Dagur - 25.09.1999, Page 9
8 - LAUGARDAGUR 2 5. SEPTEMBER 19 9 9
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
L.
X>^MT
FRÉTTIR
Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum í nýju Kringlunni. Alls eru um 400 manns að störfum, þar af eru um 100 erlendir iðnaðarmenn. myndir: hilmar þór
setningu verslana í Kringlunni.
Hann segir markaðsrannsóknir
hafa sýnt fram á að meiri þörf sé
t.d. fyrir verslanir með kvenfatn-
að svo dæmi sé tekið. Auk þess
koma margar erlendar verslana-
keðjur inn með sínar merkjavörur
sem landinn þekkir vel erlendis
frá. Dæmi um það má nefna
herrafataverslunina Hugo Boss,
Knickerbox, Elégance, Inwear-
Matinique, Bison Bee-Q, Sasha,
Only og fleiri. Hann segist ekki
eiga von á því að þessar miklu
Ijárfestingar í verslun muni Ieiða
til hærra vöruverðs.
Opið á siumudögum
I því sambandi bendir hann á að
húsnæðiskostnaður nýrra versl-
ana verði álíka og verið hefur, eða
8-9% af veltu. Þá sé þessi stækk-
un grundvölluð m.a. á spá um
áframhaldandi hagvöxt og spám
um fólksfjölgun á höfuðborgar-
svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að
hagvöxtur verði um 2-3% næstu
fimm sex árin í stað 5% eins og
verið hefur. Þá hafa um 60 fyrir-
tæki af um 1 50 ákveðið að lengja
afgreiðslutíma með því að hafa
opið á sunnudögum frá klukkan
13-17 og byrjar það í næsta mán-
uði. Eignarhaldsfélagið hefur
hins vegar fallið frá því að skylda
alla að hafa opið á sunnudögum,
þótt það hafi heimild til þess.
Hálfur rnilljarður hjá
borginni
Hjörleifur Kvaran borgarlögmað-
ur segir að hlutur borgarinnar í
stækkaðri Kringlu sé á mörgum
sviðum, eins og t.d. með nýjum
250 manna sal í Borgarleikhús-
inu og með útibúi Borgarbóka-
safnsins sem verður opnað á
næsta ári. Þetta tvennt sé þó sér-
eignir borgarinnar. Auk þess tek-
ur borgin þátt í byggingu bíla-
stæða með 140 milljóna króna
framlagi og kostnaðarsömum
gatnagerðarframkvæmdum og
breytingum á umhverfi svæðisins.
I því sambandi bendir hann á að
borgin taki þátt í kostnaði vegna
Iistaverka sem verða á torgum
Kringlusvæðisins. Hann áætlar
að heildarkostnaður borgarinnar
vegna þess alls sé um 500 millj-
ónir króna.
Nær aLmenningi
Borgarlögmaður segir að ástæður
þess að borgin sé að taka þátt í
þessu með Kringlumönnum séu
margvíslegar. Fyrir það fyrsta hafi
borgin haft áhuga á þvi að reyna
að tengja Borgarbókasafnið betur
inn á þá línu sem almenningur
sækir í. Hið sama sé uppá ten-
ingnum varðandi Borgarleikhús-
ið, þ.e. að gera það sýnilegra fyrir
almenningi þannig að menningin
verði hluti af Kringlunni. Að-
spurður hvort rekstrargrundvöll-
ur sé fyrir nýjum sal í Borgarleik-
húsi með tilliti til þeirra erfiðleika
sem verið hafa í rekstri þess, seg-
ir Hjörleifur að það sé mat borg-
arinnar að þessi salur hafi betri
forsendur til að standa undir sér
en margt annað í rekstrinum.
Þarna sé um millistærð á sal að
ræða sem hentar oft betur en
bæði litli salurinn og stóra sviðið.
Þá sé komið á samstarf á milli
Borgarleikhússins og Islenska
dansflokksins og því mun nýi sal-
urinn nýtast dansflokknum íyrir
sjmingar. Auk þess sé verið að
skoða það hvort frjálsir Ieikhópar
muni fá aðgang að þessum sal,
enda sé vilji fyrir því að opna leik-
húsið meira. Borgarlögmaður
bendir einnig á að það hafi ekki
verið tekin ákvörðun um það
hvort þessi nýi salur verði hluti af
starfsemi Leikfélags Reykjavíkur
þótt margt bendi til þess.
