Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 8
VIU-LAUGARDAGUR 3 0. OKTÓBER 1999
Kirkjustarf
Sunnudagur 31. október.
AKUREYRARKIRKJA
Sunnudagaskólinn verður á Dvalarheimiiinu
Hlíð kl. 11. Hjónabandsins verður sérstak-
lega minnst og beðið fyrir því við guðsþjón-
ustu kl. 14. Eftir guðsþjónustuna verður
boðið upp á fræðslu um hjónabandið í
Safnaðarheimili. Sr. Þórhallur Heimisson
flytur erindi sem hann nefnir „Hjónabandið
við aldaskil1'. Hjón, sambúðarfólk og þeir
sem hafa í hyggju að gifta sig, eru hvattir til
að sækja kirkju. Fundur Æskulýðsfélags
Akureyrarkirkju í kapellu kl. 17. Biblíulestur í
Safnaðarheimilinu mánudag kl. 20 í umsjá
sr. Guðmundar Guðmundssonar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, AKUREYRI
Messa laugardag kl. 18 og sunnudag kl.
11. Herra Jóhannes Giejsen syngur messu
báða dagana.
HVÍTASUNNUKIRKJAN, AKUREYRI
Bænastund kl. 20 laugardag. Sunnudaga-
skóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Kennsla fyrir
alla aldurshópa. Snorri Bergsson kennir. Kl.
16:30 verður vakningasamkoma. G. Theo-
dór Birgisson mun predika. Barnapössun.
Fyrirbænaþjónusta.
SJÓNARHÆÐ, AKUREYRI
Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al-
menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barna-
fundur kl. 18 mánudag.
KFUM OG KFUK, SUNNUHLÍÐ
Almenn samkoma kl. 17. Ræðumaður sr.
Sigfús Ingvason.
HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI
Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl.
16:30. Almenn samkoma kl. 17. Unglinga-
samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15
mánudag.
STYKKISHÓLMSKIRKJA
Kristnihátíð Snæfellsnes- og Dalaprófasts-
dæmis verður haldin hátíðlega í Stykkis-
hólmskirkju kl. 14. Ólafur Ragnar Grímsson
flytur hátíðarræðu. 80 manna kór kirkjukóra
prófastsdæmisins syngur. Haukur Guð-
laugsson, leikur orgelforleik.
SELFOSSKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis-
bænir kl. 12:10 þriðjudaga til föstudags.
ÞORLÁKSKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11:00. Nú koma allir
krakkar. Baldur, Sigþrúður, Róbert og Fróði.
Hjallakirkja í Ölfusi. Messa kl. 14.
EYRARBAKKAKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
LÁGAFELLSKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 14. Vorboðarnir, kór aldr-
aðra í Mosfellsbæ, koma í heimsókn og
syngja nokkur lög undir stjórn Páls Helga-
sonar. Organisti Jónas Þórir. Kirkjukór
Lágafellssóknar. Kirkjukaffi í skrúðhússaln-
um. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.
FRELSIÐ, KRISTILEG MIÐSTÖÐ
Laugardag kl. 20. Ný kynslóð í Frelsinu,
Héðinsgötu 2. Stephan og Anne kynna
seinni hlutann fyrir starfið Ný kynslóð á ís-
landi. Þjónað verður í söng og predikum
Orðsins. Sunnudag kl. 20. Stephan og
Anne þjóna í krafti í Fríkirkjunni Veginum
Smiðjuvegi 5 í Kópavogi.
ÁSKIRKJA
Kirkjuvika Áskirkju 31. október - 7. nóvem-
ber. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðs-
þjónusta kl. 14:00. Kaffisala: Hjálparstarf
kirkjunnar.
Dagskrá í tilefni kirkjuviku Áskirkju mánu-
dag kl. 20:30. Bjöllukór Bústaðakirkju
ásamt TTT-félögum Áskirkju. Stjórnandi
Guðni Þ. Guðmundsson. Upplestur: Sigur-
björn Þorkelsson.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl-
íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi
barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org-
anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr.
Guðný Hallgrímsdóttir.
I I I æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. mánu-
dag 17:00.
DÓMKIRKJAN
Messa kl. 11:00. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA
Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl.
11:00. Barnakór Grensáskirkju syngur undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Organisti
Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA
Fræðslumorgunn kl. 10:00. Guðsmyndin í
bænaversum Hallgríms Péturssonar: Sr.
Sigurður Pálsson. Siðbótardagurinn. Messa
og barnastarf kl. 11:00. Schola cantorum
syngur. Organisti Hörður Áskelsson.
Fundur í áhugahóp um kristniboð og hjálp-
arstarf mánudag 1. nóv. kl. 20:00. Sr. Kjart-
an Jónsson ræðir um ólfka menningar-
heima. .
LANDSPÍTALINN
Messa kl. 10:00. Sr. María Ágústsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Messa kl. 14:00. Organistí Douglas A.
Brotchie.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00
á siðbótardeginum. Sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson messar. Félagar úr Kór Langholts-
kirkju syngja. Organisti Jón Stefánsson.
