Dagur - 02.09.1999, Page 8

Dagur - 02.09.1999, Page 8
8- FIMMTUDAGVR 2. SEPTEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 - 9 Thyptr. FRETTASKYRING BJORN JOJJANN BJORNSSON SKRIFAR í samantekt Dags á milliuppgjönun 65 fyrirtækj'aíí hluta- bréfamarkaðnum kem- ur í ljós að alls högn- uðustþauum 8,4 milljarða króua fyrstu sex máuuði ársius. Þetta er veruleg aukn- iug frá síðasta ári, eða hátt í 40%. Af þessum 65 fyrirtækjum skil- uðu 52 hagnaði en 13 komu út með tapi. Skráð fyrirtæki á svokölluðum að- allista og vaxtarlista Verðbréfa- þings eru 74 í dag, það nýjasta bættist reyndar við í fyrradag, þ.e. Islenski hugbúnaðarsjóðurinn. Þar af eru 50 hlutafélög á aðal- lista en skilyrðið til að komast í þann hóp er að vera að lágmarki með 600 milljóna króna mark- aðsvirði. Fyrirtækin sem miða rekstur sinn við almanaksárið eru 65 talsins og þeirra frestur til að skila milliuppgjöri rann út nú um mánaðamótin. Öll skiluðu þau á réttum tíma. Til marks um bætta afkomu þeirra hefur úrvalsvísital- an hækkað töluvert á árinu. Hún náði sögulegu hámarki seint í ágúst og hefur nú hækkað um rúm 18% frá áramótum. Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eru ekki ein um það að skila góðri afkomu. Nokkur fyrirtæki utan þingsins hafa séð ástæðu til að tilkynna um góða afkomu sína. Hæst ber að sjálfsögðu Lands- síminn, sem hagnaðist um rúman milljarð króna. Eins hafa nokkrir sparisjóðir verið að tilkynna góða afkomu, t.d. SPRON með 60 milljóna hagnað og Sparisjóður Hafnarfjarðar með 76 milljónir í afgang. Þegar einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar kemur í ljós að bankarnir voru að gera það sér- lega gott á fjTri helmingi ársins. Samtals voru þeir að ná svipuð- um afkomutölum og allt árið í fyrra. Alls högnuðust Lands- banki, Búnaðarbanki, Islands- banki og FBA um 2,7 milljarða króna, miðað við 1,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Ef spari- sjóðir og aðrar Qármálastofnanir eru teknar með í reikninginn má ætla að gróðinn sé vel á fjórða milljarð króna. Tölulega séð náði FBA bestum árangri fyrirtækja á Verðbréfaþinginu, eða hagnaði upp á 734 milljónir króna, sem er 27,9% af veltu. Oliufélðgm í góðiun málum Olíufélögin voru sömuleiðis að gera það gott. Alis högnuðust þau um 608 milljónir króna sem er mun betri árangur en á síðasta ári. Hlutfallslega var árangur þeirra svipaður, eða hagnaður upp á rúm 4% af veltu. Bestum árangri náði þó Skeljungur með 4,8% hagnað af veltu. Sjávarútvegsfyrirtæki hófu rekstrarárið almennt mjög vel. Samanlögð afkoma þeirra er hagnaður upp á 1,4 milljarða króna. Af 13 fyrirtækjum sem komu út í tapi voru 5 þeirra úr sjávarútveginum. Bestum árangri sjávarútvegsfyrirtækjanna hlut- fallslega náði Guðmundur Run- ólfsson hf. í Grundarfirði með hagnað upp á 103 milljónir sem er þriðjungur veltunnar. Utgerð- arfyrirtæki eins og Grandi, Har- aldur Böðvarsson, Þorbjörn f Grindavík og Skagstrendingur voru sömuleiðis að gera það gott, með hagnað upp á 12-17% af veltu. Nokkur voru síðan í kring- um 10 prósentin. A hinum kant- inum var Jökull á