Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 - 23
FOLKSINS
Enn um Hrísey
Pétur Bolli Jó-
hannesson,
sveitarstjóri í
Hrísey, ritar
grein í Degi 19.
október um
ráðningu ráð-
gjafa fyrir sveit-
arfélagið til að
finna leiðir til
úrlausnar á
vanda Hríseyinga í atvinnumál-
um. Atvinnuþróunarfélag Eyja-
fjarðar (AFE) hefur ýmislegt við
skrif Péturs Bolla að athuga þar
sem honum verður tíðrætt um að-
komu AFE að ráðningu ráð-
gjafans og neikvæða afstöðu fé-
Iagsins til ráðningar Haraldar L.
Haraldssonar að verkefninu.
Gangur málsins var þessi,
Byggðastofnun setti sig í samband
við AFE og óskaði eftir stöðumati
á atvinnulífinu í Hrísey og á síðari
stigum málsins að koma með til-
lögur að lausnum á vanda Hrísey-
inga. Var þeirri málaleitan vel
tekið og lagði Atvinnuþróunarfé-
lagið strax á það áhcrslu að rétt
væri að fá sjálfstætt starfandi ráð-
gjafa til að vinna hluta verksins,
en félagið sjálft myndi vinna
stöðumatið.
Þetta eru staðreyndir málsins.
Var AFE því í raun falið allt verk-
efnið og vildi félagið fá hæfustu
aðila til starfans og jafnframt láta
Hríseyinga njóta bestu fáanlegrar
ráðgjafar.
Upphaf þessa misskilnings er
röng túlkun Geirs Guðsteinsson-
ar, blaðamanns á Degi, á svörum
framkvæmdastjóra AFE við
spurningunni um val Hríseyinga á
Úr Hrísey.
ráðgjafa, en þar hefur Geir eftir
framkvæmdastjóra beina tilvitnun
„Við erum ekki tilbúnir að sjá
Harald Líndal í þessu verkefni,"
sem voru alls ekki orð fram-
kvæmdastjórans. Var Geir og
Pétri Bolla strax gerð munnlega
grein fyrir þessari rangtúlkun
blaðamannsins, og töldum við að
þar með væri málið úr sögunni.
Að mati starfsmanna AFE var
sá ráðgjafi, sem félagið mælti með
mjög hæfur einfaldlega vegna
þekkingar hans á sjávarútvegi og
víðtækrar reynslu hans í ráðgjafa-
störfum víða um heim.
Það er í samræmi við stefnu
AFE að styðja við bakið á sjálf-
stætt starfandi ráðgjöfum, því öll-
um sem fylgjast með atvinnu- og
byggðamálum er ljóst hve erfitt er
að halda vel menntuðu og hæfu
fóiki á landsbyggðinni ef ekki eru
verkefni við hæfi. Það er umhugs-
unarvert hve oft er leitað til sömu
ráðgjafa þegar unnin eru verkefni
fyrir opinberar stofnanir og að
öllu jöfnu eru þeir staðsettir á
höfuðborgarsvæðinu. Eru þeir
einir hæfir til þessara starfa eða
eiga þeir greiðari aðgang að verk-
efnunum vegna nálægðarinnar
við kjötkatlana?
Að tilstuðlan Byggðastofnunar
var val á ráðgjafa fyrir Hríseyinga
sett í hendur heimamanna, þar
sem stofnunin taldi það eðlilegra
að þeir hefðu um það að segja
hverjum verkefnið væri falið.
AFE hafði ekkert við það að at-
huga og vonar að val þeirra verði
þeim farsælt og lausn finnist á at-
vinnumálum þeirra. Eins viljum
við leggja til að hætt verði að eyða
tíma og prentsvertu í þennan lið
málsins heldur verði lögð áhersla
á úrvinnslu góðra Iausna fyrir
Hríseyinga. AFE er eftir sem
áður reiðubúið að koma að þeirri
vinnu eins mikið og óskað er.
Ragnheiður Sveinþórsdóttir í kynningarbás Stýrímannaskóians í Reykja-
vík á íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi. - mynd: gg
Eina konan í Stýri-
mannaskólanum
Ragnheiður Sveinþórsdóttir í
Reykjavík er eina konan sem
nú stundar nám við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík. A
íslensku sjávarútvegssýning-
unni í Kópavogi í byrjun sept-
embermánaðar sl. var hún
meðal þeirra nemenda skólans
sem voru að kynna ágæti þess
að stunda þar nám undir slag-
orðinu „Siglið ánn í nýja öld
með Stýrimannaskólanum í
Reykjavík". Oflugur farskipa-
lloti er þjóðinni lífsnauðsyn-
Iegur til að fiytja sjávarafurðir
og framleiðslu á markað og
nauðsynjar heim. Fiskiskipa-
flotinn, stjórn hans og rekstur,
ásamt stjórn veiða og vinnslu
er Ij'öregg íslensku þjóðarinnar.
Markmið Stýrimannaskólans
er m.a. að mennta fólk til skip-
stjórnar, að þeir sem Ijúki
námi við skólann verði sam-
keppnisfærir á heimsmarkaði
og að íslenski flotinn fái sem
best menntaða skipstjórnar-
menn.
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
hyggst síðar fara í nám í sjáv-
arútvegsfræðum. Þess má geta
að hún sigldi með Bakkafossi á
sfðasta sumri. — GG
Véla - Pallaleiga
Skógarhlíð 43, 601 Akureyri
fyrir ofan Húsasmiðjuna
Leigi út álvinnupalla.
Henta vel við málningu
og viðgerðir á litlum og
stórum húsum.
461-1386 og
892-5576
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 25. október 1999 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir
Siguröur J. Sigurösson og Guðmundur Ómar Guömundsson til
viötals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 1. hæö.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem
aðstæður leyfa.
Síminn er 460 1000.
Þetta vil ég sjá
fimmtudaginn 21. október, kl. 20.30
Friðrik Þór Friðriksson velur verk eftir listamennina
Hörð Ágústsson
Sigurð Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Magnús Pálsson
Steingrím Eyfjörð
Bjarna Þórarinsson
To 11 a
Verið velkomin!
e
Menningarmiöstööin Gerðuberg
7. sýning föstud.
22.10. kl. 20:00.
8. sýning laugard.
23.10. kl. 20:00.
9. sýning föstud.
29.10. kl. 20:00.
10. sýning laugard.
30.10. kl. 16:00.
11. sýn. laugard.
30.10. kl. 20:00.
Leikarar:
Ari Matthíasson,
Aðalsteinn Bergdal,
Árni Pétur Reynisson,
Ingibjörg Stefánsdóttir,
María Pálsdóttir,
Sigurður Karlsson
og Sunna Borg.
'asanmm
Miðapantnnir i simsvara 462-1400 alla daga
Miðasala opin þri.-fim. kl. 13.00-17.00 fös.-lau. 14.00-20.00
ILEIKfCllC AKIIRfYBAPl
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-1 7:00 og fram að
sýninqu, sýninqardaqa.
Sími 462 1400.
Kortasalan í fullum gangi!