Dagur - 23.09.1999, Page 2

Dagur - 23.09.1999, Page 2
2 — FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 D0gur SUÐURLAN D Búa sig ímdir flóð frá Kötlu Almannavamir í Vest- maimaeyjiiin í við- bragðsstöðu vegna Kötlugoss. Menn búa sig iindir allt. Gengur flóðbylgja á land? Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur og lögreglustjóri í Vestmanna- eyjum, segir almannavamanefnd Vestmannaeyja vera þessa dag- ana að vinna að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs Kötlugoss, meðal annars í samvinnu við Al- mannavarnir ríkisins. Hann seg- ir mikilvægt að gögnum sé safn- að um öll hugsanleg fyrri flóð af völdum Kötlugosa í Vestmanna- eyjum. „Það er nýverið sem þessi möguleiki kom inn á borð hjá okkur í almannavarnanefnd og því hafa menn verið að vinna hratt að áætlunum, einn þáttur er að kynna málið fyrir bæjarbú- um,“ segir hann. Aimálar greina ekM frá flóð- hylgju í Eyjum Sýslumaður segir að það sé reyndar ekki mikil hætta á stór- kostlegum hamförum sem gætu steðjað að Vestmannaeyjabæ af Kötlugosi. „Þó eru dæmi frá fyrri Kötlugosum um flóðbylgju í Eyj- um samfara gosi í Kötlu. Það er erfitt að meta hve miklar þessar bylgjur hafa verið. Eg vil Ieggja áherslu á að annálar greina ekki frá flóðbylgju í Eyjum nema í tveimur eða þremur tilvikum, svo vitað sé. Það virðist vera undantekning, en ekki regla að slík flóðbylgja fylgi gosi og hlaupi vegna Kötlugoss. Þá er erfitt að gera sér grein fyrir hversu umfangsmikíar þessar bylgjur hafa verið og þó annálar greini frá því að lýsistunnur hafi farið á flot og á haf út í flóði samfara gosi 1721, þá hefur á þeim tfma ef til vill ekki þurft :jJJJ Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Tilbúnir kappar frá 400 kr. metrinn Lofthá stofuefni frá 750 kr. metrinn 3ja m breitt voal 520 kr. metrinn Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur og margt fleira. GARDÍNUBÚÐIN Skiphoiti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 10 -14 mikið til, mannvirki og hafnir eru auðvitað með allt öðru móti nú, en fyrir 280 árum.“ Karl Gauti segir að hlaup úr Kötlu séu breytileg frá einum tíma til annars og verður hugs- anleg flóðahætta að skoðast í því Ijósi. „Það er ekki öruggt að gosi nú fylgdi stórt hlaup, enda myndi flóðbylgja og stærð henn- ar fremur ákvarðast af því hve hlaupið dreifði sér um sandana og til dæmis hvernig stæði á sjávarföllum. Þá skiptir líka máli veðurlag, sem vissulega gæti magnað upp skemmdir af flóð- bylgju. Sigkatlar á jöklinum nú benda til dæmis til þess, að mati helstu sérfræðinga, að jökullinn hafi í reynd Iosað sig við töluvert vatn í sumar og haust og mætti samkvæmt því gera ráð fyrir minna flóði nú ef Kötlugos hæf- ist. Þannig eru margir þættir sem þarf að meta og reynsla af flóðbylgjum hérlendis er næsta engin. Það er hlutverk almanna- Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Karl Gauti Hjaltason, hefur í mörg horn að líta. Vilja Eyjamenn vera við öllu búnir ef Katla, nágranni þeirra á fasta- landinu, fer að leika listir sínar - með ófyrirséðum afleiðingum. varnanefndar að gera ráðstafanir til þess að mæta hættuástandi og meta hættuna og það erum við einmitt að fara yfir þessa dag- ana. Það má gera ráð fyrir að fólk í nágrenni Kötlu fái í versta falli eina til þrjár klukkustundir og upp í sólarhringsfyrirvara á hlaupinu og þá berast okkur fréttir af stærð þess og við getum gert viðeigandi ráðstafanir. Flóð- bylgjan kemur í kjölfar hlaups og fýrirvari ætti því að geta orðið frá sex til tólf klukkustundum £ Eyj- um.