór-
inn vegna þeirragífuriegafjár-
muna sem dansatriði hans
kostuðu.
Busby Berkeley fæddist árið 1895. Faðir
hans var leikstjóri og móðir hans leikkona.
A árum seinni heimsstyijaldar gekk hann í
herinn og hafði þar umsjón með skemmt-
unum fyrir hermenn. A þriðja áratugnum
fékk hann vinnu sem leikari í kvikmyndum
og vann einnig sem leikstjóri við sumarleik-
hús úti á landi. Kunnátta hans í danslist-
inni var ekki úr skólum, hann lærði af því
að horfa á dansara æfa sig. Hann bjó yfir
sérstöku ímyndunarafli og gífurlegri hæfni
til að útsetja og sviðsetja dansa. Hann vakti
athygli sem dansahöfundur og útsetjari á
Broadway og vann þar í tíu ár en var síðan
kallaður til Hollywood. Eftir að hafa unnið
sem dansahöfundur að myndinni 42nd
Street var hann orðinn eftirsóttasti dansút-
setjari í Hollywood.
Berkeley leikstýrði ekki næstum því öll-
um myndum sem hann kom nálægt heldur
útsetti dansana, sviðsetti þá og leikstýrði
dansatriðunum. En það voru einmitt dans-
og söngatriðin í þessum myndum sem
vöktu athygli og hrifningu og án framlags
Berkeley myndi enginn hafa hælt þeim sér-
staklega. Atriði Berkeley þykja enn í dag
stórkostleg. Hann vann með stjömum á
borð við Judy Garland, Mickey Rooney,
Dick Powell, Ginger Rogers, Ruby Keeler
og Betty Grable. Aðalstjaman í myndum
hans var þó myndavélin. Hann notaði ein-
ungis eina kvikmyndatökuvél við vinnu
sína en sú vél var á stöðugri hreyfingu, hún
kemur ofan úr lofti, upp úr vatni og fer á
fleygiferð milli fótanna á ungum og fögrum
stúlkum. Með kvikmyndavél úr lofti lét
hann dansmeyjar mynda blómaskreytingar
og önnur munstur sem margir kvikmynda-
töku menn hafa síðan reynt að stæla en
engum hefur tekist að slá RwlrpW
Berkeley kom með algjörlega nýjan stíl inn í bandarískar söngvamyndir. Hann lifdi fyrir vinnu sína
og var taugabilaður og stjórnsamur alkohólisti.
Við réttarhöldin yfir sér ásamt móður sinni og lögfræðingi sínum
sem var einn sá slyngasti í Hollywood.
út. Hann var frábær á sínu sviði en samt
heyrðust gagnrýnisraddir. Einhver sagði:
„Umgjörðin Iýsir mikilli hugvitssemi en
minnir oftar en ekki á eins konar drauma
drykkjumanns."
I dansatriðum notaði hann tugi fagurra
stúlkna sem umgjörðir. I einu atriði mynd-
uðu þær ritvélaborða og fætur þeirra voru
látnar vélrita orð á risastóra örk. I öðru at-
riði léku þær hörpur, sem varð til þess að
einhver sagði: „Eg ól ekki dætur mínar upp
til þess að þær yrðu mannlegar hörpur.“ I
enn öðru atriði Iét hann koma fyrir spegl-
um í kvikmyndaverinu þannig að svo virtist
sem hundruðir manna
væru að dansa þegar dans-
aramir voru einungis átta.
Kvikmyndavél eða önnur
tæki sáust aldrei í speglun-
um. Þegar Bugsy Barkel-
ey hóf feril sinn hjá Warn-
er kvikmyndaverinu var fé-
lagið um það bil að verða
gjaldþrota. Þær myndir
sem Barkeley vann að
hlutu gífurlega aðsókn
vegna söng- og dansatriða
hans og hann bjargaði
k\ákmyndafélaginu frá
gjaldþroti.
Maundráp af gáleysi
Berkeley giftist se\ sinn-
um. Fimm fyrstu hjóna-
böndin enduðu með
skilnaði enda var Berkel-
ey vinnusjúklingur og
taugabiiaður alkohólisti
sem var óstjómlega
stjómsamur. Sjötta
hjónaband hans varð
þó hamingjuríkt. En
konan í lífi hans var
mamma hans. Þegar
hann varð frægur
byggði hann lúxusvillu
handa henni og þar
einbeitti hún sér að
helstu ástríðu sinni
sem var söfnun forn-
muna.
