Dagur - 03.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 03.11.1999, Blaðsíða 3
MIDVlKUDAGUlt 3. NÓVEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Dögg Káradóttir, forstöðumaður þjónustumidstöðvarinnar, og Gunnhildur Lýðsdóttir, rekstrarstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs. myndir: e.ól. Inn í 21. öldina Eftir viðamiklar endurbætur eru húsakynni Tryggingastofnunar ríkisins vistleg og björt. Myndin eru úr þjónustumiðstöð á fyrstu hæð hússins við Laugaveg í Reykjavík. Tryggingastofnun rík- isins erkomin inn í 20. öldina! Aðbúnað- ur stofnunarínnar liefur gjörbreyst, þjónustan endur- skipulögð, húsnæðið stækkað - breytt og bættfyrír 21. öldina. Starfsaðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Trygginga- stofnunar rfkisins hefur verið slæmur og því eru breytingarn- ar gleðileg tíðindi nú. Stofnun- in flutti í núverandi húsnæði við Laugaveg í Reykjavík á sjötta áratugnum en það var á níunda áratugnum að til um- ræðu kom að kaupa nýtt hús- næði. f>að komst þó aldrei til framkvæmda heldur var farið að huga að endurnýjun og stækkun á húsnæðinu árið 1998. Nú eru þær breytingar um garð gengnar. I dag eru húsakynnin vistleg og björt. Vmnuaðstaðan bætt Endurbæturnar hafa verið viðamiklar og staðið yfir í tæpt ár. Byggð hefur verið 200 fer- metra' viðbygging sunnan við húsið. Mötuneytið á fimmtu hæð hefur verið Iagt niður í sinni fyrri mynd, þakinu lyft og hæðin tekin að hluta undir skrifstofur. Mikið er um opið rými á öllum hæðum og allar skrifstofur eru myndaðar úr léttum milliveggjum þannig að auðvelt er að breyta eftir þörf- um. Þá hefur afgreiðslaTrygg- ingastofnunar í Tryggvagötu í Reykjavík verið flutt í höfuð- stöðvarnar. „Búið er að bæta vinnuað- stöðu allra í húsnæðinu. Fólkið bjó við þröngan kost og það hefur verið heilmikið mál að skipuleggja þetta. Starfsmenn í hinum ýmsu starfseiningum hafa verið hist og her í húsinu en nú er búið að sameina starfsfólk hvers sviðs á einum stað,“ segir Gunnhildur Lýðs- dóttir, rekstrarstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs. Hún kveður já við þegar hún er spurð um það hvort breytingarnar hafi ekki tekið á. „Þetta hefur verið mik- ið álag fyrir starfsfólkið. Það hefur verið full starfsemi með 120 manns í húsinu nær allan tímann. Við höfum þurft að flytja fólkið milli hæða og- starfsmennirnir hafa þurft að vinna í ryki og óhreinindum. Sumir hafa þurf’t að flytja sig oftar en einu sinni um set. Afgreiðsla á einum stað Aðalástæðan fyrir því að farið var út í svo viðamikla endurnýj- un á húsnæði Tryggingastofn- unar var fyrst og fremst sú að til að hægt væri að veita við- skiptamönnum skilvirka og góða þjónustu þyrfti öll af- greiðsla að vera á einum stað. Nú hefur verið sett á laggirnar þjónustumiðstöð sem er til húsa á fyrstu hæðinni. Þar fá- viðskiptavinir allar upplýsingar og ráðgjöf, skila inn öllurn um- sóknum og fá endurgreidda lækna- og tannlæknareikn- inga. Þeir þurfa því ekki að leita annað. Alls starfa 25 manns við þjónustumiðstöðina undir forstöðu Daggar Kára- dóttur, þar af eru sex þjónustu- ráðgjafar í símaveri. „Stofnunin hefur fengið á sig mikla gagnrýni varðandi símamál á síðustu árum og hef- ur viðskiptavinum þótt erfitt að ná sambandi við hana. Þess vegna var ákveðið að koma upp símaþjónustuveri með beinu númeri, 560-4460. Þar geta viðskiptavinir fengið allar upp- lýsingar, ráðgjöf