Dagur - 02.09.1999, Side 6

Dagur - 02.09.1999, Side 6
6 -FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 -L>*fpur ÞJÓÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Framtíð Austur-Tímor í fyrsta lagi Sameinuðu þjóðunum hefur tekist ótrúlega vel framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Austur-Tímor, en þar greiddu íbúarnir atkvæði um hvort þeir vilja að Iandið verði sjálfstætt ríki eða njóti sjálfsstjórnar innan indónesíska ríkjasambands- ins. Þátttakan í kosningunum var ótrúlega mikil. Fullyrt er að 98.6 prósent atkvæðisbærra manna - en þeir voru um 450 þúsund - hafi mætt á kjörstað. Talning stendur nú yfir og úr- slit munu liggja fyrir innan nokkurra daga. Því er almennt spáð að hin mikla þátttaka sé merki um sigur þeirra sem vilja sjálfstæði. í ððru lagi Ástandið á Austur-Tímor hefur lengi verið óbærilegt, sérstak- lega fyrir þann mikla meirihluta íbúanna sem er rómversk-kaþ- ólskrar trúar. Þegar Portúgalar yfirgáfu þessa nýlendu sína árið 1975 gripu Indónesar tækifærið og hernámu landið. I kjölfar- ið fylgdi kúgun og harðræði gagnvart öllum þeim sem ekki vildu sætta sig við hernámið. Það er aðeins vegna aukins þrýst- ings erlendis frá og brotthvarfs Suhartos einræðisherra úr valdastóli í Indónesíu að íbúar Austur-Tímor sjá loksins fram á betri tíma. Ef meirihlutinn hefur kosið sjálfstæði munu Sam- einuðu þjóðirnar taka að sér stjórn landsins um hríð og reyna að tryggja að stofnun hins nýja ríkis fari friðsamlega fram. í Jiriðja lagi Þótt Indónesísk stjórnvöld hafi heitið að virða úrslit atkvæða- greiðslunnar, er öllum ljóst að þau eru mjög á móti sjálfstæði Austur-Tímor. Vopnaðar sveitir stuðningsmanna áframhald- andi ríkjasambands hafa síðustu daga staðið fyrir hermdarað- gerðum og meðal annars drepið nokkra starfsmenn Samein- uðu þjóðanna. Indónesíski herinn hefur ekki reynt að hindra þetta ofbeldi. Margir óttast því að þegar niðurstaða atkvæða- greiðslunnar liggur fyrir muni þessi öfl grípa til enn frekari of- beldisaðgerða. Þá mun mjög reyna á Sameinuðu þjóðirnar að hvika hvergi frá því markmiði að vilji almennings fái að ráða framtíð Austur-Tímor. Elías Snæland Jónsson Skaffarinn Garri er búinn að sjá það út að hlutskipti sumra er að vera skáffarar. Það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir lenda alltaf í því að skaffa. Skaffarar eru oftast eftirsókn- arverðar týpur, ekki síst dug- Iegir skaffarar. Allir vilja þekk- ja góðan skaffara og Ieiða má líkum að því að þeir eigi meiri séns í pólitík en t.d. slakir skaffarar. Halldór Blöndal er gott dæmi um skaffara. Hann hefur um árabil verið í hlut- verki skaffarans í Norðulandi eystra. Stjórnmál hans hafa nokkuð miðast við þetta og þau mætti hiklaust kalla „sköffunarpóli- tík“. Halldór fer í kaupstaðarferð til Reykjavíkur og tekur sér stöðu á Alþingi til að skaffa kjör- dæmi sínu réttmæt- an skerf af þjóðar- kökunni. Hann skaffar fé í framhaldsskóla og háskóla. Og hann skaffar vegi og jafnvel jarðgöng og pening í hitt og pening í þetta. Þingforseti sem skaffar Það er því e.t.v. ekki skrýtið þótt þingheimur allur sjái að þar fer maður sem gæti skaff- að fyrir þingið. Og Halldór var því auðvitað gerður að