Árið 1935 þegar
Barkeley stóð á há-
tindi frægðar sinnar
var hann í boði hjá
framleiðanda Warner
k\'ikmvndafélagsins
þar sem hann drakk
töluvert áður en
hann settist undir
stýri til að halda
heimleiðis. Hann
hafði unnið að
fimm kvikmyndum
þetta árið og var
andlega örmagna. Þar sem hann keyrði eft-
ir þjóðveginum missti hann skyndilega
stjórn á bíl sínum sem þeyttist á aðra
akrein og skall á bíl sem í voru þri'r farþeg-
ar sem létust allir.
Barkeley var ákærður fyrir morð af gá-
leysi. Hann mætti við réttarhöld á daginn
og vann að myndum sínum á kvöldin Iangt
fram eftir nóttu. Hann var ekki bara í
slæmu andlegu ástandi heldur var hann
þjakaður af meiðslum á höfði og fæti eftir
Berkeley aefir dansatriði
með Mickey Rooney.
bílslysið. Kvikmyndaverið sótti fast að hann
stæði við gerða samninga og gaf honum
ekki grið við vinnu en réð einn besta Iög-
fræðing ( Hollywood til að verja hann. Sá
var Jerry Geisler sem seinna varði Chaplin
í barnsfaðemismáli, Erroll Flynn í nauðg-
unarákæru og Robert Mitchum í eiturlylja-
máli. Geisler ruglaði kviðdóm í ríminu með
því að halda því fram að sprungið dekk á
bíl Barkeley hefði valdið slysinu. Gestir í
boðinu héldu því fram að Barkeley hefði
ekki verið drukkiiri þegar hann fór úr boð-
inu en þeir voru allir samningsbundnir við
sama kvikmyndalélag og Barkeley og sáu
ekki annan vænlegri kost í stöðunni en að
ljúga fyrir rétti. Barkeley var sýknaður.
Seinna sagði Barkeley: „Jafnvel þótt ég hafi
verið úrskurðaður saklaus þá var það skelfi-
leg reynsla að hafa átt þátt í dauða þriggja
einstaklinga. Eg var heppinn að hafa verið
svo upptekinn við vinnu, sennilega bjargaði
það geðheilsu minni.“
Vist á geðveikrahæli
Árið 1939 yfirgaf hann Warner og tók að
vinna fyrir MGM kvikmyndaverið sem leik-
stjóri. Á ferlinum leikstýrði hann um tutt-
ugu myndum en sem leikstjóri sýndi hann
ekki sömu afburða hæfileika og í dansút-
setningum sínum. Hjá MGM skiptu k\ik-
myndastjörnurnar öllu og öll framleiðslan
snerist um þær. Hjá Warner hafði Berkeley
sett stjörnumar inn í umgjörðina. Nú
þurfti hann að breyta um stíl og gera verk
sín einfaldari, enda voru stríðstímar og
ríkulegt bruðl við kvikmyndatöku var ekki
litið jafn hýru auga og áður. Berkeley sneri
sér að því að leikstýra einföldum en vinsæl-
um myndum með Judy Garland og Mickey
Rooney.
Móðir Barkeley lést af völdum krabba-
meins árið 1946 eftir langa og erfiða
sjúkralegu sem hafði kostað Barkeley
stórfé. Barkeley fékk taugaáfall, hann
barðist við áfengissýki og var nýskilinn.
Nokkrum vikum eftir dauða móður sinn-
ar skar Barkeley sig á háls og púls. Þegar
hann rankaði við
sér á sjúkrahúsi
sagði hann: „Eg er
búinn að vera. Ég
virðist ekki geta
náð mér á strik til
frambúðar. I hvert
sinn sem ég giftist
fer það illa. Eg er
blankur. Þegar
móðir mín dó virtist
allur tilgangur fara
með henni.“
Hann var lagður
inn á geðdeild þar
sem hann dvaldi í
sex vikur og hann
lýsti verunni þar sem
martröð. Hann var
settur innan um al-
varlega geðsjúkt fólk.
„Ég vissi að ef ég væri
ekki þegar geðveikur
myndi ég enda
þannig,“ sagði hann.
Þegar hann var laus af
geðdeildinni sneri
hann sér aftur að
vinnu \rið k\'ikmyndir. Síðustu kvikmynd
sinni leikstýrði hann árið 1949. Eftir það
leikstýrði hann dansatriðum í átta kvik-
myndum, þeirri síðustu árið 1962. Síð-
ustu árin sem hann lifði var áhugi al-
mennings og gagnrýnenda á myndum
hans endurvakinn vegna sýninga á þeim í
sjónvarpi. Hann lést árið 1976 og var þá
orðinn goðsögn.
4