Dagur - 03.09.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 3. SEPTF.MBER 1999
Dagur
LÍFIÐ í LANDINU
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
Ólafur Helgi Kjartans-
son sýslumaður á
ísafirði.
Fjölskylduhelgi
„Eg ætla að halda uppá afmælið með fjöl-
skyldunni," segir Olafur Helgi Kjartansson
sýslumaður á Isafirði. „Börnin eru að byrja í
skóla þannig að ég hugsa að við notum
tækifærið til þess að rækta fjölskyldubönd-
in. Ef það verður gott veður þá förum við í
berjamó. Síðan verð ég að fara á sunnudag-
inn á fund lögreglustjóra á Norðurlöndun-
um sem hefst í Reykjavík á þriðjudaginn.
Við þurfum að undirbúa hann.“
Guðrún Gunnarsdótt-
ir, söngkona og dag-
skrárgerðarmaður
á Bylgjunni.
Fer í saumaklúbb
á Sauðárkrók
„Eg fer í saumaklúbb á Sauðárkrók," segir
Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona og dag-
skrárgerðarmaður á Bylgjunni. „Ein okkar
býr út á landi, hún kemur annars alltaf til
okkar, við verðum líka að fara til hennar.
Hún er dugleg og keyrir í bæinn einu sinni í
mánuði til þess að koma í saumaklúbb. Við
ætlum að fara í eitthvað sem heitir „River
rafting" og gera fleira skemmtilegt.
Síðan ætla ég að reyna að sjá einhverjar
kvikmyndir á kvikmyndahátíðinni."
Bjarni Tryggvason
trúbadúr.
Fylgjast með
hundabj örgunarsveitimii
„Eg er að spila á föstudagskvöldið, svo fer ég
að gera klárt fyrir bú fer 1 af 1 utni nga,“ segir
Bjarni Tryggvason trúbadúr. „A föstudags-
kvöldið verð ég með stand up og trúbba í
bland á Kaffi Horninu, sem er nýr staður á
Höfn. Þetta er bjálkahús, sem er eins og
riststór sumarbústaður. Á laugardeginum þá
fer ég að gera mig kláran til að flytjast
búferlum til Vínarborgar, en þar ætla ég að
fara í konunglega söngskólann og sunnu-
dagurinn fer ábyggilega í það líka. Svo fer
maður ábyggilega og fylgist með hunda-
björgunarsveitinni á æfingum.“
■ LÍF 06 LIST
Hreinn Loftsson lögmaður og hægri hönd forsætisráðherra er alltaf sjálfum sér
líkur þó að árin líði. Gamla myndin er afHreini um það leyti sem hann starfaði
sem blaðamaður fyrir 20 árum. Nýja myndin er frá því í fyrra.
Bókumfrægasta
rifrildið
„Þarsíðasta
bók sem ég
Ias heitir
Resor utan
mál sem
myndi útleggjast Ferð án fyrir-
heits, bók sem kom út 1932 eft-
ir sænska Ijóðskáldið Harry
Martenson.
„Akkúrat núna er ég að lesa
Útisetur. Það er bók um ffæg-
asta rifrildi á þessari öld, deilu
Michel Foucault og Jacques
Derrida. Þetta er nýleg þýðing á
völdum köflum úr bók eftir
Derrida sem Ijallar um sögu geðveikinnar og upp-
lýsingastefnuna. Mér sýnist hann vera að segja að
kjáninn komi fyrir djöfulinn og geðveikin sé eina
frelsið ef við mættum trúa á Guð og byija að trúa
á rökhyggjuna. Það er spuming hvort Foucault og
Derrida hafi ekki bara misskilið hvor annan mjög
vandlega."
Þá er Bjarni að lesa bókina Mörkt Kvadrat eftir
norsku skáldkonuna Tone Hpdnebó. Ljóð eftir
hana í þýðingu Bjama munu birtast í bókmennta-
tímaritinu Andblæ í haust.
Hlustar á spuna
„Eg keypti nokkra diska um
daginn, meðal annars Tricky -
Angels With Dirty Faces, mjög
flott tónlist. Svo keypti ég Jóel Pálsson - Cream.
Ég hlusta dálítið á hann. Djassinn seiðir mann
alltaf lengra og Iengra inn í sig. Þegar ég er að
vinna finnst mér ágætt að hlusta á bandarískan
tónlistarmann sem heitir Keith Jarrett. Hann hef-
ur þróast út í spunatónlist þannig að tónlistin
hans verður aldrei fyrirsjáanleg."
