Dagur - 30.09.1999, Page 7

Dagur - 30.09.1999, Page 7
FIMM.TVDAGUR 30. S.EPTEMBKR..1-999 - 7 IWr. ÞJÓÐMÁL Hugleiðíng um val- kosti og yfirvegun í umræðunni um Fljótsdalsvirkjun og uppistöðulón á Eyjabökkum, finnst mér eins og minna hafi verið rætt um Arnardalslónið fyrirhugaða. - Þar er þó náttúruperla í algjörum sérfiokki, BU GUÐRÍÐUR V B. HELGA Jj DÓTTIR Pfi bóndi Austurhiíð 2 I j skrifar Hvernig landi viljum við búa í? Hvernig mannfélag viljum við? Hvernig framtíð viljum við búa börnunum okkar? Það er sagt að maðurinn hafi hæfileika til að hugsa, vega og meta valkosti og skipuleggja fyrir framtíðina. Oft og einatt virðist sem þessi eiginleild sé vannýttur og rangar ákvarðanir teknar án yfirvegunar. Hefir til dæmis einhver heyrt eða séð yfirvegaðar, stefnumark- andi áætlanir um Iandnýtingu, skipulag eftir staðháttum og landgæðum, eða viðleitni stjórn- valda til að draga upp mynd af æskilegu, samábyrgu samfélagi, eða markvissa vinnu að mótun þess? Og við eigiun valkosti En hafa menn þroska til að nota skynsemina, vega, meta og velja vænlegasta kostinn til almenn- ingsheilla? Við getum lifað sæld- arlífi í sátt við þetta land tignar og hreinleika, við það að nýta náttúrulegar auðlindir þess, hreint loft, tært vatn, og jarðhita, ómengað land, heilnæm grös og víðáttu. Við höfum möguleika til að framleiða án aukins tilkostn- aðar, hreinar hágæðaafurðir, eins og Iambakjötið okkar, sem kemur af hagbeit heiðanna sumarlangt, beint til slátrunar og vinnslu, vistvænt vottað og í það form sem hæfir markaðinum hverju sinni. Kjöt og mjólk líka Sama gildir um fleiri kjöttegund- ir og mjólkurafurðir. Ferskgras- framleiðsla til útflutnings kemur eignig til greina, lyfjaframleiðsla, ylrækt, heilsuhæli tengt heitum uppsprettum, skíðaparadísir há- lendisins með heitum lindum við jökulröndina o.fl. Óþrjótandi upptalning tækifæra. ÓIl þessi eftirsóknarverðu lífsgæði sem heimsbyggðin mun þrá og þarfn- ast í framtíðinni en hefur fyrir- gert með tillitsleysi við móður jörð, mengun og sorphaugum só- unarinnar. En þetta land á ærin auð. - Ennþá. - „Ef menn kunna að not’ann". Lax- og silungsveiði í ám og vötnum, að ógleymdum fiskinum, sem hefir verið okkar aðal útflutningsvara fram til þessa, það er að segja á þessari öld. Þar áður var það ullin í formi sjóvettlinga, sokka og vaðmáls. Þar að auki fæddi sauðkindin, klæddi og skæddi þessa þjóð og hélt í henni lífinu. - Stuttbuxna- lið skólaæskunnar þyrfti að kynna sér betur þennan þátt Is- landssögunnar. Einblina á álver Ráðamenn' þjóðarinnar einblína á fleiri álver, málmbræðslur, olíu- hreinsunarstöðvar, orkuver og raforkuflutning um sæstreng út í heim, um úthöf og ála. Sú draumsýn er þó í meira lagi vafasöm, vegna orkutaps um óra- vegu, auk margra annarra van- kanta og ófyrirsjáanlegra afleið- inga fyrir land og þjóð. Því til þess að framleiða allt það rafmagn, þyrfti að ráðast í æ fleiri stórvirkjanir með óviðráð- anlegri skuldasöfnun. - Þó nóg sé nú fyrir. - Blönduvirkjun er ein staðreyndin sem vitnar um það. Og þar var sökkt undir uppi- stöðulón, mannvirki og veituleið- ir, grónu landi og lífríki, sem aldrei verður endurheimt