Dagur - 25.09.1999, Síða 4

Dagur - 25.09.1999, Síða 4
4- LAUGARDAGUR 2S. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Ungtr jafnaðarmenn mótmæla Framkvæmaastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna sendi nýlega frá sér ályktun þar sem áformum forsvarsmanna Ríkissjónvarpsins um nýja sjónvarpsrás er harðlega mótmælt. Enn fremur lýsa ungir jafnaðarmenn vonbrigðum sínum með að sumir ráðamenn virðist reiðubúnir að veita hugm)Tidinni stuðning sinn. „Ungir jafnaðarmenn telja enga þörf á því að ríkið sé að auka umsvif sín á fjölmiðlamarkaði. Þvert á móti telja ung- ir jafnaðarmenn rétt að þegar sé hafinn undirbúningur að sölu Rfkisút- varpsins-sjónvarps," segir m.a. í ályktuninni. Iimhverf átök í Ananda Marga Harðar deilur hafa risið upp innan jógahreyfingarinnar Ananda Marga á Islandi vegna sölu á húsnæði hreyfingarinnar að Lindargötu 14 og hefur Gunnlaugur Sigurðsson, fyrrum oddviti stjómar, verið rekinn úr hreyfingunni fyrir að selja húsið heimildarlaust. Fyrirhugað er dómsmál gegn honum þar sem iireyfingin hyggst krefja Gunnlaug um andvirði sölunnar, sem hann hefur haldið eftir. Eftir því sem næst verður komist hafði Gunnlaugur umboð í höndum, sem aðrir forsvarsmenn hreyfingarinnar telja falsað og fór salan fram án samráðs við þá. Enginn kaupsamningur var þinglýstur, heldur eingöngu afsal. Miðað við aðstæður ætlar hreyfingin ekki að reyna að endur- heimta húsið, en hefur dregið að flytja endanlega úr húsinu og hefur kaupandinn höfðað útburðarmál. — FÞG Bíórásín opin öllion Bíórásin fagnar um þessar mundir 1 árs afmæli sínu og af því tilefni verður hún í kynningarskyni opin öllum sjónvarpsáhorfendum allan sól- arhringinn frá 24. september til 4. október næstkomandi. A Bíórásinni eru sendar út textaðar kvikmyndir allan sólarhringinn og eru í hvetjum mánuði sýndar um 190 myndir. Af mörgum myndum sem sýndar verða í opinni dagskrá næstu daga má nefna Jackie Brown, Sugar Hill, Dou- ble Team og Cop Land. Skjámifyrir heymar- lausa Landssíminn hefut !át- ið þýða textasímaforrit, Skjáma, úr norsku til nota fyrir heyrnarlausa hér á landi. Forritið veldur byltingu í sam- skiptum heyrnarlausra sín á milli og við aðra, t.d. þjónustufyrirtæki og stofnanir. Evrópukeppni taflfélaga Um helgina fer tram í húsakynnum Taflfélagsins Hellis í Reykjavík nokkurs konar Evrópukeppni taflfélaga þar sem 8 öflugar skáksveitir mæta til leiks. Þar af eru þrjár íslenskar sveitir með öllum íslensku stór- meisturunum innanborðs, að Friðriki Olafssyni undansldldum. Hinar sveitinar koma frá Danmörku, Irlandi, Rússlandi, Wales og Englandi og þar eru margir sterkir skákmenn á ferð, m.a. Rússinn Morozevich, sem er fjórði stigahæsti skákmaður heims um þessar mundir. Þessar 8 sveit- ir munu keppa um eitt Iaust sæti í úrslitakeppni bestu sveita Evrópu síð- ar á þessu ári. Þetta er eitt sterkasta skákmót sem fram hefur farið hér á Iandi í langan tíma. Fram á sunnudag verður einnig hægt að fylgjast með mótinu á Intemetinu. Slóðin er www.simnet.is/hellir/ECC99.htm Fréttahlað Hafnarfjarðarhæjar Fréttablað Hafnarfjarðarbæjar, 2. tbl. 