Dagur - 30.09.1999, Síða 1
á Seltj amamesi
Leíkskólagjðld hækka
imt 20%. Útgjöld for
eldra med tvö böru
ankast uin 74 þúsund
á ári.
Töluverður hiti er í foreldrum
leikskólabarna á Mánabrekku í
Seltjarnarnesbæ vegna þeirrar
ákvörðunar bæjarins að hækka
leikskólagjöld um 20%. Her-
mann Valsson, formaður For-
eldrafélagsins, segir að þetta auki
útgjöld foreldra sem séu með tvö
börn á leikskóla í átta tíma á dag
um 74.536 krónur á ári og 42
þúsund krónur fyrir foreldra með
eitt barn. Hann telur að foreldr-
ar verði að auka árstekjur sfnar
um 120 þúsund krónur til að
standa straum af þessari hækk-
un. Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri segir að hækkunin sé vegna
betri þjónustu og fjölgunar leik-
skólakennara.
Alveg úr takti
A fundi Foreldrafélags Mána-
brekku í gærkvöld var þess kraf-
ist að Seltjarnarnesbær taki
þessa hækkun til baka eða að
hluta til svo þessi mikla hækkun
lendi ekki af fullum þunga á for-
eldrum á einu bretti. Eftir hækk-
un kostar t.d. átta tíma viðvera
fyrir eitt Ieikskólabarn 23.232
krónur á mánuði. Formaður For-
eldrafélagsins bendir einnig á að
útvarstekjur bæjarsjóðs hafi auk-
ist um 236 milljónir króna á
tímabilinu 1996-1998. Þá sé
Frá fundi foreldrafélagsins á Mánabrekku í gærkvöld. Árstekjur foreldra leikskólabarna á Mánabrekku í Seltjarnarnesbæ
þurfa aö aukast um 120 þúsund krónur á ári til að standa straum af20% hækkun leikskólagjalda. mynd: e.ól
þessi hækkun sem á að koma til
framkvæmda á föstudag, eða 1.
október nk., aðeins um 3,79% af
þessum auknu tekjum bæjar-
sjóðs. Auk þess lendir hún af
fullum þunga á barnafólki sem
einatt sé að koma undir sig fót-
unum og má því ekki við miklum
útgjaldaaukum til viðbótar Hð
það sem gengur og gerist. Hann
bendir einnig á að þessi hækkun
sé alveg úr takti við það sem hef-
ur verið að gerast í öðrum bæjar-
félögum vegna leikskóla. Hann
gagnrýnir einnig bæjaryfirvöld
fyrir að taka þessa ákvörðun ein-
hliða í stað þess að ræða málin
fyrst við foreldra leikskólabarna.
Þá hafi foreldrar fengið að vita af
þessari hækkun fyrir aðeins viku
síðan.
Betri þjónusta
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri
segist ekki bera brigður á út-
reikninga Foreldrafélagsins að
öðru leyti en því að hækkanir séu
ekld jafn miklar og fullyrt sé með
tilliti til systkinaafsláttar. Þar
munar nokkrum þúsundum
króna. Auk þess sé það ekki
skylda að hafa börn á Ieikskóla.
Hins vegar sé því ekki að Ieyna
að kostnaður bæjarfélagsins
vegna Ieikskóla hefur aukist í
framhaldi af betri þjónustu og
þeirri staðreynd að ráðnir hafa
verið um 12 nýir leikskólakenn-
arar. - GRH
Reiði í foreldrum
Stöndiun vel gagnvart EES
Því er haldið fram að íslensku
ráðuneytin hafi verið kærulaus og
alltof sein að koma fram með
Iagafrumvörp í tengslum við
EES-samninginn og þær skyldur
sem hann Ieggur okkur á herðar.
Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra segir íslendinga standa sig
nokkuð vel í þessum efnum.