Ys og þys
Þegar breytingarnir á Kringlunni
voru kynntar fyrir fjölmiðlum í
gær með vettvangskynningu
mátti í fljótu bragði ætla að erfitt
yrði að standa við þá áætlun að
opna formlega eftir tæpar þrjár
vikur. I það minnsta virðist sem
æði margt ætti eftir að vinna áður
en af því gæti orðið. A margan
hátt var álíka umhorfs og þegar
verið var að leggja lokahöndina á
Kringluna sumarið 1987. Hins
vegar voru Kringlumenn og tals-
menn verkatakafyrirtæksins
Istaks ekki sömu skoðunar og
sjálfsagt munu þeir hafa rétt fyrir
sér, enda landinn þekktur fyrir að
klára verk með áhlaupi á loka-
sprettir.um. Þótt opnað verði á til-
skyldum tíma verður nóg að gera
við alls konar frágangsvinnu og
eru verklok ekki áætluð fyrr en 1.
desember nk. A nýbyggingarsvæð-
inu var manngrúi af iðnaðar-
mönnum úr nær öllum iðngrein-
um við vinnu í marglitum búning-
um. Þar var ys og þys, enda um
400 manns þar við vinnu og þar af
um 100 útlendingar. Þar af voru
nokkrir ítalskir iðnaðarmenn frá
Mílanó við að Ieggja gólfefni eftir
kúnstarinnar reglum.
Ingimar Ragnarsson hjá Istaki
segir að menn hafi byrjað á þessu
verki í byrjun janúar í ár og því sé
þetta um níu mánaða verktími.
Hins vegar sé engin launung á því
að erfitt hafi verið að fá menn í
vinnu vegna þenslunnar á vinnu-
markaði. Til að bregðast við því
hefur Istak orðið að fresta
nokkrum framkvæmdum til að
geta notað sem flesta af starfs-
mönnum sínum í Kringlunni. Alls
hefur Istak verið með 240 manns
í vinnu á svæðinu. Sem dæmi um
umfang þessa verkefnis má nefna
að við grunninn voru grafnir upp
um 40 þúsund rúmmetrar og þar
af var helmingurinn klöpp sem
þurfti að sprengja. Þá er talið að
um 400 tonn af stáli séu í nýbygg-
ingunni og um 4 þúsund
rúmmetrar af steypu hafa farið í
bygginguna. Fram til þessa hafa
aðeins tvö alvarleg vinnuslys orð-
ið á svæðinu. Á svæðinu vekur at-
hygli sérstök bygging þar sem ætl-
unin er að koma fyrir 1000 mun-
um úr verslunarsögu Kringlunnar.
Þessi bygging verður síðan inn-
sigluð og ekki opnuð íyrr en eftir
kannski 100 ár. Hún verður í um-
sjón Þjóðminjasafnsins og er
stefnt að því að áhugasamir geti
skoðað þessa muni á netsíðu
safnsins.
Hugað að stækkun til norðurs
Með þessari nýbyggingu ná
Kiinglan og Borgarleikbúsið sam-
an frá Miklubraut til Listabrautar.
Þá munu Kringlumenn þej^ar
farnir að huga að enn frekari
stækkun og þá til norðurs. I þess-
ari framkvæmd sé aðalinntakið að
skapa eina lifandi heild þar sem
hægt verður að fullnægja sem
flestum þörfum fjölskyldunnar
undir sama þaki. Hugmyndafræð-
in að baki þessu sé að skapa nokk-
urs konar Vetrarborg á norður-
hveli þar sem Mammon og menn-
ingin taka höndum saman með
nýjum 250 manna sal í Borgar-
leikhúsinu auk þess sem í nýbygg-
ingunni verður útibú frá Borgar-
bókasafni Reykjavíkur. Með því er
talið að tengsl menningar og list-
ar myndist þarna með sérstökum
hætti. Samfara þessu aukast
möguleikar á allskyns uppákom-
um í tónlistarflutningi, upplestri
skálda og fyrirlestrum.