1. árg., er nú komið út og hefur verið dreift inn á hvert heimili í bænum. í blaðinu er fjallað um umferð- armál og umferðarviku, nýjar leiguíbúðir, menningu, endurbættan Engidalsskóla, nýja höfn, bætt samskipti og þjónustu bæjarstarfsmanna, bjarta framtíð bókasafhsins og góðan árangur í ferðamálum. Einnig er að finna í blaðinu útivistarreglur fyrir foreldra sem má ldippa út úr blað- inu og hafa á áberandi stað inni á heimilinu. Bjöm í Höfðahorg Bjöm Bjamason menntamálaráðherra veitti verð- launum viðtöku í Höfðaborg í S-Afríku sl. fimmtu- dag fyrir hönd norrænu ráðherranefndarinnar. Nefndin fékk viðurkenningu frá Lista- og menn- ingarsjóði S-Afríku fyrir menningarverkefnið Shuttle ‘99. Bjöm fór fyrir norrænni sendinefnd á ferð hennar til Jóhannesarborgar, Durban og Höfðaborgar í S-Affíku til að fylgjast með fram- gangi verkefnisins Shuttle ‘99, sem síðustu mán- uði hefur notið beins og formlegs stuðnings nor- rænu ráðherranefndarinnar. „Það er einstakt að heimsækja listamenn og ræða við stjórnmálamenn um þetta norræna menningarverkefni. Eg er þeirrar skoðunar að verk- efnið eigi eftir að efla samstarf listamanna á öllum sviðum. Stjórnmála- menn hér líta einnig á þetta víðtæka menningarsamstarf sem mikilvæg- an þátt í alhliða samvinnu við Norðurlöndin,“ segir Björn Bjarnason. - lijli Hér vígir Bertind Stefánsdóttir, formaður Féiags heyrnarlausa, tækið í húsakynnum Landssim- ans. - mynd: e. ól. Frjálslyndir vílja ljuka flakksstofnim Sverrir Hermannsson segir ýmislegt hafa orð- ið útimdan við flokks- stoflmnina sl. vor sem nú eigi að ljúka við. Hann segir deilur Valdimars og Gunnars Inga heldur dmerkilegt mál sem ekki verði tek- ið upp á landsflmdin- um. Að sögn Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, hefur verið ákveðið að kalla saman auka landsfund flokksins seinni hlutann í nóvember. „Okkur tókst ekki að ljúka full- komnu skipulagi á flokknum fyrir þingkosningarnar í vor. Nú blasir líka við breytt kjördæmaskipan og það kallar á nýja sýn. Við ætluðum að hafa landsstjórn í flokknum, þar sem saman kæmu fulltrúar frá kjördæmunum, en ekkert af því komst í gagnið fyrir kosningar. Við vorum heldur ekki búin að stofna kjördæmafélög í öllum kjördæm- unum en það eru þau sem eiga að tilnefha fólk í landsstjórn. Og síð- ast en ekki síst ætlum við að slípa okkar stefnu og fara vandlega yfir stefnumótunina, því allt snérist þetta hjá okkur um að koma sam- an framboðslistum fyrir kosning- arnar í vor og þess vegna þurfum við að fylla í þær eyður sem ekki tókst að ljúka við þá,“ sagði Sverr- ir Hermannsson, formaður flokks- ins, í gær. Hann bendir líka á að þegar auka landsfundurinn verður hald- inn verði þingstörfin að komast í gang og að þingmenn flokksins þurfi að fá bakland flokksfólks við sfna stefnu. Ómerkilegt mál Sverrir var spurður hvort hann eigi von á því að deilur þeirra Valdi- mars Jóhannssonar og Gunnars Inga Gunnarssonar, varaformanns flokksins, sem blossuðu upp á dög- unum, verði tekin fyrir á auka Iandsfundinum. „Nei, ég á ekki von á því. Þetta er „duelering" sem hvorki ég sem formaður