Raufarhöfn að skila hlutfallslega slökustu af- komunni af sjávarútvegsfyrirtækj- unum, eða tapi upp á rúm 36% af veltunni. Fyrri helmingur ársins var sömuleiðis erfiður fyrir fiski- mjölsverksmiðjur eins og Krossa- nes, Loðnuvinnsluna og SR-mjöl, sem öll komu út í tapi eins og sjá má á meðfylgjandi listum. Slakt hjá fisksölufyrirtækj- imuni Eignarhalds- og fjárfestingafélög og hlutabréfasjóðir skiluðu alls hagnaði upp á 876 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Að- eins tveir sjóðir komu út í tapi, þ.e. Vaxtarsjóðurinn og Hluta- bréfasjóðurinn íshaf. Tölur um afkomu sem hlutfall af veltu eru eðlilega ekki samanburðarhæfar við hefðbundin fyrirtæki á verð- bréfamarkaðnum. Því fylgja þær tölur ekki meðfylgjandi listum. Þótt fisksölufyrirtækin hafi ver- ið að bæta afkomu sína frá sama tíma í fyrra þá verður ekki sagt að árangur þeirra sé mjög góður eft- ir fyrstu sex mánuðina. Alls nem- ur hagnaður þeirra þriggja 161 milljón króna. Hlutfallslega eru þau að skila minnstum hagnaði af fyrirtækjum á Verðbréfaþingi, eða á bilinu 0,3 til 0,5% af veltu. Árangur lunfram væntingar Kjartan Guðmundsson hjá verð- bréfamiðlun Landsbréfa sagði í samtali við Dag að afkoma fjár- málafyrirtækjanna, og afkoma tryggingafélaga um leið, væri eitt af því sem upp úr stæði. Ekki síst þar sem þau væru tæpur þriðj- ungur af markaðsvirði allra fyrir- tækja á þinginu. „Afkoma þessara fyrirtækja var töluvert umfram væntingar og t.d. var meðalspá verðbréfafyrirtækj- anna rúmlega 2,3 milljarðar í hagnað. Helstu skýringar á bættri afkomu má rekja helst til tveggja þátta. 1 fyrsta lagi má nefna að hagræðing f rekstri bankanna er farin að skila sér, einkum þó hjá Búnaðarbanka og Landsbanka. I öðru lagi voru markaðsaðstæður hagstæðar, vextir Iækkuðu og ásamt því sem nokkrir bankanna högnuðust verulega á stöðutök- um,“ sagði Kjartan. Eins sagði Kjartan afkomu olíufélaganna standa upp úr. Samanlögð afkoma þeirra hefði aukist um 57% miðað við sama tímabil í fyrra. „Ahættustýring fé- laganna hefur verið að skila ár- angri. Auk þess má nefna aukn- jjOP | Jt ifffg! Si gl P B M • i Olíufélögin voru að hækka bensínverðið í gær um fimm krónur lítrann. Félögin eru ekki á heljarþröm rekstrarlega séð ef marka má milliuppgjörin. Alls högnuðust Olís, Olíufélagið og Skeljungur um 608 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Ælta mætti að sú upphæð verði vænni eftir árið í heild sinni. - mynd: gva ingu í sölu annarra vara en olíu- afurða," sagði Kjartan. Misjafnf í sjávarútvegi Um afkomu sjávarútvegsfyrir- tækjanna sagði Kjartan hana vera afar misjafna. Fyrirtæki f bolfiski hefðu flest skilað mjög góðum uppgjörum á meðan fyrirtæki í uppsjávarfiski væru að skila slök- um uppgjörum. „Verð á mjöli og lýsi var mjög lágt á tímabilinu sem er ein meginskýring á Iakari uppgjörum uppsjávarfisksfyrir- tækja,“ sagði Kjartan. Aðspurður um árangur ein- stakra fyrirtækja á markaði nefn- di Kjartan Marel sem dæmi. Meðaltals afkomuspá verðbréfa- fyrirtækjanna hefði verið 88 milljónir en reyndin orðið 225 milljóna hagnaður. A sama