Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 2

Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 2
2 - FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 SUÐURLAND Tímabær umferðarljós Setja á upp mnferðar- ljós á horni Heiðarveg- ar og Strandvegar í Eyjum. Framkvæmdin þykir tímabær. Hins- vegar eru þrengingar og umferðareyjar á þessum stað umdeild- ar. Nú fara að hefjast framkvæmdir við uppsetningu umferðarljósa á horni Heiðarvegar og Strandveg- ar. Er framkvæmd þessi af mörg- um talin löngu tímabær og þykir hið mesta framfaramál. Samhliða þessum framkvæmdum er einnig áætlað að koma upp þrengingum og umferðareyjum á gatnamótun- um. Ekki eru þó allir sáttir við þá hlið framkvæmdanna, sér í lagi bílstjórar sem aka með langa tengivagna sem geta náð allt að 18 metrum. Haukur Guðjónsson vörubíl- stjóri er mjög ósáttur við fyrirhug- aðar þrengingar og vill kalla þær skemmdarverk. „Ég er aðallega í því aðflytja Ioðnunætur,“ segir Haukur. „Umferðarljósin eru nauðsynleg, en þrengingamar eru ekkert annað en skemmdarverk. Þetta er aðal flutningaæðin í Vest- mannaeyjum og ef að ekki verður hægt að taka beygjur þarna á horninu án þess að þurfa að riðl- ast upp á þrengingum líka, er þetta ekkert annað en skemmdar- verk og síst til bóta í umferðinni, ef ökumenn stærri flutningatækja þurfa að vera með einhveijar æf- ingar til þess að komast leiðar sinnar um þetta horn.“ Olafur Ólafsson bæjartæknifræðingur segir að ljósin og þrengingarnar séu hannaðar eftir stöðlum Vega- gerðarinnar og að leitað hafi verið til hennar vegna hönnunarinnar. „En þessi gatnamót flokkast undir þjóðveg í þéttbýli. Það var síðan í samráði við Vegagerðina að Vinnustofan Þverá annaðist um- ferðartæknilega útfærslu verks- ins,“ segir Ólafur og bætir því að ljósin verði umferðarstýrð. „Það verða skynjarar í götunni sem stjórna Ijósunum. A næturnar logar alltaf rautt ljós, ef enginn bíll er við þau en þegar bíll fer yfir skynjarana verður komið grænt. Stjórnbúnaðurinn er ekki kominn til landsins, en götuljósastaurar eru tilbúnir og verið að koma fyrir nauðsynlegum lögnum vegna þeirra.“ -BEG. Setja á upp umferðarljós á horni Heiðarvegar og Strandvegar í Eyjum. Ráðherra stað- festir aðalsMpulag HverfísvemdarsMpu- liig í byggð er í nýju að- alsMpulagi Ölfuss, sem umhverfisráð- herra staðfestí sl. mánudag. Siv Friðleifsdóttir kom ásamt föruneyti í stutta heimsókn til Þorlákshafriar síðastliðinn þriðju- dag. Erindi hennar var að undir- rita fyrirliggjandi aðalskipulag Þorlákshafnar fyrir árin 1997 til 2009. Með henni í för voru Ingimar Sigurðs- son, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytinu, og Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í ráðuneyt- inu. Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfuss, bauð gesti velkomna og lýsti ánægju sinni með heimsókn ráðherra. Hún bauð síðan Sigurði Jónssyni skipulags- og byggingarfulltrúa að út- skýra skipulagið í gróf- um dráttum. I máli Sig- urðar kom fram að svæði sem sérstaklega var tekið undir hverfisverndarskipulag væri sennilega það fyrsta sem tekið er inn í aðalskipulag í byggð. Er hér um að ræða svæðið þar sem gömlu tóftirnar af verbúðunum fornu eru, en við gerð aðalskipu- lagsins var það svæði unnið í sam- vinnu við Fornleifastofnun Is- lands. Umhverfisráðherra lýsti ánægju sinni með að vera komin hingað í þessum erindagjörðum til Þor- lákshafnar og sagðist undirrita þetta aðalskipulag með mikilli ánægju. -HS. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og fyigar- lið ásamt forráðamönnum Öifuss við undirritun aðaiskipiagsins. mynd: jhs Alltaf hætta á að uppalendur missi sig segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. „Nýjasta dæmið er GSM sím- ar, sem fara eins og faraldur um þjóðfélagið, eins og sást dæmi um í Kringlunni á dögunum, þegar fyrirtæki seldi GSM síma á krónu. Það á alltaf að kaupa friðinn." mynd: beg Uppalendur sem missa sig TH sanns vegar má færa að íslensk höm séu agalaus, segir Þór- katía Aðalsteinsdótt- ir. Hún tíutti fyrir- lestur í Eyjum og tal- aði um aga, reglur og samsMpti bama og fuUorðiuua. Á dögunum hélt Þórkatla Aðal- steinssdóttir sálfræðingur tvo fyrirlestra í Barnaskólanum í Vestmannaeyjum um aga, reglur og samskipti barna og fullorð- inna, jafnt á heimilum sem í skólum. Góð mæting var á fyrir- lestrana og konur í meirihluta, sem