Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 LTFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÚRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Úskar Bergsson. DýrtspjaU Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikið hefur gengið á hjá framsóknarmönn- um í Reykjavík að undanförnu. Óskar Bergs- son hefur farið fyrir þeim sem deila á foryst- una við litlar vinsældir. A laugardaginn var héldu framsóknarmenn aðalfund fulltrúa- ráðsins í Reykjavík. Óskar er ekki vinsælasti maðurinn hjá forystumönnunum og kom það vel í Ijós á aðalfundinum. Hann settist um stund hjá tveimur mönnum sem hafa setið mjög lengi í miðstjórn Framsóknarflokksins, Hjörleifi Hallgrímssyni og Brynjari Frans- syni, og skrafaði við þá. Þar með héldu menn að þeir væru samstarfsmenn Óskars í and- stöðunni við forystuna og þegar svo kosið var til miðstjórnar féllu þeir báðir! „Vinnueftirlitið er í dag viljalaust verkfæri í hönd- um vinnuveitenda og ég hef áður spurt opinberlega og ítreka hér þá spurningu: Hvenær ætlar for- stöðumaður þess að sýna launa- mönnum þá kurt- eisi að segja starfi sínu lausu?“ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnað- arsambandsins, í grein í Mbl. Heilræði Bandaríkjamaður var staddur við höfn í sjávarþorpi f Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn. Einn maður var um borð og marg- ir túnfiskar. Bandaríkjamaðurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund, var svarið. Af hverju veiddir þú ekki meira? Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn.Hvað gerirðu þá við tímann? Eg lifi góðu lífi, sagði fiski- maðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek „siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Þú átt að veiða meira því þá geturðu keypt þér stærri bát og veitt meira. Síðan kaupir þú heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur sett upp verk- smiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá get- ur þú ekki lengur búið hér en flytur til stór- borgarinnar. Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. - Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtæk- inu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með milljónir doll- ara. - Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Bandaríkjamaðurinn varð hugsi en sagði síð- an: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur fram- eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur „siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og Ieikur á gítar með vinum þínum!!! SDagpur Friðrik Þór Friðriksson opnar myndlistar- sýngu í Gerðubergi í dag. Þar eru verk eftir myndiistarmenn sem höfðu áhrifá hann. mynd: e.ól. Myndlistm fremst llstgreina Friðrik Þór Friðriksson velur verk á sýninguna „Þetta vil ég sjá“ sem Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir. Friðrik er enginn ný- græðingur í að setja upp myndlist- arsýningar. Hann var einn þeirra sem stóðu að Galleríi Suðurgötu 7 á sínum tíma. „Við stofnuðum Galleríið árið 1977 og rákum það í fjögur eða fimm ár. Eg var meira að stússa í stjómuninni á því. Við stóðum fýrir sýningum út um allar trissur, New York, Italíu, PóIIandi og á öllum Norðurlöndunum. Við gáfum út bækur og héldum úti tfmaritinu Svart og hvítu. Við fluttum Iíka inn tónlist, þannig að þetta var alhliða starfsemi. A sýningunni núna eru tveir úr þeim hópi sem sýndu í Galleríinu, það er Steingrímur Eyljörð og Bjarni Þórarinnsson. Hinir eru áhrifavaldar mínir sem ég var hrif- inn af þegar ég var yngri. Hörður Agústsson er fyrirferðamestur af þeim. Ég er að taka verk eftir hann á einni sýningu, sem hann hélt á Kjarvalsstöðum árið 1977. Það er ein flottasta sýning sem ég hef séð. Hann er mikill fræðimað- ur, þannig að hann hefur elcki verið á fullu í myndlistinni síðan þá. Það er miður fyrir mynd- listina en fræðimennskan er þó mjög mikilvæg. Hörður hugsaði myndirnar á þessari sýningu eins og kvikmynir, þessvegna fannst mér þær merkileg- ar á þeim tíma.