Dagur - 28.10.1999, Side 5

Dagur - 28.10.1999, Side 5
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 - 21 Unglist - óheft hugmyndaflug Árleg Listahátíð ungs fólks hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld. Gerterráðfyrirað blautt verði í tuskun- um. Unglist Listahátíð ungs fólks, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá ár- inu 1992 og hefur hátíðin staðið yfir í 10 daga í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda. Unglist hefur verið starfrækt í tengslum við Hitt liúsið, upp- lýsingar- og menningarmiðstöð ungs fólks. Dagskráin sam- anstendur af tónlist, hönnun, tísku, ljósmyndun, myndlist og leiklist svo að eitthvað sé nefnt. Hátíðin hefur endurspeglað það helsta sem hefur verið í gangi í listsköpun hjá ungu fólki. Meginmarkmið hátíðarinnar verður sem fyrr að allir menn- ingarkimar fái tækifæri á að koma listsköpun sinni á fram- færi. Og svo blotna Setning Unglistar verður í Sundhöll Reykjavíkur fimmtu- dagskvöldið 28. október kl. 20.00, þegar hrint verður af stað Ljósmynda-, myndlistar- og stuttmyndamaraþoni. Afhent verða gögn og reglur um þátt- töku og verða vegleg verðlaun í boði. Hljómsveitin Neogeo stendur fyrir tónleikum frá kl: 20:00.- 24:00 og þurfa menn að blotna til þess að hlusta á tónlist Neogeo, því að þetta verða neð- anvatnstónleikar af bestu gerð þar sem spiluð verður „chillli chillli“ electrónisk tónlist. Sem sagt brjálað „stuð“ sem eins gott er að komist ekki í vatnið. SkonRokk og meíra fjör A föstudagskvöldið verður boðið til tónlistarveislu í Tjarnarbíói kl. 20.00, þar sem fram koma hljómsveitirnar: Maus, Ensími, Nova, Brain Police og Moðhaus. Og áfram heldur fjörið á laugardaginn þegar nemendur í Fataiðn í Iðnskólanum sína af- rek vinnu sinnar á tískusýningu í Tjarnarbíói kl. 17.00 og kl. 20.00. Nemendurnir sem taka þátt í sýningunum eru bæði ný- nemar sem og lengra komnir í náminu. Hár, förðun og skreyt- ingar eru í höndum nemenda Iðnskólans úr öðrum deildum. Sama dag kl. 14.00 verður Graffiti-djamkeppni í þjónustu- miðstöð ITR í Skerjafirði - Tunnuhúsið. Þar munu 15 bestu „graffararnir'* keppa um titilinn +live hip hop. Vídeógláp. Fjöl- miðla zoo. Breikmotta. Hugsan- lega opin mic. Quarashi og Tha Faculty þegar nær dregur kvöldi. Óheft hugmyndaflug Sunnudaginn 31.10. kl. 16.00 opna nemendur úr Hönnunar- deild Iðnskólans í Reykjavík sýn- ingu á óheftu hugmyndallugi í sambandi við hönnun á hinum ýmsu fyrirbrigðum í Gallerí Geysi, Hinu Húsinu. Jazzupplifun verður í Norður- kjallara Menntaskólans við Hamrahlíð mánudaginn 01.11 kl. 20:00. Alveg skelfileg skemmtileg- heit verða á þriðjudagskvöldið ld. 20.00 á Geysi Kakóbar þar sem skapandi og skínandi Lista- kvöld framhaldsskólanna fer fram. Dagskránni verður fram haldið á fimmtudagskvöldið á sama tfma. Leikhússport-spuni er á dag- skrá í Leikhúsinu Ægisgötu 7, kl. 17:30 á miðvikudag. Leik- skólinn, samanstendur af ungu fólki með brennandi áhuga á leiklist. Leikskólinn býður gest- um og gangandi að líta við í Leikhúsinu og sjá spunaæfingu í leikhússporti. Stjórnandi verður Agnar Jón Egilsson og er að- gangur ókeypis. Föstudaginn 05.11. á Geysir Kakóbar kl. 17:00, Síðdegistón- leikar Hins Hússins. Tónlistar- menn frá hinu framsækna út- gáfufyrirtæki Thule troða upp. Götuleikhúsið-aldrei eins, ávallt nýtt ferskt og spennandi. Sýn- ingar í Gallerí Geysi Hinu Hús- inu v/lrgólfstorg: 3L10.-07.11. Hönnunarsýn- ing Iðnskólanema. 10.11. -17.11. Sýning á verk- um myndlistarmaraþons. Hinir heppnu Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 13.1 l.kl. 16:00. 20.11. -27.11. Sýning á myndum ljósmyndamaraþons- ins. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 20.11. kl. 16:00. 28.1 1.-05.11. Sýning á verk- um Graffitidjamsins. 28.11. kl. 16:00. — w Varist iimantómar hótanir SVOJMA ER LIFIÐ Pjetup St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 460 6124 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netíáng: ])jeturst@ff.is Að ala upp barn get- ur verið eilíft stríð um völd og áhrif. Heimilið er eins og lítið ríki, þar sem þarf að vera góð stjórn. Sumir taka það ráð að stjórna í anda lýðræðishug- mynda, meðan að á öðrum heimilum rík- ir harðstjórn, sem flestir einræðisherrar gætu verið fullsæmdir með. Æskilegasta stjórnarformið á heimilum er eflaust einhverskonar upplýst einræði. Þar sem að foreldrarnir eru í hlutverki konungshjóna og börnin þegnarnir. Þegnarnir fá þá að vita um réttindi sín og skyldur og hafa til- lögurétt, málfrelsi en atkvæðisrétturinn er takmarkaður. Á öll- um