Dagur - 30.09.1999, Qupperneq 4
4 -FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999
Nýir stjórnendur Netverks
I samræmi við auknar áherslur íslenska hugbúnað-
ar- og hátæknifyrirtækisins Netverks á þráðlausa
símamarkaðinn hefur Bretinn John Huckle verið
ráðinn sem forstjóri Netverks. Holberg Másson,
sem verið hefur forstjóri, verður stjórnarformaður
fyrirtækisins. Huckle er verkfræðingur og endur-
skoðandi að mennt og hefur langa reynslu í rekstri
hátæknifyrirtækja. Innkoma hans tengist áformum
erlendra fjárfesta um að taka þátt í rekstri Net-
verks, sem og undirbúningi fyrir skráningu fyrir-
tækisins á erlenda hlutabréfamarkaði.
Þá hefur Netverk ráðið Ingólf Hjörleifsson til
starfa sem aðstoðarforstjóra. Ingólfur hefur und-
anfarin níu ár starfað hjá Ericsson í Svíþjóð, síðast
sem yfirmaður þróunarverkefnis fyrir símafyrir-
tæki. Netverk hefur að undanförnu verið að víkka
út starfssvið sitt á fjarskiptamarkaði. Þekktust er
hugbúnaðarlausnin MarStar, sem hentar fyrir
gervihnattakerfi, en fyrirtækið hefur einnig þróað
nýja lausn fyrir gagnasendingar yfir GSM-kerfi,
sem kynnt verður á næstunni. - BJB
Ingólfur
Hjörleifsson.
FRÉTTIR
rD^tr
Seinni partinn í þessari viku verður gengið frá kaupum Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum CKHBJ á Melabúðinni í
Neskaupstað.
Landsvirkjim æfir sig fyrir aldamótin
Viðbúnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna aldamótanna er tilbúin og í
vikunni fóru fram fyrstu tvær af þremur æfingum í að starfa eftir
henni. Annars vegar voru prófaðar boðleiðir og hins vegar æft að
stýra raforkukerfi Landsvirkjunar án kerfiráðs stjórnstöðvarinnar,
þ.e. tölvukerfisins. Þann 5. október verður síðan æfð stýring raforku-
kerfisins við aðstæður þar sem íjarskipti eru takmörkuð.
Samkvæmt tilkynningu ffá Landsvirkjun hefur fyrirtækið unnið að
því frá árinu 1998 að raforkuafhending um nk. áramót verði jafn
trygg og áður þrátt fyrir hættu á að hugbúnaður tölvukerfa getið unn-
ið vitlaust vegna 2000-vandans. Staðan núna hjá Landsvirkjun er sú
að nær allur búnaður hefur verið yfirfarinn og lagfærður, aðeins er
eftir að lagfæra nokkrar símstöðvar.
Lurkaleik lokið
Nú er Lurkaleikn-
um á vegum
Emmessíss lokið en
hann var fólginn í
því að þeir sem
gæddu sér á Lurk-
um í sumar leituðu
að sérstökum mekj-
um á íspinnaspýt-
unni. Mikil eftir-
spurn var eftir
Lurkum og tveir
nýir Lurkar, Blár
lurkur og Sirkus-
lurkur, fengu mjög
góðar móttökur.
Þátttakan í leikn-
um var því geysigóð
enda voru stór-
glæsilegir vinningar
í boði, ævintýraferð
fyrir tvo til London
og Parísar, 20
GSM-símar með
GSM-frelsi, frysti-
kista full af ís, G-Shock úr o.fl. Lerðavinninginn hlaut Heiðrún Þóra
Aradóttir, Tunguvegi 3, Njarðvík en nöfn annarra vinningshafa má
sjá á heimasíðu Emmessíss: emmess.is.
Kaupfélag Héraðsbúa
kauptr í Neskaupstað
Kaupfélag Háraðsbúa
kaupir Melabúðiua í
Neskaupstað og tekur
upp samstarf við Sam-
kaup.
Miklar hræringar hafa verið á
matvörumarkaðinum á lands-
byggðinni síðustu mánuði. Er
þar skemmst að minnast sam-
vinnu Kaupáss og Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga (KASK)
vegna verslana KASK á Horna-
firði og Djúpavogi.
Seinni partinn í þessari viku
verður gengið frá kaupum Kaup-
félags Héraðsbúa á Egilsstöðum
(KHB) á Melabúðinni f Nes-
kaupstað. Að sögn Inga Más Að-
alsteinssonar, kaupfélagsstjóra
KHB, er fyrirhugað að reka
Melabúðina með óbreyttum
hætti til áramóta og munu fyrri
eigendur, Sigurður Sveinbjörns-
son og Guðbjörg Lriðjónsdóttir,
annast daglegan rekstur þangað
til. Eftir áramót verður Melabúð-
inni breytt í Sparkaupsverslun.
„Eg reikna með að í kjölfarið
muni Norðfirðingar fara að sjá
lægra matvöruverð en þeir hafa
vanist hingað til,“ sagði Ingi
Már.
Samstarf við Samkaup
Opnun Sparkaupsverslunar á
Norðfirði í janúar nk. verður að-
eins fyrsta skrefið í samstarfi
KHB og Samkaupa í verslunar-
málum því á döfinni er enn nán-
ari samvinna. „Verslanamynstrið
í landinu er að breytast og við
erum að sjá stærri einingar. Til-
gangur kaupanna á Melabúð-
inni, og samstarfið við Samkaup,
er að ná fram hagkvæmari inn-
kaupum og hagstæðari rekstrar-
einingu fyrir félögin tvö sem gera
mun þau bæði samkeppnisfær-
ari,“ sagði Ingi Már.