Mjukt og hlýtt
Auk þessa hefur verið unnið að
miklum endurbótum og breyting-
um á eldra húsnæðinu, jafnt í
sameiginlegu rými og hjá einstaka
fyrirtækjum. Þá verða einnig rót-
tækar breytingar á innviðum
Kringlunnar. Rýmið eykst og litir
og Iýsing verða mýkri og hlýlegri,
jafnt í eldri hlutanum og í nýbygg-
ingunni. Þá verður hljóðeinangr-
un endurbætt til að draga úr kliði
á göngunum. Allt miðar þetta að
því að gera umhverfið sem vistleg-
ast og þægilegast til að viðskipta-
vininum líði sem best. Með þvf
telja sérfræðingar að fólk gefi sér
meiri tíma til að versla. I því sam-
bandi má nefna að sérstök svæði á
göngum verða Iögð parketi, auk
þess sem þar verða sófar í stað
bekkja þar sem fólk getur hvílt
sig.
50% aukning
Með þessari stækkun verða versl-
anir Kringlunnar Ijölbreyttari og
allt vöruúrval eykst til muna. Fyr-
ir stækkun voru rekstraraðilar um
100 en nú bætast við um 46,
þannig að aukningin er tæplega
50%. Ymsar af þeim verslunum
sem fyrir eru flytjast til og eða
stækka eða breytast umtalsvert.
Þessar breytingar ná meira og
minna yfir allt húsið. Þá verður
gjörbreyting á öllu veitingahaldi í
Kringlunni. I nýbyggingunni verð-
ur sérstakt svæði matsölustaða og
kaffihúsa með breytilegum
áherslum. Þetta svæði, sem verð-
ur á svonefndu Stjörnutorgi þar
sem loftið verður eins og himin-
hvelfing alsett stjörnum, verður í
sterkum tengslum við Borgarleik-
húsið. Með því móti getur fólk
notið lystisemda í mat, drykk,
menningu og skemmtun án þess
að fara útúr húsi. Það eina sem á
vantar er kannski hótel fyrir þá
sem vilja gista.
Tvö þúsund bílastæði
Þá batnar öll aðkoma að Kringl-
unni til muna frá því sem verið
hefur. Bílageymslan stækkar, úti-
bílastæðum fjölgar og einnig inn-
göngum í húsið. Fyrir voru alls
1.750 bílastæði en þeim fjölgar
um 420 við Listabrautina. Þá
verður hægt að komast í Kringl-
una í gegnum Borgarleikhúsið.
Jafnframt verður umhverfi Kringl-
unnar fegrað og bætt við torgi.
Það er úr íslensku grjóti. Þar
verður einnig grasagarður með
belckjum þar sem hægt verður að
njóta lífsins á góðviðrisdögum.
Hugmyndin að baki stækkun Kringlunnar og breytingum innan sem ut-
andyra er að skapa tengsl á milli verslunar og menningar I yfirbyggðu rými,
eða nokkurs konar Vetrarborgar með mýkt og hlýju fyrir veðri og vindum á
norðurhjara veraldar.
7%' GUÐMUNDUR
,1 RÚNAR
■} HEIÐARSSON
•K S SKRIFAR
Ný og stærri Kringla
verðux opnuð eftir
tæpar þrjár vikur. Um
50% aukuing á versl-
uuum. Erlendar versl-
auakeðjur. Fjárfesting
fyrir 3-4 milljarða.
EkM áhrif á vöruverð.
Hlutiir borgar um 500
milljónir króna. Um
1100-1200 stöðu-
gildi. Opið á sunnu-
dögum.
Um tólf árum eftir að Kringlan
hóf starfsemi sína er verið að
stækka hana með 10 þúsund fer-
metra nýbyggingu en eldri bygg-
ingin er um 40 þúsund fermetrar.
Með tengingu við 10 þúsund fer-
metra stórt Borgarleikhúsið sem
stækkar um 2 þúsund fermetra
verður því Kringlan alls um 62
þúsund fermetrar eftir þessar
breytingar. Stefnt er að því að
formleg opunun verði 14. októ-
ber nk. en nýju verslanirnar verða
opnaðar þann 11. október.
