Dagur - 30.09.1999, Side 6
6 - f'iMMTÓÖAÓÚR 3 0. SÉPTÉMÉEtí 1999
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is
Sírnar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRIJ460-6191 Gunnar Gunnarsson
460-6192 Gréta Björnsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrd 551 6270 (reykjavík)
Stríð gegn íhaldsöfLion
1 fyrsta lagi
Þrumandi ræða sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hélt á
flokksþingi Verkamannaflokksins í fyrradag, hefur vakið mikla
athygli. Þar Iýsti hann yfir nánast heilögu stríði gegn íhaldsöfl-
unum - ekki aðeins þeim sem ráða ríkjum í Ihaldsflokknum,
heldur gegn öllum þeim afturhaldsöflum í samfélaginu sem
veija staðnað kerfi forréttinda og standa í vegi fyrir því að öll-
um þegnum þjóðfélagsins gefist jöfn tækifæri til að njóta hæfi-
leika sinna allt frá barnæsku til elliára. Blair var um leið að
leggja grunn að þeirri stefnu sem hann hyggst fylgja fram á
nýja öld og sem hann treystír að muni skila Verkamanna-
flokknum endurnýjuðum meirihluta í næstu þingkosningum.
í öðru lagi
LykiIIinn að því framtíðarþjóðfélagi sem Blair stefnir að er
krafan um jafnrétti þegnanna. „Stéttarstríðinu er lokið,“ sagði
hann í ræðu sinni, „en baráttan fyrir raunverulegu jafnrétti er
rétt að hef]ast.“ Hann boðar að hinir „nýju róttæklingar" sínir
muni leysa þjóðina úr fjötrum íhaldsaflanna á nýrri öld. Hann
lofar betri skólum, bættri heilsugæslu, skipulegum aðgerðum
til að útrýma fátækt barnafjölskyldna, aukinni atvinnu og
bættu öryggi þegnanna með stórhertum aðgerðum gegn fíkni-
efnavá. Meginforsendan er sá skilningur hans að auður þjóða
í samtímanum felist ekki í ljármagninu heldur í fólkinu sjálfu.
í þriðja lagi
Ríkisstjórn Blairs hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa farið sér
of hægt í umbótum á þjóðfélaginu. En með ábyrgri efnahags-
stjórn hefur boðberi þriðju leiðarinnar sýnt að atvinnulíf getur
blómstrað undir stjórn Verkamannaflokksins. Það er jafnframt
forsenda þess að hægt verði á næstu árum að breyta bresku
þjóðfélagi í átt til raunverulegs jöfnuðar og réttlætis, sem er yf-
irlýst markmið þess stríðs sem hinir nýju róttæklingar Blairs
boða nú gegn íhaldsöflunum. Það ætti að verða lærdómsríkt
fyrir íslenska stjórnmálamenn að fylgjast vel með þeirri bar-
áttu.
Elías Snæland Jónsson
Enn 1650 gröinui
af ágreiningi
Garri minnist þess að hafa fyr-
ir rúmum áratug Iesið gagn-
merka frétt í Tímanum um
ágreining í Alþýðubandalaginu
fyrir landsfund. I þeirri frétt
hafði flokkurinn farið þá Ieið
að láta stríðandi fylkingar skrifa
skýrslur um mál sfn sem síðan
voru Iagðar fram sem umræðu-
plögg á fundinum. Eins og við
var að búast var stefna í þess-
um skýrslum austur og vestur
og þær mættust alls ekki á
miðri leið. Enda var yfirskrift
fréttarinnar „1650 grömm af
ágreiningi" og
mynd af skýrsl-
unum þar sem
þær höfðu verið
lagðar á póstvigt.
Allur þessi
ágreiningur varð
að sjálfsögðu
ekki jafnaður á
einum lands-
fundi, þó
skýrsluhöfundar jafnt sem aðr-
ir lýstu yfir miklum árangri í
lok fundarins. Afram starfaði
Alþýðubandalagið því á þeim
grundvelli sem það hefur þrifist
best - innanflokksátökum.