“ Hofnin rýmd Karl Gauti segir að í versta til- felli geri áætlun almannavarna ráð fyrir rýmingu á næsta ná- grenni hafnarsvæðisins og að skip og bátar verði send út úr höfninni. „Ég tel það mikilvægt að ef minnsti möguleiki er á flóðbylgju að skip og bátar fari úr höfninni á dýpra vatn. Það er mikilvægt að fólk sé upplýst um þessa flóðahættu, hér hafa orðið flóð af völdum jökulhlaups úr Mýrdalsjökli og það getur því auðvitað endurtekið sig,“ segir Karl Gauti. Síðustu fréttir af Kötluslóðum greina frá því að allt sé nú þar með kyrrum kjörum. -BEG Samþykkir vikur- nám við Þjórsá Vilatrnám Jarðefna- iðnaðax hf. milli Þjórsár og Rangár og á Hafi norðan Skála- feHs. Aðgát skal höfð við sáningu. Skipulagsstjóri ríkisins hefur fallist á fyrirhugað vikurnám Jarðefnaiðnaðar hf. milli Þjórsár og Rangár og á Hafi norðan Skálafells. Vikurnám þetta var tekið til umfjöllunar hjá Skipu- lagsstofnun í sumar og lá frum- matsskýrsla víða frammi til kynningar. Engin athugasemd Göngum hreint til verks Hjá Blindravinnustofunni færðu mikið úrval ræstiáhalda, hvort sem er fyrir skóla, fyrirtæki eða heimilið. Leyfðu okkur að aðstoða þig við að fegra umhverfið. Burstar f mörgum stærðum og gerðum. . DIT og FILMOP ræstivagnar í miklu úrvali. 1 U. í J' Ruslafötur, ýmsar stærðir og gerðir. Moppusett, ýmsar stærðir. BLINDRAVINNUSTOFAN VI Hamrahlíðl7 • Síml 525 0025 barst á kynningartíma. I frétt frá Skipulagsstofnun segir að svæðin sem vinnslu- svæði og -samningar ná til séu víðáttumikil og í nágrenninu sé fjölfarin ferðamannaleið inn á hálendið. Rangárbotnar eru í næsta nágrenni og segir skipu- lagsstjóri mikilvægt að þeim sé ekki raskað eða aðgengi hindrað. „Námasvæðin eru tiltölulega sléttir og lítt grónir vikrar. Fram- kvæmdaaðili leggur mikla áherslu á hreinleika umhverfis námusvæðin og að vikurinn sé hreinn og laus við fræ. Upp- græðsla lands er hafin í nágrenni námusvæðanna og er viss hætta á að fræ berist þaðan inn á vinnslusvæðin. Verði sáð árlega í hvern vinnsluteig, þegar vinnslu er lokið, eykst hætta á fræmeng- un vikursins frá því sem nú er, þar sem töluverð fjarlægð er frá vinnsluteigum að næsta upp- græðslusvæði," segir skipulags- stjóri og metur málið svo að ekki skuli sáð í vikurvinnslusvæðin meðan á vinnslu þar stendur, því það geti spillt þeim vikri sem verið sé að afla. „Dregið verði úr hættu á foki úr vinnslusvæðum með vandaðri umgengni, opin vinnslusvæði verði takmörkuð einsog kostur er og jaðrar vinnsluteiga jafnaðir niður eins fljótt og auðið er. Við lok vikurnáms á svæðinu eða ef forsendur um hreinleika vikurs- ins breytast verði uppgræðsla námasvæðanna endurskoðuð," segir skipulagsstjóri. - Fleiri at- riði eru tíunduð í úrskurði hans sem má kæra til umhverfisráð- herra til 20. október næstkom- andi. -SBS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.