né metið, og spannar fyrir stærra svæði en Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes til samans. - Þar var virkjað meira af kappi en for- sjá. Með stórkarlalegustu eyðingu gróins lands á einu bretti sem um getur í sögunni, þó jafnað sé við fjörbrot króknandi þjóðar og sveltandi, á hörmungatímanum, þegar líf lá við. Nú rak engan nauð til, og allir aðrir valkostir voru æskilegri. Sjálfskipaðir ofstækispostular í útrýmingu sauðkindarinnar mættu taka það til athugunar. Sauðkindin ber reyndar á, ræktar og græðir upp land, þar sem maðurinn gætir hófs og fyr- irhyggju í beitarstjórnun. Blönduvirkjun var þung á met- um í vaxtareikningi ríkisins og drjúg upphæð í háum orkureikn- ingum heimilanna, sem standa verða undir niðurgreiðslum til útlendra gælufyrirtækja í er- lendri stóriðju. Einokiuiaraðstaða Enn nýtur Landsvirkjun einok- unaraðstöðu og tekur toll af öðr- um orkuveitum, sem nú reyna að hasla sér völl. - Því stóriðjan hef- ur forgang. (Samanber grein Al- freðs Þorsteinssonar í Degi þ. 15. sept. sl.) Já. - Gróttakvörnin malar enn. - Nú á dögum knúin áfram af þeim stöllum Sóun og Græðgi. - Og blekkingaleik stjórnmála- manna. Tilvonandi Fljótsdalsvirkjun mun líka sökkva víðáttumiklu kjörlendi og náttúruperlum. - Griðland heiðagæsarinnar, eitt það sérstæðasta í öllum heimin- um mun ekki einu sinni geta stöðvað það. - Eyðingaröfl sið- blindunnar fara sínu fram. - Auk þess að hafa á teikniborðinu ráðagerðir um ólíklegustu vatna- tilflutninga eins og Jökulsá á Fjöllum og breytilegt vatnsmagn í Dettifossi, svo nefnd séu þekkt nöfn. Afleiðingar af aurframburði, röskun lífkeðjunnar á landi og í sjó, vatnsrof og leirfok, eru menn fátalaðir um. - Það er viðkvæmt umræðuefni. Aftur á móti er atvinnunni veifað eins og rauðri dulu framan í ginkeypta heimamenn, nú Aust- firðinga, áður Húnvetninga. - Hverja næst? Ekki mðrg stðrf Það versta við málmbræðslur - næst afleiðingum náttúrueyðing- arinnar - er það hvað þær skapa fáum atvinnu, miðað við þann svimandi háa tilkostnað sem reikna má á hvert starf við að koma þeim á fót. Sannleikurinti er Itka sá að stóriðjan skapar ekki börnutn okkar atvinnu og heldur þeim ekki heima i héraði, af því það er ekki Jysilegur kostur. Enda mun fáum störfum enn fækka þar, með örri tækniþróun í framtíðinni. Og þau fáu störf, sem til falla með stóriðjunni, engu síður mönnuð af aðkomu- fólki ef svo vill verkast. Svo enn og aftur sýnist eins og taka eigi ákvarðanir án yfirvegun- ar, fyrirhyggjan sniðgengin, stundargróðinn gripinn á lofti og gleyptur, hugsunarlaust. Það er því vandséð að treysta megi dóm- greind og yfirvegun þeirra sem í pólitísku eiginhagsmunapoti nota aðstöðu sina og vald, blygð- unarlaust, sér til framdráttar. - Því miður verða „landsfeður" okkar nú á tímum ekki fríaðir af þeirri áráttu. - Hálfblindaðir af brengluðu gildismati og mann- fyrirlitningu. Þar myndu fyrrnefndir vist- vænir valkostir aftur á móti gefa mörgum tækifæri til að nota hug- myndaflug og hæfileika til skap- andi verkefna, í sátt við landið og náttúruöflin. Um leið og virðing fyrir manneskjunni og lotning fyrir lífinu yrði í heiðri höfð. - En það