þingfor- seta. Og nú er hann byrjaður að skaffa á þeim vettvangi. Þingið á að fá stærra hús og fleiri bílastæði og betri aðbún- að eins og allir vita og ekki veitti nú af. Það er hins vegar komið babb í bátinn því nú ætla þeir Dabbo og Dóri að fresta öllu heila klabbinu út af þenslunni á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta eru auðvitað gríðar- lega vondar fréttir fyrir þingið og ekki bætir nú úr skák að búið er að grafa gríðarstóran grunn fyrir nýbyggingunni og setja ofan í hann einhverja þá mestu steypu sem um getur á einum stað á Islandi. Málið er viðkvæmt og margir þingmenn eru beinlínis á barmi taugaá- falls, svo mjög höfðu þeir hlakkað til að vinna í hinu nýja húsi. Aðrir bregðast við af kaldhæðni, eins og t.d. Guð- mundur Árni Stefánsson sem leggur til í Degi í gær að úr því stöðva eigi málið sé best að fara alla leið og moka bara yfir stey- puna stóru. Garra sýnist að þannig myndi hún væntan- lega geymast eins og hverjar aðrar fornminjar - þar til betur árar. Halldór Blöndal. Milli ekka sogaima En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Milli ekkasoga þingheims heyrist kunnugleg rödd skaffarans, sem segir hugreystandi: „Mér kemur í hug staka!“ Það bráir af mönnum og vonin lifnar í brjóstum á ný. Halldór Blön- dal hefur hjólað í ríkisstjórn- ina og ætlar að skaffa það sem þarf til að ldára að byggja þing- hússaukann. Garri hefur enn ekki fregnað hvern árangur sköffunarpólitík Halldórs hef- ur borið í ríkisstjórninni, en víst er að þar eru hlutirnir ekki teknir neinum vettlingatökum. Það er því full ástæða til að búast við efnahagsþenslu við Austurvöll í vetur. GARRI ■ VjH W/ JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Misjafiiir menn í kerfi Hin gríðarlega umfjöllun um FBA málið, umræðan um plot og baktjaldamakk í íslenskum fjár- málaheimi og pólitík, sem náði hámarki sínu með eftirminni- legri grein Sigurðar G. Guðjóns- sonar í Degi í vikunni, hafa dreg- ið fram í dagsljósið þá staðreynd að kerfi og hugmyndafræði mega sín Iítils þegar manneskjan er annarsvegar. Menn hafa verið að búa til hugmyndafræði og byggja upp trúarbrögð í þúsundir ára, yfir- leitt í góðum tilgangi. En hin bestu áform músa og manna í þessum efnum hafa oftar en ekki strandað á því að mennirnir eru misjafnir og hver er jafnan sjálf- um sér og sínum næstur. Hagsmimatrú Þannig er kristni sennilega mannúðlegustu trúarbrögð ver- aldar, en það hefur ekki komið í veg fyrir að mörg verstu illvirki sögunnar hafa verið unnin í nafni kristninnar. Kommúnism- anum svipar í veigamiklum þátt- um til kristni og hugsjónin um algjöran jöfnuð manna er göfug. En það nægði ekki til að koma á sæluríki á jörð í gamla Sovétinu. Mennirnir eru nefnilega jafn misjafnir og þeir eru margir og þeir verða hreinlega ekki hnepptir eins og sauðir í trúar- brögð eða kenn- ingakerfi sem ganga gegn hagsmunum þeirra. Þessvegna virkaði kommúnism- inn ekki i Sovétríkjunum, þar sem valdamenn höguðu sér eins og ótýndir kapítalistar og Iifðu í vellystingum pragtuglega á með- an að fjöldinn lap dauðann úr skel. Og kristinni kirkju hefur ekki tekist að hamla gegn því að fylgismenn hennar fremdu ótelj- andi ódæðisverk í nafni