Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 3

Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 3
LAVGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 -IU TT Pálína Þorsteinsdóttir Pálína Þorsteinsdóttir, hús- móðir á Akranesi, f. 28. janúar 1908, dáin 13. október 1999. Starfsferill Pálína fæddist í Þorsteinshúsi á Stöðvarfirði en ólst frá fjögurra ára aldri upp hjá afa sínum og ömmu, þeim séra Guttormi Vig- fússyni, í Stöð í Stöðvarfirði, og Þórhildi Sigurðardóttur frá Harðbak á Sléttu. Pálína stundaði heimanám hjá afa sínum, séra Guttormi, var einn vetur í unglingaskóla á Fá- skrúðsfirði þegar hún var sextán ára, stundaði nám við 2. og 3. deild Hvítárbakkaskóla 1926-28 og sótti tíma í KÍ 1928-29. Pálína kenndi í Breiðdal og á Stöðvarfirði 1929-30 og var einnig farkennari í Miðfirði 1933-34. Þá gifti hún sig og var síðan húsmóðir á Akranesi. Fjölskylda Pálína giftist 1934 Guðmundi Björnssyni, f. 24. mars 1902, dá- inn 1989, kennara. Hann var kennari í Miðfirði 1921-33 og einnig eftirlitskennari í Vestur- Húnavatnssýslu 1932-33 en kenndi eftir það á Akranesi, við Barnaskólann og Iðnskólann. Guðmundur var sonur Björns Jónssonar, f. 21. nóvember 1866, dáinn 4. maí 1938, bónda í Núpsdalstungu í Miðfirði, og k.h., Asgerðar Bjarnadóttur, f. 24. ágúst 1865, d. 26. september 1942, húsfreyju. Börn Pálínu og Guðmundar eru Ormar Þór, f. 2. febrúar 1935, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Kristínu Valtýsdóttur ferðaráðgjafa og eru börn þeirra Sif, Harri, Orri Þór og Björk; Gerður Birna, f. 2. apríl 1938, snyrtifræðingur í Reykjavík, gift Daníel Guðnasyni lækni og eru börn þeirra Guðríður Anna, Guðni Páll, Guðmundur og Þór- hildur Margrét; Björn Þorsteinn, f. 13. júlí 1939, lagaprófessor í Reykjavík, kvæntur Þórunni Bragadóttur deildarstjóra og eru synir þeirra Guðmundur og Bragi; Asgeir Rafn, f. 18. maí 1942, framkvæmdastjóri á Akra- nesi, kvæntur Fríðu Ragnarsdótt- ur bankamanni og eru börn þeirra Ragnheiður, Pálína og As- geir; Atli Freyr, f. 3. apríl 1948 skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, búsettur í Reykjavík, maki hans er Þorgerður Jónsdótt- ir læknaritari og eru börn Atla Freys og fyrri konu hans, Halínu Bogadóttur, þau Svava María og Guðmundur Páll .en dóttir Þor- gerðar er SigríðunArna. Afkomendur PáÍínu og Guð- mundar eru nú Qörutíu og þrír talsins. Systkini Pálínu: Skúli Þor- steinsson, f. 24. desember 1906, d. 1973, skólastjóri á Eskifirði og námsstjóri, var kvæntur Onnu Sigurðardóttur, forstöðukonu Kvennasögusafnsins, látin; Frið- geir Þorsteinsson, f. 15. febrúar 1910, d. 1999, útvegsbóndi og fyrrv. útibússtjóri Samvinnu- bankans á Stöðvarfirði, var kvæntur EIsu Sveinsdóttur sem er látin; Halldór Þorsteinsson, f. 23. júlí 1912, d. 1983, vélvirki á Akranesi, var kváentur Rut Guð- mundsdóttur, Iátin; Anna Þor- steinsdóttir, f. 8. apríl 1915, pró- fastsfrú, gift Kristni Hóseassyni, fyrrv. prófasti í Heydölum; Björn Þorsteinsson, f. 22. maí 1916, d. 1939; Pétur Þorsteinsson, f. 4. janúar 1921, d. 1993, sýslumað- ur í Búðardal, var kvæntur Björgu Ríkarðsdóttur. Ætt Foreldrar Pálínu voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, f. 12. maf 1874, d. 28. september 1943, frá Slindurholti í Austur- Skaftafellssýslu, kaupmaður og bóndi á Oseyri í Stöðvarfirði, og k.h., Guðríður Guttormsdóttir, f. 30. apríl 1883, d. 27. janúar 1975, húsfreyja. Þorsteinn Mýrmann var sonur Þorsteins, b. í Slindurholti á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu Þorsteinssonar. Móðir Þorsteins í Slindurholti var Sigríður Jóns- dóttir, prests á Kálfafellsstað Þor- steinssonar. Móðir Þorsteins Mýrmanns var Valgerður Sigurðardóttir, Ei- ríkssonar, Einarssonar. Móðir