Bergman kom á
óvart
„Ég hef verið að horfa á gamlar
Bergman myndir, eins og Smultronstállet og Vetr-
arljós, ég ákvað að taka þær og athuga hvort kenn-
ingin um að þær væru svo hægar og þungar og
drungarlegar stæðist. Ég komst að því að það er
ekki alls kostar rétt. I Smultronstállet vaknar gam-
all maður upp við vondan draum um ævi sína og
fer að rifja upp fortíðina. Þetta er nokkuð
skemmtileg road movie, sem kom mér skemmti-
lega á óvart.“
Bjami hefur líka verið að horfa á Hal Hartley
myndir, til dæmis þá nýjustu sem heitir Henry
Fool. Sú íjallar um sorphirðumann sem fer að
skrifa ljóð eftir hvatningu vinar síns sem segist
vera að skrifa meistaraverk sem breyti samtíman-
um. Svo reynist það vera sorphirðumaðurinn sem
gerir það. Þetta er skemmtileg stúdía. Það er
spurning hver er kjáninn. Já, ég hef gaman af Hal
Hartley."
■ fra degi
Óttinn hefur skarpa sjón.
Cervantes
Þau fæddust 3. september
• 1856 fæddist bandaríski arkitektinn
Louis Sullivan, frumkvöðull í bygg-
ingu skýjakljúfa.
• 1859 fæddist franski sósíalistinn Jean
JaurEs.
• 1878 fæddist Sigurður Guðmunds-
, son skólameistari á Akureýri.
• 1900 fæddist Urho Kaleva Kekkonen,
forsætisráðherra (1950-53 og 1954-
56) og síðar forseti (1956-81) Finn-
lands.
• 1922 fæddist Björn Th. Björnsson
listfræðingur.
• 1928 fæddist Bjarni Guðnason pró-
fessor.
Þetta gerðist 3. september
• 1189 var Ríkarður Ijónshjarta krýnd-
ur konungur Englands.
TIL DAGS
anna formlega með undirritun friðar-
samnings í París milli Bretlands og
Bandaríkjanna.
• 1919 var flugvél fyrst flogið á íslandi,
og átti það sér stað í Vatnsmýrinni í
Reykjavík.
• 1921 var brúin yfir Jökulsá á Sól-
heimasandi vígð.
• 1939 lýstu Bretar og Frakkar yfir
stríði á hendur Þjóðverjum, tveimur
dögum eftir innrásina í Pólland.
• 1967 var tekin upp hægri umferð í
Svíþjóð.
• 1971 fór John Lennon frá Bretlandi til
Bandaríkjanna og sneri aldrei aftur.
• 1976 lenti mannlaust geimfar, Vík-
ingur II., á Mars.
Vísa dagsins
Tunglið, tunglið, taktu mig,
til hvers er að hltna?
Fái ég ekk’ aðfinna þig,
flýg ég til þt'n, Stína.
MatthíasJochumsson 0x k..j
Aímælisbam dagsins
Bandaríski leikarinn Charlie Sheen
fæddist í New York árið 1965. Hann
var skýrður Carlos Irwin Estevez.
Hann er sonur Ieikarans Martins
Sheen og eins og hann á kyn til fór
hann í barnæsku að gera 8 mm bíó-
myndir ásamt bróður sínum Emili-
ano. Charlie lék fyrst í kvikmynd að
fullri lengd þegar hann var 9 ára
það var myndin „Private Slovik“
síðan hefur hann verið tíður gestur
á hvíta tjaldinu. Hann er
ástríðusafnari, og safnar antík-hlut-
um, úrum, miningargripum úr hafn-
arboltanum og bílum.
■V3 ;.;,rn»yl ðt: rrnrsní 61! nap'j
Ég hef víst drepið hundinn
Gunni ökuþór var einu sinni á fleygiferð úti
á landi þegar hann keyrði á hund sem
drapst samstundis. Eigandi hundsins stóð
þar rétt hjá, óárennilegur með byssu í hönd.
Gunni steig út úr bílnum, og sagði afsak-
andi: „Ég hef víst drepið hundinn þinn.“
„Það sýnist mér,“ sagði eigandi hundsins
þurrlega. „Er í lagi að ég láti þig fá tuttugu
þúsund kall íyrir hundinn?1' spyr Gunni.
Maðurinn horfir hugsi út í loftið: „Jú, ætli
það ekki,“ segir hann. Gunni tekur strax
upp veskið og borgar manninum tuttugu
þúsund. Síðan segir hann: „Mér þykir Ieitt
að ég hafi eyðilagt fyrir þér veiðiferðina."
„Eg var ekkert að fara að veiða," sagði þá
eigandi hundsins, „ég ætlaði að finna ein-
hvem afvikinn stað og skjóta þennan óþol-
andi hund.“
Veffang dagsins
Skordýr eru forvitnileg kvikindi og heim-
ur þeirra heillandi. Það finnst að
minnsta kosti þeim sem settu upp vef-
síðu helgaða þeim. Slóðin er
^ i tiftwmect-mrWGw/ÆaM/si*0A
1