Dagur - 03.09.1999, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999
LÍFIÐ í LANDINU
... "Hins vegar verð ég að
segja frændum mínum og
frænkum þar eystra að mér
finnst það í raun dæmi um
aðtrúþeirraá
heimabyggðina sé ekki eins
sterk og þau vilja vera láta,
efþau eru búin að láta telja
sér trú um að það eina sem
geti bjargað byggðinni séu
virkjanir og álver," segir lllugi
Jökulsson.
Lélegur húmor á
Austurlandi
Benedikt Siguijónsson
heitir maður nokkur aust-
ur á fjörðum, nánar tiltek-
ið í Neskaupstað. Eg þekki
hann ekki neitt og veit
næstum ekkert um hann.
Eg veit ekki hvemig hann
lítur út eða hvað hann er
gamall; ég veit ekki hverra
manna hann er, en dettur
helst í hug að hann kunni
að vera frændi minn, því
mér hefur löngum skilist
að ég eigi mikinn frænd-
garð þar austur frá - og vil reyndar nota
tækifærið og biðja að heilsa öllum frænd-
um mínum og frænkum þar um slóðir. En
þó ég þekki Benedikt Sigutjónsson sem
sagt ekkert, þá efast ég ekki um að hann sé
í raun hinn besti maður, öðlingur hinn
mesti og höfðingi heim að sækja. Þrátt fyrir
það ætla ég að nota góðan hluta af þessum
pistli til þess að tala illa um Benedikt Sig-
uijónsson, og þar sem hann hefur varla átt
von á því og er kannski sofandi, þá mun ég
nú vera örstutt hlé á máli mínu til að gefa
Benedikt færi á að vakna og Ieggja við eyr-
un.
Benedikt Sigurjónsson er bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Hann hefur líka lengi setið í stjórn Nátt-
úruverndarsamtaka Austurlands, ef mér
skjöplast ekki. Þegar áform um Fljóts-
dalsvirkjun komust á koppinn mun Bene-
dikt hafa lagst gegn þeim í nafni náttúru-
verndar, annaðhvort prfvat og persónu-
lega eða í nafni fyrrnefndra Náttúru-
verndarsamtaka Austurlands. Að minnsta
kosti munu samtökin hafa farið fram á
það „lögformlega umhverfismat" sem
virkjanafjendur binda nú við sem mestar
vonir. Og núna eru fylgismenn Fljótsdals-
virkjunar og álfabrikku á Austurlandi hins
vegar að verða smeykir við almenningsá-
litið annars staðar á landinu og safna því
liði til að stappa stálinu í sína menn.
Benedikt Sigurjónsson
skiptir um skoðun
A fundi hjá samtökum sveitarfélaga á Aust-
urlandi um daginn var lögð fram ályktun
þar sem lýst var yfír eindregnum stuðningi
við virkjanir og álver og sú ályktun var sam-
þykkt með Ijörutíu atkvæðum gegn tveim-
ur. Segja mér fróðir menn að þrýstingur á
þá sveitastjómarmenn þar eystra sem áður
höfðu ekki fyllilega undirgengist fagnaðar-
erindi Fljótsdalsvirkjunar hafí verið all-
nokkur, enda stóðust hann ekki nema þess-
ir tveir. Og þeirra á meðal var ekki Bene-
dikt Siguijónsson. Því Benedikt Siguijóns-
son hafði skipt um skoðun. Hann hafði nú
ekki Iengur efasemdir náttúruverndar-
mannsins um að réttlætanlegt væri að
fóma Eyjabökkum og öðrum náttúmger-
semum fyrir álver og greiddi atkvæði með
áðumefndri ályktun. Hins vegar gerði
Benedikt grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði
hann eitthvað á þá leið að hann hefði áður
fyrr verið á móti Fljótsdalsvirkjun en nú
væri áróður andstæðinga stóriðju iyrir
austan orðinn svo skeljalaus og öfgafullur
að hann hefði skipt um skoðun. Þar vísaði
Benedikt sérstaklega til þess að nokkrum
dögum áður höfðu þrír menn stöðvað för
nokkurra lulltrúa Fandsvirkjunar, ef ég
man rétt, á Eyjabakkana með því að leggja
rútubíl á brú sem Landsvirkjunarmenn
þurftu að komast yfir og neita að hreyfa
hana. Með þessu vildu þeir mótmæla \irkj-
unaráformum Landsvirkjunar en uppskám
ekki annað en að Benedikt Sigurjónsson
skipti um skoðun og studdi nú álver á
Austurlandi heils hugar sem bæjarfulltrúi í
Fjarðabyggð.
Var Gandhi hryðju verkamaður?