Kaffisopi eftir messu. Þar mun sr. Krístján
Valur fjalla um grundvallarhugtak siðbótar-
innar: Réttlæting af trú. Lúthersk kirkja og
rómversk kaþólsk; samstaða og ágreining-
ur.Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Föndurstund. Umsjón Lena Rós Matthías-
dóttir.
LAUGARNESKIRKJA
Málþing kl. 14:00-18:00 laugardag á vegum
Fullorðinsfræðslu Laugarneskirkju: Kynlífs-
iðnaður á íslandi.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór
Laugarneskirkju syngur, organisti Bjarni
Jónatansson. Hrund Þórarinsdóttir stýrir
sunnudagaskólanum með sínu fólki.
Messukaffi og djús fyrir bömin á eftir. í pré-
dikun verður fjallað um kynlífsiðnaðinn á ís-
landi. Messa kl. 13:00 í Dagvistarsalnum
Hátúni 12. Félagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja, organisti Bjarni Jónatansson. Guð-
rún K. Þórsdóttir djákni, Gréta Scheving og
sr. Bjarni Karlsson þjóna.
Morgunbænir mánudag kl. 6:45. 12 spora-
hópur mánudag kl. 20:00.
NESKIRKJA
Laugardagur: Kirkjuganga Reykjavíkurpró-
fastsdæma í tilefni 1000 ára afmælis
kristnitöku á íslandi. Lagt af stað frá BSf kl.
10:00 með rútu. Gengið frá Seltjarnarnes-
kirkju að Neskirkju. i Neskirkju verður sagt
frá kirkju og söfnuði og boðið uppá kaffi-
sopa. Félagsstarf aldraðra laugardag: Ferð
um Kjalarnes. Lagt af stað frá kirkjunni kl.
13:00. Kaffiveitingar að Hlaðhömrum.
Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára
starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00 á
vegum Önfirðingafélagsins. Prestur sr. Ön-
undur S. Björnsson. Organisti Reynir Jón-
asson. Einsöngur Inga J. Backman. Kristín
Gunnlaugsdóttir les ritningarlestur. Að lok-
inni guðsþjónustu verður kirkjukaffi í safn-
aðarheimilinu á vegi kaffinefndar Önfirð-
ingafélagsins.
TTT, 10-12 ára starf mánudag kl. 16:00.
Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19:00.
Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrting á vegum
Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16.
Uppl. í síma551 1079. Mömmumorgnar
alla miðvikudaga kl. 10-12.
SELTJARNARNESKIRKJA
Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tima.
Organisti Sigrún Steingrimsdóttir. Fundur
með foreldrum fermingarbarna að lokinni
messu.
Æskulýðsfélagið kl. 20-22.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN
Samvera aldraðra í kirkjunni kl. 14:00. Val-
gerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Elli-
málaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, flytur
erindi: „Tveir hópar aldraðra". Einsöngur og
kaffi.
Fræðslukvöld mánudag kl. 20:30. Miðbæja-
runglingurinn: Jóna Hrönn Bolladóttir, mið-
bæjarstarfsprestur.
ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS
Messa í Gautaborg, sunnudag 31. okt. kl.
14:00 í norsku sjómannakirkjunni. Prestur
sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Tuula
Jóhannesson. Einsöngur Stefán Stefáns-
son.
Reykjavíkurprófastsdæmi
Hádegisfundur presta verður mánudag 1.
nóv. kl. 12:00 í Bústaðakirkju.
Friðrikskapella
Kyrrðarstund í hádegi mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu að
stundinni lokinni.
ÁRBÆJARKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Vænst er
þátttöku væntanlegra fermingarbarna og
foreldra þeirra. Barnaguðsþjónusta kl. 13.
Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn
Margrétar Dannheim. Bænir-fræðsla,
söngvar, sögur og leikir. Foreldar - afar -
ömmur eru boðin velkomin með börnunum.
Yngri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22.
„Kirkjuprakkarar“. 7-9 ára kl. 16-17 á
mánudögum. TTT starf fyrir 10-12 ára kl.
17-18 á mánudögum. Eldri deild Æskulýðs-
félagsins kl. 20-22.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tima. Tómasarmessa kl. 20 í sam-
vinnu við félag guðfræðinema og kristilegu
skólahreyfinguna. Fyrirbænir og fjölbreytt
tónlist. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að
messu lokinni.
DIGRANESKIRKJA
Kl. 11. Messa. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Léttur málsverður eftir messu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnús-
dóttir.
Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl.
17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á
mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrir-
bænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti
bænaefnum í kirkjunni.
Sögulegar
kirkjugöngur
/ hverri kirkju verdur afhent blað með upptýsingum um kirkjuna og form-
legum stimpli hennar.
Sögulegar kirkjugöng-
ur niilli allra kirkna í
Reykjavík, Kópavogi
og Seltjamamesi.
Kirkjugöngur gengnar
í tilefni af ÍOOO ára
afmæli kristnitöku á
íslandi.