trúarinn- ar, þegar það þjónaði per- sónulegum hagsmunum þeirra. Saml jjrautur Og af sömu ástæðum þurfa menn ekki að undrast það þó smurðir frjáls- hyggjumenn uppi á íslandi gangi annað veifið af trúnni og fari að tala eins og ótýndir kommúnistar, þegar kenningin gengur þvert á hagsmuni þeirra, eins og brögð hafa verið af í FBA málinu. Það virðist sem sé ekki vera allur munur á einkarekstri og ríkis- rekstri þegar upp er staðið. Það sem skiptir máli er hvaða menn halda um stjórnvölinn hverju sinni og hvernig þeir eru innrétt- aðir. Fijálshyggjumaðurinn hag- ar sér eins og sameignarsinni þegar það hentar honum og kommúnistinn gerist frjáls- hyggjumaður þegar það þjónar hans hagsmunum. Hentistefna, kallast þetta víst og er sennilega eina hugmyndafræðin sem hent- ar mannskepnunnni fullkom- lega. Fyrst og síðast hugsar maður- inn um eigin hag og vill sjá um sig og sína. Og hugmyndafræð- in, trúin og hin pólitíska sann- færing fj'úka yfirleitt út í veður og vind þegar þessi fyrirbæri stangast á við persónulega hags- muni viðkomandi. Þetta hefur FBA málið kennt okkur. svarad Ervál nýrrafulltrúa í stjóm FBA til þessfaUið aðskapa sáttum bankann? Sævar Helgason jramkv.stj. Kaupþings Noiðurlands. “Eg vona það innilega. Miðað við þau orð sem Jón Ingvars- son Iét falla á hluthafa- fundi FBA í fyrradag, þá ætlar hann að starfa með hag bankans að leiðarljósi sem ég efast ekki um að Kristján Þór Júlíusson muni líka gera. Það er aftur á móti spurning hvort sátt næst í þessu máli, það ræðast sjálfsagt mikið af því hvernig staðið verður að sölunni á eignarhluta ríkisins í bankanum. Þar held ég þó að erfitt verði að tryggja dreifða eignaraðild eða setja sérstök lög þar um.“ Hreinn Loftsson lögmaðurogform. einkav.nefndar. „Því geri ég mér ekki grein fyrir. Ágætir menn voru í stjórn- inni fyrir og ágætir menn koma inni í hana, þannig að ég get ekki séð að þetta breyti neinu í sjálfu sér.“ Pétur H. Blöndal þ ingmaður Sjálfstæðisýlokhs. “Það finnst mér ekki ólíklegt. Að minsta kosti er trúlegt að meiri sátt náist um þessa skipan í stjórnina en ef einhver fjórmenninga sem fara fyrir Orca-hópnum hefði sest í stjórn- inina. Hinsvegar finnst mér þetta mál vera fullmikill stormur í vatnsglasi, með hliðsjón af því að FBA er aðeins einn af sex bönkum í landinu og atvinnulíf- ið er ekki bara bankar. Því er ver- ið að gera fullmikið veður út af eignarhaldi og stjómarskipan í þessu eina fyrirtæki og einsog ég hef áður bent á þá hafa bankar enga sérstöðu umfram önnur þjónustufyrirtæki.“ Jóhanna Sigurðardóttir þ ingmaðurSamfylkingar. “Almenning- ur hefur nú séð svart á hvítu hina pólítísku samtrygg- ingu íhalds- aflanna með peninga- og valdaöflun- um í þjóðfélaginu. Það verður aldrei friður um þá valdasam- þjöppun og fákeppni í atvinnulíf- inu og á fjármálamarkaði sem stjórnarflokkarnir hafa Ieynt og Ijóst beitt sér fyrir í gegnum árin. Val á fulltrúum Orca í stjórn FBA breytir þar engu um.“ ftad rno2 nianijblfiíania T^ióg .'mlgV/dfýíljniHýT á'ih. íb?. 6i ^jB^ávIe GTaVlíJdó illIJ U«K9d I ,TI .880fj ’íbíTlijjÍa i gia i öiJ itiíj' ugnóJ so iJvonuJörri i T 11 h' 6'i) I ilrn' ri1|j)cj

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.