“ Mymll istarferliiui ekki úti Friðrik Þór er þessa dagana að ljúka við að klippa nýjustu kvikmynd sína Engla al- heimsins en hún verður frumsýnd á jólunum. Hann segir að myndlist hafí haft mikil áhrif á sig sem kvik- myndagerðarmann. „Bræðumir Sigurður og Kristján Guðmunds- synir og Súmmaramir opnuðu huga manns og sýndu fram á að það væri eitthvað til annað í myndlist en málverk. Eg varð íyrir hughrifum af verkum þeirra." Þegar starfsemi Galleríis Suður- götu 7 stóð í sem mestum blóma afrekaði Friðrik það að selja Lista- safhi Islands myndverk eftir sig. Ljósmynd sem nefnist „Að renna blint í sjóinn". Þar sem Friðrik sést skeiða út í sjó með bundið fyrir augun. Hann segir að ferli sínum sem myndlistarmanni sé í sjálfu sér ekkert lokið. „Maður getur líka litið á myndir eins og „Hringinn" og „Brennu-Njálssögu“ sem mynd- listaverk frekar en kvikmyndaverk. Eg eiginlega kláraði aldrei þær hugmyndir sem ég hafði þá. Það er eiginlega eins með myndlistina og tískuna að sumt kemur aftur í tísku. Eins og konseptlistin kemur aftur í tísku, hún varir bara stutt núna af því að markaðurinn er á svo mikilli ferð. Myndlistin er sem stendur fremst allra Iist- greina á Islandi. Miðað við hvað gerist erlendis erum við samkeppnishæfír í inyndlist. Ef maður sér alþjóðlegar sýningar, sem Islendingar taka þátt í, þá finnst mér alltaf íslenski hlutinn bera af. Það er til myndlistarfólk hérna sem skarar framúr og er með framlag til heimslistarinnar." -PJESTA „Myndlistereins og hverönnurlisthún gefiir mannkyninu tækifæri til þess að horfa á umhverfi sitt í öðru Ijósi. Efhúnger- irþað erhúngóð myndlist, þ.e. efhún veldur einhverjum hughrifum. Efhún er lélegþágeristekki neitt. “ SPJflLL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Tískan slítur fleiri fötum en maðurinn. Shakespcarc Þau fæddust 21. október • 1895 fæddist bandaríska leikkonan Edna Purviance, sem m.a. lék f mörg- um myndum Chaplins. • 1908 fæddist Sigurjón Ólafsson myndhöggvari. • 1917 fæddist bandaríski djass- trompettlcikarinn Dizzy Gillespie. • 1933 fæddist sænski uppfinninga- maðurinn og iðnjöfurinn Alfred Bern- hard Nobel, sem fann upp dýnamítið og stofnaði Nóbelsverðlaunin. • 1940 fæddist rússneska ballettdans- mærin Natalfja Makarova. • 1949 fæddist Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Israels. • 1953 fæddist Þorsteinn Gunnarsson rektor. Þetta gerðist 21. október • 1492 lenti Kristófer Kólumbus á eyj- unni San Salvador og taldist þar með hafa' fundið nýja heimsálfu. • 1790 var þríliti fáninn valinn sem op- inber fáni Fralddands. • 1805 vann breski flotinn undir forystu Horatio Nelsons sigur á spænska og franska flotanum í orrustunni við Trafalgar undan Spánarströndum. Nel- son fórst, en stytta af honum stendur enn á Trafalgartorgi í Lundúnum. • 1858 var dansinn Can-Can fyrst sýndur á sviði í Parfs. • 1933 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla hér á Iandi um afnám bannlaganna. • 1944 tók nýsköpunarstjórnin, ríkis- stjórn Ólafs Thors, við völdum. • 1945 fengu konur í Frakklandi í fyrsta sinn að taka þátt í kosningum. • 1988 var listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara opnað í Laugar- nesi í Reykjavík. Vísa dagsins Oddvitinn hann skaut ú ská skotið hitti fótinn. Sveitarstjóra t hrúnir hrá húinn allur kvótinn. . Etla Guðjónsdóttir Afmælisbam dagsins Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, fæddist í Reykjavík 21. október árið 1942. Hún fór í nám í kvikmynda- stjómun í Kvikmyndaskólanum í Moskvu og tók meistarpróf þaðan árið 1969. Hún bjó í Moskvu í sex ár þá fluttist hún til eyjarinnar Kúbu í Karabíahafi, þar starfaði hún við kvik- myndagerð í önnur sex ár. Eftir að hún kom heim til Islands hefur hún starfað sem blaðamaður, húsmóðir, rithöfundur og þýðandi. Hún hefur þýtt mörg helstu öndvegisverk heims- bókmenntana á fslensku auk þess að skrifa ljóð og sögur. .oia-muu- ímu.í'ui-—.lo-.i. >— „Fer ekki að koma að mér?“ Þjónn á stóru veitingahúsi varð fyrir því að einn matargesta brjálaðist vegna þess hversu þjónustan gekk hægt fyrir sig og gekk illilega í skrokk á þjóninum, svo.flytja þurfti hann á sjúkrahús. Þetta var á föstudagskvöldi og mikil ös á bráðamóttöku sjúkrahússins. Þjónninn lá í rúmi frammi á gangi þungt haldinn og beið þess að læknir kæmi að líta á hann. Eftir drjúga stund kom læknir sem strunsaði eftir ganginum og virtist ekki lík- legur til að ætla að sinna þjóninum. Af veik- um mætti reyndi þjónninn að rísa upp við dogg og vinka lækninum. „Læknir," hvíslaði hann eins hátt og hann gat, „fer ekki að koma að mér?“ Læknirinn nam staðar, leit á þjóninn og þekkti hann aftur frá veitinga- staðnum, en þangað hafði læknirinn nokkrum sinnum Iagt leið sína. „Því miður,“ sagði Iæknirinn og brosti illkvittnislega, „þetta er ekki mitt svæði. Það kemur annar læknir bráðurn." Veffang dagsins Fréttablað kjarnorkuvísindamanna, sem m.a. birti í gær upplýsingar um staðsetn- ingu bandarískra kjarnorkuvopna á ís- Japdi,,er,á,uivprg, ,,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.