I tilefni 1000 ára afmælis
kristnitöku á Islandi verður boð-
ið upp á röð skipulegra göngu-
ferða milli allra kirkna sem eru
innan Reykjavíkurprófasts-
dæmanna tveggja, sem ná yfir
Reykjavík, Kópavog og Seltjarn-
arnes. Fyrsta kirkjugönguferðin
verður farin milli Seltjarnarnes-
kirkju og Neskirkju laugardaginn
30. október. Hugmyndin með
þessum sögulegu kirkjugöngum
er að tengja allar kirkjur sem eru
á svæði prófastsdæmanna, hvort
heldur sem þær tilheyra þjóð-
kirkjunni eða öðrum kristnum
söfnuðum. Alls verða þrjátíu
kirkjur og guðshús heimsótt með
þessum hætti.
Ferðatilhögun verður með
þeim hætti að farið verður í
kirkjugöngu á hverjum laugar-
degi nú í október og nóvember
og síðan á ný í febrúar, mars og
fram í apríl á næsta ári. Síðasta
kirkjan sem heimsótt verður er
Kópavogskirkja. Svipaðar göngu-
ferðir eru tíðkaðar víða erlendis
og hefur þeim verið líkt við
aldagamlar pílagrímsgöngur.
Kirkjugöngur eru hugsaðar jafnt
sem fræðsluferð og holl hreyfing
og útivist. I hverri gönguferð
verður vakin athygli á ýmsum
stöðum, sögu, minjum og nátt-
úru. Auk þess fræðast göngu-
menn um kirkjurnar sem heim-
sóttar eru hverju sinni. I upphafi
hverrar kirkjugöngu verður farið
með stutta fyrirbæn og í hverri
kirkju verður einnig bænastund.
I lok hverrar gönguferðar býður
viðkomandi söfnuður upp á
kaffiveitingar. Skipulag og fram-
kvæmd eru unnin í samvinnu við
Ferðafélag íslands og Utivist.
I hverri kirkju verður afhent
blað með upplýsingum um kirkj-
una og formlegum stimpli henn-
ar. Eftir veturinn munu þeir sem
fara í allar göngurnar eiga stimp-
ilmerki allra kirkna prófasts-
dæmanna. Hver ganga hefst við
Umferðarmiðstöð RSÍ, en þaðan
verður haldið í rútu til þeirrar
kirkju sem gengið er frá og að
lokinni göngu verða göngumenn
sóttir á endastað og ekið að Um-
ferðarmiðstöðinni. Ætlað er að
hver kirkjuganga taki um þrjá
tíma en farið verður af stað kl.
10.00 og komið aftur um kl.
13.00. Þá er bent á, að göngu-
fólk getur komið í gönguna hjá
þeirri kirkju sem lagt er upp frá í
hvert sinn.
Þátttökugjald er fimm hund-
ruð krónur.
Skipulag kLrkjugangna í
nóvember
2. ganga
Neskirkja - Kristskirkja
Herkastalinn - Dómkirkjan
3. ganga
Fríkirkjan - Aðventistakirkjan -
Hallgrímskirkja
4. ganga
Fíladelfía - Háteigskirkja
5. ganga
Kirkja óháða safnaðarins - Laug-
arneskirkja
Göngum verður fram haldið í
mars á næsta ári og verða þær
auglýstar þegar nær dregur.
Kirkjustarf
GRAFARVOGSKIRKJA
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11.
Umsjón: Hjörtur og Rúna. Organisti: Hörður
Bragason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl.
11. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur.
Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl.
14. Sóknarpresturinn á Siglufirði, sr. Bragi
Ingibergsson, prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti
Grafarvogskirkju. Kirkjukaffi í boði Kórs
Grafarvogskirkju að lokinni guðsþjónustu.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefn-
um í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í
síma 567-9070.
HJALLAKIRKJA
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist-
jánsdóttir þjónar. Kammerkór Hjallakirkju
syngur og leiðir safnaðarsöng. Barnaguðs-
þjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla
kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðar-
stund á þriðjudag kl. 18.
Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl.
20.30. á mánudögum. Prédikunarklúbbur
presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er
á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón Dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson.
KÓPAVOGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11.
SELJAKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir þjónar. Ath. guðsþjón-
ustunni verður útvarpað. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Fermd
verður Sigrún Valsdóttir, Heiðarseli 4,
Reykjavík. Altarisganga. Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16.
KFUK fundir á mánudögum. Kl. 17.15
stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar
fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára.
Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12.
Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega
þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings
sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla
þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar
Utfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við
útfararþjónustu um árabil.
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í
samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús.
- Aðstoða við val á kistu og líkklæðum.
- Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef
með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
- Legstað í kirkjugarði.
- Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara
og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sér staö.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiði.
- Legstein.
- Flutning kistu út á land eða utan af landi.
- Flutning kistu til landsins eða frá landinu.
Útfararstofa íslands - Suöurhlíö 35-105 Reykjavík.
Sími 581 3300 - allann sólarhringinn.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri