Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 1
Kjallari byggdur gO - en síðan frestun I Frá framkvæmdunum við Alþingishúsið. Talað er um að frestun framkvæmda muni skilja eftir sig sár í miðbænum, en nú hefur verið ákveðið að á grunninum verði steyptur upp bilakjallari til að loka „sárinu“. - mynd: gva Frestuu viðbyggingar AlJjingishússins er staðreynd. Bílakjall ariim verður byggður en síðan verður fram- kvæmdum frestað. Vegaframkvæmdum smman fjalla frestað á næsta ári. Þrátt fyrir tilraunir þingforseta til að fá breytt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að fresta fram- kvæmdum við Alþingishúsið hef- ur nú verið ákveðið að ákvörð- unin muni standa. „Menn hafa verið að tala um húsgrunninn sem sár í miðborg- inni en það stendur ekki til að skilja hann eftir opinn að því er ég best veit. Það á að vera bíla- geymslukjallari undir húsinu. Hann á að byggja og þegar því er lokið verður frekari framkvæmd- 8.400 milljomr Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði skiluðu í heildina 8,4 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mán- uðum ársins. Þetta er aukning upp á um 40% frá sama tímabili í fyrra. AIIs eru fyrirtækin 65, þar af komu 52 út í hagnaði en 13 skiluðu tapi upp á 811 milljónir króna. Heildarhagnaður fyrir- tækjanna nemur því 9,2 millj- örðum króna. Afkoman er misjöfn eftir at- vinnugreinum. Bankar, olíufé- Iög, tæknifyrirtæki og flest sjáv- arútvegsfyrirtæki skiluðu góðu milliuppgjöri. Fyrirtæki í veiðum og úrvinnslu á uppsjávarfiski skiluðu uppgjörum almennt í mínus. Eins vekur slök afkoma fisksölufyrirtækjanna athygli. Að mati verðbréfamiðlara horfir al- mennt vel til ársloka með rekstur fyrirtækja. Búist er við fjölgun hlutafélaga á Verðbréfaþingi fram að áramótum. — Rjn Sjú núnar ú bls. 8-9. um frestað í að minnsta kosti eitt ár til að létta á framkvæmda- hraða þar sem spennan er mest í þjóðfélaginu, sem er hér á höf- uðborgarsvæðinu. Bygging þessa húss er veruleg framkvæmd og hún er ekki samningsbundin og því hafa menn það nokkuð í hendi sér að fresta framkvæmd- um,“ sagði Jón Kristjánsson al- þingismaður og formaður fjár- laganefndar í gær. Frestim vegaframkvæmda Vitað er að fyrirhugað er að fresta mun fleiri framkvæmdum, einkum hér sunnan fjalla. Jón Kristjánsson var spurður hvaða verkefni það væru sem menn væru einkum að velta fyrir sér í þessum efnum. Hann sagðist ekki hafa lista yfir það á sínu borði ennþá, því málið væri enn til meðferðar hjá ríkisstjórn. „Mér þykir það afar líklegt að þar sé um vegaframkvæmdir að ræða, sem til stendur að hægja á. Eg get fullyrt að það er ekki ver- ið að tala um að slá nein verkefni af heldur bara fresta fram- kvæmdum tímabundið þar sem spennan er mest,“ sagði Jón Kristjánsson. Margir landsbyggðaþingmenn segja það ekki koma til greina að draga úr framkvæmdum úti á Iandi, hvað þá vegaframkvæmd- um. Þar sé engin þensla og þess vegna engin ástæða til að fresta framkvæmdum. — S.DÓR Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir íslenska kúakynið nú í eins konar umhverfismati. íslenska kýriri í ii m- hverfismati „Eg harma það ef Landssamband kúabænda ætlar að ganga fram með látum í þessu máli, því um- ræðan um það þarf að vera fag- leg,“ sagði Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra í samtali við Dag í gær. Guðni var að svara spurningu um óróleika og gagn- rýni ýmissa fulltrúa á aðalfundi Landssambands kúabænda vegna seinagangs við ákvörðun um inn- flutning á norskum fósturvísum til landsins. Fram kom á fundin- um hjá sumum fulltrúanna að þeir teldu núverandi og fyrrver- andi ráðherra hafa dregið kúa- bændur á asnaeyrunum í málinu. Pattstaða hafi ríkt í einangrunar- stöðinni í Hrísey þar sem 30 kýr bíði eftir norskum fósturvísum og kostnaðurinn sem falli til vegna þessa nemi hálfri milijón á mán- uði. Atkvæðagreiðslan skýr „Eg minni á að kúabæncjur hafa sjálfir Iátið reyna á þetta mál í al- mennri atkvæðagreiðslu þar sem innflutningur nýs kyns var kol- felldur með 70% atkvæða á móti 30. Þetta hefur flækt málið mikið og auk þess tengjast þessu margar aðrar tilfinningar," segir ráðherra. Hann segir málið hafa verið f skoðun og hann hafi síður en svo ýtt því frá sér. Hins vegar hafi ver- ið formgalli á málatilbúnaði þannig að málið sé í raun komið á ný til kúabænda og yfirdýralækn- is. Guðni segir að skýra megi stöðuna með því að taka saman- burð af öðrum málum sem eru heit í umræðunni, þ.e.a.s. Eyja- bakkamálinu, og það sem hann sé nú að gera gagnvart íslenska land- námskúakyninu sé að setja það í umhverfismat. Málið þurfi tíma og skoðun, kannski ekki síst Iíka í Ijósi upplýsinga frá læknum um hollustu mjólkurinnar, að í henni sé einstæð vörn gegn sjúkdómum. - BG Það var mikið um að vera í ritfanga- og bókaverslunum landsins í gær og var Bókval á Akureyri þar engin undan- tekning. Grunnskólarnir voru að byrja. Að sögn Ingþórs Ásgeirssonar, verslunarstjóra Bókvals, gekk þó allt greið- lega fyrir sig. Það kostar á milli 1.100-2.500 kr. að kaupa það sem á innkaupalistum grunnskólanna er, en sú upphæð er fljót að hækka, kaupi menn eitthvað umfram það. Sjá einnig Lífið I landinu bls. 19. - mynd: br/nk ... ........ ;;;; v:/ m \ . _ ; Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.