Dagur - 28.08.1999, Side 7

Dagur - 28.08.1999, Side 7
l^Uf- LAUGARDAGVR 28. ÁGÚST 1 9 9 9 -VII MINNINGARGREINAR iTigiinaría Þorbjorg Karlsdóttir Elsku amma, þó ég vissi að þú værir orðin leið á að bíða eftir að komast til hans afa þá þykir mér svo óskaplega sárt að vita að þú sért farin. Það var dásamlegt að fá að búa í sama húsi og þú. Mínar fyrstu- æviminningar eru úr íbúðinni hjá okkur á Freyjugötunni þar sem þú passaðir mig og við spiluðum saman frá morgni til kvölds. Það var svo yndislegt að kúra hjá þér á morgnana, „setja í horn“ og spila á meðan kaffið var að hell- ast uppá. Það er ótal margs að minnast, við skemmtum okkur svo vel saman ég og þú. Svo óx ég úr grasi og kynntist eiginmanni mínum. Ykkur kom vel saman, enda var Guðmundur alveg eftir þinni uppskrift; prestssonur úr sveit, sem drakk bláa mjólk og mikið kaffi. Mér fannst svo dá- samlegt að þú gast komið í brúð- kaupið okkar, enda vissir þú langt á undan öllum um þann ráðahag. Þá sagðir þú mér frá brúðkaups- deginum ykkar afa með ljóma í augunum. Alltaf hefur mér þótt vænt um þegar þú kallaðir mig engilinn þinn og nú þegar þú kveður okk- ur veit ég að betri englar gæta þín og leiða þig - alla leið til hans afa Gunnars sem þú saknaðir svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa notið þess að vera með þér mína stuttu ævi. Nú kveðjum við þig í Hall- grímskirkjunni - þeirri kirkju sem næst kemst kirkjunni þinni heima á Draflastöðum. Hve oft fórum við ekki saman í messu, íyrst leiddir þú mig, síðan ég þig. Þú kenndir mér sálmana, við sungum þá saman og seinna söng ég fyrir okkur báðar. Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, höndin þin helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mérfylgi tfriði, meðfögru engla liði. í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut, ■yfir mér virztu vaka og vara á mér taka. Jesús mérfylgi tfriði meðfögru engla liði. (Hallgrímur Pétursson) Góða ferð elsku amma mín og Guð geymi þig um alla eilífð, Þinn engill Gunnur *** Það er nú orðinn rúmur einn og hálfur áratugur frá því að ég hitti fyrst Ingimaríu á heimilinu að Freyjugötu. Þá hafði hún, fyrir nokkrum árum, flutt til Reykja- víkur eftir fráfall Gunnars manns síns og bjó þar á efri hæðinni með eigið heimili í húsi með dóttur sinni og tengdasyni. I Hveragerði hafði hennar bústað- ur verið Iengst af og þeim stað unni hún mikið en hafði þó greinilega komið sér vel fyrir í námunda við „Hallgrím sinn“ eins og hún kallaði jafnan stærstu kirkju höfuðborgarinnar. Ingimaría var ekki seintekin í viðkynningu og ekki leið á Iöngu áður en ég fann að gott var að koma á efri hæðina á Freyjugöt- unni. I þeim erli sem fylgdi því að allir aðrir fjölskyldumeðlimir voru uppteknir í námi eða starfi, nema hvort tveggja væri, var Ingimaría eins og traustur klettur sem tók öllu með stóískri ró og alltaf var hægt að leita til um skemmtilegt spjall, kaffisopa og holl ráð. Það er okkur sem til- heyrum ofanverðri öldinni hollt að hafa átt þess kost að kynnast fólki sem séð hefur tfmana tvenna eins og Ingimaría og aðrir af þessari kynslóð sem átti e.t.v. meiri