Nokkrar verslanir verða þó opn-
aðar þann 7. október. Hugmynd-
in að baki stækkun Kringlunnar
og breytingum innan sem utan
dyra er að skapa tengsl á milli
verslunar og menningar í yfir-
byggðu rými, eða nokkurs konar
Vetrarborg með mýkt og hlýju fyr-
ir veðri og vindum á norðurhjara
veraldar.
Straumhvörf
Kringlumenn telja að með þessari
stækkun séu að verða ný straum-
hvörf í sögu verslunarhátta á Is-
landi þar sem nýjar áherslur um
samtengingu verslunar, menning-
ar, Iista og afþreyingar munu líta
dagsins Ijós í fyrsta skipti hér á
landi. Talið er að stöðugildi í
Kringlunni aukist úr 900 í 1100-
1200 og þýðir að staðurinn verð-
ur með stærstu vinnustöðum
landsins ef þá ekki sá stærsti.
Fyrir utan þessa miklu stækkun á
verslunarrými í Kringlunni hefur
verslunarrými á höfuðborgar-
svæðinu stóraukist og þá einkum
í Kópavogi. A því svæði á það
rými eftir að stækka þegar tug
þúsunda fermetra verslunarrisi á
vegum Smáralindar verður
byggður þar á næstu árum.
Leiðir ekki tU hærra vöru-
verðs
Ragnar Atli Guðmundsson,
stjórnarformaður Eignarhaldsfé-
lags Kringlunnar, segir að kostn-
aður vegna þessara framkvæmda
verði vel yfir þrjá milljarða króna.
Þar af sé hlutur félagsins um 2
milljarðar og kostnaður vegna
innréttinga verslunareigenda sé
áætlaður um 700 milljónir króna.
Þá nemur hlutur borgarinnar um
hálfum milljarði króna en hluti af
þeim kostnaði skarast við útgjöld
Eignarhaldsfélagsins. Aðspurður
hvort menn sé ekki að færast of
mikið fang með allri þessari
aukningu í verslunarrými með til-
liti til þess sem t.d. Smáralind
hyggst fyrir í Kópavogi, segir
Ragnar að menn viti ekkert um
áform þeirra. Hins vegar segir
hann að Kringlan byggi á ákveð-
inni velgengni. Til marks um það
bendir hann á að þegar Kringlan
var opnuð fyrir 12 árum hefðu
strax byrjað að myndast biðlistar
eftir verslunarplássi. Þeirri eftir-
spurn hefðu menn aldrei náð að
fullnægja á þessum árum. Þá séu
þegar farnir að myndast nýir
biðlistar þrátt fyrir þessa íjölgun á
verslunarrýmum.
Með stækkunininni sé verið að
styrkja Kringluna í samkeppni við
önnur verslunarsvæði í borginni
og á höfuðborgarsvæðinu. Það sé
m.a. gert með því að auka veru-
lega framboð af veitingastöðum
og fá inn stóra og sterka verslun
til mótvægis við Nýkaup og Hag-
kaup sem nefnist Akkeri. Það er
2.600 fermetra verslun á sviði
útivistar og Iífsstíls. Síðast en
ekki síst sé verið að bæta sam-
Mammon og meiming í Vetrarboig
Frá fyrsta ársfundi Vinnumálastofnunar. Páll Pétursson ásamt Gissuri Pét-
urssyni, forstjóra stofnunarinnar. mynd: hilmar þór
Nýju síörfin
orðrn 14.500
F élagsmálar áðherra
segir enn sem komið
er góða reynslu af ný-
legum lögum uin
viuuumarkaðsaðgerð-
ir og breyttri vinnu-
löggjöf.
„Mér er það minnisstætt að á út-
mánuðum 1995, vorum við að
heyja kosningabaráttu og þá var
verulegt atvinnuleysi í landinu á
okkar mælikvarða. Við framsókn-
armenn héldum því fram að það
þyrfti að skapa 12.000 ný störf
til aldamóta. Það var hlegið að
okkur fyrir þetta og sagt ómerki-
legt yfirboð, en þetta hafði nú
samt hljómgrunn hjá fólkinu í
landinu. Og þessi 12.000 störf
sem við framsóknarmenn vorum
að tala um eru líklega orðin um
14.500 að minnsta kosti og at-
vinnuleysinu hefur nú verið nær
útrýmt, sem betur fer,“ sagði Páll
Pétursson félagsmálaráðherra í
ávarpi á ársfundi Vinnumála-
stofnunar, til marks um hraðar
breytingar á veröldinni í kring-
um okkur og viðhorfum okkar og
aðstæðum.
