Dagur - 21.10.1999, Page 4

Dagur - 21.10.1999, Page 4
4 -FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 ^SUÐURLAND Frá stofnfundi Samfylkingarfélagsins á Suðurlandi, sem haldinn var á Selfossi sl. laugardagskvöld. Margrét Frí- mannsdóttir I ræðustól. Grasrótin vegvlsir þingmaima SamfylMngarfélag stofnað á Suðnr- landi. 400 stofnfé- lagar. Alþýðan virkj- uð í pólítíska um- ræðu. Ekki hefur verið neinn mál- efnalegur ágreiningur sem hefði átt að koma í veg fyrir sameiningu vinstri manna á Is- landi. Sú staðreynd að menn hafi nú farið sitt í hverja áttina í hinu pólítíska umhverfi að undanförnu hefur hinsvegar komið til af einstaklingsfram- taki manna og metnaðargirni þeirra. Þetta kom fram í máli Margrétar Frímannsdóttur á stofnfundi kjördæmafélags Samfylkingarinnar á Suður- landi sl. laugardagskvöld. Fundurinn var fjölsóttur, en nú þegar hafa um fjögur hundruð Sunnlendingar gerst stofnfé- Iagar Samfylkingarinnar. Ekki sameiginlegur vettvangur fvrr Alþingismennirnir Margrét Frí- mannsdóttir og Lúðvík Bergvins- son ávörpuðu fundinn ásamt fleirum. I máli þeirra kom fram að Samfylkingin á Suðurlandi muni leggja sérstaka áherslu á umhverfismálin, jöfnuð og rétt- læti og byggðamál, sérstaklega með tilliti til möguleika ungs fólks á landsbyggðinni. - Um þessar mundir er verið að stofna kjördæmafélög Samfylkingarinn- ar vítt og breitt um landið og sagði Margrét Frímannsdóttir það vera fagnaðarefni og leggja grunn að þvf að Samfylkingin yrði gerð að sérstökum stjórnmálaflokki, en fram til þessa hefði hún f raun ekki haft annan sameiginlegan vettvang en þingflokkinn. I stjórn Samfylkingarinnar á Suðurlandi eru Björgvin G. Sig- urðsson, Guðjón Ægir Sigurjóns- son, Katrín Andrésdóttir, Hjálm- fríður Sveinsdóttir, Solveig Ad- olfsdóttir, Sigurbjörg Grétarsdótt- ir, Kristinn Bárðarson, Magnús Ágústsson, Árni Gunnarsson, Dagbjört Hannesdóttir, Guðni Kristinsson, Unnar Þór Böðvars- son, Torfi Áskelsson, Þórunn Bjarkadóttir, Soffia Sigurðardótt- ir. Mun stjórnin svo skipta með sér verkum á fundi sem áformað er að halda í þessari viku. Vlrkja grasrótina I samtali við Dag sagði Björgvin G. Sigurðsson að ýmis félagsstarf- semi væri fyrirhuguð af hálfu Samfylkingarinnar á Suðurlandi á næstu mánuðum. Mikilvægt væri að virkja grasrótina - alþýðufólk - í hina pólítísku umræðu, til dæm- is með því að efna til funda um þau málefni er brenna á hverju byggðarlagi um sig. Slík umræða væri til dæmis alþingismönnum mikilvægur vegvísir um með hvaða hætti skyldi móta stefnu í einstökum málum. - Þá nefndi Björgvin að nú í vikunni myndi ungliðahreyfing Samfylkingarinn- ar á Suðurlandi halda fund, en hreyfing sú var stofnuð á liðnu vori í aðdraganda kosninga. -SBS. Góðar gjafir til heilsugæslu Á dögunum nélt stjórn Heilsu- gæslu Þorlákshafnar kaffisam- sæti þar sem formaður Heilsu- gæslunnar, séra Baldur Krist- jánsson, lýsti gjöfum frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu og Kvenfélagi Þorlákshafnar. Krabbameinsfélagið gaf skoð- unarlampa til notkunar fyrir kvensjúkdómalækni og kvenfé- lagið gaf fræðsluefni um