Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 30.10.1999, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGUB 30. OKTÓBER 1999 -III SÖGUR OG SAGNIR L A yrði þess var, hvertr land vera mundi. Var það land allfagurt og byggilegt, en engra varð Hrólfur þar manna var eða vista eftir þá, þar hann lenti í vog einum. Sæ- fuglar margir voru þar með ströndinni, en jöfð vevl gróin og allfrjó. Engan sá Hrólfur kost sinn að kanna þetta land með svo fáa menn, en það þóttist hann vita, að langt mundi það vestur frá Islandi. Fór hann við það aftur til skips síns og veiddi þar og skaut fugl mikinn. er ærið var spakur og að sjá ómannvan- ur. En brátt Iagðir Hrólfur út, er byr gaf, og verður þá ekki getið um ferð hans, áður hann tók Þrándheim í Noregi. Fór hann þegar á fund Eiríks konungs og bar fram skýrar jarteiknir um út- farir þeirra bræðra, Ketils og Gauta, og sönnuðu hásetar hans með honum og svo um landa- fundinn. Tók konungur þá við Hrólfi, og gerðist hann hirðmað- ur konungs og reyndist hinn röskvasti maður. Komst hann í mikla kærleika við konung. „ Sá kafli sem hér er tilfærður um Iandafund Hrólfs er frá hendi Gísla laus við alla útúr- dúra og frásagnir af bardögum og tröllum, eins og aðrir kaflar frásögunnar eru fullur upp með ásamt ættfærslum út og suður. Þetta er aðeins látlaus frásögn af því þegar Landa-Hrólfur tók land í Ameríku og gerði sér far um að kanna landið þótt hann hefði hvorki mannskap né bol- magn til mikilla leiðangra. Sendur í landaleit Þá er sagt að Hrólfur hafi verið með konungi í þrjá vetur, er hann var sendur til þess lands er hann hafði fundið. Segir Gísli hann hafa búist hið besta til þeirrar farar, enda leiðangurinn kostaður af konungi. Þar er sá Ieiðangur sem getið er í annálum og Lárentíus sögu, og mun Hrólfur hafa komið til íslands 1288. Vitnar Gísli í skrif Jóns Guð- mundssonar lærða um þann leiðangur. En þau blöð munu ekki hafa fundist. Þar er sagt að Hrólfur hafi kvænst Guðrúnu Finngeirsdóttur bónda á Horni. Um vesturför þeirra segir: „Lagði hann út frá Horni í Vesturhaf. Var hann þá lengi í hafi, og allt bar hann norður undir Grænland, en fyrir því að hann vildi ekki land taka áður hann fyndi hið nýja land, þá beitti hann þaðan í írlandshaf, og var þá mjög haustað, er hann kom undir land mikið og komst þar að landi. Þóttist hann vita, að það mundi hið sama land vera og hann hafði áður fundið, en þó á öðrum stað, en hann hafði áður að komið. Var það afar- byggilegt, en engra varð hann manna var og engar sáust vistir þeirra. Mátti þar og mikinn sel og fugl veiða. Hann hafði þá vel 60 manna. Kannaði hann landið að því að hann mátti, en suma lét hann vera við skálasmíð allt að vetri og bjóst þar til vetursetu. Litlu sfðar fundu menn hans hvali tvo allmikla í vík einni skammt frá skálanum, og var það ærin vist Iiði manns um vetur- • _ ínn. Hér er bætt inn í frásögnina vel kunnuglegri sögu af huldu- konu í barnsnauð, sem kona Hrólfs bjargaði. „Ekki er annað sagt frá Hrólfi vetur þennan, er hann dvaldi á Nýjalandi. Vesturfönini hafnað Hrólfur bjó nú skip sitt um vorið og sigldi brott af Nýjalandi. Er ekki annars getið en að honum hyrjaði þá vel. Kom hann þá til Englands á fund Játvarðar kon- ungs Hinrikssonar, og veitti kon- ungur honum góðan beina, því heyrt hafi hann getið fara Hrólfs. Þaðan sigldi hann til Noregs og fann Eirík konung í Þrándheimi. Hafnaði hann Hrólfi og hafði hann i virðingum miklum. Þótti konungi hann hafa vel af hendi leyst landaleytina, og er sagt, að konungur hygði fast á að senda þangað nýbýlinga. En það hafði að borist í Noregi, meðan Hrólf- ur var í för þessari, að herra Hrafn Oddsson, hirðstjóri af Is- landi, dó í herför með Eiríki kon- ungi, en Þorvarður Þórarinsson varð hirðstjóri hér út, og bisk- upar heimtu sér staði. Staða- Arni