Ei- ríks var Þórdís, systir Jóns Eiríks- sonar konferensráðs. Móðir Val- gerðar var Valgerður Þórðardótt- ir, systir Sveins, afa Þórbergs Þórðarsonar. Guðríður var dóttir Guttorms prófasts á Stöð Vigfússonar, pr. í Asi Guttormssonar, prófasts í Vallanesi Pálssonar. Móðir Gutt- orms var Björg Stefánsdóttir, prófasts á Valþjófsstöðum Arna- sonar, pr. í Kirkjubæ í Tungu Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Björg Pétursdóttir, sýslu- manns á Ketilsstöðum á Völlum Þorsteinssonar. Móðir Guðríðar var Þórhildur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu Steinssonar, b. á Harðbak Hákonarsonar. Móðir Steins var Þórunn Stefánsdóttir, prests á Presthólum Scheving. Móðir Þórhildar var Friðný Friðriks- dóttir, b. í Klifshaga Arnasonar og Guðnýjar Björnsdóttur, b. í Haga í Reykjadal. Móðir Guðnýj- ar var Sigurlaug Arngrímsdóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hlíð Run- ólfssonar, b. í Hafrafellstungu Einarssonar „galdrameistara" og pr. á Skinnastað Nikulássonar. Móðir Arngríms var Björg Arn- grímsdóttir, sýslumanns á Stóru- Laugum í Reykjadal Hrólfssonar. Utför Pálínu fór fram frá Akra- neskirkju fimmtudaginn 21. október 1999. *** Ein fyrsta minningin sem upp kemur við fráfall ömmu minnar, Pálínu Þorsteinsdóttur, er þegar ekið var uppá Akranes til að dvelja hjá ömmu og afa yfir helgi. Við systkinin sátum aftur í bíln- um og þegar við nálguðumst bæ- inn var hrópað. „ég sé Akranes, ég sé Akranes",... spenningurinn f alglcymingi. Þá brást heldur sjaldan að skammt fyrir utan bæ- inn mættum við uppáklæddum manni með hatt og staf sem var tekinn upp í bílinn. Það var afi sem hafði þann sið að fá sér göngutúr á móti, er hann vissi af gestum á leiðinni, ellegar hann stóð á tröppunum á Jaðarsbraut- inni og rétti fram hendurnar þeg- ar við komum. Eftir situr í minn- ingunni ilmurinn af steiktu lambslæri sem Iá í loftinu og amma Pála, eins og við kölluðum hana, faðmaði og kyssti okkur börnin á þann einstæða og hlý- Iega hátt sem aðeins ömmum virðist unnt að gera. A uppvaxtarárum mínum þótti m,éf ,fýtt skenrmtjlegrjt, en ?ð fap með Akraborginni uppá Skaga og dvelja þar í Iengri eða skemmri tíma. Heimili ömmu og afa var heimur útaf fyrir sig. Hægt var að fara inn um litlar dyr í risinu og skríða um með vasaljós hringinn í kringum súðina. Þar voru stafl- ar af gömlu dóti sem hægt var að gramsa í og rannsaka og fara í leiki. Afi átti geymslu í kjallaran- um þar sem geymd voru gömul verkfæri og annað sem taka mátti til handargagns. Hinum megin við götuna dældu skipin sandi í gryfju sementsverksmiðjunnar og var þá oft handagangur í öskj- unni hjá okkur krökkunum að tína sandsíli og annað það sem skolaðist með og atast í mávin- um. Afraksturinn var síðan borið heim við misjafnar undirtektir. Langisandur og næsta nágrenni ævintýraland. Að dveljast á Jað- arsbrautinni hjá ömmu og afa var eins og að vera á fínu hóteli. Alltaf nóg að bíta og brenna og uppábúin rúm á kvöldin. Enginn mátti fara svangur í háttinn og því var gjarnan raðað í sig ban- anatertum, randalínum og brún- kökum áður en gengið var til náða. Síðan spurði amma hvað maður vildi fá í matinn daginn eftir. Dásamlegir dagar. Amma Pála ólst upp í byrjun aldarinnar. Þegar hún var fjög- urra ára gömul var hún send í fóstur hjá afa sínum og ömmu, séra Guttormi Vigfússyni í Stöð í Stöðvarfirði og Þórhildi Sigurð- ardóttur. Amma leið aldrei skort og lét alltaf vel af þessum árum og hafði hún gaman af að rifja upp bernsku sína. Séra Guttorm- ur kenndi henni að lesa og var amma orðin fluglæs á fimmta aldursári. Amma var vel menntuð og upplýst kona sem hafði áhuga á lestri góðra bóka og eins og hjá mörgum voru þeir Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Gunnarsson í miklum metum hjá henni. Amma var gamansöm og hlátur- mild og kunni svo sannarlega lagið á sínu fólki. Mér er minni- stæð saga sem hún sagði mér af óknyttapilti einum, sem hún sá henda tveimur eggjum í eldhús- gluggann hjá sér og taka svo til fótanna. Amma þekkti stráksa og skömmu síðar hóaði hún í hann og sagði honum að einhver hefði verið að henda eggjum í rúðuna hjá sér og hvort hann væri nú ekki til f að þrífa rúðuna fyrir sig þar sem hún næði ekki almenni- lega til hennar. Það þarf varla að taka það fram að pilturinn sá gekk strax til verks og aldrei sáust egg á eldhúsglugganum hennar Pálínu eftir það. Amma var einstök kona, ein- stök amma og alltaf fannst mér eins og ég hlyti að vera uppá- h aldsbarpabíirn i ð h e n n a r, eins og hún dekraði mig á allan hátt. Attaði mig auðvitað ekki á því fyrr en síðar að öll barnabörn hennar héldu það sama um sig. Þannig virtist amma ætíð geta gefið óendanlega af sér af hlýju, ást og umhyggju. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann og veit ég að hún amma mín var vel metin af samferðafólki sínu, þekkt af rausnarskap og góðri lund. Eru enn í minnum hafðar hangikjöts - og spagettíveislurnar sem þau hjónin héldu mér og skólafélögum mínum þegar við komum á Akranes til að horfa á knattspyrnuleiki. Eftir að afi dó fyrir tíu árum kærði amma sig ekki um að sitja aðgerðarlaus Iengi á elliheimili, heldur fluttist til Reykjavíkur og keypti sér snotra íbúð rétt hjá heimili mínu í austurbænum. Það var eins og að hún væri að hefja nýtt lff, þó komin væri yfír áttrætt, alltaf að laga til og breyta. Amma var alla sína ævi stök reglumanneskja en þó brást það aldrei að hún ætti sérríflösku inn í skáp og var gjarnan boðið í eitt eða tvö staup þegar gesti bar að garði. Til hennar var ætíð gott að koma og sem fyrr voru það börnin sem áttu hug hennar allan. Skömmu efir að við hjónin eignuðumst son okkar á síðasta ári, bað ég ömmu að finna nafn á drenginn. Amma hugsaði sig ekki um tvisvar og ákváðum við að hafa nafngiftina okkar á milli fram á síðustu stundu. Er ég viss um að henni var skemmt þegar fólk var að velta uppi nöfnum á drenginn og aðeins hún vissi. Eg mun ætíð sakna ömmu minnar en minnast hennar með mikilli gleði og ánægju, því þannig voru stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að hún er hvíldinni feginn eftir langan ævi- dag og að við himnahliðið stend- ur afi og réttir fram hendurnar til að taka á móti henni. Guð blessi ömmu Pálu og varðveiti. Harri Ormarsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug, blómasendingar, minningargjafir, kort og skeyti vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTINS RÖGNVALDSSONAR, Hnjúki, Skíðadal. Erna Kristjánsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Haukur Valdimarsson, Snorri Kristinsson, Rannveig Guðnadóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Jón Þórarinsson, Kristjana Kristinsdóttir, Jón Þórir Baldvinsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð og vináttu, við andlát og útför elskulegs eig- inmanns míns, föður og afa okkar, RAGNARS ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Eyri, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa Elísabetu Hjörleifsdóttur, Val Þóri Marteinssyni og öðru starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Freygeröur S. Jónsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Sæunn Kristinsdóttir, Ágúst Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og útför eiginmanns míns LUCIEN LÚÐVÍK MESSIAEN Skólastíg 3, Akureyri Guð blessi ykkur öll Ólöf Þórhallsdóttir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.