endurspeglar hugsanlega rótgróið viðhorf um að konur eigi að sjá um uppeldið og ekki síður þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár að konur eru í meirihluta þeirra sem sjá um kennslu í grunnskólunum. Þór- katla var lífleg og mjög leikræn í flutningi sínum á jafn alvarlegu efni og yfirskrift fyrirlestursins gaf kannski til kynna og náði vel til fyrirlestrargesta. Að eignast böm þýðir ábyrgð Þórkatla sagði að börn á lslandi væru oft talin mjög agalaus mið- að við börn á hinum Norður- löndunum. „Þetta má að vissu leyti til sanns vegar færa, samt eru ýmsar forsendur aðrar hér á landi, sem birtast sem agaleysi. Má þar nefna svefntíma, útivist, sjónvarpsgláp og tölvuleiki. I þessum málum missa foreldrar sig í að taka ekki ábyrgð og varpa ábyrgðinni á einhverja aðra. Börn fá því oft tvöföld skilaboð. I einu tilfelli eiga þau að vera full- orðin og börn í öðru. I þessu efni er nauðsynlegt að börn fái leið- beiningar, ekki síður en nppaLendurnir.<.‘ Þórkatla. segir.að. hún vilji tengja uppeldið við ábyrgð. „Þegar við eignumst börn, þýðir það ákveðna ábyrgð, ef við klikkum á henni, er það ósanngjarnt, erfitt og kostnaðar- samt gagnvart börnunum. Við getum ekki sett þetta inn í eitt- hvert náttúrulögmál, sem ekki þarf að taka á, því við viljum vera foreldrar og verðum að vanda okkur við það.“ ViiiTiuTn einsog brjálæðingar - Viljum við nokkuð vera foreldr- ar, viljum við ekki að skólinn sé foreldrar? „Auðvitað hefur skól- inn ákveðnu hlutverki að gegna, sem þarf kannski að skilgreina frekar. Skólafólk og forefdrar hafa líka talað um að víkka þyrfti skilgreininguna á hlutverki skól- ans, vegna þess að hann er far- inn að sinna ákveðnum störfum, eins og til dæmis að halda fund eins og þennan sem hér var hald- inn og sinna fræðslu til foreldra, sem ekki var gert hér áður. Við búum líka í harðbýlu landi, þar sem hlutirnir urðu að reddast. Það fór eftir því hvort var harð- æri, fiskleysi eða eldgos, hvort við lifðum eða myndum deyja. Það eimir enn af þessari hugsun hjá Islendingum, til dæmis með því að vinna eins og brjálæðing- ar.“ - Þú notaðir mikið orðin að foreldrar „misstu sig“ út í eitt og annað, má ekki greina eitthvert ósjálfstæði að nota þennan frasa? „Þetta er í raun að missa stjórn á sér og þegar það gerist hættum við að vera viti bornar verur, hættum að hlusta á dóm- greind okkar og innsæi sem end- ar svo í tómu rugli. Þetta gerist hjá öllum foreldrum alls staðar. Islenskir foreldrar lenda sérstak- leg oft í þessu. Nýjasta dæmið er GSM símar, sem fara eins og far- aldur um þjóðfélagið, eins og sást dæmi um í Kringlunni á dögunum, þegar fyrirtæki seldi GSM síma á krónu. Það á alltaf uð. kaupa fciðinn, lausnirnar og hamingjuna í stað þess að taka bara einn dag í einu, hafa út- hald.“ Meiri áhyggjur af sjálfsmynd drengja Þórkatla kom einnig inn á sjálfs- mynd barna og talaði um sterka og veika sjálfmynd og að hægt væri að byggja hana upp en líka brjóta hana niður. - Nú alast börn orðið mikið upp hjá konum, hvort heldur á heimilum eða í skólanum, einstæðum mæðrum með forræði fjölgar og kennarar eru að mestum hluta konur. Hvernig fer þetta með sjálfs- myndina, hvort heldur stúlkna eða drengja? „Ég hef nú meiri áhyggjur af sjálfsmynd drengj- anna en stúlknanna. Eg held að það sé frekar alvarlegt mál hvernig þessi þróun er. Skóla- stjórar hafa spjallað dálítið um þetta og Hafsteinn Karlsson skólastjóri hefur bæði talað um þetta í sjónvarpi og skrifað grein- ar í blöð. Hann nefndi dæmi um drenginn sem klifrar upp í tré á skólalóðinni. Kennslukonan sem stendur fyrir neðan, hrópar: „Passaðu þig að detta ekki, komdu niður, þetta má ekki.“ Karlkennari myndi hinis vegar segja: „Afram með þig, já upp, duglegur strákur." Þetta eru mjög ólík viðbrögð og eðlileg vegna þess að kynin eru ólík og skilja ekki mjög vel hvort annað. Oft á tíðum mæta drengir hafn- andi viðhorfi við hegðun, sem er þeim alveg eðlileg." Þórkatla seg- ir að sem betur fer færist það í vöxt að kennarar, námsráðgjafar og þær stéttir sem eru að vinna með fólk, leiti sér handleiðslu. „Þetta er af hinu góða, fólk þarf að geta gusað út ef það er undir miklu álagi af því að þetta fólk þarf að vera með sjálft sig á hreinu. Þá getur verið gott að leita hjálpar til þess að skilgreina hvar maður hafi misst sig.“ - BEC,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.