Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 5
FIMMTVDAGUR 21. OKTÓBER 1999 - 21 Dnptr Við erum framtíðin! Æskuþingkonurnar Janet og Þórunn hafa sérstakan áhuga á umhverfisvernd og munu ræða um hana á heimsþingi æskunnar, sem hefst í París á morgun. Tvær íslenskar stúlkur fara í dag á Heimsþing æskunnar. Meðal til- lagna þeirra erað koma vetnisbílum sem fyrst á markað og að sjá tilþess að allir jarðarbúarhafi aðgang aðlntemetinu fyrir árið2010... UNESCO, menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, og franska þjóðþingið standa fyrir Heimsþingi æskunnar í París 22.-26. okt. Um 250 ung- lingar á aldrinum 14-16 ára frá 176 Iöndum taka þátt og þar á meðal verða tvær íslenskar stúlkur, þær Janet María Sewell í 10. bekk Hvassaleitisskóla og Þórunn H. Þórðardóttir í 10. bekk Alftamýrarskóla en fylgdar- kona þeirra verður Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Álfta- mýrarskóla. Æskuþingmennirnir leggja af stað til Frakklands í dag en markmið þingsins, sem haldið verður í Versölum, er að fjalla um og samþykkja Yfirlýs- ingu ungmenna fyrir 21. öldina. Öllum íslenskum grunnskólum var boðið að senda inn tillögur fyrir yfirlýsinguna og átti svo að velja einn strák og eina stelpu frá íslandi. Þátttaka íslenskra skólabarna var hins vegar svo dræm að aðeins tvær tillögur um betri heim á 21. öldinni bárust - þær Janet og Þórunn voru því sjálfkjörnar á heimsþingið. Hættum að skrifa bréf Tillaga Janetar Ijallaði um um- hverfismál og hefur hún sérstak- lega áhyggjur af gróðurhúsaá- hrifum og þynningu ósonlags- ins, mengun og eyðingu regn- skóganna. Hún lagði meginá- herslu á tvennt sem bætt getur umgengni okkar við náttúruna í framtíðinni, annars vegar að vetnisbílum verði komið sem fyrst á markað enda séu bílar gríðarlegir mengunarvaldar og hins vegar leggur hún til að við hættum að nota pappír. „Eg tala um að við ættum að hætta að skrifa bréf og nota frekar tölvu- póstinn og setja bækur frekar á geisladiska en í bækur,“ segir Janet og þykir sjálfri ekkert óþægilegt að lesa bækur af tölvuskjá. Tók þó fram að hún læsi ekki mikið af bókum. Hún veltir einnig upp spurningunni um dagblöð og leggur til að tölvupóstur sé einnig notaður til að dreifa þeim og að lokum vill hún bjarga náttúrunni þótt ekki væri nema fegurðarinnar vegna. Vilji allt sem þarf Umhverfismálin voru líka ofar- lega í huga Þórunnar en hún lagði einnig áherslu á nauðsyn- lega menntun og frið. Hún legg- ur til að stofnuð verði samtök ungmenna undir heitinu PPE (Peace, Pollution, Education) í samvinnu við UNESCO. „Krakkar myndu skuldbinda sig til að verja tilteknum lágmarks- tíma fyrir samtökin og fjölmiðlar ættu að verja lágmarkstíma ár hvert til að kynna samtökin og þjóðir í heiminum ættu að gefa peningagjafir til styrktar samtök- unum svo það væri hægt að koma þessu af stað.“ - Hver yrðu helstu verkefni svona samtaka? „Þau yrðu t.d. að mannkynið hefði Internetaðgang fyrir árið 2010. I Afríku yrðu þá sett upp svona tölvukaffihús þar sem fólk gæti fengið menntun. En ég veit að um 3/4 af þeim hörnum í heiminum sem geta ekki lesið eru stúlkur þannig að auðvitað þyrfti fyrst að kenna fólki að lesa og skrifa.