Aðspurður sagðist hann ekkert
geta sagt til um hvort KHB kaupi
fleiri matvöruverslanir á Austur-
landi. „Það verður bara að koma
í ljós,“ sagði hann. Hann vildi
heldur ekki gefa upp hvert kaup-
verðið á Melabúðinni væri.
Kaupin á Melabúðinni hafa
verið í deiglunni í nokkurn tíma
og sagði Ingi Már að samvinna
KASK og Kaupáss hefði í sjálfu
sér ekki flýtt neitt fyrir. „Það er
mikið um að vera á matvöru-
markaðinum og hlutirnir gerast
hratt," sagði hann.
Líst ágætlega á nýja sam-
keppni
I Neskaupstað eru þijár mat-
vöruverslanir: Melabúðin, Versl-
unin Nesbakki og K-Bónus en
þær tvær fyrst nefndu eru með
ráðandi markaðshlutdeild. A
undanförnum mánuðum hafa
eigendur Nesbakka, hjónin Ás-
valdur Sigurðsson og Kolfinna
Þorfinnsdóttir, verið að láta
byggja við verslunina og sagðist
Asvaldur reikna með að viðbygg-
ingin yrði tekin í notkun í desem-
ber. Sagði hann að við það myndi
verslunarplássið stækka um 70
fermetra og öll starfsmannaað-
staða batna til muna.
En hvemig líst Ásvaldi á að fá
nýja samkeppnisaðila?
„Mér Iíst ekkert illa á það í
sjálfu sér. Það má reikna með
einhverjum breytingum á mark-
aðinum en hveijar þær verða
kemur bara í Ijós. Markmið okk-
ar mun ekkert breytast en það er
að viðskiptavinurinn fari frá okk-
ur ánægður, hér eftir sem hingað
til.“
KHB rekur fyrir fimm verslan-
ir á Austurlandi: Á Egilsstöðum,
Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði
og á Borgarfirði eystri. Sam-
kaupsverslanir eru í Reykjanes-
bæ, Hafnarfirði, Reykjavík og á
Isafirði en auk þeirra rekur Sam-
kaup Sparkaupsverslanir í Garð-
inum og í Sandgerði. - kjk
EXPRESS
HAGLASKOHN
Mávahlíð 41, Rvik, sími 562 8383
OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND
—HÆFA BEIUR
9 Sjörnubrotin plasthylki
9 Plastbolla forhlöð
9 16-24mm sökkull
9 VECTAN-hágæða púður
9 36, 42 og 46 gr. hleðsla
• 3% ANTIMONY-högl
9 Stærðir 1, 3, 4, 5
9 Hraði: 1375fet/sek.
• ClP-gæðastaðall
_______
SPORTVÖRU
GERÐIN HF.
Treg síldveiði á Papagnmni
Alliir afli af Jónu Eð-
valds SF fer í niður-
lagningu á Homafirði
þar sem markaðshorf-
ur em ekki mjög góð-
ar og allir markaðir
fyrir síldarafurðir
mjög óvissir, og mark-
aðsverð lækkandi.
Jóna Eðvalds SF-20 frá Horna-
firði hefur verið á sfldveiðum að
undanförnu. Enginn kraftur hef-
ur verið í veiðunum í upphafi
þeirra, slagkrafturinn lítill, en
báturinn hefur verið á Papa-
grunni ásamt 5 öðrum bátum, en
þar var bræla aðfaranótt þriðju-
dags en í gær var batnandi veður.
Sjómenn gera sér þó vonir um að
sfgandi lukka sé best í sambandi
við síldveiðarnar.
Eitthvað hefur orðið vart síldar
fyrir vestan land hjá skipum á
bolfiskveiðum en ekkert nótaskip
hefur nýlega farið þangað. Síldin
sem hefur verið að fást á Papa-
grunni er blönduð, millisíld. All-
ur afli af Jónu Eðvalds SF fer í
niðurlagningu á Hornafirði þar
sem markaðshorfur eru ekki
mjög góðar og allir markaðir fyr-
ir síldarafurðir mjög óvissir, og
markaðsverð Iækkandi. Hlutur
bræðslusíldar hefur farið mjög
vaxandi á undanförnum árum. A
vertíðinni 1996/1997 fóru 23%
síldarinnar til bræðslu en á síð-
ustu vertíð, 1998/1999, fóru
hins vegar 72% af aflanum í
bræðslu. Á vertíðinni 1999/2000
mun mest veiðast af árganginum
frá 1994, þ.e. fimm ára síld, en
veiðin að öðru leyti dreifast jafnt
á aðra árganga. Vegna þess að
tveir mjög sterkir árgangar verða
í stofninum sumarið 2000
mundi hann stækka í um 526
þúsund tonn en minnka aftur í
516 þúsund tonn árið 2001 mið-
að við sömu sókn. Ef veidd yrðu
140 þúsund tonn næstu þrjár
vertíðir er ljóst að stofninn mun
minnka í 439 þúsund tonn þrátt
fyrir tvo góða árganga sem nú
eru að bætast í stofninn. Ef veidd
yrðu 60 þúsund tonn næstu þrjár
vertíðir myndi stofninn hins veg-
ar vaxa í 598 þúsund tonn árið
2001.
Hafrannsóknastofnun lagði til
að leyfilegur hámarksafli yrði
miðaður við kjörsókn, eða 100
þúsund tonn á vertíðinni
1999/2000. Úthlutun sjávarút-
vegsráðuneytisins er í samræmi
við það. - gg