Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 2
II-LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Framhald afforsíðu Á efri hæð var Forngripasafriið, sem áður hafði verið í Alþingis- húsinu, þar til það var flutt í Safnahúsið við Hverfisgötu. I brunanum milda í Reykjavík 25. aprfl 1915, þegar tólf hús brun- nu og tveir menn fórust, brann allt sem brunnið gat í hinu nýja og glæsilega húsi Landsbankans. Eldurinn kom upp f Hótel Reykjavík, nálægt klukkan þrjú um nóttina, en þar hafði staðið yfír brúðkaupsveisla. I fyrstu var vindstaðan þannig, að húsin vestan við hótelið voru í mestri hættu, en allt í einu breyttist vindáttin, svo að eld og reyk bar norðar. Eldhafíð var óskaplegt og ekki tók fyrir eldinn nema einn og hálfan klukkutíma að tortíma öllum húsum norðan við Austurstræti. Mennirnir tveir sem létust í eldinum voru Runólfur Stein- grímsson, vinnumaður á Hótel Reykjavík og Guðjón Sigurðsson úrsmiður, eigandi Ingólfshvols. I nokkur ár var Landsbankinn í leiguhúsnæði. Um tíma var bankinn starfræktur í pósthús- inu að Pósthússtræti 3, þar sem barnaskólinn hafði verið til húsa, en hann flutti í Miðbæjarskólann við Tjörnina 1898. Árið 1921 ákvað bankastjórnin að reisa nýtt hús á sama stað og rústir Lands- bankahússins voru. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hafíst var handa, og sá Guðjón Samúelsson um verkið. Teikn- ingar hans voru gerðar í sama stíl og á hinu eldra húsi. Hann end- urgerði og stækkaði bygginguna um eina hæð og lengdi til beggja hliða og var stækkunin gerð úr steinsteypu. Bankinn var opnað- ur 1. mars 1924. 6. mars sama ár var húsið brunavirt. Þar segir meðal annars: „Grunnflötur hússins er 34 x 13.2 metrar, hæð 14 metrar og hæð á risi 3 metrar. Þakið er úr borðasúð, pappa og Iistum klætt með þakhellum. Allir skilveggir, Ioft, gólf, stoðir, súlur, stigatröppur og loftbitar eru úr járnbentri steinsteypu upp að þakrisi. A neðstu hæð er af- greiðslusalur, sem nær yfir meginhluta gólfflatarins, tveir eldtraustir skápar, eitt snyrti- og handlaugaherbergi og þrjú and- dyri. I anddyri og fyrir framan af- greiðsluborð í afgreiðslusalnum er gólfið lagt marmaraflísum. Af- greiðsluborðið er lagt marmara einnig allar stoðir f salnum. En gólf innan við afgreiðsluborðið er Iagt línolíumdúk. A veggjum er brjóstþil úr mahoní." Stiginn úr salnum upp á næstu hæð er klæddur tecktré og hand- rið hans úr sama efni. Allir veggir í salnum eru málaðir, en vestur- veggurinn er skrautmálaður með mynd eftir Jón Stefánsson sem sýnir fólk að störfum við Iand- búnað. Loft eru öll kalkhvít og snyrti - og handlaugaherbergi einnig, nema þar sem eru hvítar postulínsflísar. Allar hurðir á fyrstu hæð eru úr tecktré. A annarri hæð eru níu skrifstofu- herbergi, tvö snyrti - og hand- Iaugaherbergi, tveir eldtraustir skápar, gangur eftir hæðinni endilangri og þrír stigagangar. Fjögur skrifstofuherbergi eru með bijóstpanel og hurðum úr mahoní. Aðrar hurðir á hæðinni eru ýmist úr tecktré eða furu. Herbergin eru ýmist máluð eða veggfóðruð. I austurenda gangs- ins eru veggir prýddir með lista- verkum eftir Kjarval. Línolíum- dúkur er á öllum gólfum. A þriðju hæð eru tíu