eða flokkurinn í heild skipta sér nokkurn hlut af. Það er svo sem ekkert skrýtið þegar ólíkir menn koma saman í nýjum flokki þótt þeir ýtist eitthvað á. Eg geri mér engin læti þess vegna og ekki síst þar sem mér þykir málið afar ómerkilegt," sagði Sverrir Her- mannsson. — S.DÓR Aflamarkskerfl fær aukin hljónigriimi Sendmefnd íslands lýsti sig mjög andvíga tfllögu um aðgang fé- lagasamtaka að NAFO sem láta sig fiskveiðar og fískitegundir á NAFO-svæðinu varða, og lét bóka mótmæli sín og viðvaranir á fundinum Tillaga íslands á ársfundi Atlants- hafsveiðistofnunarinnar, NAFO, sem nýlega fór fram í Nova Scotia, að í framtíðinni yrði aflamarkskerfi notað við stýringu veiða á Flæm- ingjagrunni, náði ekki fram að ganga og því verður stjóm rækju- veiðanna áfram byggð á sóknar- stýringu sem byggir á úthlutun veiðidaga til hvers lands. Þó var ákveðið að fulltrúar aðildarríkja NAFO hittust á aukafundi í mars- mánuði árið 2000 og ræddu kosti þess að taka upp aflamarkskerfi og hugsanlega skiptingu veiðiheim- ilda samkvæmt slíku kerfi. Mál- flutningur íslands hefur því fengið mjög aukinn hljómgrunn, og þvf til staðfestingar má benda á að sam- starf var um að rækjuveiðum á hinu nýja veiðisvæði vestur af nú- verandi veiðisvæði skuli stjómað með aflamarkskerfi. Ársfundur NAFO ákvað að heildaraflinn á árinu 2000 yrði sá sami og á þessu ári, eða 30 þúsund tonn og hafnar verði veiðar á nýju veiðisvæði, eins og kemur ffarn hér að framan, en heildarafli þar verð- ur 6 þúsund tonn en af þeim kvóta fær Kanada 5 þúsund tonn. Ársfundurinn samþykkti aðgang félagasamtaka að fundum NAFO. I samþykktinni felst að félagasam- tök, sem Iáta sig fiskveiðar og fisk- tegundir á NAFO-svæðinu varða, koma í framtíðinni til með að hafa heimild til að sitja fundi tveggja af aðalstofnunum NAFO, General Council og Fisheries Commission, sæki þau sérstaldega um það og koma þar á framfæri munnlegum yfirlýsingum. Sendinefnd íslands lýsti sig mjög andvíga tillögunni og lét bóka mótmæli sín og viðvaranir á fundinum. - GG Ottast ekki iiin orðstír BMW „Ég get ekki séð að þetta skaði orðstír BMW bifreiða. Þetta er auðvitað leiðinlegt, en ég held að áhrifin á söluna hjá okkur verði lítil sem engin og staðreyndin er sú að við höfum aukið söluna um 100% frá því í fyrra,“ segir Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða- og landbúnaðarvéla í samtali við Dag, um hugsanleg neikvæð áhrif þess að lúxustýpur af BMW er á meðal þeirra eigna sem teknar hafa verið af handteknum og grunuðum í stóra fíkniefnamál- inu. Gísli tekur skýrt fram að B&L hafi ekki stærstu tegundirnar af BMW til sölu. „Við erum með ódýrustu tegundirnar og þær millistóru. Við höfum ekki verið að selja þessar dýrustu týpur, sem verið er að Ieggja hald á af lögregl- unni í þessu fíkniefnamáli, heldur eru þetta undantekningarlítið bíl- ar sem fluttir hafa verið inn notað- ir. Við getum ekki leyft okkur að hafa áhyggjur af þessu og ekki má gleyma því að fleiri bílategundir eru þarna með í spilinu, jeppar og Benzar," segir Gísli. - FÞG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.