Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 1
T Vilja samema Ámessýslu alla Enginn er eyland. Myndin er af Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi, en svo kann að fara að þessir bær - einsog allir hinir - verði í náinni framtíð í sveitarfélagi sem myndi ná yfir Árnesþing allt. Hver veit? mynd: sbs Fimm sveitahreppar í Ámessýslu vilja við- ræður um sameiuiugu allra sveitafélaga í sýsluuui. Nauðsyn, segir talsmaður þeirra. Jákvæðni í Árborg en Hvergerðingar hafa þegar hlásið á hug- myndina. Nefnd fulltrúa hreppsnefnda Hraungerðis-, Villingaholts-, Skeiða-, Gnúpveija- og Hruna- mannahreppa hefur sent sameig- inlegt bréf til allra sveitarstjóma í Arnessýslum, þar sem óskað er eftir viðræðum um „framtíð sveit- arfélaganna" einsog það er orðað. Oskað er eftir svari fyrir 1. desem- ber en í bréfinu segir að verið sé að „kanna áhuga og skoðanir fleiri sveitarstjóma á víðtækari samein- ingu í Arnessýslu,“ einsog það er orðað. Stærri, viðameiri og flóknari verkefni Nefnd fulltrúa áðurnefndra sveit- arfélaga var mynduð síðastliðinn vetur og eiga í henni sæti tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. Umræður um sameiningarmál hafa verið óformlegar til þessa, en nú þykir mönnum rétt að setja meiri alvöru í málið og leita eftir því hver raunverulegur vilji manna til stærri sameiningar sé. Er sam- eining Árnessýslu allrar í eitt sveit- arfélaga settur fram sem fyrsti val- kostur. Guðmundur Stefánsson, odd- viti Hraungerðishrepps, fer fyrir hópnum sem sendi þetta erindi út. Hann segist telja sameiningu sveitarfélaga í stærri einingar mið- að við núverandi aðstæður vera orðna nauðsyn. Meðal annars vegna þess að sveitarfélögin séu í dag að taka að sér sífellt stærri, viðameiri og flóknari verkefni. Og það sé tæpast á færri fámennra sveitarfélaga, sem telja kannski 100 til 200 íbúa og séu aðeins með einn starfsmann á sínum snærum, til dæmis oddvita í hluta- starfi, til að sinna þeim verkefn- um. „Eg á von á einhverskonar sameiningu sveitarfélaga hér í Ár- nessýslu á líðandi kjörtímabili," segir Guðinundur. Nú fara menn að reikna Sem áður segir er óskað eftir því að fyrir 1. desember segi sveitar- stjórnir í Árnessýslu af eða á hvort þær hafi áhuga á viðræðum um sameiningarmál „sem yrðu fyrst í stað óformlegar og án skuldbind- inga,“ einsog segir í áðumefndu bréfi. Nú þegar hefur í sveitarfé- laginu Árborg verið skipaður hóp- ur bæjarfulltrúa sem mun, ásamt bæjarstjóra, fara í þessar viðræður. Kristján Einarsson, forseti bæjar- stjórnar, kveðst vera jákvæður gagnvart málinu og bendir m.a. á að yfirlýstur vilji allra þeirra sem koma að sveitarstjórnarmálum í Árborg að vinna að sameiningu sveitarfélaga í Amessýslu. Hún sé líka um margt rökrétt, enda hafi sveitarfélögin með sér samvinnu á ýmsu sviðum og eigi sameiginlega hagsmuni á ýmsa Iund. „Samein- ingarviðræður kalla á reikninga og nú fara menn að reikna og reikna og athuga hagkvæmni þess að þessi sveitarfélög sameinist," sagði Kristján Einarsson. 1 Hveragerði hafa menn þegar gert upp hug sinn til þessa máls og hafa ákveðið að vera ekki með í sameiningarviðræðum. „Við telj- um sameiningu einfaldlega ekki tímabæra. Við eigum margt eftir ógert í framkvæmdum hér í bæn- um sem við viljum einbeita okkur að núna, þó ekki sé rétt heldur að útiloka sameiningu á síðari stig- um,“ sagði Gísli Páll Pálsson, for- seti bæjarstjórnar. -SBS. Samhygð sigraði Lið Ungmennafélagsins Sam- hygðar í Gaulverjabæjarhreppi er komið í undanúrslit í spurn- ingakeppni aðildarfélaga Hér- aðssambandsins Skarphéðins, sem fram fer í Utvarpi Suður- lands. Fyrsta lota keppninnar var sl. sunnudagskvöld, þar sem lið Samhyggðar atti kappi við lið Laugdæla. Lyktir leiks urðu 18- 17 og geta Samhyggðarmenn heppnir talsist, en þeir eiga titil að verja eftir sigur í þessari keppni á síðasta ári. Stjórnandi keppninnar er Valdimar Bragason og dómari er Guðrún Halla Jónsdóttir. Jafn- framt því að vera spyrill semur Valdimar jafnframt spurningar keppninnar og eru þær ekki síst um ýmis þekkingaratriði er varða Suðurland. Dæmi: Hvert er fjallið á Hellisheiði sem er á vinstri hönd þegar ekið er frá Selfossi og til Reykjavíkur. Svar: Skálafeil. i ’.’jBOÍ -SBS. Keppendur Samhygðar, dómari og spyrill. Frá vinstrl talið; Guðrún Halla Jónsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Jón M. ívarsson, Markús Kr. íyarsson og Valdimar Bragason. mynd: sbs Á leikskóla. Fjárveiting bæjar- stjórnar Árborgar til átaksverkefnis leikskóla hefur snúið leikskóla- kennurum sveitarfélagsins aftur til starfa. Leikskóla- keimumm snmðtíl starfa Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að leggja fé til átaks- verkefnis, sem miðar að því að fylgja eftir nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla sem mennta- málaráðuneytið gaf út þann 1. júlí sl. Verkefnið verður unnið á tímabilinu frá október 1999 til Ioka næsta árs. Átakið verð- ur á ábyrgð og í umsjón leik- skólastjóra í hverjum leikskóla og áætlun, framkvæmd og mat á starfinu verður unnið í sam- starfi við leikskólafulltrúa Ár- borgar, leikskólanefnd og fræðslustjóra. Fræðslu- og menningarsvið Árborgar leggur leikskólunum til faglega ráð- gjöf. Matsnefnd sem leikskóla- nefnd skipar mun fylgjast með- framgangi verkefnisins. Þann 1. september sl. Iá fyrir bæjarráði fundargerð Ieikskóla- nefndar með áskorun Félags ís- lenskra leikskólakennara þess efnis að sveitarstjórnir veittu fé til að fylgja eftir nýrri aðal- námskrá. Leikskólanefnd lagði málinu lið og samþykkti bæjar- ráð að fela fræðslustjóra að gera tillögur um hvernig standa mætti að átaki í leikskólum Ár- borgar varðandi þetta verkefni. Fræðslustjóri skilaði tillögum sem sendar voru til umsagnar leikskólastjóra. Þeir lýstu yfir áhuga á verkefninu og bentu á mögulegar útfærslu'r. Að fengn- um þessum viðbrögðum leik- skólastjóra var ákveðið að kynna þeim leikskólakennur- um sem sagt höfðu upp störf- um verkefnið ásamt áformum bæjarstjórnar um að veita fé til þess. I kjölfar kynningarfundar bæjarstjóra, fræðslustjóra og formanns bæjarráðs með leik- skólakennurunum í gær ákváðu þeir á grundvelli átaks- ins að koma til starfa á ný. ö., i I, •i.-.-SBS. .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.