tíma- bili í fyrra skilaði Marel 77 millj- óna króna tapi. Kjartan sagði hel- stu skýringu á stórbættri afkomu vera mikla veltuaukningu, en hún nam tæpum 60%. Góðæriö að sMla sér Þórður Pálsson hjá verðbréfa- greiningu Kaupþings sagði það ljóst að góðærið væri loks að skila sér í afkomu fyrirtækjanna. Helst kom honum á óvart góð afkoma bankanna. „Mér finnst Landsbankinn koma þægilega á óvart, markað- urinn hefur brugðist einna verst við uppgjöri Islandsbanka en mér fannst uppgjörið gott og sýna það og sanna að bankinn er vel rekinn og skilar góðri afkomu ár eftir ár,“ sagði Þórður. Annar viðsnúningur sem vakti athygli Þórðar er Islenskar sjávar- afurðir. Eftir mikið vaxtarskeið hefði félagið verið í hættu statt. „Þó má almennt segja um fisk- sölufyrirtækin á Verðbréfaþingi að þau skila öll óviðunandi af- komu og veldur afkoma SÍF sér- staklega vonbrigðum," sagði Þórður. Aðspurður um sjávarútveginn sagði Þórður góða afkomu UA hafa vakið mesta athygli sem og verri afkoma Samheija en reikn- að hafði verið með. „Annars hef- ur verið mikið rót í sjávarútvegi að undanförnu og verðlagning fé- laga virðist taka mið af töluverð- um væntingum um hagræðingu og samruna félaga og má raunar segja það sama um fjármálafyrir- tækin,“ sagði Þórður. Takmarkaöar vaxtarhorfur Almennt séð sagði Þórður horfur fyrirtækja á Verðbréfaþingi vera góðar. Þau ættu mikla hagræð- ingu inni. „Það sem helst skyggir á eru takmarkaðar vaxtarhorfur vegna þess að fyrirtækin starfa mörg hver á Iitlu markaðssvæði eða að þau eru að vinna takmark- aða en endurnýjanlega auðlind,“ sagði Þórður Pálsson hjá Kaup- þingi. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSI, sagði þessa bættu afkomu markast af mikilli veltuaukningu í þjóðfélag- inu og mikilli útlánaþenslu í bankakerfinu. „Hátæknigreinar eru í örum vexti en þær greinar sem eru næmari fyrir innlendri kostnaðarþróun eru að sýna lakari niðurstöðu en í fyrra,“ sagði Hannes. Góðar heimtur Verðbréfaþing Islands fylgir þeirri lágmarkskröfu í tilskipun Evrópu- sambandsins að fyrirtæki á hluta- bréfamarkaði skili uppgjörum á sex mánaða fresti. Stefán Hall- dórsson, forstöðumaður Verð- bréfaþings, sagði við Dag að víða væri gerð krafa um uppgjör á þriggja mánaða fresti. Reyndar væru sum íslensk fyrirtæki þegar farin að vinna eftir þeirri reglu. Stefán sagðist ekki reikna með að krafa um þriggja mánaða uppgjör kæmi upp hér á næstunni. Þó væri aldrei hægt að útiloka slíkt. Ef fyrirtæki almennt byrjuðu á þessu gæti boltinn farið að rúlla. Aðspurður um heimtur á upp- gjörum sagði Stefán þær hafa ver- ið góðar. OII félög hefðu skilað á tilætluðum tíma, þ.e. í síðasta lagi tveimur mánuðum frá því að hálfu ári lýkur. Þannig var þetta einnig í fyrra en þar áður var fresturinn þrfr mánuðir. A þeim tíma voru dæmi um að fyrirtæki skiluðu uppgjörum ekki inn á réttum tfma. „Þá vöktum við strax athygli á því morguninn eftir að tíminn rann út. Til slíkra úrræða hefur ekki þurft að grípa núna,“ sagði Stefán. Fjölgun á móti faekkun Nú eru fyrirtæki á Verðbréfaþingi orðin 74 eins og áður sagði. Að- spurður