Nú er rétt að ítreka að ég er þess fullviss að
Benedikt þessi sé hinn vænsti maður, með
snoturt hjarta og góður við börnin sín ef
hann á einhver. En eigi að síður verð ég að
segja að þessi skýring Benedikts á sinna-
skiptum sínum í Eyjabakkamálinu er ein-
hver sú allra aumingjalegasta og í raun
hræsnisfyllsta sem ég hef á ævi minni
heyrt. Maður sem tekið hefur afstöðu gegn
eða altént Iýst efasemdum um að rétt sé að
sökkva Eyjabökkunum, hann þykist nú
hafa skipt um skoðun af því þrír menn
lögðu rútunni sinni á brú. Ef við gefum
okkur að efasemdir Benedikts áður hafí
stafað af umhyggju hans og áhyggjum
vegna náttúrunnar, þá hefur umhyggjan nú
gufað upp og áhyggjumar eru fyrir bí af því
nokkrir fulltrúar Landsvirkjunar töfðust
aðeins á Ieið sinni á Eyjabakkana. Otrúlega
virðingu virðist hann bera fyrir tíma Lands-
virkjunarmanna. Og Benedikt Siguijóns-
son er greinilega svo háhelgur maður og
friðsamur að jafnvel Iítilræði eins og það að
stoppa rútu á brú þykir honum vera ugg-
vænlegt ofbeldi og í hneykslun sinni sér
hann ekki annað ráð en að sökkva Eyja-
bökkunum til að lýsa fyrirlitningu sinni á
þessum miklu ofbeldismönnum. Benedikt
Siguijónsson er augljóslega enn friðsamari
og meiri spekingur en til að mynda Gandhi
hinn indverski sem hefði áreiðanlega
kunnað að meta mótmælaaðgerðir af því
tagi þegar rútan var stoppuð á brúnni,
enda mjög í anda kenninga hans um frið-
samleg mótmæli og borgaralega óhlýðni.
En Benedikt Siguijónsson verður móðgað-
ur fyrir hönd fulltrúa Landsvirkjunar, þykir
þetta vera hálfgert hryðjuverk og stendur
upp á fundi samtaka sveitarfélaga á Austur-
landi og segir sem svo: „Sökkvum bara
þessum Ijandans Eyjabökkum!" Nema
hann hefur örugglega ekki blótað, svona
heilagur maður.
Skammarleg skýring
En þessi skýring Benedikts Siguijónssonar
á sinnaskiptum sínum er í rauninni svo
skammarleg að ég blygðast mín hálfpartinn
fyrir hans hönd og myndi ekki kunna við
að vekja athygli á þessu, nema af því hún
er til marks um hversu fáránlegur er mál-
flutningur sumra þeirra sem nú beijast
sem harðast gegn því að virkjanaáform á
Austurlandi verði stöðvuð, eða jafnvel bara
að fram fari hið margumtalaða „lögform-
lega umhverfismat“. Rétt er að taka fram
að ég skil mæta vel áhyggjur Austfirðinga
af byggð í sínum landshluta; ég hef fulla
samúð með áhyggjum þeirra af atvinnulífi í
landsfíórðungnum og ber djúpa virðingu
fyrir löngun þeirra til þess að vilja búa
áfram heima hjá sér en þurfa ekki að
hrökklast suður. Hins vegar verð ég að
segja frændum mínum og frænkum þar
eystra að mér finnst það í raun dæmi um
að trú þeirra á heimabyggðina sé ekki eins
sterk og þau vilja vera láta, ef þau eru búin
að láta telja sér trú um að það eina sem
geti bjargað byggðinni séu virkjanir og ál-
ver. „Láta telja sér trú um,“ segi ég, vegna
þess að núorðið snúast aðalatriði málsins
alls ekki um atvinnulíf á Austurlandi í þeim
mæli sem látið er í veðri vaka.
Djöflast í íjöllum
Málið snýst um að Landsvirkjun hafí eitt-
hvað að gera. Málið snýst um að sérfræð-
ingar hennar fái að sjá rísa það sem þeir
eru búnir að teikna og reikna svo vandlega.
Málið snýst líka um að fíármálafyrirtæki
fyrir sunnan fái að æfa sig í að safna pen-
ingum; málið snýst um að fíárfestar fái nýtt
fyrirtæki til að spá í og spila með. Málið
snýst um að hin tröllauknu apparöt verk-
takanna, sem þeir eru búnir að viða að sér í
góðærinu, fái nú að sýna hvað þau geta og
djöflast í fíöllum. Og málið snýst þó
kannski umfram allt um það að pólitíkusar
fái haldið andlitinu og þurfi ekki að lúffa
fyrir almenningsálitinu, en það telja stjórn-
málamenn á íslandi af einhveijum ástæð-
um þá mestu skömm sem fyrir einn póli-
tíkus getur komið. Um þetta snýst Eyja-
bakkamálið núorðið, ekki sfður en atvinnu-
Iíf á Austurlandi. Og af þessum sökum er
safnað liði ogÁustfírðingum talin trú um
að það eina sem geti bjargað þeim sé álver
og stórvirkjun í Eyjabökkum, og af þessum
sökum er Iagst á menn sem áður höfðu lýst
efasemdum - eins og Benedikt Sigurjóns-
son - og þeir látnir skipta um skoðun, þó
þeir hafi ekki annað fram að færa til vamar
þeím skoðanaskiptum en til að mynda hina
hjárænulegu skýringu Benedikts á fundi
samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.