hlut en aðrir í að byggja upp það samfélag sem við lifum í. Það sem einkenndi Ingimaríu var líka í samræmi við þau gildi sem þetta fólk mat mest; mikil fjölskyldu- og ættrækni, hljóðlát kímnigáfa og trú á sjálfsbjargar- viðleitni einstaklinga og að þeir ættu að njóta ávaxta hennar sjálf- ir. Hún hafði jafnan sínar skoð- anir á mönnum og málefnum en lá þó jafnan gott orð til allra. Að þeim, sem henni fannst ósam- kvæmir sjálfum sér eða ekki með báða fætur á jörðinni, lét hún sér nægja að brosa góðlátlega. Og síðar, eftir að fjölgað hafði í fjöl- skyldunni hjá okkur Hrefnu, nutu börnin samverunnar við Ingimaríu. Það varð ómissandi hluti af heimsóknum á Freyju- götuna að fara upp á efri hæðina og leika sér þar og spjalla við langömmu sína sem gætti þess að hafa þar Ieikföng til að leika með en átti umfram allt nóg af Iífsgleði og kærleik. Með þessum orðum vil ég kveðja glaðlynda og góðhjartaða konu sem reyndist mér og mín- um framúrskarandi vel. Hún er nú horfin á fund eiginmanns síns og unir eflaust með honum þar við blómarækt sem var atvinna og áhugamál þeirra hjóna í lif- anda lífi. Minningin um fjöl- margar hljóðlátar gleðistundir lif- ir áfram hjá mér og þá ekki síður barnabarnabörnunum, eins og mörgum öðrum sem áttu sér hæglátt og vinalegt athvarf á efri hæðinni á Freyjugötunni. Eirtkur K. Bjömsson *** Hugurinn leitar til baka til ótelj- andi minninga með þér elsku amma. Eftir að við systurnar fluttum til íslands frá Skotlandi 1967 áttum við margar stundir hjá ykkur afa í Álfafelii. Við höf- um enga tölu á hversu oft við fór- um yfir Hellisheiðina til ykkar, hvort heldur með foreldrum okk- ar eða með Selfossrútunni. Sumrin og helgarnar urðu margar sem við dvöldum hjá ykk- ur. Við leikinn var ekkert bannað og hugmyndaflugið fékk að leika lausum hala. Gæska þín, þolin- mæði og umburðarlyndi var mik- ið. Snúrustaurarnir voru málaðir ef þurfa þótti. Hús var útbúið undir stiganum úr garni, sem síð- an breyttist í búðir eða hallir eft- ir aðstæðum. Mörg ævintýranna tengjast einnig Tobbu frænku okkar. Með henni varð Hawaii- paradís að veruleika innan um pálmatré, kaktusa og gerberur í gróðurhúsunum í Hvamminum og ímyndunaraflið bar okkur um langan veg. Allar hugmyndir voru framkvæmanlegar í Álfafelli. Við áttum þess líka kost að taka þátt í störfunum í gróður- húsunum; fengum að hjálpa til við að vökva pottablómin, pakka áður en sölumennirnir komu og að breiða yfir afskornu blómin á kvöldin. Að fá tækifæri til að kynnast störfum garðyrkjunnar var mikilsvert fyrir okkur. Álfafell var okkar „sveit“. Eftir viðburðarríka daga sátum við oftar en ekki löngum stund- um með þér við spil í eldhúsinu; við kasínu, áttu eða rommí. Eftir Ianga daga var gott að fá hið langþráða kvöldkaffi fyrir svefn- inn. Eftir að þú fluttir á Freyjugöt- una árið 1980, á efri hæðina hjá foreldrum okkar, bjuggum við í nokkur ár undir sama þaki. Við systur fórum að heiman, en lit- um oft við. Það eru ófáar ristuðu brauðsneiðarnar og kaffisoparnir á efri hæðinni sem bornir voru á borð fyrir okkur, hvort sem við áttum leið um miðbæinn, sátum í próflestri