er einmitt undirstaðan undir framtíðar búsetu á jörðinni. Eyjabakkar I umræðunni um Fljótsdalsvirkj- un og uppistöðulón á Eyjabökk- um, finnst mér eins og minna hafi verið rætt um Amardalslón- ið fyrirhugaða. - Þar er þó nátt- úruperla í algjörum sérflokki, með þessar blátæru uppsprettu- lindir undan hólum og hæðum umhverfis þennan víðfeðma, slétta, grösuga dal, þarna í auðn- inni. Og lindárnar liðast um í þokkafullum bugðum og beygj- um milli grænna bakka. - Þetta tærasta tæra Iífsins vatn, sem all- an heiminn þyrstir í - en skortir - vegna mengunar af mannavöld- um á tímum sóunar og græðgi með ímyndaðar þarfir. - Þessar ómetanlegu auðlindir náttúrunn- ar, sem maðurinn fær að Iáni frá skapara sínum um stutta ævi, en afdrifaríka fyrir komandi kyn- slóðir, ef þeim verður spillt og sökkt af skammsýni. (Að eilífu. Amen). Það hefur heldur ekki mikið verið talað um jarðgangagerð í sambandi við þessar virkjanir. Þarna er þó fyrirhugað að grafa göng til að tengja saman veitur að hvorki meira né minna en á milli 40 og 50 km að Iengd. En fari Austfirðingar fram á jarðgangagerð til samgöngubóta undir fjöll sem enginn kemst yfir með góðu móti nema fuglinn fljúgandi, þá ætlar allt vitlaust að verða vegna tilkostnaðar, (og metings um forgang). Sjá Austfirðingar ekkert at- hugavert við þetta. - Þeim sem horfa álengdar frá sýnist að verið sé að nota Austfirðinga við inn- byrðis deildur, meðan refirnir sjá sér færi - og nota þau - til að læð- ast upp á afréttir þeirra og grafa sín greni, fjölga sér og koma sér fyrir svo ekki verði aftur snúið. Stórverkefni, eins og Hval- fjarðargöng, eru að baki og nú vantar stórvirkjunarvélarnar vinnu. Öiinur orka Háhitavirkjanir og vindrafstöðvar eru af öðrum toga og þeir sem vinna að þeim verkefnum ekki eins fjársterkir aðilar né áhrifa- miklir. Því miður, því þar í liggur okk- ar framtíðarorka, ef stórlóna drekkingaráráttan verður ekki búin að ganga af þeirri fram- kvæmdaviðleitni dauðri lika, eins og lífríki og landsgæðum hálend- isins. En fróðlegt verður að sjá við- brögð stjórnvalda við háhitabor- unum Oxfirðinga. Þar er þó kom- inn álitlegur kostur til athugunar og samanburðar. Alþmgi tók af skarið Alþingi tók af skarið og sam- þykkti Blönduvirkjun á sínum tíma án þess að taka tillit til ábendinga, og kröfu margra heimamanna um nánari rann- sóknir svo þyrma mætti nær helmingi þess lands sem síðan var sökkt. Fyrirslátturinn að það lægi þau Iifandis ósköp á var þá ekki hald- betri en svo að það liðu 14 ár, áður en þörf var fyrir orkuna. - Það hefur verið hljótt um kostn- aðinn sem af því hlaust. - En Húnvetningar og Skagfirðingar voru notaðir þá, eins og Austfirð- ingar nú, til að sniðganga eðlileg- an undirbúning þeirrar virkjunar. Ætlar almenningur aldrei að átta sig á þessum Iúalegu lymskubrögðum pólitískra vald- hafa? Okkar ábyrgð er mikil gagnvart lífríki framtíðarinnar, sem börn okkar og barnabörn verða angi af. - Kjósendur þeirra flokka sem með völd fara hveiju sinni eiga kröfu á hendur þeim að þeir mis- noti ekki það vald. Ætla landsmenn ekki að rísa undir þeirri ábyrgð?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.