Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 7
Kaffisala í Kaldárseli Sunnudaginn 22. ágúst verður útivistadagur í Kaldsárseli, skammt frá Hafnarfirði en þar eru sumarbúðir KFUM og KFUK. Klukkan 12 hefst gönguferð og klukkan 14 hefst samvera þar sem brugðið verður á leik, sungnir Kaldárselssöngvar og flutt hugleiðing. Eftir samveruna hefst kaffisala til styrktar Kaldárseli. Þá geta þeir sem vilja farið I hella- ferð og gott er að hafa vasaljós með I þá ferð. Allan daginn verður boðið uþþ á leiki fyrir börnin við skálann og undir kvöldið verða grillaðar þylsur. Fiskurinn hjá Sveini Þema sýningar á verkum eftir Svein Björnsson sem opnar á sunnudaginn í Sjóminjasafni tslands í Hafnarfirði er „fiskurinn í list Sveins Björnssonar". Sveinn hóf listferil sinn er hann tók til við að mála hafís á Halamiðunum árið 1949 en hann hafði þá ný- lokið þrófi úr Stýrimanna- skólanum og hugðist verða sjómaður. Fimm árum síðar náði listin yfir- höndinni, hann fór í land og opnaði sína fyrstu sýn- ingu sama ár. Sýningin stendur til 15. okt. Gallerý 101 Á laugardagskvöldið kl. 21 opnar Hallgrímur Helgason sýningu sýna „More tales of Grirn" í Gallerý 101, Laugavegi 48b. Á sýningunni verða sýnd 20 verk sem hvert um sig segir sína sögu en myndirnar eru sjálfs- myndir. Klukkan 22 mun íslenski gjörningaklúbburinn athafna sig fyrir utan sýningarsalinn. ■ HVflfl ER A SEYDI? Sýningar í Nýlistasafninu Sunnudaginn 22. ágúst er síðasti sýn- ingardagur á teikningum Aslaugar Thorlacius í Súmsalnum, tví- og þrí- víðum verkum Kristveigar Halldórs- dóttur í Bjarta- og svarta sal og mál- verkum Oliver Comerford í neðri söl- um Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýningarnar eru opnar alla helgina frá kl. 14 - 18. Þeim lýkur sunnudag- inn 22. ágúst. Laugardaginn 21. Agúst á Menningarnótt Reykjavíkur verður sýningin opin til kl. 23. Aðgangur er ókeypis og allir velkomn- ir. ÚTIVIST Gönguferð, messa og „stöðvarskoðun“ í Viðey A morgun, laugardag, verður að venju gönguferð um Viðey. Farið verður frá kirkjunni kl. 14.15, haldið austur fyr- ir gamla túngarðinn og meðfram hon- um yfir á norðurströnd eyjarinnar. Hún verður gengin vestur að Eiðis- hólum, síðan yfir þá og Eiðið og yfir að rústum Nautahúsanna, sem eru á norðausturhorni Vestureyjarinnar. A þessari leið er magt fróðlegt og frá- sagnarvert. Ferðin tekur um tvo tíma. A sunnudag kl. 14.00 messar sr. Jakob Ag. Hjálmarsson í Viðeyjar- kirkju með aðstoð Dómkórs og dómorganista. Sérstök bátsferð fyrir kirkjugesti verður kl. 13.30. Eftir messu tekur Orlygur Hálfdánarson þá með sér sem vilja skoða Sundbakkan. Ljósmyndasýning er í Viðeyjarskóla sem rekur sögur Stöðv- arinnar á Sundbakkanum. Hún er opin alla virka daga klukkan 13.30 til 16.10, en til 17.10 um helgar. Að- gangur er ókeypis. OG SVO HITT... Golfmót Samfylkingarinnar Golfmót Samfylkingarinnar verður haldið fimmtudaginn 2. september n.k. Spilað verður á Grafarholtsvelli í Reykjavík og verður ræst út milli kl. 11.00-13.00. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fullri forgjöf. Samfylkingarmenn sem áhuga hafa á að taka þátt hafi samband við ingvar Sverrisson í síma 552-9244 eða 899- 7722. Sumarferð Nessafnaðar Árleg sumarferð Nessafnaðar verður far- in n.k. sunnudag 22. ágúst. Farið verður í Borgaríjörð. Guðsþjónusta og staðar- skoðun í Reykholti. Síðdegiskaffi verður drukkið í Munaðarnesi. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 12.00. Kirkjubíllinn gengur um hverfið. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 kl. 10-12 til laugardags. Sr. Frank M. Fíall- dórsson. ELDRI BORGARAR Asgarði, Glæsibæ Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til 13.00. Matur í hádeginu, Allir velkomnir. Skaftafellssýslur, Kirkjubæj- arklaustur 24. til 27. ágúst. f>eir sem hafa skráð sig eru beðnir um að stað- festa ferðina í dag. Norðurferð, Sauðár- krókur 1.-2. september. Skrásetning og miðaafhending á skrifstofu félagsins. Upplýsingar í síma 588-2111. LANPIÐ TÓNLIST Bjami Tryggva í Hrísey Trúbadorinn Bjarni Tryggva heldur Hvað er é seyöi? Tónleikar, sýningar, fyririestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfí eöa hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga norður yfir heiðar og spilar á Veitinga- húsinu Brekku í Hrísey á laugardags- kvöld. SÝNINGAR Minjasafnið á Akureyri Minjasafnið á Akureyri verður opið samkvæmt venju milli kl. 11 og 17 um helgina. Þar hafa verið settar upp nýjar og glæsilegar sýningar sem eng- inn ætti að láta framhjá sér fara. Annars vegar er um að ræða sýning- una Gersemar, fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í fórum Þjóðminjasafns Is- lands og hins vegar sýninguna Eyja- fjörður frá öndverðu þar sem saga fjarðarins er rakin fram yfir siða- skipti. Þess má geta að fyrrnefnda sýningin stendur aðeins til áramóta. Aðgangseyrir að Minjasafninu er 300 kr. en einnig er í boði sameiginlegur aðgöngumiði að Minjasafninu og Nonnahúsi fyrir 400 kr. Frítt er fyrir börn að 16 ára aldri og ellilífeyris- þcga. Sibba í Deiglunni Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Sibbu (Sigurbjargar Jóhann- esdóttur) í Deiglunni á Akureyri. Þar sýnir hún olíumálverk, skúlptúr, kola- og þurrpasteteikningar. Hún kallar sýninguna „Auga aðkomumannsins“ og má sjá aðkomumanninn sem er bara með eitt augav á sýningunni. Þessi aðkomumaður túlkar hvað hann sér á ferð sinni í gegnum bæ- inn. A sýningunni eru rúmlega þrjá- tíu verk. Henni lýkur sunnudaginn 22. ágúst. OG SVO HITL.. Landsmót bagyrðinga Hið árlega landsmót hagyrðinga verð- ur haldið í ellefta sinn á Laugalandi í Holtum Iaugardagskvöldið 21. ágúst og hefst kl. 20. Þar verður ort, sung- ið, kveðið, etið og dansað við harm- onikuleik Aðalsteins Isfjörð. Heiðurs- gestur kvöldsins verður Kristrún Matthíasdóttir á Fossi, en veislustjóri Guðmundur Stefánsson í Hraun- gerði. Mótið hefst kvöldið áður, en þá verður gestum m.a. kennt að kvcða stemmur. Um hádegi á laugar- dag verður lagt upp í ferð um Njálu- slóðir með Sigurði dýralækni, Gunn- ari organista og Ragnari Böðvarssyni. Sérstök stökuefni verða: Eyjafjalla- jökull og á Njáluslóð. Allir ljóðelskir eru velkomnir, einnig þeir sem ekki yrkja. Upplýsingar á Laugalandi í síma 487-6543. Að lesa í skóginn og tálga í tré Umhverfisfræðslusetrið að Alviðru stendur fyrir námskeiði í tréskurði dagana 20.-22. ágúst nk. ef næg þátt- taka fæst. Leiðbeinandi á námskeið- inu er Guðmundur Magnússon, kennari og tréskurðarmaður. Lesið verður í Ondverðarnesskóg og efni- viður fundinn. Námskeiðið hefst föstudaginn 20. ágúst kl. 19 og stendur þá til kl. 22. A laugardaginn hefst námskeiðið kl. 10 og stendur til kl. 18. Á sunnudag verður byrjað kl. 10 og verið að til kl. 15. Þátttökugjald og létt fæði mám- skeiðsdagana er kr. 6.500. Námskeið- ið er ætlað 14 ára og eldri. Skráning á námskeiðið er í síma 482- 1109 og 898-1738. Alviðra umhverfisfræðslusetur við Sogsbrú. BOSCH Dieselkepn , Vökvakern Olíusíur Dieselstillingar Rafviöierðr Rafstöðrar Handverkfæri i i i i i i A f r í k u f e r ð ^ Leitaðu eftir ávöxtun sem hæfir draumum þínum. Vertu áskrifandi að verðbréfasjóðum Kaupþings KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 15A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.