fæð- ingu, meðgöngu og bijóstagjöf svo og barnastól á biðstofu. Mættir voru fulltrúar beggja þessara félaga og flutti Baldur þeim alúðarþakkir, og sagði það ómetanlegt, hve vel hin ýmsu félög styddu við starfsemi heilsugæslustöðva. Sagði hann meðal annars að án hjálpar og velvilja félaganna væri heilsu- gæsla í landinu ekki jafnvel tækjum búin og raun ber vitni. Bað hann fulltrúa félaganna að flytja góðar kveðjur til sinna félaga og alúðarþakkir. - HS Frá athöfninni. Frá vinstri, Bergdís Sigurð- ardóttir, hjúkrunarfræðingur, Maria Kjart- ansdóttir, gjaldkeri Krabbameinsfélags Ár- nessýslu, Helgi Hauksson, heilsugæslu- læknir, Baldur Kristjánsson, formaður stjórnar Heilsugæslu Þoriákshafnar, Jón B. Stefánsson, varaformaður Krabbameins- félags Árnessýslu, Björg Sörensen, for- maður Krabbameinsfélags Árnessýslu, Edda Laufey Pálsdóttir, ritari Heilsugæslu- stöðvar og Kotbrún Skúiadóttir, gjaldkeri Kvenfélags Þorlákshafnar. mynd: hs Athuga með sjónvarpssendingar Sigurgeir Scheving, sem lengi hefur haft umsjón með bíósýningum, hefur ásamt öðrum manni verið að prófa sig áfram með að koma upp beinum sjónvarpssendingum og varpa á tjald í bíósalnum. Þeir sögðu að miklir möguleikar væru í þessari tækni og hefði þeim miðað vel með tilraunir sínar. „Við höfum náð skýrri mynd með þessum búnaði, sem við höfum verið að prófa, en möguleikarnir eru ótæmandi og íramfarir örar. Við viljum hins vegar undirstrika að þetta eru bara prófanir enn sem komið er, en hugsanlega má sjá fyrir sér beinar útsendingar frá stórviðburðum í framtíðinni í bíósalnum,“ sagði Sigurgeir. -BEG. SkaLholtskóriim syngur í Fríldrkjiuuii Skálholtskórinn heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag, 24. október, kl. 16. Á tónleikunum munu Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Skáholtskórinn flytja Ijölbreytta dagskrá með kirkju- og verald- legri tónlist. Kórinn, sem syngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar, er nú að koma heim úr vel heppnuðu söngferðalagi um Frakkland og Italíu, þar sem meðal annars var sungið fyrir lslendinga í bændaferð við Gardavatnið. Með í ferðinni voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og maður hennar, Þorkell Jóelsson, hornleikari og Kári Þormar, orgelleikari. -SBS. Uiilingahreyíing fundar Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar á Suðurlandi boðar til opins fundar á föstudagskvöldið, kl. 20:30, í húsnæði Samfylkingarinnar á Kirkjuvegi 7 á Selfossi. Efni fundarins eru stjórnmál almennt. I fréttatilkynningu frá félaginu er fagnað stofnun félags Samfylkingarinnar á Suðurlandi og er fólk í kjördæminu hvatt til að fylkja liði um það. Sérstaklega er fagnað áherslum Samfylkingarinnar í málefnum ungs fólks og lands- byggðarinnar. RagnarM. Sigutðsson9 íþrótta- og æskulýðsfulltmi í Ölfusi. Ráðiðhefurveriðístarf íþrótta- og æsktdýðsfiill- trúa hjá Sveitaifélaginu Ölfusi. RagnarM. Sig- urðsson hennari varráðinn og segirhannforvamir mihilvægan þátt í sínu starfi. Íþróttalífiðer blómlegt og margtgottað gerast. ' • Félagsmiðstöðm 1 ferðatöskum - Ragnar, segðu okkur frá sjálfutn þér? „Eg