„Við höfum bætt okkur mikið á
þessu sviði og á síðasta fundi
EFTA, sem var haldinn í Noregi,
kom fram að Islandi hafði tekist
að lagfæra mjög
margt í þessum
efnum. Við vor-
um þó heldur
aftar en Noreg-
ur. Hér er um
að ræða um-
fangsmikil mál
og flókin. Við
erum með litla
stjómsýslu og það tekur einfald-
lega sinn tíma að koma þessum
málum áfram. Síðan þarf Alþingi
að fylgjast vel með þessu og fara
yfir málin. Eg tel að þetta hafi
verið í öllum aðalatriðum í eðli-
Iegum farvegi," sagði Halldór As-
grímsson í samtali við Dag.
- En stefnir í að utanríkisráðn-
neytið taki að sér aukin verkefni
við það mikla verk sem er á bak
við að koma EES-löggjöf og regl-
um ígildi hér á landi?
„Við erum alltaf að aðstoða
ráðuneytin í þessum málum og
þoka þeim áfram. Það er enda á
okkar ábyrgð í utanríkisráðuneyt-
inu að samræma þessi mál og
standa fyrir því gagnvart Evrópu-
sambandinu. Þetta hefur skánað
hjá okkur Islendingum en við
erum þó ekki í fyrsta sæti. Það
eru mörg lönd innan Evrópusam-
bandsins, sem eru langt á eftir
okkur að koma ýmsu á sem þeim
ber að gera. Við þolum því að
mínu mati allan samanburð í
þessu efni,“ sagði Halldór As-
grímsson. - S.DÓR
Geymslan á Kringlusvæðinu sem
hýsa mun um 1000 verslunarmuni
úr Kringlunni.
Innsiglað
í lOOár
Um 1000 munir úr verslunum í
Kringlunni verða innsiglaðir í
100 ár í sérstakri geymslu sem
þar hefur verið byggð. Síðan
verða þessir munir í umsjón
Þjóðminjasafnsins eftir eina öld
þegar geymslan verður opnuð.
Þá geta menn séð hvaða varn-
ingur það var sem var einna vin-
sælastur á Islandi árið 1999
þegar Kringlan var stækkuð um
10 þúsund fermetra.
Eitt neysluaugnablik
Kristinn E. Hrafnsson myndlist-
armaður segir að þetta sé sam-
eiginleg hugmynd hans, Studio
Granda og Eignarhaldsfélags
Kringlunnar. Hann áréttar
einnig að geymslan sé aðeins
hluti af miklu stærra verki í
hönnun nýbyggingu Kringlunn-
ar þar sem áhersla sé lögð á
samspil myndlistar, umhverfis
og arkitektúrs. Með þessu sé
verið að frysta eitt neysluaugna-
blik í Kringlunni. Hann segir að
munirnir komi frá öllum þeim
verslunum sem séu í Kringlunni
og þegar sé búið að fá marga
muni og skrá. Við val á munum
sé Iögð áhersla á að þeir séu nýir
og vinsælir. Kristinn segir aðeins
einn glugga verða á þessari
geymslu og það verði netgluggi á
heimasíðu Þjóðminjasafnsins.
Hins vegar sé gert ráð fyrir því
að þessir munir verði til sýnis á
vegum Þjóðminjasafnsins eftir
100 ár.
Einstakt tilvik
Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur segir að söfnun og varðveisla
verslunarmuna í eina öld sé trú-
lega alveg einstakt tilvik og eigi
sér vart hliðstæðu í öðrum at-
vinnugreinum. Hann býst ekki
við að þessu verði fylgt eftir mjög
víða. Hann segir að hlutverk
Þjóðminjasafnsins í þessu sé
nánast ekki neitt að frátöldu því
að samþykkja það að safnið
muni taka við þessum munum til
varðveislu þegar geymslan verð-
ur opnuð eftir eina öld. - GRH
www.1x2.is
Nú er getraunaseðiUinn allur enskur
ir\