skrifstofu- herbergi, einn eldtraustur skáp- ur, snyrti- og handlaugaherbergi, gangur eftir lengd hússins og tveir stigagangar. Þessi hæð er öll með línolíumdúkum á gólfum og veggir ýmist veggfóðraðir eða málaðir. í risi eru ellefu herbergi, eldhús, snyrting, þrír fastir skáp- ar, gangur og þrír stigagangar. Allir skilveggir eru úr bindingi með tvöföldum þiljum, loft er úr timbri. Gólf í eldhúsi er lagt hellum og veggir með postulíns- plötum. A skammbitum er gólf, þar uppi er þurrkloft og geymsla. I öllu húsinu eru snyrtiherbergi Iögð postulínsflísum á veggjum og á gólfum eru leirtiglar. Þá er tekið fram að í húsinu sé vatns- salemi og þvottaskálar. A tveimur aðalstigagöngum hússins eru öll þrepin og pallar lagðir marmara- hellum en handrið úr mahoní. Undir húsinu er 2,5 metra hár kjallari, með steinsteypugólfi, sem að mestu Ieyti er klætt með marmara og Ieirtiglum. Þar eru þrjú geymsluherbergi, fataher- bergi, miðstöðvarherbergi, tveir kolageymsluklefar, þrír eldtraust- ir skápar, eitt eldtraust herbergi, sem í eru bankahólf viðskipta- vina og þrír gangar. Allir milliskil- veggir í kjallara eru úr stein- steypu, kalksléttaðri. Veggir eru ýmist málaðir eða kalksléttaðir. I húsinu eru rafmagnsleiðslur og vatnspípur. Núna ná hús Landsbankans frá Austurstræti yfír í Hafnar- stræti og eru þetta þrjú samtengd hús: Landsbankahúsið, Edinborg og Ingólfshvoll. Austurstrætis- megin hefur húsið haldið upp- runalegu útliti sínu að utan, nema að byggt hefur verið við það anddyri í austur sem tengist viðbyggingu við Ingólfshvol. I mars 1966 var sameinað í eina lóð: Hafnarstræti 10, 12, og 14 og var lóðin skrásett Austur- stræti 11. Aður hafði Landsbank- inn átt þessar Ióðir en selt þær. Árið 1902 keypti Guðjón Sig- ITTOTMn mam Amerísk gæða frafhleiðsla 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt RAFVORUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 m Göngum hreint til verks Hjá Blindravinnustofunni færðu mikið úrval ræstiáhalda, hvort sem er fyrir skóla, fyrirtæki eða heimilið. Leyfðu okkur að aðstoða þig við að fegra umhverfið. DIT og FILMOP ræstivagnar í miklu úrvali. Umhverfisvænir klútar og moppur. Moppusett, ýmsar stærðir. Burstar í mörgum „ stærðum og gerðum. — Ruslafötur, ýmsar stærðir og gerðir. BLINDRAVINNUSTOFAN % Hamrahlíðl7 • Sfmi 525 00Z5 rafmagnspíanó fyrir nemendur, kennara og annað tónlistarfólk. Verð frá kr. 113.600. lUimUDIN McDonald s auglýsir laus störf í veitingastofum í Kringlunni, Austurstræti og Suðurlandsbraut. McDonald's býður spennandi starf, starfsþjálfun og möguleika á skjótri launahækkun fyrir duglegt fólk. Ekki er krafist sérstakrar menntunar heldur áhuga og vilja til þess að læra og vera hluti af skemmtilegum starfshóp. Umsóknareyðublöð er hægt að fá send eða sækja þau á veitingastofurnar. Frekari upplýsingar veita Magnús, s. 581-1414 (netfang: mangus@lyst.is), Vilhelm, s. 551-7400 (netfang: vilhelm@lyst.is) eða Pétur, s. 551-7444 (netfang: petur@lyst.is). Rauðarárstíg 16, Reykjavík, sími 552 4515 Sunnuhlíð 12, Akureyri sími 462 1415 McDonald's Kringlunni (frá 30. sept.) Austurstræti Suðurlandsbraut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.