er fæddur og uppalinn í Ólafsvík. Foreldrar mínir eru Sigurður Þorsteinsson, verka- maður í Ólafsvík, sem nú er látinn, og móðir mín er Pálína Halldórsdóttir. Eg er lærður iþróttakennari frá Laugarvatni, útskrifaðist þaðan 1986. Eftir það kenndum við hjónin í þrjá vetur á Selfossi, og fluttum svo hingað til Þorlákshafnar 1989. Konan mín er Jóhanna Hjartar- dóttir, sem einnig er íþrótta- kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, og eigum við þrjá syni á grunnskólaaldri. Síðan við komum hingað hef ég kennt við Grunnskólann þar tib í fyrra að ég tók mér smáfrí og starfaði um tíma hjá Tal hf. Þegar þessi nýja staða var aug- lýst ákvað ég að sækja um og fékk starfið. Eg var mjög ánægður með að hafa hlotið ’s'toðuna, þar sem þetta var einmitt það sem ég hef mikinn áhuga á; að starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna að slíkum rnálurn." - í hverju er starf þitt fólg- ið? „Starf mitt er einkum fólgið í því að ég er í raun starfsmaður fyrir íþrótta- og æskulýðsnefnd staðarins, og heyrir starfið undir bæjarstjóra. Eg á að vera ráðgefandi í ýmsu því er við- kemur íþrótta- og æskulýðs- málum sveitarfélagsins. Þá á ég að hafa eftirlit með fram- kvæmd laga sem heyra undir þennan málaflokk. Undir þau lög heyra hvers kyns íþrótta- mál, málefni félagsmiðstöðvar, forvarnarmál og aðrar tóm- stundir æskulýðsins." - Hvernig líst þér á þig í hinu nýja starfi? „Eg er spenntur fyrir því að takast á við þetta starf. Þetta er krefjandi verkefnij ogj um leið gefandi. Það verður að segjast eins og er að á þessum vett- vangi er mikið eftir ógert og ekki hægt að ætlast til að byggja heilu borgirnar á einni nóttu. Eg vil þó segja það að það sem hefur verið gert í gegnum árin fyrir unga fólkið hér er margt mjög gott. Iþrótta- starfið hefur staðið í miklum blóma í gegnum árin, tónlistar- Iíf er mjög blómlegt og margt annað gott er til dæmis í starfi skólans með unglingunum. Ég get bent á leiksýningar skólans sem dæmi um hve vel er í raun staðið að hlutunum. Menn sýndu mikla framsýni hér 1988 þegar hreppsnefnd Ölfus- hrepps samþykkti að styðja við bakið á því að koma félagsmið- stöð á laggirnar. Hún hefur skilað miklu í gegnum tfðina. - Hvað með málefni félags- miðstöðvarinnar ? „Eins og stendur er félags- miðstöðin í ferðatöskuni, því eins og menn vita er húsnæðið sem hún hafði orðið byggingar- svæði. Starfsemi hennar fer nú fram í sal grunnskólans, ásamt því að salurinn gegnir hlutverki kennslustofa, skólaathvarfs og er nýttur undir samkomur sem annars voru í félagsheimilinu. Eins og er heftir þetta að sjálf- sögðu starfsemi félagsmið- stöðvarinnar, en þetta stendur þó vonandi til bóta. Unnið er að því að finna henni varanleg- an stað þar sem starfsemi hennar fengi að njóta sín. Öfl- ugt íþrótta- og æskulýðsstarf er í raun bestu forvarnirnar og best til þess fallnar að virkja og efla hvern einstakling til af- reka, svo við skildum alltaf horfa til þess að hlúa vel að þessum málum, því það sem við látum í þessi mál fáum við margfalt til baka.“ -ltS. J

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.