Þorláksson í Skálholti og Jörundur Þorsteinsson Hólabisk- up. Síðan var það hin næstu misseri, að Eiríkur konungur sendi Hrólf, sem nú var kallaður Landa-Hrólfur, út til fslands að krefja menn til Nýjalandsfarar. Hrólfur er sagt að kæmi út á Eyr- um suður og hóf þaðan ferð sína um land að krefjast farar þessar- ar af konungs hendi, en það er sagt að allfári vikist undir það mál, hversu vel og viturlega sem Hrólfur flutti erindi sitt. Bættist það og á , að vetur þann hafði mjög fallið peningur manna, og var vetur sá kallaður fellivetur í árbókum hinum íslensku. Sagt er að Hrólfur færi nálega um allt Iand og krefðist fararinnar og beiddist eftir, en sagt og að bisk- upar og valdamenn legðust fast á móti, en Jörundur biskup fór utan þessi misseri. Gerðist og al- þýða lítt fús að fara af Iandi brott. En mest er sagt, að stór- bædur Iegðust móti Hrólfi um förina" Hér er sleppt upptaln- ingu á þeim körlum. „Hrólfur dvaldi hér fram á hin næstu misseri, en þá gekk bólna- sótt um land og spillti það allt fyrir erindi Hrólfs". Eftir þessa för sem engan ár- angur bar að því Ieyti, að engir íslendingar gáfu sig fram til vest- urfarar. Landa-llrólfur fór nú utan til vistar með Eiríki konungi, sem þá hóf að eggja Noregsmenn til Nýjalandsfarar en ekki virðist það hafa borið neinn árangur. Þá var og enn boðin út krossferð á Norðurlöndum og einhverjir hélt þá í suðausturátt fremur en í vestur. I íslenskum annálum er getið um að menn á Islandi hafi hafið krossferð til Jerúsalem. Augljóst er að þar með hafi menn orðið afhuga landnámi á meginlandi Ameríku að sinni. Hrólfur hafi miklar viðringar af konungi að því er Jón lærði segir og Gísli hefur eftir honum. Hann varð sóttdauður 1295. Kona hans flutti á til Islands með syni sínum Hrólfi og sagt var að hann byggi í Fljóum í Hegranesi. Fræðimenn hafa dregið í efa sannleiksgildi frásagna af Landa- Hrólfí. I fornum ritum eru að- eins örfáar setningar til vitnis um Hrólf þennan og að Eiríkur prestahatari Magnússon hafi sent hann til Islands til að leita landa í vestri og nema þau. Sög- urnar sem Gísli Konráðsson seg- ir og hefur sumt eftir Jóni Guð- mundssyni eru skreyttar með ýkjusögum og hjátrú, sem dregur mjög úr sannleiksgildi þeirra. Hér hefur verið gerð tilraun til að draga frásagnirnar saman en sleppa þjóðsagnakenndu ívafi, sem gerir þær aðeins ólæsilegri og torráðnari. OÓ tók saman. AV»6<AJ\A \AV Skólavörðustígur 4a og 4b er reisulegt timburhús sem byggt er fast upp að hlaðna húsinu núm- er 4. Um það hús var íjallað í síð- ustu grein. Bak við húsið var fal- Iegur garður með tijám og runn- um en núna er þar vel hirt lóð með göngustíg að húsinu 4c. A þessum stað byggðu Ólafur Magnússon og Kristófer Sigurðs- son smíðahús og smiðju, 7x18 álnir að flatarmáli þetta var árið 1884. Árið 1901 fá sömu menn Ieyfí að byggja íbúðarhús, 9 x 20 álnir að grunnfleti, með því að fjarlæga smíðahúsið. I fyrstu brunavirðingunni sem gerð var á húsinu segir að það sé byggt af bindingi, klætt með plægðum 1 ’ borðum, pappa og járni, með járni á þaki á plægðri súð og pappa í milli. Niðri í húsinu er smiðja með steinsteyptu gólfi og járnklæddu lofti neðan á bitum. Hæðin skiptist í smíðapláss og eitt herbergi þiljað og ómálað. Þar var einn ofn til upphitunar. Rishæðin skiptist í fimm her- bergi og tvö eldhús, allt þiljað og málað. Fjögur af íbúðarherbergj- unum voru með pappa innan á þiljum og neðan á loftum. Þar voru tveir ofnar og tvær eldavél- ar. A efsta lofti voru fimm her- bergi og fjögur af þeim máluð. Þar var einn ofn. Ólafur Magnússon byggir á lóðinni smíðahús, 9l,2x 10l/2 álnir að grunnflcti árið 1904. Húsið var með eldvarnarvegg að sunn- an og vestan. Það var gert að íbúðarhúsi 1910 og er 4 c. Arið 1910 ákveða eigendur að skipta íbúðarhúsinu í tvo hluta með eldvarnarvegg í miðju. Þá fékk hvor hlutinn sitt brunavirð- ingarnúmerið. Nyrðri helming- urinn 4a, var eign Kristófers en syðri helmingur 4b, eign Jóhann- esar Lárussonar en Ólafur Magnússon hafði selt honum sinn hluta tveimur árum áður ásamt smíðahúsinu. Lóðinni sem fylgdi húsinu var einnig skipt til helminga. Eftir að eig- endur hússins höfðu gengið frá skiptunum voru virðingarmenn kallaðir á staðinn. I virðingu á suðurhluta hússins segir að hús- ið sé með 41/2 álna risi einangrað með marhálmi í binding, klætt með 1” borðum, pappa og járni yfír bæði á þaki og veggjum. Niðri tvö íbúðarherbergi, eldhús og gangur, allt þiljað og herberg- in með striga á veggjum og Ioft- um og máluð. Þar er einn ofn og eldavél. Uppi tvö íbúðarherbergi, eldhús og gangur, allt með sama frágangi og niðri. Þar er einnig einn ofn og eldavél. A efsta Iofti er eitt herbergi, þiljað og málað með einum ofni og geymsla. Sunnan við húsið er geymslu- skúr með kjallara, byggður af steinsteypu og með járnþaki á plægðri borðasúð með pappa í milli. Skúrinn er hólfaður í tvennt og er ineð timhurgólfi. -Kjallarinn 'er með sfeinsteypu- gólfi hólfaður í tvennt og 4,/2álin á hæð. Við skiptinguna hélt norður- hluti hússins gamla brunavirð- ingarnúmerinu. Innrétting þessa helmings var þannig. Niðri var járnsmiðja, í henni var stein- steypt gólf og járnfóðrað Ioft og veggir. A hæðinni var einnig eitt geymsluherbergi og gangur sem hvortveggja er þiljað og málað. A annarri hæð og efsta lofti var herbergjaskipan eins og í hinum hluta hússins. Árið 1920 kaupir Eyjólfur Ey- fells listmálari og Ingibjörg Ey- fells eignina og setti lngibjörg upp verslunina Baldursbrá á neðri hæðinni ásamt vinkonu sinni Kristínu Jónsdóttur. Verslunin var rajög þekkt fyrir fjölbreytta og góða vöru til hannyrða. Þær vinkonurnar sér- hæfðu sig í íslenska þjóðbún- ingnum og balderuðu borðana sem notaðir voru á þá. Á Skólavörðustíg 4a og 4b var mikið menningarheimili og gest- kvæmt mjög. Húsbændum var í blóð borið að meta og skapa fagra hluti. Húsmóðirin vann við verslunina og saumastofuna en eiginmaðurinn málaði listaverk. Eyjólfur Eyfells var lengi með vinnuaðstöðu á loftinu í Safna- húsinu við Hverfisgötu, einnig f rishæð Austurbæjarskóla. Hann hélt margar málverkasýningar og var fyrsta sýning hans í K.F.U.M. húsinu í Reykjavík árið 1919. Hann var eitt ár á listaakademíu í Dresden í Þýskalandi. Eyjólfur hélt málverkasýningu 1936 í Brook Street Art Gallery í London. Flest málverkin eftir hann eru í einkaeign, eitt þeirra, málverk af ÞingvöIIum, prýðir vegg í einni af setustofum Reykjalundar. Þegar Eyjólfur ásamt nokkrum öðrum málurum hélt sýningu á Landakoti var konungurinn staddur á Islandi. Hann frétti af sýningunni og keypti eitt málverk eftir Eyjólf. Eyjólfur J. Eyfells var fæddur 6. júní 1886 að Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjallahreppi. Hann var sonur Jóns Sigurðssonar bónda og Guðríðar Eyjólfsdóttur. Eyjólfur J. Eyfells lést í Reykjavík 3. ágúst 1979. Ingibjörg E. Eyfells var fædd 4. desember 1895 á Hálsi í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru séra Einar Pálsson og kona hans, Jóhanna Eggertsdóttir Briem. Ingibjörg fór ung til náms við Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1913 sama ár og hún réðst kennari við Kvennaskólann á Blönduósi Hún kenndi við skólann fram til 1918. Á þessum tíma sótti Ingi- björg einnig kennaranámskeiö. Ingibjörg stundaði kennslu hæði í einka- og stundakennslu. Um árabil kenndi hún í handa- vinnudeild Kennaraskólans og á vegum Heimilisiðnaðarfélags Reykjavíkur, og var lengi í stjórn félagsins. Gerð íslenska kven- búningsins og tóvinna voru hennar sérgreinar. Ingibjörg E. Eyfells lést 24. febrúar 1977. Frctmhald á bls. 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.