“ - En er þetta ekki ofurhjart- sýni að halda að allt mannkyn geti orðið nettengt innan tíu árn? „Ef þetta er styrkt á hverju ári af öllum ríkissjóðum í heimin- um þá ætti það að vera hægt,“ sagði Þórunn og Janet bætti við: „Ef vilj'nn er til staðar er allt hægt.“ Það er einmitt viljinn sem Þórunn telur að skorti helst hjá hinum fullorðnu til að koma sannarlegu réttlæti og jöfnuði á í heiminum. Yfirlýsingin frá heimsþingi æskunnar verður ekki sett ofan í skúffu að fundahöldum í Versöl- um loknum. Öll stjórnvöld heims fá yfirlýsinguna £ hendur og er ætlað að taka hana til greina, því ætlunin er að hug- myndir unga fólksins hafi áhrif, eða eins og Janet segir: „Því við erum framtíðin." LÓA Holl er hreyfíng ófrísknm konrnn Þungun er ekki sjúk- dómur og flestum kon- um er ráðlagt að við- halda daglegri virkni, nokkurn veginn eins og venjulega. Gagn- stætt því sem margir telja er engin ástæða til það foraðast líkam- lega virkni á með- göngutímanum. Konur hafa stundað líkam- lega vinnu á með- göngutímanum í gegn- um aldirnar og ættu ekki að forðast hana nema Iæknir hafi bein- línis ráðlagt það. Regluleg hreyfing, einkum ganga eða sund, getur væntanlega orðið til þess að þungaðri konu líði vel og hún viðhaldi hreysti sinni. Kona sem stundar léttar líkamsæfingar á meðgöngutím- anum er jafnvel betur undir fæðinguna búin, Þótt ekki hafi verið færðar sönnur á að hreyfing örfi þroska barnsins þó margir séu þeirrar skoðunar. Þó er alveg ljóst að líðan móður hefur áhrif á líðan fóstursins sem vex innra með svarar henni. Það er þó talið skynsamlegt að forðast íþróttir sem hafa í SÍmannf m'^a áreynslu í för með sér eða slysahættu. Því er ófrískum * konum ráðlagt að stunda ekki útreiðar. Konur sem ekki hafa Ertu með ráð, stundað Iíkamsrækt áður ættu að hyrja varlega. Það er þó nauðsynlegt að hlusta á líkamann. Fylgjast með æðaslættinum, púlsinn ætti ekld að fara yfir 140 slög á mínútu. Drekka nóg af vatni og gæta þess að teygja sig ekki um of. Þrátt fyrir að teygj- skipta? ur séu nauðsynlegar geta þær reynt of mikið á vöðva. Pjetur svarar í Ef meðgangan gengur eðilega fyrir sig er óhætt að stunda símann kl 9—12. kynlif allan meðgöngutímann. A meðgöngutímanum hafa sum- . ar konur aukna kynhvöt, en aðrar tapa henni alveg. I slíkum immn er (.jjyjkm^, Eviknar áhugi á kynlffi svo til alltaf að nýju að aflok- 460 6124 (beint) jnnj meðgöngunni. í bókinni Heimilislæknirinn, sem kom út eða 800 7080. hjá bókaútgáfunni Iðunni fyrir nokkrum árum, segir að síðustu Póstfang: fjórar vikur meðgöngunnar sé ráðlegt að liggja á hliðinni við i u i a i samfarir, því það sé þægilegra við þessar aðstæður og getnaðar- limurinn gangi ekki eins djupt, þanmg se minm nætta a þetta eða Strandgötu 31 ýt; uncjir fasðingu íyrir tímann. Ef fyrri meðgöngum hefur lok- Akureyri. ið með fósturláti eða ef fósturlát hefur nýlega verið yfirvofandi Netfang: væntanlega best að forðast samfarir þar til eftir 16. viku pjeturst@ff.is "teðgöngunnar. þarftu að spyrja, viltu gefa eða SVOiMA BtUFIÐ Pjetur St. Arason skrifar © ■ HVAD ER A SEYBI? ÁHRIF Á FRJÓSEMI KARLA Fimmtudaginn 21. október kl. 16:15 llytur Elín V. Magnúsdóttir fyrirlesturinn: „Ahrif þrávirkra klórlíf- rænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna" í málstofu læknadeildar Háskóla Islands. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Islands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16:00 Sama dag kl. 16:00 til 18:00 verður haldin málstofa í guðfræði íSkólabæ. Þar flytur lnga Huld Hákonardóttir erindi sem hún nefnir „Saga kvenna og kristinnar trúar slær í gegn sem rannsóknarefni á Norðurlöndum". HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Svör við sorginni Hver eru svör kirkjunnar við sorginni, er heiti á röð fyrirlestra sem haldnir eru á fimmtudagskvöldum í Fossvogskirkju. Fyrirlestramir sem haldnir eru í sam- vinnu Kirkjugarðanna og prófasts- dæmanna, eru ætlaðir öllum þeim fjöl- mörgu sem hafa upplifað sorgina vegna ástvinamissis, eins eru þeir ætlaðir fag- fólki, sem hjálpa syrgjendum að vinna úr sorginni með réttum hætti. Fyrirlestramir eru fluttir í máli og myndum og hefjast kl. 20.30. I kvöld er yfirskriftin „Kristur og þjáningin" og mun sr. Siguijón Arni Eyj- ólfsson, héraðsprestur tala. Næsti fyrir- lestur verður haldinn 28. október og heit- ir „Upprisan og vonin“, 4. nóvember er „Líf í sorg og von“ og er jafnframt sá síð- asti röðinni. Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Brids kl. 13:00. Bingó kl. 19.15 allir velkomnir. Kór FEB er með konsert í Salnum Kópa- vogi í kvöld 21.október kl. 20:00, allir vcl- komnir, fjölbreytt dagskrá. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 588-2111 milli kl. 9:00 til 17:00 alla virka daga. Með söng í hjarta 1 kvöld fimmtudagskvöldið 21. október heldur Söngfélag félags eldri borgara í Reykjavík tónleika í SALNUM í Kópa- vogi. Tónleikarnir hafa hlotið heitið „Með söng í hjarta" og hefjast þeir kl. 20:00 (ATH ! breyttan tónleikatíma). Comedian Harmonists í kvöld 21. október, ld. 20.30, sýnir Goethe-Zentrum á Lindargötu 46 þýsku kvikmvndina „Comedian Harmonists" frá árinu 1997. Leikstjóri er Joseph Vilsmaier en meðal leikenda eru Ulrich Noethen, Heino Ferch, Katja Riemann og Otto Sander. Þöglu myndatónleikar I kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 17 verða kvikmyndatónIeikar í Háskólabíó. Sýningar á meistaraverkum þöglu mynd- anna við undirleik Sinfóníuhljómsveitar- innar eru orðinn árlcgur viðburður sem nýtur mikilla vinsælda hjá unnendum kvikmynda og sígildrar tónlistar. LANDIÐ Skákfélag Akureyrar Skákfélag Akureyrar hefur flutt starfsemi sína í Skipagötu 18, 2. hæð og verða mót og æfingar þar í vetur. Nú stendur yfir haustmót Skákfélags Akureyrar í opnunar flokki og verður næsta umferð telfd næst- komandi sunnudag. 1 kvöld kl. 20.00 verður háð 10 mínútna mót. Haustmót hama, drengja og unglingaflokks hefst á laugardaginn kl. 13.30 í Skipagötu. Keppnin stendur yfir tvo laugardaga og er keppnisgjald kr. 500. Smalahundafélag íslands Fyrsta fjárhundakeppni ársins verður haldin að Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós laugardaginn 23. október kl. 14.00. Dómari keppninnar kemur frá Skotlandi. Kaffiveitingar verða á staðnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.