Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999-V r Morgunsjónvarp ^ Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefst kl. 7 á mánudagsmorgun Morgunþátturinn Island í bítið er í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur, Snorra Más Skúlasonar og Þorgeirs Astvaldssonar. Þessir glaðvakandi morgunhanar færa þér daginn á silfurfati. Horfðu á fréttirnar og taktu púlsinn á þjóðmálunum, umferðinni, færðinni, veðrinu og íþróttunum strax í bítið. Fylgstu með forvitnilegum pistlum frá öllum lands- og heimshornum, njóttu góðrar tónlistar - og vertu með á nótunum! Morgunhressir Islendingar verða heimsóttir og gestir líta inn til að ræða það sem er efst á baugi, bæði í gamni og alvöru. Umsjónarmenn þáttarins skoða dagblöðin og netið. Fastir pistlahöfundar þáttarins verða meðal annarra Össur r ; jf' - * Skarphéðinsson og Pétur Blöndal sem fjalla um pólitík; Gunnar r JÉ. . r-4 \ Smári Egilsson sem fjallar á beinskeyttan hátt um hitamál líðandi stundar; Halldóra Bjarnadóttir lítur inn og ræðir um kynlíf og W j/W -,|g t kynlífshegðun;Valdimar Svavarsson skýrir frá því sem hæst ber í H ' j| I heimi viðskiptanna;Súsanna Svavarsdóttir talar um nýjustu , '4 •' ;’Æ bókmenntirnar og Óskar Jónasson verður með bíógagnrýni.Að auki |j 'e jf p láta pistlahöfundar í útlöndum til sín taka en afþeim má nefna a J'jfulllg Kristin R. Ólafsson í Madríd, Guðna Ölverssan í Noregi og Þorvald jensen í Kaupmannahöfn. Gunnar Smári Egilsson-hitamái Kristinn R. Ólafsson - Madríd Guðni Ölversson - Noregi Þorvaldur Jensen - Kaupmannahöfn Qtsending á Stöð 2 mun halda áfram eftir kl. 9.00, sem er einnig nýjung, og verður þá dagskrá Stöðvar 2 samfelld frá kl. 7.00 á morgnana og fram yfir miðnætti alla virka daga. Halldóra Bjarnadóttir, Samskipti kynjanna Valdimar Svavarsson, Fjármál Island í bítið er í opinni dagskrá Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það þýðir að ef þú þarft að rjúka áður en umræðunni er lokið getur þú haldið áfram að fylgjast með í bílnum (eða í vinnunni). I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.