eða settumst niður hjá þér til að taka í spil. Á Reykjavfkurárunum var Hall- grímskirkjan þér mjög hugleikin, bæði fyrir Hallgrím Pétursson sjálfan og það starf sem unnið var innan kirkjunnar og þú tókst þátt í. Hver man ekki eftir spurn- ingunni sem beindist að yngri systur okkar þegar keyrt var heim á leið, „Hver sér Hallgrím?" Þú hélst áfram að vera virkur þátt- takandi í kirkjustarfi eins og ver- ið hafði í Hveragerði. Langömmubörnin Kolbrún og Hallveig áttu þess líka kost að kynnast þér og dvelja hjá þér í góðu yfirlæti. Þú varst óþreytandi við að leika við þær skessuleik og spila kúluspil. Þær munu alltaf muna eftir heimsóknunum til Gömlu ömmu, bæði á Freyjugöt- una og á Sólvang þar sem þú dvaldist síðustu árin. Uppruni þinn á Draflastöðum í Fnjóskadal og frásagnir frá lífi og starfi á uppvaxtarárunum fyrir norðan og starfi seinna á ævinni voru alltaf lifandi þáttur í þínu h'fi. Skilningur okkar á lífsbarátt- unni og lifnaðarháttum á fyrri tíð á þér mikið að þakka. Með þér kynntumst við fjölskyldu þinni og sveitastörfum fyrir norðan, heyrðum frásagnir af ráðskonu- störfum á Hólum, vinnu í Skíða- skálanum í Hveradölum og á Hótelinu í Hveragerði. Ekki síst lifa með okkur frumbýlisárin í Hveragerði - garðyrkjustörfin og húsmóðurstörfin í Hverahvammi og Alfafelli á tímum sem Hvera- gerði var að vaxa frá litlum þétt- býliskjarna í Olfusinu fram til bæjarfélags. Elsku amma, við munum alltaf hugsa til þín og þökkum þér fyr- irallar ógleymanlegu stundirnar. Hrefna og Inga Margrét Þegar minnast á svo mætrar konu sem Ingu, föðursystur minnar kemur margt upp í hug- ann því margs er að minnast og svo ótal margt er að þakka. Hlýj- an og ræktarsemin við unga sem aldna, vandamenn sem og vanda- Iausa. Og ekki síst vil ég færa Ingu alúðarþakkir fyrir þá mildu ræktarsemi og hlýju sem hún alla tíð sýndi dóttur minni Þorbjörgu, frá því hún var smábarn og svo síðan einnig sonum hennar þrem, Inga Bjarna, sem skírður var í höfuðið á Ingu, Stefáni Geir og Rannari Karli. Hún var þeim öllum fjórum alltaf sem besta amma og alltaf svo sannarlega betri en enginn, eins og máltæk- ið segir. Inga laðaði alltaf að sér unga og gamla, ríka sem fátæka og alla sem henni kynntust. Á heimili hennar var öllum sem að dyrum bar ævinlega tekið opnum örm- um, jafnt skyldmennum sem vandalausum. Systkinabörn hennar sem og börn þeirra áttu öll ömmu í Ingu, til bennar var alltaf gott að leita í lífsins ólgu- sjó. Og ekki er hægt að minnast á hennar mildu umhyggjusemi og ræktarsemi við alla án þess að geta þess að Gunnar maður hennar var sömu gerðar. Inga ólst upp í stórum systk- inahópi að Draflastöðum í Fnjóskadal. Móðir þeirra systk- ina dó árið 1921, voru börnin níu þá á aldrinum 4 til 19 ára, Inga þá 10 ára gömul, yngsta stúlku- barnið og mikið mömmubarn. Hún saknaði móður sinnar alla ævi og hafði oft orð á hve þau börn sem ættu móður væru lán- söm. Þegar hún svo óx úr grasi var hún einn vetur í vist hjá Helgu Sigurðardóttur náfrænku sinni, sem síðar varð fyrsti skólastjóri Hússtjórnarskóla Islands, því næst mun hún hafa gerst mat- ráðskona hjá frænda