Dagur - 02.09.1999, Síða 4

Dagur - 02.09.1999, Síða 4
4 - FIMMTUDAGVR 2. SEPTEMBER 1999 SUÐURLAND Það eru JÁ-verktakar sem hafa haft veg og vanda við stækkun Sandvíkurskóla og á þessari mynd eru, frá vinstri Davíð Ingi Baidursson, Óskar S. Jóhannsson og Hallgrímur Gunnarsson en þeir eru allir starfsmenn fyrirtækisins. Þá Gunnþór Gíslason húsvörður skólans, Gísli Ágústsson verktaki og einn eiganda J.Á. Verktaka og lengst til hægri er Páll Leó Jónsson, skólastjóri. mynd: sunnlenska. Stækkaður Sand- víkiirskóli i gagnið Viðbygging við Sand- víkurskóla á Selfossi í gagnið. 600 fermetrar og sex kemislustofur. Skólar í Árborg irain arlega í tölvumálum. Rúmlega 600 fermetra viðbygging við Sandvíkurskóla á Selfossi var tekin í notkun í fyrradag. Þetta breytir miklu fyrir skólann, en húsnæði hans var fyrir löngu orð- ið of lítið og var ekki í samræmi við nýjar áherslur í skólastarfi. I viðbyggingunni eru sex kennslu- stofur og þar af eru tvær sér- greinastofur, það er í handavinnu og raungreinum. Samhliða hafa svo farið fram miklar endurbætur á eldri hluta hússins og þar hefur meðal annars verið sett upp tölvustofa, bókasafn skólans fær gott pláss og sett hefur verið upp- mötuneyti fyrir nemendur. AIls kosta framkvæmdir í kringum 100 milljónir kr., að sögn Þorláks Helgasonar, forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs Ar- borgar. Tæplega 400 nemendur í Sandvíkurskóla eru í vetur alls 378 nemendur, auk 11 nemenda í sérdeild og koma þeir nemend- ur víðsvegar að af Suðurlandi. Viðbyggingin er afar kærkomin og leysir úr brýnum vanda í húsnæð- ismálum skólans. Þorlákur Helgason nefnir sérstaklega að í öllum kennslustofum Sandvíkur- skóla verði settar upp tölvur með nettengingu. Slíkt sé í samræmi við kröfur nútímans og í raun hafi skólar Árborgar verið mjög fram- arlega í þessum efnum. - Barna- skólinn á Eyarbakka og Stokks- eyri er einn þriggja þróunarskóla í landinu í upplýsingatækni. Er það mat Þorláks að nú séu tölvumál í skólunum í Arborg komin í góð- an farveg. Skóli í Suðiubyggð Þó stórum áfanga sé í skólamál- um á Selfossi sé náð nú með stækkun Sandvíkurskóla segir Þorlákur Helgason að fráleitt sé neinu endamarki náð. A fyrstu mánuðum nýrrar aldar fari fyrstu húsin í nýju hverfi á Sel- fossi að rísa, það er Suður- byggð, sem er sunnan Engja- og Rimahverfis. A áætlun . sé að reisa nýjan grunnskóla og leik- skóla í Suðurbyggð. -SBS. . SUÐURLANDSVIÐTALIÐ Sparisjóðirr kaupir hús Framkvæmdir standa yfir við byggingu hússins að Austurvegi 6. Þar opnar Sparisjóður Vestmannaeyja, í félagi við tvær aðrar Ijármálastofn- anir, útibú snemma á næsta ári. Gengið hefur verið frá kaupum Sparisjóðs Vestmannaeyja á 150 fer- metra húsnæði í nýbyggingu að Austurvegi 6 á Selfossi. Mun sjóðurinn þar opna útibú snemma á næsta ári, einsog fram kom í Degi á dögun- um, en jafnt munu SP-fjármögnun og Kaupþing koma að rekstrinum og verða þar með útibú sín. Að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns stjórnar Sparisjóðs Vest- mannaeyja, hafa sparisjóðsmenn lengi haft hug á að setja á laggimar sparisjóð á Suðurlandi, enda hefur enginn slíkur sjóður verið þar starf- andi. Starfsemi fer af stað í mars á næsta ári og fer húnrólega af stað og verður látin þróast f samræmi við þarfir markaðarins. „Takist vel til með starfsemina getur þetta orðið upphafið að stofnun sparisjóðs á Suðurlandi með þátttöku þessara aðila og fleiri sparisjóða, auk stofnfjáreigenda á svæðinu,“ segir Arnar Sigurmundsson. -SBS. Kjötmjöl vid Oddgeirshólaveg Frágengið mál er að kjötmjölsverksmiðja sú sem til stendur að reisa á Suðurlandi verði í Hraungerðishreppi, það er við Oddgéirshólaveg á móts við Hraungerði, að því er fram kemur í Dagskránni. Hafin er framleiðsla á vélum í verksmiðjuna og hönnun húsnæðis stendur nú yfir, en það verður um 800 fermetrar að flatarmáli. Framkvæmdir verða boðnar út í haust og er reiknað með að verksmiðjan verði gangsett næsta vor. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er 160 millj. kr. -SBS. Sýning í Miðgardi Nú stendur yfir í Miðgarði á Selfossi mynd- listarsýning listamannsins Cosimo. „Mynd- irnar eru tjáning listamannsins á ímynduð- um heimi blómanna á öðrum óspilltum stjörnum og kallar listamaðurinn blómin sín Astralblóm,“ segir í fréttatilkynningu og að hugmyndin hafi kviknað undir Jökli og noti listamaðurinn blandaða tækni til að ná fram áhrifum fantasíunnar. - Listamaðurinn, Cosimo Heimur Fucci Einarsson, er fæddur í Torino á Ítalíu 1962. Hann hefur búið á ís- landi frá 18 ára aldri og er nú íslenskur ríkisborgari. Hann hefur starfað við margt, meðal annars grænmetissölu á útimarkaði á Ak- ureyri og pizzagerð hér og þar. Sýningin stendur fram til 15. sept- ember. -SBS. Jón sækir um Hveragerði Séra Jón Ragnarsson er eini umsækjandinn um Hveragerðis- prestakall, en fjögurra ára köllun hans í embættið rennur út þann 1. október næstkomandi. Embættið ber að auglýsa lögum sam- kvæmt og var Jón, sem áður segir, sá eini sem sótti um brauðið. Köthigos alltaf hættuleg Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Þróunin á Kötlusvæð- inugæti leitt til eldgoss og einsgætu hræríngar verið búnar. Svæðið verður áfram vaktað, enda vilja menn vera við öllu búnir þegar náttúruhamfarír einsog Kötlugos dynja yfir. - Er Kötlugos eitthvaó sem menn geta búist við alveg « næstu mánuðum, einsog fram hefur komið ífréttum? „Það er ekki hægt að útiloka að svo verði enda hafa orðið óvanalegir atburðir að undan- förnu. En þróunin gæti alveg eins orðið sú að ekki verði af frekari atburðum á næstunni. Við jarðvísindamenn höfum nokkra hugmynd um hvers kon- ar atburðir eru líklegir, en litla hugmynd um hvenær þeir verða. En við höfum ritaðar heimildir til að byggja á um aðdraganda og hegðun Kötlugosa og þær eru mjög greinargóðar. Þeir atburð- ir sem gerðust í sumar eru vís- bending um aukna'goshættu og því verður að hafa allan varann á, því gos í Kötlu eru hættuleg. En í því sambandi er þó rétt að nefna að hætta á manntjóni ætti að vera hverfandi í byggðunum kringum Kötlu ef einföldum var- úðarráðstöfunum er fylgt. Helsta hættan á slysum væri fyr- ir ferðafólk á Mýrdalssandi, einkum fyrir þá sem tjaida á sandinum eins og stundum kemur fyrir að sumarlagi." - Hvað hefur nákvæmlega verið að gerast í Kötlu að und- anförnu? „Sennilegasta skýringin er sú að í júlímánuði hafi kvika skotist upp í bergið innan Kötluöskj- unnar. Kvikuinnskotin hafa sumstaðar náð langleiðina upp á bergbotninn undir jöklinum og valdið snöggri aukningu í jarð- hita og þar með mjög aukinni bráðnun. Þetta hefur gerst á mjög stóru svæði en fylgir þó að miklu leyti jöðrum öskjunnar. Svona atburður hefur ekki gerst í marga áratugi, þó verið geti að einhver smáinnskot hafi orðið öðru hvoru. Atburðurinn í sum- ar bendir til þess að kvikuþrýst- ingur undir Kötlu fari vaxandi og kvika safnist fyrir. Atburða- rásin á næstunni getur orðið með ýmsu móti en möguleikarn- ir eru í meginatriðum tveir. Annarsvegar að nú sé þessum hræringum lokið í bili og ekkert verði að gosi á næstunni. Hinn möguleikinn er sá að kvikusöfn- unin haldi áfram og endi með Kötlugosi og því verða menn að fylgjast mjög náið með því hverju fram vindur. Onnur hætta er sú að vatn taki að safn- ast undir kötlunum í jöklinum þó svo ekkert verði af gosi. Það gæti leitt til jökulhlaupa svipuðu því sem varð í sumar í Jökulsá á Sólheimasandi. Ef þetta gerðist gætu hlaup komið fram í Jök- ulsá, í árnar á Mýrdalssandi eða til norðurs í Syðri Emstruá. Þessa dagana er verið að fara ýt- arlega yfir þessi mál í samvinnu við Almannavarnir og tillögur verið Iagðar fram um hvernig vöktun skuli háttað.“ - Hvemig myitduð þið helst vakta svæðið? „Vöktunin snýst annarsvegar um að sjá vísbendingar um kviku- söfnun undir eldstöðinni og hins vegar um eftirlit með yfirborði jökulsins og vatnsrennsli í jökul- ánum. Könnun á hugsanlegri kvikusöfnun yrði gerð með jarð- skálftamælum og GPS Iandmæl- ingum. Einnig er mögulegt að svonefndar bylgjuvíxlmælingar á gervitunglamyndum geti komið að gagni. Eftirlit með breyting- um á yfirborði jökulsins þarf að gera úr flugvélum, með mynda- töku en ekki síst með radarmæl- ingum á breytingum á sigkötlun- um. Efla þarf einnig rennslis- mælingar í ám í nágrenni jökuls- ins. Þessir möguleikar eru nú til umræðu." -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.