Dagur - 22.09.1999, Page 1

Dagur - 22.09.1999, Page 1
Allir verði sigurvegarar "Efmaður talarfrá hjartanu þá selurþað bestaföllu. Kímni og kátína erlíka nauðsyn- leg," segir Gunnar Andri Þórisson sem kennirþá list að sigra í sölumennsku. „I mínum huga er gæðasala þannig að allir standi uppi sem sigurvegarar. Þar á ég við við- skiptavininn og aðstandendur hans og sölumanninn og fyrir- tækið bak við hann," segir Gunnar Andri Þórisson sem sl. tvö ár hefur haldið námskeið um sölumennsku í Borgarleikhúsinu. Hann heldur enn eitt námskeiðið þann 27. og verður yfirskriftin Gæðasala á þjónustuöld. Verðnr þú með einleik á sviði Borgarleikhússins? „Já, ég verð einn og þetta er frumraun mín á svona stóru sviði. Eg verð með glærur til að minna á áherslupunktana en fyrst og fremst reyni ég að gera þetta lifandi og skemmtilega.11 Og hver eru trixin sem sölu- maður þarf að kunna? „Það er mikið atriði að finna þarfir og væntingar viðskiptavin- arins. Sölumannsstarfið er að breytast í ráðgjafarstarf. Að hjálpa viðskiptavininum að taka réttar ákvarðanir sem hann verður ánægður með. Aðal áherslu- punkturinn hjá mér er að vera ekki að reyna að selja einhverjum eitthvað sem hann vill ekki, þarf ekki, mundi ekki nota og hefur ekki efni á.“ Nú er íslenska þjóðin kaupglöð þjóð. Er ekki afar auðvelt að selja Gunnar Andri: „Sölumannsstarfið er að breytast íráðgjafarstarf" Mynd: EÓI. hér hvað sem er? „Þetta er athyglisverð spurn- ing. Eg hef reyndar kynnst sölu- mönnum annarra þjóða og rætt þessi mál og aðstæður eru ótrú- lega líkar. Mótbárurnar eru þær sömu: Eg ætla að hugsa málið. Þetta er of dýrt. Ég ætla að leita víðar.“ Tekur sölumaður slíkt ekki gilt? „Maður verður að taka mark á öllu sem viðskiptavinurinn segir. En stundum er hann ekki búinn að átta sig á því að þetta sem maður er að bjóða er það sem hann þarf og mundi nota. Góður sölumaður verður að hugsa í lausnum en ekki vandmálum og beina athyglinni að réttum hlut- um. Hvemig sölumenn eru lslend- ingar samanhorið við sölumenn annarra þjóða? „Það fer eftir því við hverja er miðað. Þjónustulundin er í lak- ari kantinum hér en við erum að koma til. Sölumannsstarfið naut ekki mikillar virðingar fyrir nokkrum árum. Einmitt þess vegna tók ég eftir því að það vantaði kennslu á þvísviði og er á vissan hátt brautryðjandi í þeim efnum.“ Hvað er þoð einkum sem hefur breyst í starfi sölumanns « síðustu árum? „Við þurfum að ná meiri tengslum við viðskiptavininn í dag. Hann hefur svo marga val- kosti og stekkur ekki strax á hlut- ina. Aðdragandinn að sölunni er því oft lengri en hann var og sölumaður þarf að byggja upp tengslin. Hann á heldur ekki , bara að selja og hlaupa síðan i burtu og hann verður alltaf að < hafa hagsmuni viðskiptavinarins < að leiðarljósi því við erum nú það fámenn hér á Islandi að við þurf- um að leita til sama fólksins aft- ur og aftur. Eitt af umfjöllunarefnunum námskeiðsins er ,fyrstu kynni", hvernig eiga þau að vera? „Fystu kynni af viðskiptavini skipta mjög miklu máli. Fólk not- ar mjög stuttan tíma til að dæma og ef fyrstu kynnin eru ömurleg þá er ekki hægt að taka skref númer tvö og þrjú. Mest byggist á heilbrigðri skynsemi. Það sem byrjar vitlaust það endar oft vit- Iaust.“ Hefurðu í frammi leikræna til- hurði á námskeiðinu? „Já, því sölumennska er viss hlutverkaleikur. Þó er grundvall- aratriðið að vera alltaf maður sjálfur. Ef maður talar frá hjart- anu þá selur það best af öllu. Kímni og kátína er líka nauðsyn- leg.“ Hvað um daður? „Það má að minnsta kosti alls ekki ganga of langt. Það verður þá að vera daður á fagmannleg- um nótum því daður getur verið mjög óviðeigandi.“ Nú getur fólk orðið verslað á Netinu. Er sölumennska þar eitt- hvað sem þú kennir? „Ekki ennþá en það er eitt af mörgum skrefum sem framund- an eru. Ég byrjaði með þessi námskeið fyrir tveimur árum og margir furða sig á því hversu vin- sæl þau hafa orðið og spyrja hver sé galdurinn. Ég segi, komdu á námskeið og þá veistu það.“ -GUN Bræðurnir Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð. BRÆÐURNIR £<p OKMSSON Lágmúla 8 • Sírnt 53tT2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.