Hálft kíló eftir
Eftir að Samfylkingin komst á
koppinn og bauð sameiginlega
fram í síðustu kosningum, hef-
ur minna heyrst af þessum
1650 grömmum sem þó voru
alltaf í geymslu í herbúðum
flokksins. Raunar töldu margir
að Steingrímur J. hefði tekið
svona eins og eitt kíló með sér
yfir til vinstri grænna, ef ekki
meira. Nú er hins vegar að
koma í ljós að í það minnsta
hálft kíló, jafnvel heilt kíló af
ágreiningi hefur orðið eftir í Al-
þýðubandalaginu og oltið fram
óvænt þegar menn fóru að
í góðan jarðveg og hefur þrifíst
vel í rekjunni í sumar. Hann
sprettur nú fram fullþroska í
fréttum Dags af Arna Þór Sig-
urðssyni og óánægjuhópi úr
ABR í fyrri viku, og svo aftur í
Morgunblaðsgrein í þessari
viku. Sannkallaður pólitískur
haustlaukur.
Heimsmet?
Garri veltir því nú fyrir sér hvað
myndi gerast ef þau Margrét
Frímannsdóttir og Arni Þór
Sigurðsson færu út í gömlu að-
ferðafræðina og
skrifuðu hvort
sína skýrsluna
um markmið og
leiðir Alþýðu-
bandalagsins.
Miðað við hvern-
ig glósurnar og
skeytin milli
þeirra hafa verið
að stigmagnast
síðustu daga kæmi ekki á óvart
þótt þykkt skýrslnanna yrði slík
að þær slagi hátt í 1650
grömmin frá því fyrir áratug.
Það hlýtur að teljast frábær ár-
angur ekki síst í ljósi þess að
Steingrímur J. er ekki lengur í
flokknum. Mesta afrekið er þó
að ná að magna upp slíkar deil-
ur og slíkan ágreining í flokki
sem ekki starfar lengur og hef-
ur þá yfirlýstu stefnu að Ieggja
sjálfan sig niður við fyrsta tæki-
færi. Garri hallast helst að því
að þetta hljóti að vera heims-
met, nema ef vera kynni að sá
hatrammi varaformannsslagur
sem í uppsiglingu er í Alþýðu-
flokknum slái allaböllum við,
en ásóknin í varaformanns-
embættið hefur aldrei verið
meiri en eftir að ákveðið var að
leggja hann niður. GARRI
hrista værðarvoðirnar á vordög-
um síðustu. Agreiningurinn féll
Árni Þór Margrét
Sigurðsson. Frímannsdóttir.
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Islenska guðslambið lastað!
Við erum vanir því, íslendingar,
að upphefðin komi að utan. Því
við eigum það sammerkt með
íbúum fleiri smáþjóða að þó við
belgjum okkur út hér heima og
Iýsum því yfír að við séum góðir
eða bestir á flestum sviðum og
land vort hið besta í heimi, þá
erum við ekki alveg vissir. Við
höfum óljósan grun um að
kannski sé þetta ekki alveg rétt.
Þess vegna þurfum við að fá
staðfestingu erlendis frá, útlend-
ingar þurfa að hlaða undir sjálfs-
ánægju okkar með jákvæðum
ummælum. Og skiptir þá engu
hvaða erlendir slordónar eiga í
hlut, ef þeir segja að við séum
bestir, að allt sé hest á Islandi, þá
eru þetta um leið málsmetandi
menn sem mark er á takandi,
jafnvel þó um sé að ræða löggilta
hálfvita eða sauðdrukkna sí-
brotamenn.
Heimsfræg gáfumenni afturá-
móti sem Ieyfa sér að tala miður
vel um land og þjóð eru umsvifa-
laust afgreidd sem neikvæðir aft-
urúrkreistingar sem ekkert viti í
sinn haus.
Náttúrulögmál
Við viljum fá
staðfestingu á
því að við eigum
fegurstu konur í
heimi, sterkustu
steralausu karl-
ana, besta fót-
boltaliðið (miðað
við höfðatölu),
gáfaðasta forset-
ann, langbestu
Björkina, hreinasta loftið,
óspilltustu náttúruna, hagmælt-
ustu hagyrðinga og svo framveg-
is og svo framvegis. Og við þurf-
um staðfestingu á þessu öllu til
að vera viss. Heimafengin full-
vissa nægir okkur ekki í þessum
tilvikum.
Það eina sem við höfum aldrei
þurft að fá staðfestingu á erlend-
is frá, vegna þess að við höfum
talið það óumdeilanlegt náttúru-
lögmál sem kunngjört hefur ver-
ið allri heims-
byggðinni, er sú
staðreynd að ís-
lenska lamba-
kjötið sé það
besta í heimi.