heimilum fer fram valdabarátta. Barnið berst fyrir sjálf- stæði sínu og valdi. Það er fullkomlega eðlilegt og náttúrlegt. OIl viljum við að börnin okkar verði þæg og góð en einnig að þau standi sig í samkeppninni út á við. Stundum verða for- eldrum á slæm mistök þegar þau ætla að aga börnin sín, fara að hóta einhverju sem ekki er hægt að standa við og gefa börn- um sínum óraunhæfa valkosti. Dæmi um slíkt er þegar að fjöl- skyldan er í sunnudagsgöngu og kemur við á róluvellinum. Þar vill barnið ekki hætta að róla sér, og foreldrarnir hóta því að skilja barnið eftir. Börnin læra mjög fljótt að slíkar hótarnir eru merldngarlausar og þeim er aldrei framfylgt. Ódýrara kaffl Hingað hringdi lesandi og var með athugasemd við frétt í Degi um könnun sem Ncytendasamtökin gerðu á kaffiverði á Akur- eyri. Þar kom fram að ódýrasta kaffið í bænum væri á „Terí- unni“ eða 140 kr. Lesandinn benti að ágægist kaffihús væri á Eyrinni, þar sem væri Litla-kaffistofan. Þar kostaði kaffibollinn 80 kr. og hægt væri að fá ótakmarkaða ábót. Afgreiðslustúlka í Litlu-kaffistofunni staðfesti verðið og sagði að -kaffistofan væri mikið sótt af iðnaðarmönnum, sem koma jafnvel saman eldsncmma á morgana til þcss að drekka morgunkaffið sitt. A skrifstofu Neytendasamtakanna fengust þær upplýsingar að könnunin á kaffiverði hafi verið miðuð við kaffihús í miðbænum en þar á bæ vissi fólk af því að víða mætti fá ódýrara kaffi í hænum ogjafnvel ókeypis. ■ HVAD ER Á SEYÐI? PETRI SAKARI STJÓRNAR Á NÝ Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem verða í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00, flytur hljómsveitin tvö verk eftir tónskáldið Gustave Mahler. Það eru „Söngvar förusveinsins" og sinfónía nr. 10. Einsöngvari á tónleik- unum er finninn Raimo Laukka en hann er einn af fremstu baritónsöngvurum Finnlands. Stjórnarndi á tónleikunum er fyrrum aðalhljómsveitarstjóri hennar Petri Sakari. Petri Sakari. hofuðborgarsvæðið Kristján Þórður vill Ritlistarhópi Kópavogs vel í kvöld klukkan 17.00 les Kristján Þórð- ur Hrafnsson úr bók sinni Jóhann vill öllum í húsinu vel í Gerðarsafni, lista- safni Kópavogs. Upplesturinn er á veg- um Ritlistarhóps Kópavogs og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Þróunarlínur í kynbundnu ofbeldi Fimmtudaginn 28. okt. frá kl. 12-13 í stofu 101 í Odda verður Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur með rabb á vegum rannsóknastofu í kvennafræðum. Þar verður vikið að því hvers vegna svo virðist sent ofbeldi gegn konum virðist mjög mismikið á Norðurlöndum þrátt fyrir svipaða samfélagslega stöðu kynj- anna í öllum þessum Iöndum. Rabbið ber yfirskriftina „Þróunarlínur í kyn- bundnu ofbeldi". Þar verður vikið að því hvort minnkandi oflieldi gegn konum merki minna heimilisofbeldi eða hvort það sem áunnist hafi sé „aðeins" að það sé síður kynbundið vandamál. Fiðlungahefðin Þjóðhátta- og þjóðlagafræðingurinn Ann-Mari Haggman segir frá söngva- og fiðlungshefð alþýðunnar í sænskumæl- andi byggðum Finnlands í erindi sínu „Draumar þjóðar í tónlist þjóðar" í lundarsal Norræna hússins fimmtudag- inn 28. október kl. 20.30. Fiðlunga- hefðin ber vitni um áhrif bæði úr austri og vestri. Nú á tímum hafa finnlands- sænskar þjóðlagahljómsveitir náð mild- um árangri á heimsvísu með „fornnor- rænni“ framsetningu þar sem finnlands- sænskum, finnskum, íslenskum og norskum áhrifum er blandað saman af list. Ann-Mari Hággman er forstjóri Finnlandssænsku alþýðustofnunarinnar, þekkt útvarpskona og virk í mörgum samtökum sem starfa að menningu og tónlist. Árið 1992 varði hún doktorsrit- gerð sína um norræna helgisagnavísu, vísuna um Maríu Magdalenu, sem einnig er þekkt á lslandi síðan á fyrri hluta 17. aldar. Aðgangur er ókeypis. Félagi eldri borgara, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10.00-13.00. Matur í hádeginu. Brids í dag kl. 13:00. Bingó í kvöld kl. 19:15 allir velkomnir. Almennur félagsfundur um kjör aldraðra verður haldinn í Ás- garði Glæsibæ laugardaginn 30. október kl. 14:00. Skagfirska söngsveitin mun syngja nokkur lög. Allir velkomnir. Dansveisla á Kaffi Thomsen Föstudagskvöldið 29. október verður sannkölluð dansveisla í gangi á Kaffi Thomsen. Þrír breskir plötusnúðar, þeir George Bowie, Alex Knight og Jamie Cruiscy munu þar snúa skífum ásamt Gus Gus manninum Herb Legowitz. Búist cr við þónokkrum fjölda blaða- manna frá breskutn tónlistar-og tísku- blöðum til landsins, sem ætla sér að vera viðstaddir spilamennsku þcírra hér í Reykjavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.