hvort þeim ætti eftir að fjölga á árinu sagðist Stefán reikna með að þau yrðu 80 áður en árið rynni á enda. Það er tals- verð fjölgun frá síðustu áramótum þegar þau voru alls 67. Fram kom nýlega í Viðskiptablaðinu að 30- 40 félög væru að íhuga skráningu á Verðbréfaþingi og því má vænta verulegrar fjölgunar á næsta ári. Stefán sagði að undirbúningsferl- ið gæti tekið 1-2 ár. móti má allt eins búast við fækkun á þinginu. Það er í sam- ræmi við það sem tíðkast á er- Iendum mörkuðum. Ástæðan er einkum samruni fyrirtækja og yf- irtökur," sagði Stefán og benti á fyrirhugaða sameiningu UA og Jökuls síðar á árinu. Þá hefði Hlutabréfasjóðurinn íshaf boðað að hann ætlaði að skrá sig af þingi og hætta störfum. Eins mætti nefna nýja sameinaða fyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, íshúsfélags Vestmannaeyja, Krossaness og Oslands en tvö af þeim eru á ntarkaði í dag. „Þetta hefur aðeins gerst einu sinni áður, þegar tveir hlutabréfa- sjóðir sameinuðust. Því stefnir í fyrstu sameiningu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði," sagði Stefán Halldórsson. Gr ó ð afyrirt ækiu Fyrirtæki Hagnaður í milljónum % af veltu Alm. hlutabréfasjóðurinn 12,3 Baugur 205,0 1,9% Búnaðarbanki Islands 590,3 18,8% Eignarhaldsf. Alþýðubankinn 132,6 37,3% Eimskip 635,4 7,9% Fiskmarkaður Breiðaljarðar 10,8 9,8% FBA 734,4 27,9% Flugleiðir 595,0 4,5% Fóðurblandan 46,6 5,0%* Frumherji 16,6 8,3% Grandi 361,1 14,0% Guðmundur Runólfsson hf. 103,4 31,3% Hampiðjan 87,2 9,5% Hans Petersen hf. 14,9 3,1% Haraldur Böðvarsson hf. 360,9 17,7% Héðinn 33,0 6,0% Hlutabréfamarkaðurinn 25,1 Hlutabréfasjóður Norðurlands 23,5 Hlutabréfasjóðurinn 324,1 Hraðfrystihús Eskiljarðar 143,0 10,0% Hraðfiy'stihúsið hf. í Hnífsdal 43,6 4,8% íslandsbanki 693,0 9,6% fslenskar sjávarafurðir 38,6 0,3% íslenskir aðalverktakar 41,0 1,9% Jarðboranir 48,0 9,5% Kaupfélag Eyfirðinga 48,3 0,9% Landsbankinn 721,8 10,3% Lyfjaverslun íslands 36,9 4,5% Marel 225,3 8,1% Nýheiji 130,9 7,7% Olíufélagið (Esso) 234,2 4,5% Olís 163,0 4,3% Opin kerfi 40,0 2,3% Pharmaco 201,0 12,2% Samherji 200,0 4,4% Samvinnusjóður fslands 76,4 Síldarvinnslan 83,4 5,0% Sjávarútvegssjóður íslands 3,0 Skagstrendingur 130,2 12,4% Skeljungur 211,1 4,8% Skýrr 31,4 5,0% Sláturfélag Suðurlands 36,1 2,5% Sæplast 21,0 5,9% Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) 71,7 0,4% Sölusamband ísl. fískframl. (SÍF) 51,0 0,5% Tangi 83,3 10,6% Tryggingamiðstöðin 162,0 5,4% Vaki - fiskeldiskerfí 1,4 1,5% Utgerðarféiag Akureyringa 180,0 9,4% Þorbjörn 187,6 16,3% Þormóður rammi-Sæberg 182,8 9,6% Þróunarfélag íslands 349,4 58,0% * = miðað við veltu 1998. Tapfyrirtækiii Fyrirtæki Tap í millj. króna % af veltu Delta 25,2 4,2% Hlutabréfasj. íshaf 64,6 Hraðfrystistöð Þórshafnar 12,8 1,9% íslenska járnblendifélagið 169,0 15,0% Jökull 122,0 36,4% Krossanes 45,0 20,1% Loðnuvinnslan 53,9 11,2% Plastprent 52,9 10,4% Samvinnuferðir-Landsýn 34,3 4,0% SR-mjöl 59,8 2,7% Stálsmiðjan 22,1 5,6% Tæknival 144,0 6,6% Vaxtarsjóðurinn 5,9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.