Þetta hefur
alltaf verið trú-
aratriði á Islandi
og hefur þvf
ekki verið orð-
um á eyðandi.
Bragöskynleysi?
Frétt Dags í gær um það að ís-
lenska lambalærið sé ekki það
besta í heimi er því gríðarlegt
áfall fyrir þjóðina, mýtur hennar
og trúarbrögð. Dagur greinir frá
því að 36 fjölskyldur á Islandi,
Englandi, Frakklandi, Spáni,
Italíu og Grikklandi hafi etið og
metið lambakjöt frá þessum sex
löndum og niðurstaðan varð sú
að íslenska Iambakjötið lenti
harla aftarlega á merinni. Jafnvel
hjá íslensku fjölskyldunum varð
íslenska lambakjötið ekki í efsta
sæti!
Þetta er náttúrlega fáheyrt og
þarna hljóta að vera maðkar f
mysunni. Annaðhvort hefur hist
svo á að umræddar ljölskyldur
eru smekk- og bragðskynlausar
skepnur og með öllu óhæfar til
að meta og dæma kjötgæði.
Ellegar hitt, sem er trúlegra, að
íslenska lambakjötið hafi ekki
verið af þingeysku fé. Þar nefni-
Iega gæti grænmetið legið grafið.
Það er sum sé sitthvað íslenskt
Iambakjöt og íslenskt lambakjöt.
Vonandi verður tekið tillit til
þess þegar næsta könnun á evr-
ópsku lambakjöti fer fram.
spur^bi
svanrad
Hvaðfinnst þér unt vin-
áttu Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta ís-
lands, ogDorrit
Mussaieff?
Sr. Þórix Jökull Þorsteinsson
sókmrprestur á Selfossi.
„Þetta er eðli-
legur hlutur.
Astin setur sér
aldrei tíma-
mörk og ef for-
setar verða ást-
fangnir verða
þeir að fá að
vera það. A tím-
um kaþólsku kirkjunnar giltu
ákveðnar reglur óskráðar, svo
sem um ákveðinn sorgartíma og
klæðaburð sem gaf til kynna að
viðkomandi hefði orðið fyrir
missi. En í samfélagi samtímans
er engar slíkar viðmiðanir að
finna, og ná þær jafnt til forseta
sem annarra. Mikilvægt er að
forseti Islands fái í þessum efn-
um ákveðna friðhelgi, hvað sem
pressunni finnst um það.“
Valdís Guimarsdóttir
Útvarpi Matthildi.
„Forsetinn
verður að fara
varlega. Það er
stutt síðan
Guðrún Katrín
lést og það hef-
ur komið fram
að þau Dorrit
kynntust í mars
síðastliðnum. Ef hann ætlar að
eiga hana fyrir eiginkonu er
þetta allt í lagi, en mér fínnst að
sumu leyti einsog allt þetta fjöl-
miðlafár nú sé markaðssett af
auglýsingastofu - einsog hans
forsetaferill hefur verið. Dæmi
um það er að Ijósmyndara DV
var boðið með í hestaferðina á
Leirubakka. Olafur vann kosn-
ingarnar ekki síst út á að vera
með Guðrúnu Katrínu sér við
hlið og nutu þau mikillar samúð-
ar í veikindum hennar. En við
nýjar aðstæður núna verður
hann að gæta sín.“
Karl Th. Birgisson
ritstjóri Austurlands.
„Ég er afskap-
lega hamingju-
samur fyrir
hönd forsetans.
Hinsvegar held
ég að þjóðin
ætti að gefa
Olafí og Dorrit
frið til að leyfa þessu vináttu-
sambandi þeirra að þroskast."
Sverrir Leósson
útgeióarmaðurá Akureyri.
„Mér þykir
mjög vænt um
þetta og vona
að þeirra sam-
band verði far-
sælt og mikið
gæfuspor. Þjóð-
in tók öll þátt í
veikindum Guðrúnar Katrínar og
við skynjuðum að þar var mikil
ást á milli hjóna. Það fólk sem ég
umgengst hér á Akureyri og hef
heyrt tala um þetta er mjög
ánægt fyrir hönd Olafs - og við
ætlum öll að þetta verði þeim
Dorrit til hamingju."