og leiðbeining- ar. Við höfum tekið nýja sím- stöð í gagnið svo að nú getur fólk sparað sér sporin og hringt í okkur,“ segir Dögg. Þjónusta á Netinu Önnur nýjung er í bígerð hjá Tryggingastofnun en það er gagnvirk þjónusta á Netinu. Handbók stofnunarinnar er nú þegar komin inn á netið (net- fang: wwv\'.tr.is) og þar er hægt að nálgast upplýsingar. A framtíðarplaninu er að víkka út þjónustuna, meðal annars að koma umsóknareyðublöðum og öðrum formum inn á Netið þannig að viðskiptavinir geti til dæmis reiknað gróflega sjálfir út hvaða bótum þeir eiga rétt á og hversu háar þær verða. Það er þó ekki búist við að þessar breytingar eigi sér stað á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmd- irnar í Tryggingastofnun kosti 280-290 milljónir króna. Á þessari stundu er ekki Ijóst hver endanlegur kostnaður vcrður. - GHS IBÆKUR Helstu trúarbrögð Trúarbrögð heims- ins er mikil bók sem inniheldur lýs- ingu á trúarlífi manna án áróðurs og fordóma. Helstu trúar- brögðin eru kristindómur, gyðingdómur, islam, hindúa- siður, búddasiður, japönsk og kínversk trúarbrögð. Talað er um sjö heima trúarbragðanna, sem virðast í fljótu bragði ekki eiga mikið sameiginlegt geyma þeir allir reynslu og leyndar- dóma og tjáningu sem er æðri öllum skilningi. Sjö sérfræðingar leggja til efnið en ritstjóri er Michael D. Coogan. Dregin eru fram meg- ineinkenni helstu trúarbragða og er valið einkum miðað við íjölda þeirra sem játa trúna, út- breiðslu hennar og sögulegt gildi. Fjallað er um uppruna trúarbragðanna, sögulega þró- un, helga texta og helga staði, helga menn og vitringa, líf eftir dauðann og samspil trúar- bragða og samfélags. Trúarbrögð heimsins er mikið myndskreytt bók og eru í henni landakort og skýringar- myndir. Mál og menning gefur út. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Verð: 5980 kr. Atlas og fánabók Mál og menning gefur út tvær handbækur í handhægu broti. Heimsatlas er smækkuð útgáfa af samnefndri bók, sem út kom á síðasta ári. heimsins er hand- bók sem í eru allir þjóðfánar heims, auk fána héraða, yfir- ráðasvæða, fána alþjóðasam- taka og fána sem ekki eru leng- ur í notkun en hafa skipt rnáli í rás sögunnar. Fánarnir eru allir í litum og Ijallað er um tilurð þeirra, táknfræði á greinargóð- an hátt. Hvor bók kostar 1980 kr. Hestuxiim minn Komin er út hjá Máli og menningu barnabókin Hesturinn minn eftir Bruce McMiIlan. Þetta er Ijós- myndabók með sögulegu ívafi og er saga um samskipti manna og dýra á Islandi, nánar tiltekið í Skagafirði. Höfundur er Bandaríkjamaður, sem skrif- að hefur Ijölda fræðslubóka. Sigurður A. Magnússon ís- lenskaði. Verð: 1790kr. Riddarar hringborðsins Artúr konungur eftir Rosalind Kerven er lýsing á ferli þjóð- sagnahetjunnar Artúrs kon- ungs og riddara hringborðsins og krydduð fróðleiksmolum frá fyrri tíð. Sagan er myndskreytt og er ætluð börnum og ungl- ingum. Greinar um beilbrigðismál Háskólaútgáfan og Námsbraut í hjúkrunarfræði hafa gefið út bókina Spor, greinar um heil- brigðismál eftir dr. Guðrúnu Marteinsdóttur. 1 bókinni eru greinar sem Guðrún samdi á árunum 1981-1994. Þegar Guðrún lést 1994 var hún að ljúka doktorsnámi. Hún kenndi við námsbraut í hjúkrunarfræði frá 1980 og til dauðadags og markaði spor í þróun hjúkrunarmenntunar og hjúkrunarfræði. V___________________________>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.