Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 - 19 LIFIÐ I LANDINU Það þótti tíðindum sæta erþaufóru að vera saman, biskups- dóttirin og skóla- stjórasonurinn á Hól- um í Hjaltadal og sumir göntuðust með aðfeðraveldið væri enn við lýði norður þar. Þau GerðurBolla- dóttir og Ásgeir Jóns- son hafa nú fylgst að í sjö árog eru áförum vesturum haffjórða haustið í röð, ásamt dótturinni Sólveigu Kolka. Ásgeir flutti til Hóla 1981 með foreldrum sínum frá Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi þar sem faðir hans, Jón Bjarnason, var fjárbóndi. Hann er ættaður af Ströndum í föðurlegg, en afi hans var Bjarni Jónsson, há- karlaformaður á Ströndum. Móðir hans er Ingibjörg Kolka, barnabarn Páls Kolka læknis á Blönduósi. Gerður er Þingeyingur, for- eldrar hennar eru séra Bolli Gústavsson og Matthildur Jónsdóttir. „Foreldrar mínir komu að Hólum ‘91 frá Laufási við Eyjaförð þegar faðir minn varð vígslubiskup. Eg var þá í námi hér í Beykjavík en kom oft norður að Hólum og sá þar þennan myndarlega víking, segir Gerður kankvís og lítur til manns síns. „Við hittumst fyrst í sundlauginni á Hólum ‘92.“ Þau Ásgeir og Gerður eru bæði við nám við Indiana Uni- versity í Bandaríkjunum og búa í háskólabænum Bloomington. Ásgeir stefnir að því að ljúka doktorsnámi í hagfræði í vetur og Gerður stundar söngnám við tónlistardeildina. „Upphaf- lega fór ég í þennan skóla að undirlagi söngkennarans mfns, Sigurðar Dements Franssonar," segir hún. „Þetta er afar skemmtilegur skóli og hann þykir góður í Bandaríkjunum." Gerður segir það hafa tekið sig tvö ár að finna kennara sem hún var ánægð með. „Eftir að ég komst í einkatíma hjá sænsk/þýsku söngkonunni Klöru Barlow gengur mér mjög vel. Syng mikið á tónleikum og hef tekið þátt í óperuuppfærsl- um á vegum skólans. Með aldr- inum er rödd mín er að breyt- ast úr lýrískum sópran f dramatískan sópran." Gerður hélt nokkra söngtón- leika í sumar hæði sunnan og norðan heiða við góðar undir- tektir. Þegar hún fæddist var rafmagnslaust á Akureyri og því kom hán f -heiminn við kerta- ljós. Það er kannski þess vegna sem henni líkar sérstaklega vel að syngja verk eftir rómantíska höfunda, s.s. Robert Schumann, en auk þess eru ís- lensku sönglögin henni mjög kær. Gerður hóf mjög snemma að syngja enda hljómaði klass- ísk tónlist oft á heimili hennar í æsku og afi hennar Gústav Berg Jónasson söng m.a. í Smárakvartett- inum. Hennar fyrstu tónleikar voru í fjárhús- unum í Laufási, þar sem hún stóð upp í garð- anum og söng fyrir kindurnar meðan þær gerðu sér gott af heyinu. Hafa þær eflaust kunnað henni þökk fyrir þótt lítið hafi farið fyrir lófaklappinu! Ásgeir ætlaði upphaflega að verða líffræðingur og tók eina önn í þeirri grein í Háskóla ís- lands. „í minni fjölskyldu er al- gengt að fólk verði annað hvort líffræðingar eða bændur og ég ætlaði ekki brjóta þá hefð en kunni ekkert sérlega vel við mig í líffræðideildinni. Þannig að þegar mér bauðst skyndilega pláss á togara norður í Skaga- firði sló ég til og hoppaði um borð. Eg var á sjó í 7-8 mánuði og þegar ég kom í land var ég ákveðinn í að fara í hagfræði án þess að ég vissi upp á hár hvað það fæli í sér.“ Ásgeir lauk BS prófi í hag- Við erum bæði mikið fyrir tilbreytingu og þykir ekkert gaman að vera lengi á sama stað. fræði við Háskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um „ensku öldina“ á Islandi milli 1412 og 1532. Þessi ár eru tími mikilla breytinga því áður en fyrstu ensku skipin komu hingað árið 1412 var landið mjög einangrað. Landsmenn auðguðust mikið á kraftmikilli verslun, en virðast hafa lagt frá sér skriffærin því fátt er til af skrifuðum heimildum frá þessum tíma annað en verð- skrár. Eg notaði hins vegar verðskrárnar til þess að skoða hagþróun á þessum tíma og svara spurning- um eins og hvers vegna fiskveiðum fór ekki betur fram en raunin var. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það er að beita aðferð- um nútíma hagvísinda á hluti sem gerðust fyrir 500 árum.“ Ásgeir starfaði um skeið sem ritstjóri Vísbendingar áður en þau hjón héldu utan til náms haustið 1995 og hefur ritað nokkuð af greinum um við- skipta- og efnahagsmál í blöð og tímarit. Doktorsritgerð hans verður í þjóðhagfræði og fjallar m.a. um hvort lítil hagkerfi eigi að hafa sinn eigin gjaldmiðil eða ekki. Spurningunni um hvort honum finnist Islending- ar eigi að taka ugp Evruna svarar hann svo: „Eg tel það ekki spurningu um hvort held- ur hvenær við eigum að taka hana upp. Reyndar finnst mér það skaði að ESB aðild skuli þurfa að fylgja með. Islending- ar hafa lítil not fyrir þann reglugerðafrumskóg sem vex í löndum Evrópubandalagsins, þótt Evrópumyntin sé mjög mikilvæg fyrir viðskipti lands- ins.“ - Hver eru svo framtíðar- úform hjónanna að námi loknu? Gerður: „Eg hugsa að við komum heim og verðum hér í 2-3 ár en svo er eins víst að við förum eitthvað út aftur. Við erum bæði mikið fyrir tilbreyt- ingu og þykir ekkert gaman að vera lengi á sama stað.“ Sólveig Kolka er 6 ára. Hún var f æfingarskóla f fyrra og fer í alvöruskóla í vetur. Hún talar enskuna eins og innfæddur Kani og foreldrarnir segja hana stundum hugsa á ensku þegar hún er vestra. „Ef hún reiðist þá baunar hún á okkur ensku en við tölum alltaf íslensku á heimilinu og lesum mjög mikið fyrir hana enda er hún bókelsk." Þótt Sólveigu þyki gott að vera á Hólum bjá öfum og ömmum segist hún hlakka til að fara til Ameríku aftur að hitta vini og vinkonur. Gerður: „Við vitum reyndar ekki enn hversu marga af gömlu vinunum við hittum þegar við komum vestur því það er mikil hreyfing á fólki í svona háskólabæ. Þar er alltaf verið að heilsast og kveðjast.“ GUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.