sínum Kristjáni Karlssyni, sem þá var skólastjóri bændaskólans að Hói- um. Síðan lá leiðin til Hveragerð- is, þar hafði Inga um tíma með höndum veitingarekstur með vinkonu sinni Regínu Rist og ennfremur vann hún um hríð hjá Ingimar frænda sínum í Fagra- hvammi. Þar starfaði líka Gunnar Björnsson sem hún hafði kynnst á Hólum, en hann var þar í bú- fræðinámi. Þau giftu sig á árinu 1938. Þau Gunnar og Inga bjuggu allan sinn búskap í Hveragerði, fyrst í Skrattabæli í Fagrahvammi, síðan örfá ár í Hverahvammi en festu fljótlega kaup á gróðrarstöðinni Álfafelli og bjuggu þar allan sinn búskap. Gróðrarstöðina ráku þau af miklum myndarskap, bættu við gróðurhúsum, stækkuðu íbúðar- húsið, keyptu gróðurbýlið Hlíð- arhaga, sem var rétt hinum meg- in við götuna. Þeim búnaðist vel, enda samhent og vinnusöm. Gunnar lést eftir erfið veikindi árið 1977, aðeins 64 ára að aldri og var sá missir Ingu mjög erfið- ur og er ekki að undra því að öðr- um ólöstuðum er leitun að öðr- um eins öðlingi til orðs og æðis og Gunnar var. Orfáum árum eft- ir andlát Gunnars gáfu Inga og dætur hennar til minningar um hann, fé til kaupa á tijáplöntum til að gróðursetja á bökkum Varmár í miðbæ Hveragerðis, Gunnarslundi. Eftir að Gunnar lést rak Inga gróðurbýlið ein í um það bil 3 ár en seldi þá eignirnar og flutti til Reykjavíkur. Hún bjó síðan í sambýli Hðdóttur sína Kolbrúnu og hennar íjölskyldu að Freyju- götu 43 þar til hún hlaut slæmt lærbrot fyrir um það bil 4 árum. Eftir það óhapp þurfti hún meiri umönnun en unnt er að veita í heimahúsi og dvaldi því síðustu æviár sín að Sólvangi í Hafnar- firði við gott atlæti starfsfólks. Hún kvaddi sitt fólk með frið- sæld að morgni föstudagsins 20. ágúst síðastliðinn. Ég votta dætrum hennar, Kol- brúnu og Auði, sem og fjölskyld- um þeirra, mína innilegustu samúð, sem og öldruðum bróður Ingu, Karli, sem nú er einn systk- inanna eftir á lífi. Ennfremur sendi ég öðrum ástvinum hennar samúðarkveðjur. Ég flyt einnig kveðjur og þakk- ir frá Karli, bróður mínum, og konu hans Sveineyju, sem búsett eru í Svíþjóð. Guðrún Jóltannsdóttir Kveðjuorð til afasystur Elsku Inga mín - Nú þegar þú hefur kvatt í hárri elli, reikar hugurinn til allra þeir- ra góðu stunda sem ég hef átt með þér í gegnum árin. Allrar hlýjunnar, væntumþykjunnar og umhyggjuseminnar. Allar stund- irnar sem ég dvaldi hjá ykkur Gunnari í Álfafelli í Hveragerði og eftir að Gunnar dó, með þér á Freyjugötunni. Alltaf velkomin hvort heldur sem var til lengri eða skemmri dvalar. Alltaf hægt að fara til þín hvenær sem mér datt í hug. Álltaf hlýjar móttökur. Alltaf varstu í góðu skapi og alltaf svo glöð að fá gesti. Hægt að tala við þig um allt sem mér lá á hjarta. Að öðrum ólöstuðum, mér betri en aliir aðrir. Elsku besta Inga amma, ég og drengirnir mínir þökkum þér frá hjartans innstu rótum fyrir allt sem þú varst okkur. Björt og fal- leg minning þín mun lifa í hjört- um okkar. Far þú tfriði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Tobba, Ingi Bjami, Stefán Geir og Rannar Karl K. ORÐ DAGSINS 462 1840 j

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.