Dagur - 25.09.1999, Síða 12

Dagur - 25.09.1999, Síða 12
l2- L ÁÚ G Á R D ÁG V R" 2 5. SEP t'ÚWbe'r' 'l 9 99 Prír íslenskir í sigtinu hjá Lilleström Þnr íslenski leikmenn eru nú í sigtinu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Það eru þeir Grétar Hjartarson, framhetji Grindavíkinga, Ármann Bjömsson, ungur og efnilegur framheiji, sem skoraði 36 mörk fyrir Sindra frá Hornafirði í 2. deildinni í sumar og loks Indriði Sigurðs- son, vamarmaðurinn ungi hjá KR. Armann, sem undanfama daga hef- ur dvalið hjá Lilleström, var boðið að dvelja þar áfram í næstu viku, sem þýðir að félagið mun eflaust fljótlega bjóða honum samning. Grétar var aftur á móti væntanlegur til Lilleström í gær, þar sem málið verður skoð- að betur. Hvað varðar Indriða Sigurðsson, þá hefur Dagur fregnað að KR-ing- ar hafi þegar hafið viðræður við Lilleström, sem hugsanlega sé tilbúið til að borga 10 milljónir íslenskra króna íyrir strákinn. Málið mun þó vænt- anlega ekki skýrast fyrr en í næstu viku, eftir að Norðmennirnir hafa skoðað leikmanninn betur eftir bikarúrslitaleikinn um helgina. Samkvæmt heimildum frá Noregi, má fastlega búast við því að Heið- ar Helguson verði seldur frá Lilleström og hefur hugsanlegt söluverð verið nefnt á bilinu 150 til 200 milljónir íslenskra króna. Hollenska Iið- ið Arnheim hefur þar verið nefnt til sögunnar, auk annarra liða. Fastlega er svo búist við að kóngurinn sjálfur, Rúnar Kristinsson, verði áfram hjá félaginu og klári gerðan samning sem nær út næsta keppnistímabil. Redknapp óánægðiir með Meistaradeild Evrópn Harry Redknapp, framkvæmdastjóri West Ham, segir það mistök að Evrópukeppni meistaraliða skyldi hafa verið breytt í meistaradeild. Red- knapp tekur þar með undir orð knattspyrnugoðsins Johan Cruyff, sem segir að horfið hafi verið frá gamla útsláttarfyrirkomulaginu, aðeins til að stóru ldúbbarnir græddu meiri peninga. Redknapp er sammála og segir að aðal mistökin liggi í breytingunni úr útsláttarfyrirkomulaginu í deildarkeppni. „Mér finnst að keppnin hafi misst gildi sitt með þessari breytingu. Aður skipti hver viðureign máli og því var spenna í keppninni frá upphafi til enda. Nú geta Iiðin leyft sér að spila upp á jafntefli og geta jafnvel unnið upp tapleiki í seinni um- ferðum. Svo er þetta ekki lengur keppni meistaraliða, því nú taka þátt í henni Iið niður í þriðja sæti. Það leiðir af sér að leikirnir eru misgóðir, þar sem mikill styrkleikamunur er á liðunum,“ sagði Redknapp. Hann segir að meistaradeildin hafi einnig haft töluverð áhrif á árangur liðanna í deildarkeppnunum heima fyrir. Þar tekur hann sem dæmi Lundúna- liðið Chelsea, sem nú tekur í fyrsta skipti þátt í meistaradeildinni. „Þeir léku til dæmis gegn Watford í síðustu viku og þurftu þá að hvíla sex lyk- ilmenn vegna leiksins gegn Herthu Berlín í meistaradeildinni á þriðju- daginn. Þetta segir okkur að Iiðið tekur meistaradeildina framyfir ensku deildina. Þá hefur þetta einnig tekið sinn toll af ensku bikarkeppninni, þar sem meistarar United geta ekki leikið með,“ sagði Redknapp. Fyrsta lyfjabaimiö í þýska boltanum Thomas Ziemer, miðvörður þýska Iiðsins FC Númberg, sem féll úr úr- valsdeildinni í fyrra, var í gær dæmdur í níu mánaða Ieikbann fyrir mis- notkun steralyfja. Ziemer, sem er þrítugur, féll á lyfjaprófi í maí sl. eftir úrvalsdeildarleik gegn Freiburg og er fyrsti leikmaðurinn í þýska boltanum til að hljóta slíkt bann. Að sögn Rainer Koch, formanns lyfjaeftirlitsnefndar þýska knatt- spyrnusambandsins, sem tilkynnti um úrskurðinn, voru niðurstöður lyfjaprófsins óvéfengjanlegar. Ziemer sem taldi sig hafa verið ómeðvitaðan um inntöku ólöglegra lyfja, viðurkenndi að hann hefði fengið lyf hjá fyrrum sjúkraþjálfara fé- lagsins, Herbert Brand, vegna slæmra vöðvameiðsla, en ekki gert sér grein fyrir innihaldi þeirra og afleiðingum. Þessar afsakanir Ziemers voru ekki teknar til greina. „Leikmenn bera sjálfir ábyrgð á því hvað þeir taka inn og verða að taka afleiðingunum," sagði Koch, formaður lyfjanefndarinnar. Forsala á bikarurslitaleikinn gengur vel Mikill áhugi er fyrir bikarúrslitaleik IA og KR á morgun, sem marka má af því að strax um miðjan dag í gær höfðu selst vel á þriðja þúsund mið- ar í forsölu á Skaganum og í Reykjavík. Það stefnir því í aðsóknarmet, sem var sameiginlegt takmark hjá félögunum. Að sögn Sæmundar Víglundssonar hjá IA, er nú mikil stemmning á Skaganum. „Okkar dagskrá hefst í íþróttahúsinu í dag kl. 17:00 með skemmtidagskrá fyrir börnin og síðan frá ld. 22:00 fyrir fullorðna, sem endar með dansleik fram eftir kvöldi. A morgun verða svo sætaferðir í bæinn frá Skútunni kl. 9:30 og 13:00, og verður haldið í Akogessalinn í Sóltúni 3, þar sem Skagamenn og annað stuðningsfólk mun hittast fyr- ir Ieik. Húsið verður opnað kl. 11:00 og þar verður ýmislegt til skemmt- unar áður en haldið verður í skrúðgöngu út á LaugardalsvöII,11 sagði Sæ- mundur. Að sögn Magnúsar Orra Schram hjá KR, byrja KR-ingar á því að vígja nýja félagsaðstöðu í Frostaskjólinu í dag kl. 14:00, þar sem heilmikið verður um að vera. A morgun hefst svo dagskráin með útsendingu KR- útvarpsins strax kl. 10:00. Klukkan 11:00 verður svo meistaramorgun- verður á Rauða ljóninu, eins og var um síðustu helgi, þegar um það bil 300 eldheitir stuðningsmenn borðuðu saman frískandi morgunverð. I framhaldi af því verður svo andlitsmálun og dagskrá fyrir bömin á Eiðis- torgi, þar til við höldum af stað í Laugardalinn, með rútum. Fyrri rút- umar fara kl. 13:20 og þær seinni ld. 13:50. Eftir leik verðum við svo auðvitað á Rauða Ljóninu eins og síðustu tvær helgar,“ sagði Magnús Orri. ÍÞRQTTIR UM HELGINA Laugard. 25. sept. ■ HANDBOLTI 1. deild kvenna Kl. 16:30 Stjarnan - Fram Kl. 16:30 FH - ÍR Kl. 16:30 Grótta/KR - Víkingur Kl. 16:30 Haukar-KA Kl. 16:30 UMFA-Valur ■ akstursíþróttir Haustrall Esso Rallið hófst í gær kl. 17:40 frá Ár- túnshöfða og var ekið um Geitháls og Kaldárselsveg. I dag verður ræst frá bensínstöð Esso við Reykjavíkurveg í Hafnar- firði kl. 07:30 og aftur eftir hlé kl. 11:15. Suiuiud. 26. sept. ■ fótbolti Bikarkeppni KSI KI. 15:00 KR-ÍA Úrslitaleikur í Laugardal. ÍÞROTTIR á skjánum Laugard. 25. sept WéKMim AúiM Akstursíþróttir KI. 10:55 Formula 1 Tímataka Lúxemborg. Golf Kl. 12:15 Ryder bikarinn Útsending frá keppni Banda- ríkjanna og Evrópu í golfi. Kl. 17:40 Ryder bikarinn KI. 19:45 Ryder bikarinn Fótbolti Kl. 12:30 Alltaf í boltanum Kl. 13:45 Enski boltinn Man. United - Southampton Hnefaleikar Kl. 22:55 Hnefaleikakeppni Oscar de la Hoya og Felix Trinidad Endursýnt frá síðustu helgi. Sitnnud. 26. sept. Akstursíþróttir Kl. 11:30 Formula 1 Kappakstur í Lúxemborg. Golf Kl. 14:00 Ryder bikarinn Útsending frá keppni Banda- ríkjanna og Evrópu í golfi. Kl. 17:00 Ryder bikarinn KI. 17:40 Ryder bikarinn Kl. 19:25 Ryder bikarinn Fótbolti Kl. 14:45 Bikarkeppni KSÍ Úrslitaleikur KR - ÍA STÖÐ 2 Akstursíþróttir Kl. 12:30 Daewoo-Mótorsport Hestaíþróttir Kl. 13:30 Veðreiðar Fáks Bein útsending frá Fáksvelli. Fótbolti Kl. 17:00 Meistarak. Evrópu Fjallað almennt um keppnina og farið yfir leiki. Fótbolti Kl. 18:20 ítalski boltinn Parma - Lazio Golf Kl. 20:25 Golfmót í Evrópu Fótbolti Kl. 18:55 Enski boltinn Liverpool - Everton Simi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio ALLIR KRAKKAR FA LINU LANGSOKK MIÐAVERÐ FYRIR 6 ARA OG YNGRI %5 KR. 400, ELDRI EN 6 ÁRA KR. 650 ., DOLBY Sýndkl. 18, 21 og 23-B.Í.16 Sýnd laugard. og sunnud. kl. 15 og 17 Mánud. kl. 17 SEX ANNABEL CHUNG 251KARLMAÐUR Á10 TÍMUM Sýnd um helgina kl. 19,21 og 00.00 miðnætursýníng - B.i.16 Mánud. kl. 19 og 21 Sýnd laugard. kl. 15 Sunnud. kl. 15 ■ ■ ■ ■ i iíi ■ ■ ■ 1 ■ «11 ■ ■■■■■■■■!■■■ ■ i i iii ■ i i ■ i i i i ■ ■■■■■■■■ i ■ « ■ ■ ■ ■■ »■■■■■■■■ |hiiiiiiiiiiiii ixil niiiiiini iii lilii iiiiniiiiinnn|

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.