Atvinnuleysishætur miUj-
arði iiiiniii
Arsskýrsla Vinnumálastofnunar
sýnir árangurinn í tölum.
Greiðslur atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs hafa minnkað jafnt og
þétt, úr 3,2 milljörðum 1995
niður í 2,1 milljarð á sl. ári.
Greiðslur til átaksverkefna
minnkuðu úr 240 milljónum í
74 milljónir - en hins vegar þre-
földuðust greiðslur sjóðsins
vegna kauptryggingar fisk-
vinnslufólks úr 58 milljónum í
156 milljónir á sama tíma.
Heildargreiðslur ábyrgðarsjóðs
launa hafa Iíka minnkað stórum,
úr 510 milljónuin árið 1991 nið-
ur í 140 milljónir í fyrra. Og út-
gefin atvinnuleyfi hafa nærri
tvöfaldast á sl. tveim árum, í
2.222 í fyrra.
Draugurinn hlundar - en
ekki dauður
Páll minnti á að það hafi verið
meginmarkmið ríkisstjórnarinn-
ar sem mynduð var 1995 að
vinna bug á atvinnuleysinu, sem
mældist allt upp í 7%. Vinnulög-
gjöfin og lög um atvinnuleysis-
tryggingar hafi verið endurskoð-
uð og ný lög sett um vinnumark-
aðsaðgerðir. „Nú er dálítil
reynsla komin á þessa lagasetn-
ingu og ég leyfi mér að halda því
fram að hún hafi verið góð - svo
er ykkur (fulltrúar stéttarfélaga
og vinnuveitenda) fyrir að
þakka.“ Hagvöxtur hafi verið
mikill, atvinnuleysi nær útrýmt
og kaupmáttur vaxið mjög hratt.
Þessi árangur hafi vakið athygli
á norrænum og evrópskum vett-
vangi og þykir glæsilegur.
„Reyndar er svo komið að við
erum orðin verulega háð erlendu
vinnuafli, bæði til verðmæta-
sköpunar og eins til að halda
þjóðfélaginu gangandi," sagði
Páll. Enda hafi lítið þýtt að tala
um atvinnuleysisböl eða nauðsyn
atvinnuuppbyggingar í síðustu
kosningabaráttu - a.m.k. ekki á
höfuðborgarsvæðinu. Ekki megi
þó slaka á. „Efnahagslíf okkar er
viðkvæmt og ef við missum verð-
bólguna á stað aftur þá fylgja
óhjákvæmilega í kjölfarið aukið
atxdnnuleysi og önnur óáran,“
sagði félagsmálaráðherra. - HEI
Nýtt jafnréttisráð
skipað
Páll Pétursson félags-
málaráðherra hefur
skipað nýtt Jafnréttisráð.
Fulltrúi ráðherra og
jafnframt formaður er
Elín R. Líndal bóndi.
Varamaður hennar er
Gunnar Bragi Sveins-
son, aðstoðarmaður fé-
lagsmálaráðherra. Full-
trúi ASI er Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, vara-
formaður Eflingar, og til vara Ari
Skúlason, framkvæmdastjóri
ASÍ. Fulltrúi BSRB er Þórveig
Þormóðsdóttir deildarstjóri og
Sigríður Kristinsdóttir til vara.
Frá Kvenfélagasambandi Islands
er Jónína Steingrímsdóttir hár-
greiðslumeistari skipuð
og varamaður hennar er
Kristín B. Kristinsdóttir
skrifstofustjóri. Fulltrúi
Kvenréttindafélags Is-
lands er Ellen Ingva-
dóttir, lögg. skjalaþýð-
andi, og til vara Hulda
Karen Olafsdóttir. Full-
trúi VSI er Hrafnhildur
Stefánsdóttir, lögfræð-
ingur VSI, og henni til
vara er Guðrún Lárusdóttir. I
ráðinu situr einnig formaður
jafnréttismála, Sigurður Tómas
Magnússon héraðsdómari, og
varamaður hans er Hjördís Há-
konardóttir héraðsdómari.
Elín R. Líndal
verður formaður.