Dagur - 29.09.1999, Qupperneq 3

Dagur - 29.09.1999, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Líf nú tíma mannsi ns byggist sífellt meira á tölvum. Böm læm í gegnum leik og hafa tölvumarverið að ryðjasértil rúmsá leikskólum. í júnímánuði síðastliðnum tók gildi aðalnámskrá fyrir leik- skóla, þar sem segir að tölvur eigi að vera í leikskólum, t.d. inni á deild þar sem hljóðlátir leikir fari fram. Guðrún Alda Harðardóttir, brautarstjóri leik- skólabrautar Háskólans á Akur- eyri, segir að tölvur eigi að nota eins og hvern annan bún- að sem til er í leikskólum út frá hugmyndafræði þeirra.. „ef hugmyndafræðin byggist á því að börn skapi og byggi, þá á að nota tölvurnar til skapandi starfs. Eg legg mikið upp úr því að þetta tæki sé inni á deild og sé þar á meðal annars efnivið- ar. Þetta er efniviður líkt og kubbarnir. Það sem mér finnst mikilvægast við tölvunotkun er að börnin læri að þetta sé tæki sem þau stjórna en ekki að það sé tækið sem stjórnar þeim.“ Bðmin þurfa góðar tölvur Börn læra mest á íyrstu árum ævinnar. Guðrún Alda vísar í danska rannsókn þar sem kom fram að þau læri hraðar á tölvur en áður hefur verið talið. Þegar börnin fengu að vinna á sínum hraða tók þau einn dag að af- greiða efni sem átti að fara í gegnum á þremur mánuðum. „Það kom í Ijós í þessari rann- sókn að stúlkur og drengir læra á mismunandi hátt. Stúlkurnar prófuðu að nota tölvuna meira sem hlutverkaleik en drengirn- ir. Þegar stelpnahópur var fyrir framan tölvuna, þá byrjaði ein og síðan þegar sú næsta tók við, þá gerði hún það sama og hélt svo áfram. Strákarnir byggðu aftur á móti ofan á þekkingu hvors annars. Það er rannsóknarefni að skoða þetta betur.“ Margir leikskólar hafa notað tölvur í nokkur ár. Guðrún Alda segir að oft vilji brenna við að gamlar tölvur séu settar inn á deild. „Börnin þurfa góð- ar tölvur, með hljóðkorti, hátöl- urum og geisladrifi, á sama hátt og leikskólakennarar þurfa að vanda valið á bókum sem þeir kaupa. Þeir lesa bækurnar áður en þeir lesa þær fyrir „Ef hugmyndafræðin byggir á því að börn skapi og byggi, þá á að nota tölvurnar tii þess að skapa, “ segir Guðrún Alda Harðardóttir, brautar- stjóri leikskólabrautar Háskólans á Akureyri. mynd brink börnin. Þá verða leikskóla- kennararnir að skoða forritin áður en þeir láta börnin nota þau.“ Ekkert barn orðið heltekið Tölvur hafa verið notaðar á leikskólanum Klöppum í rúmt ár. Þar eru aðallega þrjú forrit notuð; stærðfræðiforrit, þar sem börnin Iæra að þekkja töl- urnar og leggia saman, forrit þar sem börnin semja sögur og hljóðskreyta þær, auk þess sem þar er leikver. Alfa Björk Krist- insdóttir, leikskólakennari, seg- ir að svokölluð tölvuhræðsla sé ekki til hjá börnunum. „Þau byrja yfirleitt á því að nota tölv- una þegar þau eru þriggja ára. Það er gaman að fylgjast með því hvað börnin eru köld. Þau kveikja á tölvunni og byrja sjálf á því sem þau ætla að gera. Þetta byggist á mikilli sam- vinnu, þau sitja kannski fjögur fyrir framan tölvuna og vinna saman.“ Mörgum finnst tölvur vera dýr Ieikföng handa börnum, en Alfa Björk segir að börnin viti að það megi ekki fíflast í kring- um tölvuna. „Þau læra hvernig á að haga sér og það er alltaf einhver hjá þeim, þannig að þau eru aldrei ein. Það er alveg frábært að fylgjast með því hvernig eldri krakkarnir leið- beina þeim yngri. Þau læra að bera virðingu fyrir tölvunni. Það er einmitt samvinnan sem þetta byggist á. Þau hætta ekkert að fara út og leika sér þó að það sé komin tölva á deildina. Það er ekki neitt barn sem hefur orðið heltekið. Fyrst var þetta alveg ofsalega spenn- andi, en nú finnst þeim þetta sjálfsagður hlutur." - PJESTA BÆKUR Sígilt meistaraverk Meistari Jim eftir Joseph Conrad er óefað eitt af sígildum bókmennta- verkum ald- arinnar en bókin kom fyrst út árið 1900 og er JosePh Conrad. því rituð á síðustu öld en lesin á þeirri sem brátt er á enda, hvort sem aldamótin teljast vera í byrjun eða lok næsta árs. Nú er bókin komin út hjá Máli og menningu í þýðingu Atla Magnússonar, sem lagt hefur sig eftir að snúa vönd- uðum bókmenntum á ágæta íslensku. Joseph Conrad var Pólverji sem silgdi á breskum skipum um heimshöfin þegar veldi Englendinga var hvað mest. Hann varð breskur rík- isborgari og skrifaði á ensku. Sögur hans byggja á reynslu sjómannsins og hann lýsir flestum betur nýlenduásælni Evrópumanna. Meistari Jim er fjörlega skrifuð ævintýra- og sjóferða- saga og nærfærin Iýsing á fólki sem lendir í aðstæðum þar sem reynir á siðferðisþrek og andlegan styrk þeirra sem við sögu koma. Sagan Ijallar um mann sem brást á hættu- stund og er á flótta undan eigin orðspori. Hann yfirgefur heim hvíta mannsins og sest að á hitabeltiseyju í Suður- höfum. Þar verður hann rétt- látur herra hinna innfæddu, en þegar ráðist er á para- dísareyju hans verður hann að taka örlagaríkar ákvarðanir. Verð bókarinnar er 2.980 kr. Endunítgáfur í kiljubroti ------ Nóttin hefur þúsund augu eftir Arna Þórar- insson. Lipur- lega skrifaður reyfari sem gagnrýnendur og lesendur , tóku vel. Árn' Suðrið eftir Þórarinsson. jorge Lujs Borges. Smá- sögur eftir þennan argent- ínska snilldarhöfund komu út í þýðingu Guðbergs Bergsson- ar 1975 og eru löngu upp- seldar. I tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu skáldsins, sem lést 1975, er Suðrið gefið út á ný. Ár hérans eftir Finnann Arto Paasilinna er saga um skoplegar svaðilfarir og miklar náttúrulýsingar. Sagan kom fyrst út 1975 og hefur notið vinsælda síðan. Hún Ijallar um hann Vatanen, sem orð- inn var leiður á borgarlífi, vinnu sinni og konu sinni. Hann röltir út í skóg og finn- ur þar slasaðan héra og þeir félagar halda á vit ævintýr- anna. Hver kilja kostar 999 krónur. Tímaritið Tímarit Máls og menningar, 3. hefti þessa árgangs er kom- ið út. í því eru margar greinar um bókmenntir, skrifaðar af bókmenntafólki handa bók- menntafólki, svo sem um ein- sögu og hið „póstmóderníska“ ástand, og margt fleira skemmtilegt. V____________________________)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.