Dagur - 28.08.1999, Síða 2

Dagur - 28.08.1999, Síða 2
II - LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1999 SÖGUR OG SAGNIR Giímiir Ólafsson borgari Framhald af bls. 1 Hlaut vægan dóm Jónas Scheving sýslumaður kvað upp dóm yfir Grfmi, sem þótti óvenjulega vægur, aðeins átta mánaða erfiði í tukthúsinu við Arnarhól. Ekki er ósennilegt að sýslumanni hafi runnið til rifja fátækt ákærða, æska og greind- arskortur og að Grfmur var bú- inn að missa föður sinn. Það hefur að öllum líkindum einnig átt sinn þátt í mildi dómsins að Grímur var af góðu fólki kominn sem aldrei hafði komist í kast við lögin. Grímur var ekki sendur suður til þess að taka út refsingu fyrr en í mars 1798. A þessum tíma var það algengt að valdsmenn Iétu dæmda menn vinna hjá sér, vitanlega alveg kauplaust. Þannig hafði Jónas Scheving sýslumaður það, hann lét Grím vinna hjá sér eftir að hann var dæmdur og þar til hann var fluttur suður til að taka út refsinguna. Þegar suður kom var Grími ekki stungið í svart- holið heldur kom Olafur Stef- ánsson stiftamtmaður honum í skipsrúm á Seltjarnarnesi hjá Guðmundi Þórðarsyni. Um vor- ið eftir vertíð kom stiftamtmaður honum í vinnu í landi hjá Agli Sandholt og Böye kaupmanni. Keypti sér borgaxabréf A meðan á þessari refsivinnu stóð hafðist Grímur \áð hér og þar á nóttunni en gisti aldrei í tukthúsinu. Líklegt verður að teljast að þá hafi kviknað löngun hjá Grími að verða kaupmaður. Ekki er ósennilegt að Grími hafi tekist að vinna fyrir sektinni en hvernig sem það var fékk hann konunglega uppreisn og inntöku í Reykjavíkurskóla eftir að hafa skrifað konungi og lýst yfir áhuga sínum á að ganga menntaveginn. Ekki varð skóla- vist prestssonarins löng því árið 1800 þegar hann hafði setið vetrarlangt á skólabekk hætti hann námi, keypti sér borgara- bréf, byrjaði að versla og seldi bæjarbúum kjöt. Nokkru seinna giftist hann Þórunni Vigfús- dóttur frá Arnarhóli. Þórunn þessi var óskilgetið barn Jarð- þrúðar Hjörleifsdóttur, sem ætt- uð var úr Hjaltastaðasókn í Múlasýslu. Systir Þórunnar var Þrúður sem einnig var óskilget- in. Jarðþrúður, móðir systranna, giftist efnuðum manni Páli Björnssyni Breckmann borgara í Reykjavík. Eftir að Grímur byrjaði að versla ferðaðist hann um sveitir landsins og keypti sauðfé og nautgripi til slátrunar. En versl- unin gekk ekki sem skyldi því Grímur var bæði drykkfelldur og kvensamur. Þessir ágallar Gríms urðu til þess að tengdafólk hans treysti honum ekki og fór það mjög fyrir brjóstið á honum. Púnsdrykkja hans, sem fór aðal- lega fram á kvöldin, gestagangur og drykkja konu hans, varð til þess að hann komst á vonarvöl. Treystu ekki tengdasyninum Þegar tengdamóðir hans, Jarð- þrúður og maður hennar Páll, fóru til vetrardvalar til Kaup- mannahafnar treystu þau ekki tengdasyninum og dótturinni, sem bjuggu í sama húsi, Breck- mannshúsi í Hafnarstræti, að gæta eigna sinna á meðan þau væru að heiman. Þau fluttu allt sem þau áttu í annað hús og inn- sigluðu dyrnar. Um vorið þegar þau komu til Iandsins var búið að rjúfa innsiglið og stela öllu lausafé og ýmsu öðru. Ekki við- urkenndi Grímur þjófnaðinn en Páll kærði ekki af tillitssemi við stjúpdótturina. En samkomulag- ið fór mjög versnandi á milli heimilanna. Grímur og kona hans tóku nú að ofsækja Pál og Jarðþrúði og meðal annars Iögðu þau fram kæru á hendur þeim, fyrir mis- þyrmingar dóttur þeirra, konu Gríms. Þegar Páll og Jarðþrúður mættu fyrir réttinn harðneituðu þau ákærunni en sögðust aðeins hafa ætlað að hirta hana fyrir að hafa ekki Iátið þau hjón hafa ætan mat dögum saman. Þór- unn, kona Gríms, hélt því fram í réttinum að hún hefði misst fóstur vegna misþyrminganna. Það kom síðar fram að saga Þór- unnar um fósturlátið var upp- spuni. Morðtilraun Samkomulagið fór versnandi enda drykkjuskapur mikill hjá báðum hjónunum. Yngri systirin var í heimilinu og voru systurnar samtaka í að reyna að koma móður sinni og manni hennar fyrir kattarnef. An efa hefur Grímur átt mestan þátt í morð- tilrauninni, sem hann og syst- urnar gerðu, þegar þau reyndu að svæla gömlu hjónin inni. Páll vaknaði í tæka tíð og komust hjónin út. Þau fundu pott með kalki og brennisteini í svefnher- berginu og í pottinum hafði ver- ið kveiktur eldur. Af þessu átti að myndast eiturgas, sem átti að ganga frá þeim gömlu. Morguninn eftir varð heiftar- Ieg rimma þegar gömlu hjónin báru atvik næturinnar upp á dæturnar og tengdasoninn sem öll harðneituðu verknaðinum. Gömlu hjónin voru lífsseig. Þegar ekki tókst að svæla þau inni, var brugðið til annars ráðs, að koma ofan í þau eitri. Lát- Iaust reyndi Grímur, kona hans og systir hennar að fá Pál og Jarðþrúði til þess að drekka brúnt glundur sem þau færðu þeim. En eiturdrykkurinn var það bragðvondur að ekki tókst að fá Pál og Jarðþrúði til þess að drekka nema nokkra sopa, þó svo að þau væru drukkin. Strauk af Brimarhólmi Allar tilraunir til að stytta gömlu hjónunum aldur mistókust en urðu til þess að Grímur var loks dæmdur til ævilangrar þrælkun- arvinnu í Kaupmannahöfn. Um leið var hann dæmdur fyrir ýmis- legt annað eins og að falsa gjafa- bréf frá Páli Breckmann til sín á svo nefndu „norska húsi“, og setja húsið síðan að veði fyrir því sem hann skuldaði Arna nokkrum Jónssyni. Að hafa not- að meðul til að eyða fóstri, er hann átti með Gyðríði Þorkels- dóttur vinnukonu. Einnig að hafa brotist inn og stolið frá Páli Breckmann og Jarðþrúði Hjör- Ieifsdóttur. Systurnar Þórunn og Þrúður fengu mun vægari dóma en Grímur. Það er síðast af Grími Ólafs- syni að frétta að honum tókst að strjúka af Brimarhólmi árið 1808 og var talið að hann hefði komist úr landi og þá sennilega til Englands. Heimildir frá Þjóðskjalasafni. Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar. Eftir að Grímur hafði tekið út refsingu sína í Reykjavík fékk hann uppreisn æru, settist aftur á skólabekk og hófsíðan verslunarstörf með borgarabréf upp á vasann. Ekki leið þó á löngu áður en aftur fór að síga á ógæfuhliðina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.