Því miður virðist þeim mönnum sem tek-
ið hafa að sér að safna liði fyrir Landsvirkj-
un, fyrir fíármálafyrirtækin, fyrir fíárfest-
ana, fyrir verktakana og fyrir stjórnmála-
mennina sem ekki mega tapa andlitinu -
því miður virðist þeim hafa orðið vel
ágengt.
Rekið Ómar Ragnarsson!
Að minnsta kosti voru stofnuð samtök á
Austurlandi um helgina til stuðnings
Fljótsdalsvirkjun og álverinu góða og þar er
óhætt að segja að hugur hafi verið í mönn-
um. í ályktunum fundarins og viðtölum við
forystumenn hans í fíölmiðlum fóru menn
mikinn og höfðu uppi stór orð um öfga-
fulla náttúruverndarsinna og vonda fíöl-
miðla og svó framvegis. Þegar einn forystu-
maðurinn var hins vegar beðinn að nelha
einhvem af þessum hættulegu öfgamönn-
um sem vinum virkjunarinnar fannst þeir
eiga við að glíma, þá vafðist honum tunga
um tönn en gat loks stunið upp úr sér
nafni Omars Ragnarssonar fréttamanns.
Ómar Ragnarsson, hlustendur góðir!
Stórhættulegur öfgamaður! Fyrirgefiði,
kæru frændur og frænkur, en þetta væri
náttúrulega fyndið, ef þetta væri ekki svona
heimskulegt. Og í rauninni móðgandi líka,
bæði við Ómar Ragnarsson sjálfan og heil-
brigða skynsemi, því vitaskuld hafa fáir ef
nokkrir menn á Islandi verið ástríðufyllri
talsmenn hinna dreifðu byggða hér á iandi
en einmitt Ómar Ragnarsson. En svo vel
var búið að æsa Austfirðinga upp til stuðn-
ings fíárfestum og verktökum og stjóm-
málamönnum fyrir sunnan, að fundurinn
heimtaði með miklum fagnaðarlátum að
Ómar Ragnarsson yrði rekinn úr starfi og
þeim skilaboðum beint til menntamálaráð-
herra að ella yrði farið að beijast gegn
skylduáskrift að Ríkisútvarpinu. Fyrirgefíði
aftur, kæru frændur og frænkur, en þið
ættuð að skammast ykkar fyrir þetta.
En þessi fundur virðist reyndar hafa ver-
ið sorglegt dæmi um einmitt það sem
fundarmenn þóttust vera að fordæma -
belging, hroka og síðast en ekki síst öfgar.
Reyndar var fyrirgangurinn slíkur að vakti
helst grunsemdir um illvíga minnimáttar-
kennd, gagnvart hveijum veit ég ekki - eða
þá djúpstæða vitneskju um að málstaður-
inn væri kannski ekki nógu góður úr því
þurfti að setja hann fram með þvílíku of-
forsi og ofdrambi.
Feitir þjónar
Meirað segja húmorinn virðist hafa farið
forgörðum á Austurlandi, svo æstir eru
menn í að styðja fíárfesta fyrir sunnan í að
leika sér yið að safna peningum og hjálpa
Halldóri Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni
að tapa ekki andlitinu, því þama veltust
fundarmenn um af hlátri yfír þeim léleg-
ustu bröndurum sem ég hef á ævinni heyrt
og áttu að vera grín um andstæðinga stór-
iðju og virkjana. Eg ítreka að ég skil vel
áhyggjur Austfirðinga af atvinnumálum
sfnum og hef ekkert við það að athuga að
stofnuð séu samtök til stuðnings áformum
um að sökkva Eyjabökkum. En þessi fund-
ur virðist því miður hafa verið tóm múgæs-
ing og orrusta í öfgafullu áróðursstríði, sem
gerði að lyktum ekki annað en sýna fram á
hversu fátældegur er málflutningur stór-
iðjusinna, úr því þurfti að grípa til svo inn-
antómra stóryrða - að ekki sé aftur minnst
á vesældarlegar tilraunir til belgingslegrar
fyndni. R<ik virtust engu fyrirferðarmeiri en
í skýringu Benedikts Siguijónssonar á
sinnaskiptum sínum í þessu máli.
Ég vona innilega að það hafi runnið af
Austfírðingum eftir fundinn og þeir setji
mál sitt fram öllu hógværlegar næst. En
mér þykir satt að segja lítið hafa lagst fýrir
frændur mína og frænkur að hafa gert sig
svona að fi'flum - því öðruvísi get ég ekki
orðað það. En fíárfestunum fyrir sunnan
var áreiðanlega skemmt og fáeinum stjórn-
málamönnum rórra. Það er slíkum aðilum
ævinlega kappsmál að útvega sér þjóna til
að vinna fyrir sig skítverkin, en ég vissi ekki
að Austfirðingum væri svo eðlilegt að
hregða sér svona fyrirhafnarlaust og af
slíkri ástríðu í hlutverk hins feita þjóns.
Pistill llluga varfluttur imorgunútvarpi
Rósar 2 í gær.
UMBUÐA-
LAUST